Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976
Júgóslavía:
Friðrik og Guð-
mundur hefja
taflið í dag
STÓRMEISTARARNIR Frið-
rik Ólafsson og Guðmundur
Sigurjónsson hefja í dag þátl-
töku í mjög sterku skákmóti í
borginni Novi Sad í Júgóslaviu.
Keppendur eru samtals 16 og
stendur mótið til 17. október. 10
stórmeistarar tefla í mótinu
auk Friðriks og Guðmundar,
Hort, Gligoric, Ivkov, Sax, Veli-
mirovic, Matulovic, Garcia,
Smejkal, Vikic og Bagirov.
Jólahappdrætti
Krabbameins-
félagsins
krabbameinsfelag
Reykjavíkur er nú að hleypa
af stokkunum árlegu jólahapp-
drætti sínu og að venju hafa
miðar verið sendir heim til
fólks á Stór-
Reykjavfkursvæðinu, en þeir
verða að auki seldir í lausa-
sölu, m.a. úr happdrættisbif-
reiðinni.
Krabbameinsfélag Reykja-
víkur sér um rekstur happ-
drættisins og í fréttatilkynn
ingu frá félaginu segir, að það
sé einlæg von þess að fólk taki
heimsendingu miðanna vel
eins og áður. Vinningar eru
Audi 100 LS og tveir vélsleðar
af Skiroule-gerð. Samanlagt
verðmæti vinninganna er tæp-
lega 4 milljónir króna.
— Milljón fjár
Framhald af bls. 2
erlendis sé um 50% af skráðu
verði innanlands. Gjaldeyristekj-
ur af þessum útflutningi nema
um einum milljarði króna en út-
flutningsbætur, sem ríkissjóður
hefður orðið að greiða, nema um
1.2 milljörðum króna. ÁIls er gert
ráð fyrir að útflutningsbætur á
landbúnaðarafurðir á þessu ári
nemi um 17 milljörðum króna.
Gert er ráð fyrir að af kinda-
kjötsframleiðslu þessa hausts
verði að flytja út um 5000 tonn af
dilkakjöti og" 300 tonn af ærkjöti.
Skúli Ólafsson hjá Búvörudeild
SÍS sagði að þessi áætlun væri
gerð með hliðsjón af þeith birgð-
um, sem til hefðu verið við upp-
haf sláturtíðar nú. Þá mágera ráð
fyrir lítilsháttar aukningu á kjöt-
magninu auk þess sem samdrátt-
ur hefur verið í kindakjötsneyzl-
unni hér innanlands að undan-
förnu og nam hún á timabilinu 1.
september 1975 til 1. júlí 1976 um
9%. '
— Hólsnes SU
Framhald af bls. 2
um, en hinn togarihn var í lagi.
Brot fyrrnefnda togarans verður
kært.
Loks fóru varðskipsmenn um
borð i vestur-þýzka togara í
Víkurál í gærmorgun, og reyndist
allt vera í lagi með veiðarfæri
þeirra togara.
— Pundið
Framhald af bls. 1
Hong Kong, urðu til þess að
hrunið stöðvaðist og gengið
hækkaði örlítið. Töldu sér-
fræðingar hugsanlegt að
brezka stjórnin ætlaði að gera
einhverjar ráðstafanir. Engar
sllkar fregnir höfðu borizt f
kvöld.
James Callaghan forsætis-
ráðherra Breta ávarpaði í dag
flokksþing Verkamanna-
flokksins og hvatti menn til
samstöðu um uppbyggingu
efnahagslífsins. Sagði hann að
útilokað vaéri fyrir Breta að
halda uppi lífskjörum sínum
með erlendum lántökum.
Hafði ræða forsætisráðherrans
þó engin áhrif á gjaldeyris-
markaðinn. Margaret
Thatcher, leiðtogi brezka
Ihaldsflokksins, skoraði i dag á
ríkisstjórnina að gera þegar í
stað ráðstafanir til að rétta við
gengi pundsins og sagði að
ríkisstjórnin mætti ekki koma
sér undan þvi að gera harðar
ákveðnar ráðstafanir.
Gengi pundsins hefur nú
fallið um 45.5% gagnvart
helztu gjaldmiðlum heims frá
því 1971. Féli það um 1 % í dag.
