Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976
Börnin í
Bjöllubæ
eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR
mig. Ég fór og lét mömmu vita og hún
sagði, að sig tæki þetta mjög sárt, en við
því væri ekkert að gera og ég skildi því
fara út í víða veröld og vefa minn vef. Og
það gerði ég. Á þessu geturðu séð, hvað
ég átti góða mömmu.
— Já, það finnst mér líka, sagði Lilla.
— Næsta dag fór ég á brott og hóf að
vefa vefinn minn. Ég óf og óf stóran og
fallegan vef og ég veit, að þú trúir því
ekki, hvað ég varð hrifin, þegar ég fékk
fyrstu húsfluguna í vefinn minn. Ég
hafói heyrt mömmu og systkini mín
minnast á þessi kvikindi, en ég hafði
aldrei séð neina fyrr. Nú þarna sat flug-
an föst i vefnum og ég togaði hvað eftir
annað í þræðina til að vita, hvort hún
væri alveg föst. Systkini mín höfðu sagt
mér frá því, hvernig ætti að fara að og
þau höfðu líka sagt mér, að ekkert væri
skemmtilegra. Loks ætlaði ég að fara og
éta fluguna eins og köngurlóum ber, en
þegar ég kom að henni og sá, hvað hún
var óttalega hrædd, þá gat ég ekki hugs-
að mér það og ég sleit hana lausa úr
netinu og horfði á hana fljúga á brott.
— Ég sat þarna kyrr og hafði ekki einu
sinni rænu á að gera við stóra gatið í
netinu mínu, svo mikið skammaðist ég
mín. Ég hugsaði og hugsaði málið og
komst að þeirri niðurstöðu, að ég væri
góðhjörtuð og það get ég sagt þér litla,
brúna bjalla, sem heitir Lilla, að það lá
við að ég missti vitið.
— Aumingja köngurlóin! sagði Lilla og
skammaðist sín líka, því að það er ekkert
vit hjá lítilli, brúnni bjöllu að kenna í
brjósti um köngurló, sem ekki vill éta
flugur. Hún hefði heldur átt að kenna í
brjósti um fluguna en köngurlóna, en
þetta var nú þetta, að flugan slapp, en
köngurlóin sat skælandi eftir í rifnum
vef.
— Já, svona var nú það, sagði köngur-
lóin. — Svona var nú það.
4. Kafli.
Komið þið blessuð og sæl. Síðast heyrð-
uð þið köngurlóna segja litlu, brúnu
bjöllustelpunni henni Lillu söguna sína.
Köngurlóin vildi gjarnan vera harð-
Mamma? Á ég
ekki að vekja
hann pabba við
þurfum að
beygja hérna?
VtEP *£>)„ t
KAFFINU \\ r®
GRANI göslari
Vertu ekki að hugsa um gigt-
ina. — Ég er sjálf búin að fara
með ruslið út I tunnu.
Gfsli flakkari: Hvers vegna
drapstu ekki flóna, Jón, fyrst
þú náðir henni?
Jón flakkari: O, mér var
heldur meinlaust til hennar,
þvf að ég mun hafa fengið hana
hjá henni Stfnu, kærustunni
minni.
Tómas: Hvernig ifður honum
Friðrik, kunningja okkar?
Pétur: Ó, minnstu ekki á
hann.
Tómas: Er hann dáínn?
Pétur: Nei, miklu verra en
það.
Tómas: Hvað er þetta, er
hann þá kominn f betrunarhús-
ið?
Hann: Ég er búinn að biðja
yðar þrisvar sinnum og ég vona
nú að þér séuð ekki svo hjarta-
lausar að neita mér f fjórða
sinn.
Hún: Jú, það verð ég að gera.
Ég er hjartalaus og enginn gef-
ur það, sem hann á ekki til.
Hún (eftir brúðkaupið):
Segðu mér, góði minn, hver
heldurðu að hafi verið ánægð-
astur f brúðkaupinu okkar?
Hann: Presturinn vafalaust.
Hann var sá eini, sem hafði
tekjur, en engin útgjöld, og svo
átti hann ekkert á hættu,
hvernig sem fer.
33
— Er allt tilbúið fyrir morgun-
daginn? spurði hann.
— Auðvitað.
Loftið angaði af blómailmi.
Hún reif sig frá honum og hann
sá hræðslu f andliti hennar. Hún
var óttasiegin og kvfðin. Þess
vegna hafði hún hallað sér að
honum.
Hún opnaði dyrnar og gekk inn
til sfn.
Hvað var hún hrædd við? Var
hún hrædd við hættuna sem beið
þelrra eða — var hún hrædd við
að standa augliti til auglitis við
Everest?
