Morgunblaðið - 02.10.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÖBER 1976 81 Enginn sótti um Reykhóla Sex bátar búnir með síldarkvótann Hringnótabátarnir hafa verið að veiðum austan við Ingólfs- höfða slðustu tvo daga og fengið ágætis afla. NIu bátar fengu þar afla á miðvikudagskvöld og I fyrrinótt var aðeins einn hátur á miðunum, Kefivfkingur KE, en hann hélt tii lands I gær með sfld. Þá var vitað um einn bát á miðun- um slðari hluta dags I gær, Reykjaborgu frá Siglufirði. Alls hafa sextán bátar hafið síldveiðar og þar af eru sex þegar hættir veiðum, þar sem þeir eru búnir með kvótann eða svo til. Heildarafli þessara sex báta riiun vera um 1100 lestir, en hver bátur hefur rétt á að fiska 200 tonn. Bátarnir, sem þegar eru búnir með kvótann, eru: Rauðsey ÁR, Jón Finnsson GK, Svanur RE, Bjarni Ölafsson AK, Grindvíking- ur GK, og Hilmir SU. Atkvæði til kirkjuþings Frestur til sóknarnefnda og presta til að skila atkvæðum til Biskupsstofu varðandi kosningar til kirkjuþings 1976 hefur nú ver- ið framlengdur til 10. okt. n.k. Seldu síld fyrir 6,6 millj. kr. Þrir bátar seldu síld í Dan- mörku I gærmorgun fyrir alls 6.6 millj. kr. Eldborg GK seldi 35 lestir fyrir 2.6 millj. kr. og var meðalverð pr. kíló kr. 77, Hrafn Sveinbjarnarson GK seldi 37.7 lestir fyrir 2.8 millj. kr. og meðal- verðið var kr. 75. Þá seldi Ljósfari ÞH 15.8 lestir fyrir 1.2 millj. kr. og var meðalverðið kr. 75. — Afdrif . . . Framhald af bis. 17. sem þeim var ætlað að liggja á. Tvær dætranna voru með stutt- klippt hár og trefil. Ein dætranm sat á dýnunni. Ég sá hún horfð með fyrirlitningu á bróður minn Á dýnunum lágu lika koddar oj hermannayfirhafnir og keisara frúin hafði hermannajakka undii koddanumsinum." Meginstyrkur framburðai Mytnykh liggur í þeim orðuni hennar að hún fékk að koma og sjá með eigin augum keisarafjöi- skylduna fyrir meðalgöngu Vladimirs bróður síns. Við höfum nú einnig komist að raun um að hann var annað og meira en réttur og sléttur ritari. Hann var persónulegur aðstoðarmaður Alexanders Beleborodovs, sem var yfirmaður i héraðinu og hafði borið ábyrgð á brottfiutningi Romanovfjölskyldunnar. Heimildir bera að eftir fali Ekaterineburg hafi hann flutt til Perm, þar sem hann var áfram tengiliður við Moskvu um málefni mikilvægra fanga. Natalya Mutnykh hefði naumast geta borið fyrir sig traustari heimild. Feikileg vínsala í Reykjavík FEIKILEG umferð var I vln- búðum I Reykjavtk I gær og varð að ná I lögregluna til þess að loka vlnbúðinni við Snorra- braut. Svo mannmargt var inni I búðinni þegar kom að lokun- arttma að afgreiðslumennirnir komuzt ekki að dyrunum. Hef- ur aldrei verið önnur eins sala á áfengi fyrir venjulega helgi að sögn lögreglunnar I Reykja- vfk. Umsóknarfrestur um brauðið að Reykhólum rann út í gær og samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu sóttti enginn um embættið. Séra Sigurður Pálsson vfglubiskup hefur gegnt starfi þar um skeið, en hann mun láta af því á næstu mánuðum. — Washington Post Framhald af bls. 1. ekki ástæðu til að höfða mál. Ruff hefur ekki viljað segja neitt um þessa frétt. Ford ræddi I fyrsta sinn í gærkvöldi við fréttamenn um rannsókn Ruffs á fjármálum hans, og sagði að hann hefði aldrei tekið við ólöglegum fjár- styrk á meðan hann var þing- maður. Sagði hann blaðamönn- um að hann yrði hreinsaður af öllum orðrómi þegar rannsóknunum væri lokið. Harold Tyler, aðstoðardóms- málaráðherra, sagði Reuter- fréttastofunni að hann hefði tekið kosningasjóði forsetans í fyrrverandi kjördæmi hans, Michigan, til rannsóknar, eftir að alríkislögreglunni, FBI, hafði borizt vitneskja um að þeir hefðu verið misnotaðir f forsetakosningunum 1972. Tyler sagði að nafn Fords hefði ekki verið nefnt af þeim, sem skýrði FBI frá þessu né í beiðni sinni til Watergate- saksóknarans um að hann stjórnaði rannsókninni. