Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÖBER 1976
Útgefandi
Framk væmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið
Lýðræði í
stiórnsýslu
Ragnhildur Helgadóttir, þá-
verandi forseti Norðurlanda-
ráðs, fjaliaði um það við setningu
þings Norðurlandaráðs I Reykja-
vfk 1975, að stjórnarfari lýðræðis
kynni að stafa hætta af neikvæðri
afstöðu fólks til stjórnmálaflokka
og stjórnmálamanna. Nauðsyn-
legt væri, að stjórnmálamenn á
Norðurlöndum brytu til mergjar
vandamál þingræðis og lýðræðis I
þeim tilgangi að treysta lýðræðið
og bæta stjórnarfarið á Norður-
löndum. Þessi tímabæra hvatning
leiddi sfðan til ráðstefnu, sem
Norðurlandaráð gekkst fyrir, um
lýðræði f stjórnsýslu, og haldin
var f Kristiansand f Noregi dag-
ana 27.—29. september sl. t ráð-
stefnunni tóku þátt þingmenn,
biaðamenn, skóiamenn og full-
trúar stjórnvalda og hagsmuna-
samtaka á Norðurlöndum. Ráð-
stefnan reyndist gagnmerk, enda
vel til hennar vandað og inn-
gangserindi flutt af fulltrúum
allra þeirra hópa, er að framan
greinir.
Tveir Islendingar vóru frum-
mælendur á ráðstefnunni: Ragn-
hildur Helgadóttir, forseti neðri
deildar Alþingis, er flutti setn-
ingarræðu ráðstefnunnar, og Ind-
riði G. Þorsteinsson, rithöfundur,
sem var annar tveggja framsögu-
manna um samskipti stjórnmála-
manna og umbjóðanda þeirra, al-
mennings. Ragnhildur benti m.a.
á þá hættu, sem ýmislegt í sam-
tfmamenningu okkar hefur í för
með sér fyrir sjálfan grundvöll
iýðræðisins: persónuleika manns-
ins. Lýðræðið byggir á persónu-
leikanum, sagði Ragnhildur. Ef
þau öfl, sem gera Iftið úr og
brjóta niður persónuieikann,
verða of sterk er lýðræðinu hætt“.
Ragnhildur sagði ennfremur:
„Við verðum stundum að taka
orðið lýðræði með varúð. Við höf-
um séð orðið lýðræði notað um
fyrirkomulag, sem við getum vfst
verið sammála um, að sé engan
veginn lýðræðislegt. Orðið sjálft
hefur pólitfskt aðdráttarafl og
þess vegna stöndum við nokkuð
hjálparvana andspænis léttúð-
legri notkun þess. Þess vegna
afmörkum við það betur og segj-
um „pólitfskt lýðræði", „lýðræði f
stjórnarfari" eða „þingræðislegt
lýðræði“. Ljóst er að eftir okkar
skilningi er um að ræða „folke-
styre“, virðingu fyrir mannrétt-
indum og skoðunum annarra."
Indriði G. Þorsteinsson, rithöf-
undur, sagði ma. f erindi sfnu:
„Þótt margt hafi verið gott gert á
Vesturlöndum stjórnarfarslega
séð, og lýðfrelsi sé vfðast virt til
hins ýtrasta, hefur það ekki
komið f veg fyrir, að andstaðan
við valdið hefur sjalldan birzt f
harðvftugri myndum en einmitt
nú. Öfgahópar, sem starfa utan
laga og réttar, telja athæfi sitt til
stjórnmálastarfssemi. Þeir lfta
jafnvel á sig sem frelsishetjur.
Við teljum að þá skorti allar for-
sendur fyrir slfkum yfirlýsing-
um. Það þýðir þó ekki að valdbeit-
ingin innan lýðræðisins þurfi
ekki stöðugrar endurskoðunar
við.“ Lokaorð Indriða vóru á
þessa leið: „Nú heyrir atvinna til
almennum og sjálfsögðum mann-
réttindum eins og húsakynni,
heilsusamlegt fæði, nýtfzku
heimilistæki og bflar. En mark-
miðið hlýtur alltaf að vera stærra
en sigrar dagsins. Við höfum land
að verja sem býr f okkur sjálfum
og er sameiginlegt öllum. Til þess
höfum við risið frá einveldi til
lýðfrelsis. Til þessara landvarna
verða stjórnmálamennirnir að
stfga úr þingsalnum oftar en f
kosningum. Þeir þurfa að hlusta á
fólkið og kenna þvf um leið, að
valdið er hvergi á einum stað,
heldur meðal þess sjálfs."