Þrátt fyrir að ekkert hefði
heyrzt af opinberri hálfu töldu
sérfræðingar líklegt að rikis-
stjórnin myndi grípa til ein-
hverra skyndiráðstafana eins
og vaxtahækkunar og að
hugsanlega yrðu settar
einhvers konar reglur um fjár-
magnsinnlegg gagnvart inn-
flutningi. Vextir í Bretlandi
eru nú 13%, þeir hæstu í sögu
landsins.
Healey var á ieið til Hong
Kong til að sitja fund fjármála-
ráðherra samveldislandanna
og þaðan á fund alþjóða gjald-
eyrissjóðsins i Manilla á Filips-
eyjum í næstu viku.
— Allir vilja
semja
Framhald af bls. 1
utoútvarpið í Mosambique skor-
aði í dag á blökkumenn í Rhód-
esíu að herða á hernaðaraðgerð-
um og neyða þannig stjórn Ian
Smiths til uppgjafar án skilyrða.
Formaður Einingarsamtaka Af-
ríkuríkja, Ramgoolam, átti við-
ræður við ráðgjafa Bandaríkja-
stjórnar um helgina. Hann sagði í
dag, að hingað til hefði miðað í
samkomulagsátt, þótt nauðsyn-
legt væri að skýra nokkur atriði
áður en lausnar væri að vænta í
Rhódesfumáliriu.
— Stórsókn
Framhald af bls. 1
Anwar Sadat Egyptalandsfor-
seti fordæmdi í kvöld sókn Sýr-
lendinga og hægrimanna og eru
ummæli hans talin benda til þess
að vafasamt sé nú að orðið geti af
toppfundi Arabaleiítoga um Líb-
anon, sem Egyptar og Sýrlending-
ar ætluðu báðir að sækja. Sadat
sagði í tveggja klst. sjónvarps-
ræðu i tilefni af því að 6 ár eru
liðin frá láti Nassers fyrrum for-
seta Egyptalands, að Sýrlending-
ar ætluðu sér að útrýma hreyf-
ingu Palestínumanna í Libanon
og eyðileggja þar með möguleika
Araba á að koma á friði flandinu.
Sadat sagði: „Sýrlendingar tapa,
hver sem úrslitin verða, Libanon
tapar og við sem Arabar töpum.“
Sadat sagðist vera f sambandi við
ýmsa leiðtoga Arabaríkjanna og
m.a. hefði hann rætt við Sarkis
forseta Líbanons. Þá er Kamal
Jumblatt, leiðtogi vinstrimanna í
Lfbanon, staddur i Kairó til við-
ræðna við Sadat. Jumblatt kom til
Kriró í gær sjóleiðina frá Kýpur
og varð skip hans tvivegis fyrir
árás fsraelsks tundurskeytabáts
að hans sögn, en ísraelar hafa
neitað ásökunum.
Dagblöð sýrlenzku rikisstjórn-
arinnar birtu I dag kröfur um
breytingar á forystu Palestinu-
araba, sem taldar eru eiga við, að
Yasser Arafat verði látinn fara.
Krafan var undirrituð af samtök-
um, sem nefna sig „barátturáð
frelsishreyfingar Palestinu-
manna“, en stjórnmálafréttaritar-
ar segja engan vafa leika á þvf að
æðstu menn Sýrlands styðji þessa
kröfu. Undirróðri hefur verið
haldið upp i fjölmiðlum Araba-
rikjanna gegn Arafat undanfarna
mánuði, en þetta er í fyrsta skipti,
sem krafa um brottrekstur hans
er birt opinberlega i Sýrlandi.
— Ford
Framhald af bls. 1
Á fréttamannafundi, sem
Nessen hélt í Washington i dag,
var meðal annars spurt um
ásakanir í garð forsetans um að
hann hefði misnotað fjárfram-
lög til kosningabaráttu á meðan
hann var þingmaður, eins og
haldið var fram I blöðum um
helgina. Þar var sagt að Charles
Ruff, saksóknari i Watergate-
málum, hefði nú að öllum lík-
indum með höndum rannsókn á
þessu máli, og hafði Washing-
ton Post eftir háttsettum en
ónafngreindum heimildamanni
innan ríkisstjórnarinnar, að
þessar ásakanir á hendur Ford
hefðu við rök að styðjast og
væru alvarlegar. 1 þessu sam-
bandi sagði Nessen, að Ruff
hefði ekkert samband haft við
Hvíta húsið vegna þessa máls,
og „allt, sem við vitum um þetta
er það, sem við lesum i blöðun-
um“.
