Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 31 MÖRG JAFNTEFLI Á LAUGARDAGINN ? GETRAUNAÞATTUR MORGUNBLAÐSINS Arsenal — Q. P.R. x Frammistaða Arsenal i haust, hefur komið mörgum á óvart. Liðið þykir leika ágæta knattspyrnu og hefur það verið við toppinn í deiidinni það sem af er hausti. Q.P.R., liðið sem á slðustu stundu var skotið niður I annað sæti deildarinnar af Liverpool á siðasta keppnistimabili, hefur byrjað frekar illa, en hefur óðum verið að sækja i sig veðrið undanfarið Spáin er jafntefli (2—2). Birmingham — Derby. 1 Birmingham-liðið virðist nú vera allt annað og sterkara lið en siðustu þrjú keppnistimabilin, er þeir björguðu sér naumlega frá falli i siðustu umferðun- um Willie Bell hefur lika styrkt lið sitt mikið með kaupum á þeim John Conn- olly og Gary Jones frá Everton Derby hefur enn ekki unnið deildarleik í haust og þar að auki hafa lið Derby County sjaldan riðið feitum hesti frá St. Andr- ews Spáin: heimasigur (2—1) Bristol City — Ipswich. x Eftir ágæta byrjun lekur loftið nú óðum úr Bristol-blöðrunni. City er þó alltaf erfitt heim að sækja, en Ipswich hins vegar óútreiknanlegt útilið Spáin er því jafntefli (0—0). Coventry — Leicester x Það er einnig jafnteflislykt af þessum leik, þó svo að lið Coventry hafi sýnt góða leiki að undanförnu, en Leicester enn ekki unnið leik. Jafntefli, llklega 1 — 1. Leeds — Manchester United. x Leeds Utd. er nú með neðstu liðum deildarinnar. Ýmsir af gömlu kempun- um sem gert hafa garðinn frægan þar slðustu árin eru horfnar á braut t.d. Giles, McKenzie og nú slðast sjálfur fyrirliðinn Billy Bremner sem seldur var til Hull eins og kunnugt er. Ýmsar aðrar stjörnur liðsins eru heldur ekki sömu og áður. Ungu mennirnir, sem tekið hafa við, eru efnilegir leikmenn, en þá skortir reynslu og hún kemur ekki á einni nóttu Liðið getur þó enn sannarlega bitið frá sér, einkum á heimavelli sinum og gera þeir það llklega á laugardaginn Manchester Utd , sem er nú i þriðja sæti deildar- innar. hefur hins vegar enn ekki tapað leik á útivelli I haust (þ.e.a.s. I Eng- landi) og ætti liðið að ná jafntefli að minnsta kosti. Það ber þó að hafa i huga, að Manchester-liðið á mjög erf- iðan leik I miðri viku gegn Ajax frá Hollandi I UEFA-bikarkeppninni Gæti sá leikur hæglega setið i leikmönnum liðsins Spáin: jafntefli (1 — 1). Liverpool — Middfesboro. x Þetta er leikur toppliðanna I deild- inni og ef að líkum lætur mun Middles- boro leika með afar fjölmennri vörn og freista þess að ná jafntefli Vörn liðsins er aðall þess (3 mörk I 7 leikjum) en sóknarleikur liðsins er hins vegar jafn lélegur og vörnin er góð (5 mörk skoruð i 7 leikjum) Liverpool mun að öllum líkindum reynast erfitt að klekkja á vörn gestanna og er spáin sú, að þeim takist það ekki og jafntefli verði (0—0). Manchester City — West Ham. 1 Manchester-liðið á afar erfiðan leik I miðri viku, á ítaliu gegn Juventus i UEFA-keppninni, en það ætti ekki að aftra þeim frá þvi að vinna léttan sigur gegn lélegu liði West Ham. Spáin: Heimasigur (3—0). Norwich — Newcastle. 2 Heimaliðið er nú í miklum öldudal, það skorar varla mark siðan McDougall var seldur til Southhamton og vörnin er einnig slök Newcastle-liðið hefur verið furðu sprækt þrátt fyrir fjarveru McDonalds og ætti að krækja i tvö dýrmæt stig Spáin: Útisigur(1 — 2) Stoke — A. Villa 1 Bæði þessi lið eru eitt á heimavelli og annað á útivelli, góð heima, en mistæk úti Spáin: Heimasigur (2—0) Sunderland — Everton. 