Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976
5
„Ætti að gera kennshma líf-
rœnni og auka áhuga bama
á dgrum og einkewmm þeirra,”
— sagði Jón Kr. Gunnarsson um námsferðir skólafólks í Sædýrasafnið
„Þessi kynning er fyrst og
fremst hugsuð með það fyrir aug-
um að gefa skólakrökkum kost á
að auka áhugann á kennsiu í við-
komandi námsgrein," sagði Jón
Kr. Gunnarsson þegar við litum
við í Sædýrasafninu, en þar var þá
í heimsókn skólafólk úr Hlfðar-
skólanum í náms— og kynningar-
heimsókn hjá safninu. Skólafólk
hefur mjög aukið komur sínar I
safnið til náms og fróðleiks og eru
nemendum afhentar I skólunum
sérstakar verkefnabækur sem
safnið hefur látið gera. í verkefna-
bókum þessum eru ýmis verkefni
sem nemendurnir leysa sjálfir úr
og eru þau öll um dýr sem í
safninu eru
„Þetta ætti að gera kennsluna líf-
rænni, og um leið fá börnin mikla
vitneskju um dýrin, sem við teljum
einnig að muni festast betur í hug-
um barnanna. Við erum ekki að gera
hér hlut sem aldrei hefur verið gerð-
ur áður. Fyrirmyndin er dönsk og
norsk, en í þessum löndum hafa
verið gerðar tilraunir með svipuð
verkefni og hefur sú starfsemi gefið
það góða raun að ákveðið hefur
verið í báðum löndum að leggja enn
frekari áherzlu á slíkar heimsóknir í
framtíðinni
— Starfsemi þessi erlendis hefur
gefizt mjög vel og orðið nemendum
til mikils gagns í náminu. Við gerum
ráð fyrir að nemendur kynni sér
verkefnin áður en safnið er heim-
sótt, en leysi síðan verkenn maðan á
skoðunarferðinni stendur og : ð
henni lokinni.
— Núna eru þetta auðvitað bara
tilraunaverkefni, en þau verða bætt
og endurnýjuð með tilliti til reynsl-
unnar sem af þeim fæst Tilgangur-
inn mun þó alltaf vera sá sami, þ.e.
Hér er skráð niður sitthvað
merkilegt sem þessir nemend-
ur sáu við apana tvo.
Nemendur HKðarskóla virða fyrir sér ær sem verið er að gefa. Með á
myndinni er Kristján Sigfússon kennari barnanna
Fylgzt með þvi er selnum er gefinn miðdegisverður.
að gefa nemendunum tækifæri til:
a) að kynna sér dýraríkið á eðlilegri
hátt en hægt er í skólastofunni.
b) að skoða skipulega ýmis einkenni
dýra
c) að vinna sjálfstætt eftir skriflegri
leiðsögn
— Við væntum góðrar samvinnu
við skólana og þá vonum við einnig
að þetta megi verða til að auka
áhuga skólaæskunnar á náttúru-
fræði og þekkingu á ýmsum dýrum
og lifnaðarháttum þeirra, sagði Jón
Kr. Gunnarsson að lokum.
Aðspurður sagði Kristján Gunn-
arsson. kennari, okkur að nemend-
urnir væru hrifnir að þessari hug-
mynd, og sýndu allir henni mikinn
áhuga ,,Ég er hér með þriðja hóp-
inn, og það rikir alltaf sama ánægj-
an og eftirvæntingin með verkefnin
og úrlausn þeirra Þetta er hlutur
sem ég tel að eigi fyllilega rétt á
sér,” sagði Kristján
Lífeyrisgreiðslur
80 til 90 milljón
krónur á mánuði
FÉLAGSTIÐINDI Starfs-
mannafélags ríkisstofnana
eru nýkomin út og er þar
skýrt frá því, að 5 lífeyris-
sjððir opinberra starfs-
manna séu í umsjón Trygg-
ingastofnunar rfkisins.
Eru það Iffeyrissjóðir
starfsmanna ríkisins,
barnakennara, hjúkrunar-
kvenna, sjómanna og Ijós-
mæðra og að samanlagðar
fífeyrisgreiðslur úr þess-
um sjóðum séu nú um 80
til 90 milljónir króna á
mánuði. Kemur þetta fram
í viðtali við Einar Kr. ís-
feld, fulltrúa hjá Trygg-
ingastofnuninni.
í þessu viðtali er m.a. rætt um
lánakjör félaesmanna lífeyris-
sjóða opinberra starfsmanna og
segir Einar þar:
,,Til þess að öðlast rétt til svo-
nefnds frumláns þarf sjóðfélagi
að hafa greitt í sjóðinn a.m.k.
fimm ár. Hámark frumlána er nú
1,2 milljónir króna, lánstfminn
17—22 ár eftir aldri hlutaðeig-
andi húseigna og tryggingu
þeirra, sem i þeim er talin felast.
Fyrstu tvö árin eru afborganalaus
en vextir greiðast árlega. Þeir eru
16% breytilegir þannig að lækka
má þá aftur í 7% og hækka upp í
19% í samræmi við breytingar
útlánsvaxta á almennum lána-
markaði hverju sinni. Lánin eru
veitt gegn veðtryggingu í fast-
eign, og þá ýmist tekinn fyrsti
veðréttur eða síðari veðréttur
með ríkisábyrgð. Sé fyrsti veð-
réttur í boði, verður upphæð láns-
ins að vera innan við 25% af
brunabótamati viðkomandi
Framhald á bls. 18
L
ÖLL.I
___1. áfangi_____________________
Verzlunarhæðin við Laugaveg.
Þar eru nú 1 2 verzlanir og allar teknar til starfa.
___2. áfangi__________________________
Verzlunarhæðin Grettisgata — Laugavegur, á að verða tilbúin
1. nóvember n.k. Þar verða 9 verzlanir mismunandi stórar.
Þeir sem vilja tryggja sér verzlunarpláss hafi samband í sfmum
12841 — 13300 eða 10115.
V ERZLANA
ThölliisI
LAUGAVEG S6
m
YSA
ómissandi í sláturtíðinni
MJÓLKURSAMSALANIREYKJAVÍK
Næringarefni matar nýtast
betur í súrmat en nýjum eöa
frystum mat, enda er súrmatur
auömeltari. Súrmatar ættum viö
því aö neyta allt áriö, en ekki
einungis sem veizlumatar á
þorranum.
Súrsum í skyrmysu og
geymum matinn á köldum staö,
en súrinn má ekki frjósa. Kjöt
og slátur á aö sjóöa vel (ekki
"hálfsjóöa") og kæla alveg áöur
en þaö er sett í mysuna.
Ath: Súrsiö ekki, og geyrrúö ekki sýru í galvaniseruöum ílátum.
\
/