Stjórnmálaskýrendur i Wash-
ington telja, að golfmálið geti
orðið mjög óþægilegt ef Carter
haldi áfram árásum sinum
vegna þess, en Nessen sagði, að
forsetinn hefði þegið fyrrnefnd
boð bæði fyrir og eftir árið
1968, þegar þingið setti sér siða-
reglur til að binda enda á við-
töku stórgjafa frá hagsmunaað-
ilum.________ _______
— Spíramál
Framhald af bls. 2
ákærðir fyrir brot á áfengis- og
tollalögum. Hefur þeim verið birt
ákæran, en eftir er að skila vörn-
um. Sjöunda málið er enn til af-
greiðslu hjá saksóknara.
Þarna er um að ræða menn á
kaupskipum og menn i landi, sem
keypt hafa áfengið eða stuðlað að
dreifingu þess.
— Engin
slysaalda
Framhald af bls. 2
draga verulega úr slysatiðn-
inni. Því á móti 6 árekstrum i
gær urðu 15 í fyrra á þessum
degi. Með þessu áframhaldi er
ekki vafi á þvi að draga má úr
eða komast alveg Kjá svipaðri
slysaöldu eins og var í fyrra.
Það kemur fram á þessum
lista að hinar margumtöluðu
aftan-á-keyrslur eru mjög tíðar,
en engum árekstrum er jafn
auðvelt að komast hjá, það þarf
ekki annað en halda athyglinni
vakandi og vera því allfaf við-
búinn að ökutækið á undan geti
átt það til að stöðva.
Ef við lítum á þessa daga sem
eru líðnir af vikunni, en það
eru aðeins þrír dagar, hafa orð-
ið 15 óhöpp í ár en 28 á sama
tímaífyrra. FGG
- Nýjar mælingar
Framhald af bls. 32
Eysteinn ítrekaði, að mest
hætta væri á gosi á þeim stað þar
sem landrisið væri mest og þessa
stundina væru þannig mestar lík-
ur á gosi rétt sunnan við Leir-
hnúk. Mælingarnar sýna hins veg-
ar að nokkuð er breytilegt hvar
landris er mest hverju sinni,
þannig að ekki er unnt á þessu
stigi að segja nákvæmlega til um
hvar muni gjósa, ef til þess kem-
ur.
— Litsjónvörp
. Framhald af bls. 32
tæki. Rafn kvaðst gera ráð fyrir
að tvö þúsund litsjónvarpstæki
væri algjört hámark á einu ári
og miðað við eðlilegan innflutn-
ing mætti gera ráð fyrir hægri
og jafnri sölu. Innflutnings-
hömlur um einhvern tíma yrði
hins vegar aðeins til þess að hér
hlæðist upp tiltekin þörf, fólk
sem ætlaði að endurnýja tækin
héldi að sér höndum um sinn og
svo þegar innflutningur yrði
gefinn frjáls að nýju brysti
stíflan og það hefði í för með
sér að tækin yrðu rifin út jafn-
óðum og þau kæmu til landsins
og þannig miklu meirí gjald-
eyriseyðsla á skömmum tíma en
ella þyrfti að vera. Taldi Rafn
miklu nær að halda innflutn-
ingnum I horfinu með því að
halda litadagskrám sjónvarps-
ins í því lágmarki, sem kostur
væri.
