Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976
13
Spjallað við
Ágúst Sigurðs-
son, frystihús-
stjóra í Stykk-
ishólmi, um
hörpudisk o.fl.
„Hún
ersvo
______déskoti
sjarmer-
andi skelin”
SKELIN, eins og hörpudiskur-
inn heitir I daglegu tali, er að
sögn Ágústs Sigurðssonar „dé-
skoti sjarmerandi." Skeiin er
hans levebrauð", þvl Ágúst & og
rekur, ásamt konu sinni, Rakel
Olsen, Hraðfrystihús Sigurðar
Ágústssonar I Stykkishólmi.
Skrifstofur hraðfrystihússins
eru fyrir ofan Verzlun Sigurðar
Ágústssonar. Sú verzlun er
ekki lengur I eigu fjölskyld-
unnar, þótt Sigurður, faðir
Ágúst og Fröken Lady.
Ágústs, hafi stofnað hana upp-
haflega.
Ágúst tók á móti mér ásamt
Fröken Lady, hundinum, sem
þau hjónin kalla i spaugi fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Fröken Lady lá I gluggakist-
unni og fylgdist með vegfarend-
um úti fyrir meðan við spjölluð-
um saman. „Jú, hundahald er
bannað hér eins og svo viða
annars staðar," sagði Ágúst „og
reyndar var ég nýlega kærður
fyrir hana. Það fer vonandi vel,
við megum alls ekki af henni
sjá eða hún af okkur. Fröken
Lady er leikfélagi barnanna
okkar og eins og ein úr fjöl-
skyldunni svo ég stend fastur á
því að áfrýjaöllum dómum.“
Ég tók við fyrirtækinu 1967.
Pabbi bara lét mig fá lyklana
og sagði: Nú tekur þú við. Fram
að þvl hafði ég ekki komið
nærri hraðfrystihúsi, ég rak Te-
húsið og blóið. En pabbi skipti
sér aldrei af neinu, sem ég
gerði frá þvi að hann afhenti
mér lyklavöldin og þar til hann
dó f vor. En ég hafði frá upp-
hafi góða menn með mér, fólk,
sem hafði unnið hér f f jölda ára
hjá pabba. Án þeirra reynslu
hefði þetta verið miklu erfið-
ara. Nú, konan mín sér alveg
um bókhaldshliðina og hefur
gert frá upphafi.
— Hvernig er skelin unnin?
„Það sem gerizt, er i stuttu
máli þetta:
Bátarnir fara út eldsnemma á
morgnana, kl. 5 eða 6 og eru að
tlnast inn upp úr hádeginu.
Skelinni er skipað upp og látin
liggja í vatni eina nótt. Þá er
hún sjokkeruð eins og við köll-
um það, þ.e. hún er látin I sjóð-
andi vatn, liggur þar aðeins i 7
sekúndur og við hitann opnast
skelin. Þvf næst fer hún I svo-
kallaðan hristara og eftir þessa
meðferð hefur innvolsið losnað
frá skelinni. Þá fer innvolsið I
saltpækil. I honum fer fram
rotnun. Það sem eftir kann að
vera af skel sekkur til botns en
innvolsið flýtur ofan á. Þá taka
konurnar við og sllta vöðvann
sjálfan frá slorinu. Vöðvinn er
hreinsaður og að siðustu
flokkaður eftir stærð, pakkaður
og frystur.
— Og þetta þykir herra-
mannsmatur?
„Já, og afar eftirsótt neyzlu-
vara erlendis. Islendingar hafa
enn ekki lært að borða hörpu-
disk.“
— Hvert er svo skelin seld?
„Til Bandarfkjanna. Það er
Sölumiðstöðin, sem flytur hana
út og selur.
Verðið fer að sjálfsögðu eftir
framboði og eftirspurn eins og
á öðru og það hefur orðið mikið
verðhrun á skelinni á þessu ári.
— Er íslenzkur hörpudiskur
gæðavara?
„Já, tvfmælalaust. Við fryst-
um hann innan sólarhrings eft-
ir að hann kemur úr sjónum
svo hann er eins ferskur og
hægt er. Aftur á móti er hann
seigari en t.d. kanadíska skelin.
Hjá Kanadamönnum eru túr-
arnir miklu lengri en hjá okkur
og skelin liggur í ís allt upp
undir tvær vikur áður en henni
er landað. En hún er meirari
hjá þeim af einhverjum ástæð-
um og við vinnum stöðugt að
lausn á þvf vandamáli."
Talið berst að fiski almennt
og mataræði, að allsgnægtum
Breiðafjarðar: ,3reiðafjörður
er óplægður akur,“ segir Agúst.
„Hér fyrir utan liggur nær
ótæmandi forðabúr, tegundir
sem lftið sem ekkert eru nýttar,
ég get nefnt hjartarskel, beitu-
kóng, kúfisk, öðu, fgulkera-
hrogn og sfðast en ekki sfzt
kræklinginn — hann er nú eig-
inlega minn uppáhaldsmatur.
Möguleikarnir eru óteljandi.
En skelin er áhættusamur út-
vegur og ég verð að segja það
núna, að ef ég hefði vitað fyrir-
fram um alla þá peninga, sem
ég hefi orðið að láta f þetta, þá
hefði ég aldrei byrjað.“
— Áður en við vfkjum frá
skelinni, hvað landa margir
bátar hér f Stykkishólmi?
„Ætli það séu ekki um 6 bát-
ar að meðaltali, sem eru i skel.
Þeir eru þetta á milli 50—90
tonn og landa hver um 5 tonn-
um á dag. Sjálfir erum við með
tvo báta og landar annar þeirra
hér — hinn er f Rifi.
— Og hversu margir starfa
við skelina hér I Hólminum?
„Lfklega um 15(f' manns, ef
allt er talið með.“
Tölva upp á punt
Við yfirgefum skrifstofu
Ágústs og göngum fram á aðal-
skrifstofuna. Fyrirtæki með
allt upp i 150 manns á sinum
snærum, virðist komast af með
ótrúlega fátt starfsfólk á skrif-
stofu?
„Það er nú tölvunni að þakka.
Hún reiknar og spekulerar fyr-
Skelinni landað
ir okkur og ef ekki væri tölvan,
þyrfti miklu fleira starfsfólk f
bókhald og önnur skrifstofu-
störf — hér eru aðeins fjórir.
Eiginlega höfum við tvær tölv-
ur, en sú fyrsta sem við fengum
var ekki nógu dugleg, svo við
keyptum aðra til. Sú skilar öll-
um útreikningum á band — það
þarf ekki annað en ýta á takka
og þá kemur svar við hvaða
spurningu sem er, varðandi
bókhaldið.
Gamla tölvan er eiginlega til
sölu, þú getur fengið hana fyrir
svona 2.5—2.7 milljónir ef þú
vilt. Ég spila á hana golf..og
Ágúst sveiflar kylfunni með
því að þrýsta á hnapp.
Ljósm/texti Ms