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að aðrir embættismenn dómsmálaráðuneytisins hefðu verið í sambandi við sak- sóknarann. Stuttu eftir að Ford hafði lýst yfir sakleysi sínu varðandi meðferð kosningasjóða og af að hafa þegið boð stórfyrir- tækja um golfleiki, var birt Gallup-skoðanakönnun, sem sýndi að bilið á milli Carters og Fords hefur minnkað. Nýtur Carter, sem reyndar varð 52 ára í dag, fylgis 50% kjósenda en 42% styðja Ford. Fyrir mánuði siðan voru tölurnar 54% gegn 36% Carter í vil. — Palestínu- mennn Framhald af bls. 1 lands, um þróun mála I Libanon. Frestaði hann heimferð sinni eft- ir að útvarp vinstrisinna í Beirut skýrði frá því að leiðtogi vinstri- manna i Libanon, Kamal Jun- blatt, myndi fara til Parísar innan skamms. Segja embættismenn i Paris að hann sé væntanlegur á miðvikudag. Fahmi kom í gær til Parísar til að færa Frakklandsfor- seta skilaboð frá Sadat, forseta Egyptalands. — Ródesía Framhald af bls. 1. en báðir gáfu þeir í skyn að fund- inum loknum að þeir hittust fljót- lega aftur i Salisbury. Nkomo, sem oft hefur verið tal- inn liklegur sem fyrsti svarti for- sætisráðherra Ródesiu, sagði að fundurinn hefði gengið mjög vel en Muzorewa sagði að ekkert stór- vægilegt hefði gerzt á honum. Ivor Richards, sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum, sem Bretar hafa skipað forseta ráð- stefnunnar um Ródesiu, sagði í New ,York í dag, að úr þvi að Ródesíustjórn hefði fallizt á hug- myndina um meirihlutastjórn i landinu, þá yrði að reyna að ná því marki eins fljótt og mögulegt væri. En hann bætti þvi við að ekki væri þar með sagt að lausnin væri auðfengin. Utanrikisráðherra Tanzaníu, Ibrahim Kaduma, sagði á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna i dag, að hægt væri að binda enda á bardaga í Ródesiu ef „raunveru- lega umsamið samkomulag" næð- ist, en það þýddi ekki að öllum bardögum væri lokið i suðurhluta Afríku. — Mynt Framhaid af bls 11 vörðustig selur danska timarit- ið Möntsamlernyt. Landsbókasafnið á töluvert af bókum um mynt og eitthvað er lika til á Borgarbókasafninu þótt ekki sé það nærri eins mik- ið. Félagar I Myntsafnarafélag- inu eiga þess kost að fá alls konar verðlista og blöð um mynt viða að. Bæði frá Evrópu og Amerfku. Berast all margir verðlistar til félagsins og hafa þeir verið sérstaklega kynntir félagsmönnum á fundum. Geta menn gerst áskrifendur að sumum verðlistunum og fengið aðra ókeypis. Það er svo með myntirt.< að lítill peningur, sem varðveiri hefir í tugi, hundruð vel þúsundir ára, grafi ina, getur opnað nýjar mannkynssögunni. Þe er það afar eðlilegt, að mynr safnarar hafa mjög gam tn af að lesa sig til í sögu. Sjá menn þn oft hlutina I nýju ljósi. inn i peningnum getur verið farinn að láta á sjá gegn timans tönn, en sagan lifir. N svo í mörgum fjölsky! ■ til er einn og einn gai ingur, sem enginn veit síðan hvenær er, eða nvaöa;: hann kemur. Þá er ei ti! hægt að finna peningir ; myntkatalógunum eins World Coins, sem er upp : siður og fæst í Frimerkjamiö stöðinni. Ef til vill þarf að fai a á Landsbókasafnið og eða þá ef allt þrýtur peninginn út og láta < sérfræðinga segja til um hvað- an hann kemur. Ragnar Borr, Hringum og myndavélum stolid ÞJÓFNAÐIR voru framdir á tveimur stöðum í höfuðborginni í fyrrinótt. NIu gullhringum var stolið úr sýningarglugga Hjálmars Torfasonar gullsmiðs við Laugaveg, og er verðmæti þeirra hátt á annað hundrað þús- unda króna. Ennfremur var brot- inn gluggi I verzluninni Gevafoto i Austurstræti og þaðan stolið tveimur Olympus-myndavélum, að verðmæti á þriðja hundrað þúsunda króna. Bæði þessi mál eru I rannsókn. KjnunRinn Skuggar leika fyrir dansi tii ki 2. Borðpantanir frá kl. 15.00 isima 19636. Kvöldverður framreiddur frá kl. 18. Til sölu vönduð og falleg jarðhæð 4ra til 5 herb 1 10 fm. ásamt innbyggðum bílskúr 30 fm. í Kópa- vogi austurbæ. Allt fullfrágengið. Verð 12.5 millj. Uppl í síma 43875. Nafnskirteini Sætaferðir frá B.S.Í. Fjörið er í Stapanurr Stapi DISKOTEK í Templarahöllinni frá kl. 9—1 Fædd 61 Allir velkomnir Aðgangseyrir 300 kr. Hrönn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.