1. Spáin er sú, að Sunderland vinni sinn fyrsta deildarsigur. Liðið er áreið- anlega of gott fyrir botnsætið sem það skipar nú. Spáin: naumur heimasigur (1—0) W.B.A. — Tottenham 1, Góð frammistaða W.B.A. hefur kom- ið á óvart í haust og ætti liðið að ná sigri gegn óútreiknanlegu Tottenham- liði. Spáin: heimasigur (3—2) Sheffield Utd. — Burnley. x. Þessi lið kvöddu bæði fyrstu deildina i fyrra með tilheyrandi stórum orðum. að þau yrðu sko komin aftur upp að ári. Til þessa hefur hins vegar ekkert, sem lið þessi hafa sýnt, bent til þess, að þau ætlí að standa við loforð sin. Spáin: Jafntefli (0—0) i leiðinlegum leik. GUG. Lið Hamburger SV — þar er valinn maður I hverju rúmi, og meðal leikmannanna eru nokkrir tekjuhæstu ieikmenn vestur-þýzku knattspyrnunnar. Tekst Keflvíkingum að velgja Hamburger SV undir uggum? I KVÖLD fer fram á Laugardals- vellinum slðasti stðrleikur ársins I knattspyrnu er Keflvfkingar mæta þar vestur-þýzku bikar- meisturunum frá Hamburger Sport Verein (HSV). Er þetta seinni leikur liðanna f Evrðpu- bikarkeppni bikarhafa, en fyrri leik liðanna sem fram fór f Ham- borg fyrr f þessum mánuði lauk með sigri Þjóðverjanna 3—0, svo sem kunnugt er. Ekkert islenzkt lið hefur tekið jafnoft þátt í Evrópubikarkeppni FH hefur vörn titla sinna LEIKIÐ var frá morgni til kvölds I Reykjanesmótinu f handknattleik s.l. sunnudag og lauk þá riðlakeppni mótsins, þannig að aSeins úrslita- leikurinn er eftir, en hann fer svo fram i kvöld i íþróttahúsinu i Hafnar- firSi og hefst kl. 21.00. Eru það Hafnarfjarðarfélögin FH og Haukar sem leika til úrslita. eins og reyndar oft áður. Hefur FH þar með vörn á titlum sínum frá I fyrra. en þá varð Kastmót IR FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR mun t haust gangast fyrir nokkrum opnum kastmótum, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Næstu mót verða nk. miðvikudag. fimmtudag og laugar- dag. Mótin fyrrnefndu dagana fara fram á Melavellinum og hefjast kl. 18. en mótið á laugardag fer fram á kastsvæðinu I Laugardal og hefst kl. 14. Keppnisgreinar verða sem hér seg- ir: Miðvikudag: Spjótkast, kringlukast og sleggjukast. Fimmtudag: Kringlukast. kúluvarp og lóðkast. Föstudag: Kringlukast og spjótkast. liðið fyrst Reykjanesmeistari, siðan íslandsmeistari og loks bikarmeist- Úrslit leikja á sunnudaginn urðu þau, að HK sigraði fyrst lið UMFN 27—9 Síðan léku Grótta og Stjarnan og sigraði Grótta 23— 1 2. Þessu næst léku FH-ingar við Aftureldingu og sigr- uðu 25—15 Haukar burstuðu síðan ÍBK 33—7 og Breiðablik sigraði ná- grannalið sitt HK i jöfnum og all- skemmtilegum leik 15—12. Aftureld- ing og UMFN gerðu siðan jafntefli 20—20, Grótta vann ÍBK 35—1 6 og að lokum sigraði FH lið Breiðabliks 32—22 í frásögn Morgunblaðsins af mótinu um fyrri helgi var ranglega skýrt frá úrslitum eins leiksins. Aftureldingar og Breiðabliks. en honum lauk með jafn- tefli 19—19 Úrslit i A-riðli urðu þau, að FH-ingar hlutu 8 stig og skoruðu þeir hvorki meira né minna en 120 mörk í fjórum leikjum sinum HK hlaut 4 stig, Breiða- blik 3 stig. Afturelding 3 stig