Ráðstefna Norðurlandaráðs um
lýðræði og lýðréttindi var meir en
tfmabær. Okkur hættir til að lfta
á þau grundvallarmannréttindi,
sem lýðfrelsið tryggir okkur, sem
sjálfgefinn hlut, er ekki þurfi að
standa vörð um og geti ekki týnzt
f meðferð okkar. Þetta er hættu-
legur misskilningur. Það er með
lýðræðið eins og flest önnur fyrir-
brigði, að ef við hættum að rækta
garðinn okkar, heldur illgresið
innreið sfna. Þess vegna þarf að
árétta þá ábyrgð, sem hver þjóð-
félagsþegn hefur f lýðræðisríki,
og það verður bezt gert, og raunar
aðeins þann veg gert, að allur
þorri fólks taki lifandi þátt f um-
ræðu og stefnumótun f þjóð-
félagsmálum. Til þess að svo
verði mega stjórnmálamenn ekki
einangrast frá starfsstéttum þjóð-
félagsins, stjórnmál ekki verða
afmörkuð atvinnugrein, þjóð-
þingin ekki verða samsafn at-
vinnust jórnmálamanna. Þing-
menn þurfa að koma sem vfðast
að af landinu, úr sem flestu'm
starfsgreinum þjóðfélagsins,
þann veg, að þar verði ætfð til
staðar Iffrænt samband við al-
menning og haldgóð lifandi þekk-
ing á sem flestum þáttum þjóð-
Iffsins. Þannig var þetta hér á
landi til skamms tfma og er að
hluta til enn. Og þessa hefð þarf
að varðveita sem dýrmætan eigin-
leika raunhæfs lýðræðis. Jafn-
framt þurfa þingmenn að við-
halda og efla tengsl sfn við
umbjóðendur sfna. Þingmenn
þurfa, eins og rithöfundurinn
sagði, að hlusta á fólkið og kenna
þvf um leið, að valdið er hvergi á
einum stað, heldur meðal þess
sjálfs. Öll tilhneiging f þá átt að
taka þetta dreifða vald frá fólk-
inu f landinu, frá sveitarfélögum
og landshlutum og safna þvf sam-
an f miðstýrðan embættismanna-
hnút er tilræði við lýðræðið og
hin almennu mannréttindi.
Það má heldur ekki gleymast að
aðall lýðræðis er virðingin fyrir
gagnkvæmum skoðunum, skoð-
ana- og tjáningarfrelsið. Sá einn
er sannur lýðræðissinni, sem get-
ur gert orð löngu gengins fransks
hugsuðar að sfnum, en hann
mælti efnislega á þessa leið við
andstæðing sinn: Eg hef and-
styggð á skoðunum þfnum, en ég
er reiðubúinn að berjast til sfð-
asta blóðdropa fyrir rétti þfnum
til að halda þeim fram.
FYRIR fáeinum vikum kom út í Bretlandi bókin „The
File on the Tsar“ eftir Anthony Summers og Tom
Mangold. Þar gera þeir grein fyrir könnun sinni á
afdrifum Rússakeisarans hins síðasta og f jölskyldu
hans og víkja meóal annars að kröfu konunnar Önnu
Anderson um að hún sé keisaradóttirin Anastasia.
Þeir félagar hafa grafið upp skjöl og plögg sem legið
hafa óskoðuð í hálfa öld og kemur þar margt fróðlegt
og forvitnilegt upp úr dúrnum, sem verður
óhjákvæmilega til að breyta sögunni. Þeir leiða að því
sterk rök að keisaraf jölskyldan hafi ekki verið myrt í
hinum frægu svokölluðu kjallarmorðum í höllinni og
benda á likur á því að Anastasia keisaradóttir hafi
komist undan. Morgunblaðið birtir í tveimur greinum
úrdrætti úr bókinni og er í fyrri greininni einkum
vikið að gagnasöfnun þeirra félaga og á hvaða slóð hún
leiðir þá.
ÍJti 1 einu horninu á sveita-
kirkjugarði í Frakklandi, nokkuð
fyrir sunnan París, er gröf
Nikolai Sokolovs, hvftrússnesks
rannsóknardómara. Hann var
maðurinn sem birti þá frásögn
sem sagan hefur síðan stuðzt við
um það hvernig dauða keisara-
fjölskyldunnar í Rússlandi bar að
höndum. Sokolov var síðastur
embættismanna hvítliða sem
vann að málinu i rúmt ár, eftir að
Romanovfjölskyldan hvarf frá
Ekatarineburg í júlf 1918, en
Bolsévikkar höfðu þá beðið tíma-
bundinn ósigur i borgarastriðinu.