8. KAFLI
Hún hafði ákafan hjartslátt,
fæturnir voru máttlausir og haus-
inn galtómur. Hana hitaði afskap-
lega mikið I andlitið. Þetta eru
taugarnar, sagði Linn við sjálfa
sig.
Bflstjórinn Miguel sótti þau að
hótelinu rúmlega tfu. Þau óku til
hægri og út á veginn sem lá með-
fram ströndinni.
Þau óku framhjá nokkrum hús-
um á leiðinni og sfðan komu þau
að vegamótum, þar sem upphækk-
aður vegur lá f áttina upp f landið
og frá störndinni.
Fyrst komu þau auga á Iftinn
flugvöll spottakorn til vínstri.
Vörubfll stóð á vellinum. Annað-
hvort var vélin ekki heima við eða
hún var f skýli skammt frá. Þau
óku fyrir smáhæð og komu að
vfkinni þar sem myndarleg
snekkja lá við ankeri.
Handan einkavfkurinnar komu
þau auga á rauð tfgulsteinsþök
sem birtust upp fyrir trjátopp-
ana. Hár turn sem gnæfði yfir
byggingarnar gaf staðnum reisn
og minnti einna helzt á spánskt
klaustur.
— Ja, sá getur búið myndar-
lega, og þó þannig að það sé nán-
ast ógerningur að komast að hon-
um.
Fyrir framan hliðið var stétt
hellulögð og þar var ungur dreng-
ur að vökva tré. Þegar þau stóðu
við dyrnar og Jack greip f marg-
litt reipi kom andlit f Ijós f þrf-
strendum glugga f dyrunum og
Jack sagði honum erindið.
— Þetta var sá með uppþornaða
hausinn, sagði hann, þegar mað-
urinn var horfinn á braut.
Það var Dan Bayles sem hleypti
þeim inn.
Sennilega hafði hann ekkí séð
Linn fyrr en hann lauk upp fyrir
þeim, þvf að hann varð sýnilega
undrandi.
— Hver er þetta?
— Þetta er aðstoðarmaður
minn. Og þetta er Dan Bayles,
bætti hann við og beindi máli
sfnu tii Linn og froðaðist með
vilja að nefna hana með nafnl.
Bayles hikaði.
— Ég býst við að það sé f lagi,
sagði hann treglega eftir dálitla
umhugsun. Svo hðfst hann handa
um að loka og iæsa dyrum að baki
þeim. Þau stoðu f litlum garði, og
lftill stfgur lá upp að húsinu.
Bayles gaf manninum með upp-
þornaða hausinn bendingu og
sagði:
— Afsakið en við...
Og á meðan litli maðurinn kann-
aði hvort Jack bæri á sér vopn
rétti hann út höndina eftir hand-
tösku Linn. Þá sá hún að hann bar
byssu við belti sér. Það stakk væg-
ast sagt f stúf við röndótta skyrt-
una, stuttbuxurnar og sandalana
á fótunum.
— Já, f innst yður það ekki leitt,
sagði hún undur blfðlcga á meðan
hann rótaði f mununum f tösk-
unni með hárugum höndum.
— Gjörið svo vel og fylgið mér,
sagði hann og þau gengu á eftir
honum og inn um breiðar dyr sem
stóðu upp á gátt.
Bayles sneri sér að Linn. 6
— Nafn yðar með leyfi?
— Frú Emries?
Þau komu fyrst inn f forsal með
útskornum skápum og sfðan inn f
stðrt herbergi þar sem var hátt til
lofts og vftt til veggja og glugg-
arnir sneru út að vfkinni. Þau sáu
f fjarska út f súlnagöng og út að
sundlaug enn lengra f burtu.
— Eli segir Everest að þið séuð
komin, sagði Bayles.
Linn gekk út að glugganum og
horfði f áttina að sundlauginni.
Við enda garðsins grillti f hafið
sem lá baðað f sólskini. Herbergið
sneri út að hafinu en var verndað
gegn of mikilli sól eða rignfngu
með slám sem hægt var að setja
fyrir gluggana að utanverðu.
Dan Bayles stóð og hallaði áer
upp að veggnum, tilbúinn að
blanda sér f málið. ef eitthvað
óvænt gerðist.
Jack horfði inn f stóran arininn
úr grófhöggnum steini. A gólfinu
fyrir framan var stærðarinnar
bjarnarskinn. Þung leðurhúsgögn
settu þó mestan svip á herbergið.
Linn gekk óþolinmóð um gólf.
Biðtfminn var óbærilegur. Hvern-
ig ætli það yrði nú að sjá hann
aftur?
Hann kom gangandi I áttina til
þeirra og hrökk við, þegar hann
kom auga á hana. Hún vissi sam-
stundis að hún hefði ekki átt að
koma. Hann kærði sig ekki um
návist hennar hér af einhverjum
ástæðum.
Fas hans og rödd voru óper-