Að sögn Harðar Frímanns-
sonar, verkfræðings sjónvarps-
ins, lætur nærri að um 30% af
dagskrárefni sjónvarpsins sé
nú i lit og er það að langmestu
leyli erlent efni. Litaefni sjón-
varpsins hefur aukizt ár frá ári
án þess að nokkuð hafi verið
gert til þess af sjónvarpsins
hálfu heldur færist það í vöxt
að erlendir framleiðendur
efnisins vilji allt eins senda
efnið á myndsegulböndum, sem
oftast eru í lit, í stað svart-
hvitra filma.
r
— Aætlun
Framhald af bls. 32
Kröflusvæðinu og með hliðsjón af
ástandinu I raforkumálum norð-
anlands, sé rétt að leggja áherzlu
á að koma fyrri vélasamstæðu
virkjunarinnar í nothæfan rekst-
ur sem fyrst.“
Þetta er meginefni málsins —
sagði Gunnar Thoroddsen iðnað-
arráðherra i samtali við Morgun-
blaðið í gær. Orkustofnun leggur
til að haldið sé áfram fram-
kvæmdum að þessu leyti eins og
að hefur verið stefnt. 1 bréfinu er
einnig tekið fram, að varðandi
landrisið bendi siðustu mælingar
til þess að nú sé að draga úr
rishraðanum. Ennfremur segir i
bréfinu, að skjálftavirknin hafi
færzt vestur á bóginn, þannig að
nú er virkasta svæðið vestan við
Leirhnúkssprunguna, en ekki á
virkjunarsvæðinu.
Það er gert ráð fyrir þvi, að
fyrri vélasamstæðan geti komizt i
gang um eða upp úr áramótum.
Siðan er rætt í bréfi Orkustofnun-
ar um nokkru fleiri atriði, og lagt
er til að í haust verði gerðar ráð-
stafanir um byggingu varnar-
garða, til að draga úr hættu á því
að virkjunarmannvirki skemmist
eða éyðileggist af hraunrennsli ef
hraungos hefst aftur úr Leir-
hnúkssprungunni. Ennfremur er
tekið fram að gos á Kröflusvæði
þurfi ekki nauðsynlega að hafa í
för með sér tjón á virkjunarmann-
virkjum, en bygging nýrra
varnargarða er í undirbúningi og
verður senn tilbúin áætlun um
framkvæmd og kostnað við þá.
Ennfremur telur Orkustofnun að
i engu verði slakað á þeirri varúð,
sem viðhöfð hefur verið nú
undanfarna mánuði.
— „Heyrðu
lögga...
Framhald af bls. 3
að hann væri vel að sér hvernig
menn ættu að fara yfir götu og
þess háttar, þegar menn væru á
leið heim úr skólanum o.s.frv.
— Maður á að stoppa við vegar-
brún og líta vel til beggja hliða.
Þegar allt er i lagi má maður
svo fara yfir, en maður á alltaf
að fara beint yfir götu en ekki á
ská því það er miklu lengra. Ég
hef aldrei lent í umferðarslysi
af þvi ég kann reglurnar svo
vel, sagði þessi piltur að lokum.
— Hefur safnað...
Framhald af bls. 3
Önundarfjörð og á Höfn i
Hornafirði. Á þvf kann ég i
raun engar skýringar, þar sem
t.d. tiltölulega fátt fólk frá
Vestfjörðum fluttist vestur um
haf. Hér er ekki um það aó
ræða að fólk hafi haft þörf fyrir
að kaupa Lögberg-
Heimskringlu, heldur er það
eingöngu að lýsa yfir vilja
sínum með áskriftinni á að það
vilji styðja blaðið og auðvelda
útgáfu þess meðal Vestur-
Islendinga. Ég lít svo á að við
eigum Vestur-íslendingum
skuld að gjalda. Það er kominn
tími til þess að vakna af
sofandahætti í þeirra garð.
— En svo mikil þátttaka og
þýsundir nýrra áskrifenda.
Tryggir hún ekki útkomu blaðs-
ins?
— Ég vona að þessi þátttaka
og þessi hópur áskrifenda, sem
mér hefur tekizt að safna, verði
blaðinu einhver styrkur. Ég vil
sérstaklega taka það fram, að
hvorki dreifing né innheimta
áskriftargjalda er í mínum
höndum heldur annarra aðila,
en jafnframt er þess að gæta að
dreifing verður að ganga fljótt
og vel fyrir sig og að mínu mati
þýðir lítt, að vera að dreifa nú
um þessar mundir blaðinu, sem
kom út 10. júní, en Lögberg-
Heimskringla er eins og allir
vita vikublað. 1 þvi sambandi
má geta þess að Flugleiðir hafa
verið einstaklega hjálplegir I
þessu sambandi og flutt blaðið
hingað heim án endurgjalds.
