Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 32
\ n.LYSINí.ASÍMÍNN EH: 22480 AUGLÝSINGASÍMIXN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 Kröfluvirkjun: Áætlun um nýja vam- argarða senn tilbúin Orkustofnun hvetur til áframhaldandi varúðar á svæðinu ORKUSTOFNUN hefur f nýrri skýrslu til iðnaðaráðuneytisins lagt til að framkvæmdum á Kröflusvæðinu verði haldið áfram og segir f skýrslunni að við þær aðstæður, sem nú rfkja á svæðinu og með hliðsjón af ástandinu f raforkumálum norðanlands, sé rétt að leggja áherzlu á að koma fyrri vélasamstæðu virkjunarinnar f nothæfan rekstur sem fyrst. Er því gert ráð fyrir, að fyrri vélasamstæðan geti komizt í gang um eða upp úr áramótum. Jafnframt er gert ráð fyrir byggingu nýrra varnargarða til að draga úr hættu á þvf að virkjunar- mannvirki skemmist eða eyðileggist ef gos hefst á ný úr Leirhnúks- sprungunni. Ennfremur vill Orkustofnun að f engu verði slakað á þeirri varúð, sem viðhöfð hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra, sagði að þess bæri fyrst að geta að Orkustofnun væri ráðunautur og ráðgjafi iðnaðar- áðuneytisins um framkvæmdir á Kröflusvæðinu, ástand og horfur. Hún hefði á að skipa fjölmörgum sérfræðingum á öllum sviðum, er máli skipta og henni hefur verið falið að gefa iðnaðaráðuneytinu skýrslu um ástandið öðru hvoru og alltaf þegar sérstök ástæða hef- ur þótt til. Þannig hefur hún gef- ið ráðuneytinu skýrslur öðru hverju i sumar og niðurstaða þeirra hefur verið sú, að ekki hefur verið ástæða til þess að breyta framkvæmdaáætlun. Á föstudaginn var fékk Gunnar Thoroddsen nýja skýrslu frá Orkustofnun. Gunnar Thorodd- Konu bjargað höfninni ur KONA ein var á ferð í leigubfl við Reykjavfkurhöfn um nfuleytið í gærkvöldi. Þegar bifreiðin var stödd á Grandagarði, við vöru- geymslur Eimskips, bað konan bifreiðarstjórann að stöðva hflinn. Sté konan út úr bflnum og henti sér umsvifalaust f höfnina og synti frá hafnarbakkanum. Bílstjórinn kallaði þegar á lög- regluna og kom hún fljótlega á vettvang. Þegar lögreglumennirn- ir komu var konan búin að snúa við en var alveg að þrotum komin og tekin að sökkva. Erlendur Sveinsson varðstjórí á miðborgar- stöð lögreglunnar henti sér þegar í sjóinn og náði að bjarga kon- unni. Var hún flutt á slysadeild- ina, og fékk Mbl. þær upplýsingar á lögreglustöðinni, að konunni hefði ekki orðið meint af volkinu. sen sagði, að það bréf hefði verið samið og undirritað af yfirmanni Orkustofnunar, Jakobi Björns- syni, orkumálastjóra, og forstöðu- manni Jarðhitadeildar Orkustofn- unar, dr. Guðmundi Pálmasyni. Þetta bréf fjallar um ástand og horfur varðandi framkvæmdir á Kröflusvæðinu. Þeir greina þar frá ýmsum atriðum, sem koma til athugunar í sambandi við mat á ástandinu, hveravirkni, sprungu- hreyfingar, jarðskjálfta eða skjálftavirkni, landris, efnasam- setningu borholuvatnsins o.fl. Að öllu þessu athuguðu segir í bréf- inu: „Það er mat Orkustofnunar, að við þær aðstæður, sem nú rfkja á Framhald á bls. 18 Dagný setti sölumet: 22,4 millj. kr. feng- ust fyrir 150 tonn EINS og komið hefur fram f Morgunblaðinu seldi skuttogar- inn Dagný frá Siglufirði fyrst fs- lenzkra skipa fisk f Bretlandi eft- ir að samningurinn um 200 mflna fiskveiðilögsöguna var gerður f júni s.l. Dagný seldi upphaflega 93.4 tonn af fsfiski fyrir 13.6 millj. kr. og daginn eftir seldi skipið 63 lestir af heilfrystum fiski fyrir 8.8 millj. kr. Alls fékk Dagný 22.4 millj. króna fyrir afl- ann og er þetta hæsta verð sem íslenzkur togari hefur fengið f Bretlandi fyrr og sfðar hvort sem talið er f krónum eða sterlings- pundum. Dagný seldi alls um 150 lestir í þessari söluferð og fyrir þær fengust 74.400 sterlingspund, en að sögn Ingimars Einarssonar, framkvæmdastjóra Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, átti skut- togarinn Ögri RE hæstu sölu fs- lenzks togara í Bretlandi áður, en þann 6. febrúar 1974 seldi Ögri afla í Grimsby fyrir 68.030 sterl- ingspund. Ingimar sagðist vilja taka það fram, að ekki væri gott að bera saman þessar sölur, þar sem afli Ögra hefði eingöngu verið ísfisk- ur, en Dagný bæði með ísfiks og heilfrystan fisk, og tæki það mun lengri tíma að ganga frá heil- frysta fiskinum um borð á veið- um. mmrnMm*.' J, Ljósm. Birgir Varðskipsmenn af Tý leggja af stað um borð í lendan togara til að kanna veiðarfæri. er- Nýjar mælingar á kröflusvæðinu: Ris mest sunnan Leirhnúks og mestar líkur á gosi þar Aðstreymi hraunkviku getur verið allt að 850 þús. rúmm á dag NVJAR hallamælingar á Kröflu- svæðinu á vegum Raunvfsinda- stofnunar gefa til kynna að land- ris á svæðinu sé nú mest sunnan við Leirhnúk eða 6.7 til 7 milli- metrar á dag. Einnig hefur verið reiknað út, að ef ris þetta stafar af aðstreymi hraunkviku þá er það magn sem þarna streymir að um 10 rúmmetrar á sekúndu. Einnig sýna þessar mælingar að Litsjónvarpstækin: Árleg gjaldeyriseyðsla naumast meir en ÍOOmillj. SAMKVÆMT áætlunum tveggja stórra innflytjenda á sjónvarpstækjum má gera ráð fyrir, að hér seldust á ári um 1000 litsjónvarpstæki og f hæsta lagi um 2 þúsund tæki miðað við eðlilegan innflutn- ing. Miðað við að salan yrði um 1000 tæki má áætla að heildar gjaldeyrisverð þeirra sé um 50 til 100 milljónir króna. Eftir að tækin eru komin til landsins nærri þrefaldast cif- verð þeirra hér í meðförum. Tollur á þeim er um 75% og rennur hann til sjónvarpsins tíl uppbyggingar á dreifikerfi þess. Ýmis annar kostnaður leggst á tækin áður en þau kom- ast til kaupenda en ofan á það allt leggst söluskattur og vöru- gjald, sem rennur til ríkisins og er þess hlutur litlu minni en sjónvarpsins. í samtali við Halldór Laxdal, forstjóra Radíóbúðarinnar, gizkaði hann á að hér myndu seljast um 1000 litsjónvarps- tæki á ári miðað við að inn- flutningur værí með eðlilegum hætti, og taldist honum til að heildargjaldeyriseyðsla þjóðar- innar vegna þeirra tækja væri um 50—70 milljónir króna. Rafn Johnsson, forstjóri Heimilistækja, taldi þá tölu ekki fjarri lagi miðað við sölu á sjónvarpstækjum hér á landi nú síðustu árin, enda þótt ákaf- lega erfitt væri að gera sér grein fyrir slíku. Raunverulega hefði verið búið að metta markaðinn að mestu fyrir nokkrum árum og kaupendur væru aðallega ungt fólk að stofna heimili eða fólk sem væri að endurnýja eldri Framhald á bls. 18 landrisið nær yfir stærra svæði en áður var ætlað. Mestar Ifkur eru á gosi á þvf svæði þar sem landris er mest og þessa stundina eru þvf mestar Ifkur á gosi sunn- an Leirhnúks. Skjálftatfðni held- ur áfram að vaxa á Kröflusvæð- inu og mælast þar um 130 skjálft- ar á sólarhring miðað við fimm daga meðaltal. Hallamælingar þessar hefur Eysteinn Tryggvason, dósent, annazt fyrir Raunvísindastofnun Háskólans. Setti hann niður í júlí- mánuði sl. hallamæla á fimm stöð- um á þessu svæði og var fyrst mælt hinn 27. júlf, síðan 20. ágúst sl. og loks hinn 20. september sl. Niðurstöður þessara mælinga gefa nokkru nákvæmari mynd af landrisi á þessum slóðum en eldri mælingar og eins í hvaða stefnu landið rís. Að sögn Eysteins eru helztu nið- urstöður þær, að landið ris mest við Leirhnúk eða nokkru vestar en áður var talið, og sýna mæling- arnar að þar er landris sennilega milli 6.6 og 7 millimetrar á dag. Á fyrrihluta tímabilsins eða frá 27. júlf til 20. ágúst var risið mest á miðjum Leirhnúki en á síðara tímabilinu var það mest rétt sunn- an við Leirhnúk og hefur þannig færzt til. Einnig sýna þessar mælingar, að landrisiö nær yfir nokkru stærra svæði en áður var talið, t.d. má ætla að landið rísi um 1 senti- metra á mánuði norðaustan Mývatns. 1 þriðja lagi er ekki að sjá af þessum mælingum, að neinar breytingar séu að verða á þeirri þróun sem þarna hefur verið að eiga sér stað undanfarna mánuði heldur haldi hún áfram með jöfnum hraða. Eysteinn sagði, að ef landris þetta stafaði af aðstreymi hraun- kviku, þá væri það magn sem þarna streymdi að um 850 þúsund rúmmetrar á dag eða um 10 rúm- metrar á sekúndu eða nokkru meira en áður hafði verið reiknað út. Það stafar þó ekki af því að aðstreymið hafi aukizt heldur gefa þessar mælingar nú betri mynd af hreyfingunni þar sem þær ná yfir stærra svæði en áður. Framhald á bls. 18 Geirfinnsmálið: Unnið úr upp- lýsingum frá því í vetur MORGUNBLAÐIÐ ræddi f gær við örn Höskuldsson full- trúa við sakadóm Reykjavfkur og spurði hann um gang Geir- finnsrannsóknarinnar. örn sagði að ekkert sérstakt væri að frétta af rannsókninni, 10 manna vinnuhópurinn ynni stöðugt að málinu. Væri aðal- áherzlan lögð á það núna áð vinna úr upplýsingum, sem aflað var s.l. vetur en ekki hafði unnizt tfmi til að full- vinna. Vestur-þýzki sérfræð- ingurinn Karl Sciitz er um þessar mundir erlendis f fyrir- lestrarferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.