og UMFN 1 stig í B-riðli hlutu Haukar 6 stig, Grótta 4 stig, Stjarnan 2 stig og Keflavik 0 stig Svíar og Finnar eyðileggja Norð- uríandameistaramót unglinga í júdó - AFBOÐUÐU ÞÁTTTÖKU SÍNA VEGNA ÞESS AÐ MÓTIÐ ÁTTI AÐ VERA HÉR ALLAR líkur eru á þvi. a8 samstarf Norðurlandanna á sviði júdó- íþróttarinnar sé nú brostið. Finnar og Svlar hafa sýnt þá furðulegu framkomu, að afturkalla boðaða þátttöku sina 1 Norðulanda- meistaramóti unglinga sem fram átti á fara hérlendis um næstu helgi, og f framhaldi af þeirri ákvörðun hafa Norðmenn og Dan- ir einnig hætt við þátttöku sina. Ástæða sú sem Finnar og Svlar gáfu upp þegar þeir hættu við þátttöku sína I umræddu móti var sú, að sambönd þeirra væru fjár- vana, og kemur þar enn einu sinni fram að forráðamönnum Iþrótta- samtaka á Norðurlöndunum þykir of kostnaðarsamt að senda lið til íslands, en hins vegar þykir sjálf- sagt. að íslendingar sendi lið til Norðurlandanna fjogur ár af hverj- um fimm. Framangreint kemur m.a. fram I greinargerð sem Júdósamband ís- lands hefur sent frá sér vegna máls þessa, en I henni er rakin Itarlega gangur mála. Segir þar einnig, að Ijóst megi vgra að Sviar og Finnar séu nú búnir að koll- varpa móti þessu. Norðurlanda- mótin hafi verið haldin til skiptis á Norðurlöndunum. og hefði engum dottið I hug til þessa að svonalag- að gæti gerst I þessu norræna samstarfi. Ljóst væri, að taka yrði allt starf Norðurlandasambands júdómanna til endurskoðunar. Sé það áreiðanlega skoðun fleiri en forystumanna Júdósambands ís- lands. Norska júdósambandið hafi t.d. sent út tilkynningu þegar fréttir bárust um afstöðu Svia og Finna i máli þessu. þar sem segir að Norðmenn muni ekki gangast fyrir Norðurlandamóti karla 1977, nema tryggt sé að Svíar og Finnar skerist ekki úr leik. „ JSÍ sér ekki ástæðu til að taka þvi með þegjandi þögninni að hin Norðurlöndin skuli hunsa Norður- landamót vegna þess að það er haldið á íslandi, en engum bland- ast hugur um að sú er hin raun- verulega ástæða fyrir ákvörðun Finna og Svia. Þeir telja of kostn- aðarsamt að ferðast til íslands fimmta hvert ár. en telja sjálfsagt. að íslendingar ferðist til Skandi- naviu fjögur ár af hverjum fimm til þátttöku i slíkum mótum," segir I greinargerð JSÍ um mál þetta Þá kemur fram í greinargerð inni, að það var fyrst 21. þ.m. sem Finnar og Sviar afboðuðu þátttöku sina í mótinu. Því svaraði JSÍ með mjög ákveðnu bréfi þegar i stað, þar sem m.a. var sagt að tveir aðalfundir Júdósambands Norður- landa hefði einróma falið JSÍ að halda þetta mót, og stjórn JSÍ teldi sig bundna af ákvörðun aðal- fundarins, og ekki væri unnt að fella mót þetta niður nema fundur NJU ákvæði það. Jafnframt skor- aði JSÍ í bréfi sínu á Norðmenn og Dani, að hætta ekki við þátttöku, þótt Finnar og Sviar hefðu afráðið slikt, en daginn eftir að JSÍ sendi út bréf sitt til allra sambandanna barst þvi tilkynning frá júdósam- bandi Noregs og júdósambandi Danmerkur, þar sem þau lýstu þvi yfir að þau teldu sig ekki geta tekið þátt í mótinu eftir að Sviar og Finnar hefðu skorist úr leik, en jafnframt lýstu þessi sambönd yfir furðu sinni á þvi athæfi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem til slíkra árekstra kemur i norrænu iþróttasamstarfi. Má t.d minna á að hætt var við fyrirhugað