— Til hverra skilar þú svo
þessari undirskriftasöfnun?
— Ég sendi Ijósrit af öllum
eiginhandaráritunum vestur
um haf en hef þar að auki vél-
ritað þær allar upp og sendi
hvorttveggja til blaðstjórnar-
innar í Kanada. I sambandi við
þessa söfnun er jafnframt fyr-
irhugað að allir, sem þátt hafa i
henni tekið, fái bréf frá ferða-
skrifstofu, þar sem áskrifend-
um verður boðin vesturför á
sérstökum kjörum og á þann
hátt er stefnt að því að fólkið
fái laun fyrir stuðning sinn við
blaðið. Vestur-Islendingar hafa
svo oft sýnt okkur vinsemd, að
við stöndum i mikilli þakkar-
skuld við þá. Mætti þar minna á
stofnun Eimskipafélagsins og
upphaf raforku málanna og
heilbrigðismálin f upphafi þess-
arar aldar — sagði Helgi Vig-
fússon að lokum. '
— Lífeyris-
greiðslur
Framhald af bls. 5
íbúðar eða 35% af mati trúnaðar-
manns sjóðanna, sem þá fer á
staðinn og metur eignina. Að
öðrum kosti er miðað við þá ríkis-
ábyrgð, sem fæst út á viðkomandi
íbúð en þá ábyrgð getur sjóðfélagi
fengið í gegnum eitthvert bygg-
ingasamvinnufélag. Lán út á
Ibúðir, sem ekki eru fullgerðar,
eru jafnan veittar út á ríkis-
ábyrgð.“
— Minning
Ingibjörg
Framhald af bls. 22
ætfð reiðubúin að ljá öllum góð-
um málum lið.
Eitt var það, sem einkenndi
Ingibjörgu, hve hún var björt
yfirlitum og frjáls I öllum háttum
sínum hvar og hvenær sem var og
hverjir sem áttu hlut að máli.
Sveinn maður hennar dó 1970,
eftir það átti hún dvöl fyrst á Asi í
Hveragerði en síðar á Elliheimil-
inu Grund.
Það eru margar minningar er
sækja í hugann eftir 60 ára
kynni, en það er dýrmætur fjár-
sjóður, en þrátt fyrir það langar
mig að kveðja hana með einni
minningu frá liðnum árum. Það
var eitt sinn að ég slóst í vinahóp,
i þeirri ferð komum við að
Heykollsstöðum. Þetta var að
áliðnu sumri, lítið eitt farið að
bregða birtu. Það var hlýtt þetta
kvöld og glaðvært fólk er settist
að kaffiborðinu. Ingibjörg settist
við enda borðsins, og þegar við
erum að drekka segir hún: „En
hve þessi lítla þjóð er auðnurik að
eiga menn sem eiga svo hægt með
að varpa ljósi yfir fortíð, samtíð
og svo margt fleira." Við vissum
óðar að hún var með eitthvað nýtt
í huga. Hún tók úr skúffu bók og
mælti: Þetta er nýjasta bókin
hans D. Stefánss. frá Fagraskógi
og heitir Ný kvæði.“ Það var orðið
það skuggsýnt að ekki varð lesið á
bók. Hún kom með kerti og
kveikti, opnaði bókina og mælti:
„Nú ætla ég að lofa ykkur að
heyra fyrsta ljóðið í bókinni, en
þaó er um ástina, gamalt ástar-
ævintýri og heitir Hallfreður
vandræðaskáld." Það var stein-
hljóð í stofunni meðan hún las,
allir voru hljóðir og gleymdu vist
kaffibollunum. Er hún hafði lokið
lestrinum stóð hún upp og sagði:
„Mig langar nú að lesa eitt
erindið aftur." Og með þeim boð-
skap sem það hefur að flytja, kveð
ég hina látnu vinkonu með hljóðri
þökk.
Allt fylgir Iffsins lögum,
þó lokið sé mfnum dögum.
Elfur ad ósi renna.
Eldar f sölum hrenna.
Bárur brotna við stafna.
Byr gefur til hafna.
Enginn villist af vegi,
þó vandræðaskáldið deyi.
D.S.
Anna Ölafsdóttir