Morgunblaðið - 02.10.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.10.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976 3 Hugmynd um vamargarda vid Kröfiu Flutningur á 180 þúsund rúmmetrum af jarðvegi ORKUSTOFNUN hefur nú sent frá sér tillögur um gerð varnar- garða vegna hugsanlegs hraunrennslis frá Leirhnjúk við Kröflu og gerir tillagan ráð fyrir tveimur varnargöðum og einum skurði til að veita hrauni. Tillögurnar miðast við gos f Leirhnjúk eins og fyrr er sagt og þunnfljótandi hrauni. S:mkvæmt uppiýsingum Axels Björnssonar hjá Orku- stofnun er gert ráð fyrir öðrum varnargarðinum uppi á brekk- unni fyrir norðan stöðvarhúsið, en þar er skarð niður i Hlíðar- dalinn. Þessi varnargarður yrði rétt vestan við holu 8 sem verið er að ljúka við, og á garðurinn að veita hrauni frá Leirhnjúk ofan í Þríhyrningadal. Kortið sýnir hug- myndirnar að varnar- görðunum við Kröflu vegna hugsanlegs eld- goss í Leirhnjúk. Gert er ráð fyrir hinum varnargarðinum beint vestur af stöðvarhúsinu í Skarði sem er i Þríhyrningadal, en skarðið gef- ur greiða leið fyrir hraun- rennsli úr Þrihyrningadal og inn í Hlíðardal. Þriðja aðgerðin sem lagt er til að sé framkvæmd er sú að lækka Þríhyrningadalinn til suðurs úr dalnum niður í Hlíðardal um Hvíthóla klif, en það er um 1 km. fyrir sunnan við stöðvarhúsið. Efnismagn í garðinn uppi á brekkunni er áætlað um 88 þús. Framhald á bls. 18 Akureyri: Ibúar vöknuðu við eld í húsinu Innbrotsþjófur kveikti í húsgögnum Akureyri 1. okt. UNGUR piltur sem leigir her- bergi á jarðhæð í húsi einu hér í bæ vaknaði af værum svefni kl. 1 i nótt við það að eldur logaði á hæðinni. Hann ætlaði að forða sér út, en komst ekki út um útidyrnar vegna þess að mikið eldhaf var í forstofunni. Hann sneri við og gat forðað sér út um glugga og gert eigendum hússins, hjónum, sem búa á efri hæð, viðvart um eldinn. Þegar húsbóndinn kom niður varð hann þess vísari að eldur logaði í sófa og hægindastól í stofu og úlpa piltsins f forstof- unni var brunninn til ösku. Fljót- lega tókst að slökkva eldinn, en í úlpunni hafði verið veski piltsins með um 22 þús. kr. Greinilegt var að einhver óboðinn gestur hafði smeygt sér inn um gluggann, sem hafði verið ókræktur og lagt eld í húsgögnin og úlpuna, en horfið síðan á braut. Miklar skemmdir urðu af eldi og reyk, einkum á jarðhæðinni. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. Sv.P. Garðabær: Eitrað fyrir faraó-maurimum BUlÐ er að eitra fyrir faraó- maurunum sem fundust I húsi ( Garðabæ, en maurar þessir tímgast mjög ört þar sem þeir ná bólfestu. Maurarnir geta borizt með matvælum eða far- angri, en undanfarnar vikur hafa útlendingar, rússneskir vísindamenn, búið I húsinu sem um er að ræða og er Ifklegt talið að maurarnir hafi borizt meó farangri þeirra. Maurar þessir eru skaðlausir mönnum en þeir geta ráðizt á matvæli og þessi maurategund, faraó-maurarnir, sem eru upp- runnir f Indlandi, hafa breiðzt út um heiminn sem meindýr. Þeir eru um 1,5 millimetrar á lengd, brúnir að lit. Mjög stækkuð mynd af faraómaurum eins og þeim setn fundust f húsi f Garðabæ. Þeir eru um 1.5 millimetrar á lengd. AJAX er fljötvirktferskt sem sítróna. AJAX með sítrónukeim nýja uppþvottaefnið, sem fjarlægir fitu fljótt og vel. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lyk jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim - A hin ferska orka. ■ k■■ *v t * ■'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.