lyftingameistaramót Norðurlanda sem halda átti hérlendis á sinum tima, og voru tvimælalaust fyrir þvi svipaðar ástæður og Finnar og Sviar gefa nú upp. Einnig hefur komið til árekstra á sviði frjáls- iþróttasamvinnunnar. Virðist svo sem samvinna sé meira i orði en á borði, og hún sé góð að þvi marki að hún kosti hinar Norðurlanda- þjóðirnar ekki fé. Hins vegar er ekkert tillit tekið til íslendinga. né þess kostnaðar sem þeir verða að leggja út i. Búast má við að stjórn JSÍ fylgi máli þessu fast eftir og Framhald á bls. 30 og Keflvikingar, en leikurinn I kvöld verður þeirra sextándi leik- ur i slikri keppni. Hingað til hef- ur Keflvíkingum ekki tekist að vinna leik I Evrópubikarkeppni, enda mótherjar þeirra jafnan ekki verið af verri endanum. Einu sinni hafa Keflvíkingar gert jafntefli i siikum leik, og það við ekki slakara lið en skozka liðið Hibernians. En þótt Keflvikingar hafi ekki af miklum sigrum að státa I Evrópubikarkeppninni, þá hefur liðið oftsinnis staðið sig með mikl- um ágætum og oftsinnis sýnt sin- ar beztu hliðar, sérstaklega I heimaleikjum sinum. Þannig er t.d. minnisverður leikur IBK við spánsku meistarana Real Madrid á Laugardalsvellinum, en I þeim leik átti IBK i fullu tré við hina frægu kappa, em tapaði á klaufa- marki sem þeir fengu á sig á siðustu minútu leiksins. Mótherjar Keflvíkinga að þessu sinni eru sannarlega ekki af verri endanum. Eins og öllum er kunn- ugt þá eru Vestur-Þjóðverjar heimsmeistarar i knattspyrnu og eitt liða þeirra Bayern Miinchen hefur sigrað oft I Evrópubikar- keppni meistaraliða. Segir það sína sögu um styrkleika Ham- burger SV, að liðið varð I örðu sæti i vestur-þýzku meistara- keppninni í fyrra og varð vestur- þýzkur bikarmeistari. Var liðinu hrósað mjög mikið fyrir frammi- stöðu sina í fyrra og það sagt leika einna skemmtilegustu knatt- spyrnu allra þýzkra liða. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu I gær, eru forráðamenn Keflavikurliðsins hinir bjartsýn- ustu á leikinn á Laugardalsvell- inum í kvöld. Lið þeirra fór til Spánar i æfingabúðir eftir leik- inn í Hamborg og hefur þvi haft aðstöðu til þess að búa sig vel undir leikinn í kvöld. Frammi- staða Keflvíkinga í fyrri leiknum gefur líka ástæðu til bjartsýni, en hún var hiklaust betri en hinna tveggja íslenzku liðanna sem tóku þátt i Evrópubikarkeppninni, en þau töpuðu bæði á heimavelli. Keflvíkingar hafa oftast sýnt það í Evrópubikarleikjum sinum, að þeir gefa ekki sitt eftir fyrr en í fulla hnefana, og þarf varla að efa að svo verður einnig I kvöld. Og verði jafngóð barátta í Keflaikur- liðinu I kvöld og var I Hamborg, þá ætti liðið að geta staðið vel í þýzku snillingunum. Meðal leikmanna Hamburgaer SV eru tveir vestur-þýzkir lands- liðsmenn, þeir Rudi Kargus mark- vörður og Klaus Winkler sóknar- leikmaður. I liðinu er einnig einn Dani sem leikið hefur marga landleiki fyrir Danmörku. Sá heitir Ole Björnmose. Forsala aðgöngu miða að leikn- um i kvöld verður við Utvegs- banka Islands og í verzluninni Sportvík í Keflavik. Hafa Keflvík- ingar ákveðið að hafa verð að- göngumiða lægra heldur en verið hefur á slíka leiki. Þannig kostar miði I stúku 800,00 kr„ miði í stæði 500,00 kr. og barnamíði kr. 200,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.