Greinargerð Sokoiovs „Dóms-
rannsókn á morði rússnesku
keisarafjölskyldunnar var gefin
út árið 1924 og hefur allar götur
síðan verið litið á hana sem sönn-
un þess, að keisarinn, keisarafrú-
in, sonur keisarans og fjórar dæt-
ur hefðu verið skotin í kjallara-
morðunum og að lík þeirra hefðu
síðan verið brennd til ösku.
Áletrunin á legsteini Sokolovs er:
„Sannleikur þinn er sannleikur-
inn eilffi.“
Það er sannleikur, að sagn-
fræðingar hafa aldrei dregið
niðurstöður hans í efa. Framan af
fannst okkur þær áhrifarfkar og
sannfærandi. En sem rannsókn-
um okkar miðaði rákumst við á
hvert atriðið eftir annað, sem
stangaðist á við frásögn Sokolovs.
Eini sjónarvotturinn dó áður en
hann fékk tækifæri til að spyrja
hann; mikilvægt skeyti sem hafði
„fundizt" reyndist vera falsað; og
eina lfkið sem fannst — af einum
gæluhunda f jölskyldunnar —
reyndist hafa verið sett í kjallar-
ann af ásettu ráði.
Sem það varð ljósara okkur að
ástæða var til að tortryggja niður-
stöður Sokolovs, urðum við einnig
að setja okkur inn í það, hvernig
hann hafði valið efni sitt, og hvað
hann hafði ekki birt. Það þýddi að
við urðum að finna hið uppruna-
lega sjö binda plagg, sem Sokolov
hafði safnað f efni, og sagn-
fræðingar höfðu álitið glatað í
hálfa öld.
Árið 1962 höfðu filmur af
myndum, sem teknar voru meðan
á rannsókn Sokolovs stóð fundizt
yfirgefnar og afskiptar innan um
skran hjá frönskum fornsala. Var
snyrtilega um þær búið f tveimur
hylkjum og merktar „N. Sokolov"
með rússnesku letri. En megnið
af skjölunum sem hefði einnig átt
að vera þar, virtist týnt og tröllum
gefið. Við komumst að því að tif
höfðu verið fleiri en eitt eintak af
skjöfunum — einu hafði verið
stolið af útsendurum Sovéta á
árunum milli 1920 og 1930. Annað
var sagt hafa lent f höndum Þjóð-
verja í sfðari heimsstyrjöldinni.
En við komumst á snoðir um að
enn eitt eintak hafði verið til og
hafði Sokolov fengið það f hendur
brezkum blaðamanni Robert
Wilton hjá Times árið 1919.
Árið 1971 héldum við til
Parísar, þar sem Wilton hafði lát-
ist og grófum upp sfðasta
heimilisfang hans þar. Það var að
sjálfsögðu eina húsið í götunni,
sem búið var að rífa. Síðan aug-
lýstum við f persónudálki Times
eftir ættingjum hans og báðum þá
Afdrrfrússm
önnur en sa
að gefa sig fram við okkur.
Nokkrir brugðu við og svöruðu og
einn þeirra sagði að ekkja Wilt-
ons hefði látið skjölin á uppboð
hjá Sothebys f London árið 1937.
Hjá Sothebys var flett upp í
gömlum gögnum. Þar kom f ljós
að skjalapakkinn hafði verið
seldur til fyrirtækisins „Maggs
Brothers“ sem verzlar með fágæt-
ar bækur. Forsvarsmenn þar
vildu ekki láta uppskátt hver
hefði keypt skjölin, en samþykktu
að skrifa kaupandanum fyrir okk-
ur. Sfðan kom fram að kaupand-
inn var látinn, en ekkja hans frú
Dushnes var á lifi. Hún sagði okk-
ur, að eiginmaður hennar heitinn
hefði selt skjölin fyrir drjúga
upphæð fyrrverandi formanni
símafélagsins f Cincinatti, Bayard
Kingour. Þegar við höfðum upp á
honum, sjúkum og rúmföstum í
Kaiiforníu, sagðist hann hafa gef-
Lei
Nikulás keisari II.
ið Houghtonbókasafninu við Har-
vard skjalapakkann.
Við skrifuðum því næst til Har-
vard og fengum einmitt það svar
sem við þurftum:
„Ykkur hefur tekizt að komast
á rétta slóð. Niðurstaða ykkar er
rétt.“
Skjölin höfðu borizt til safns-
ins, en enginn hafði gert sér grein
fyrir mikilvægi þeirra. Þau höfðu
legið f geymslu án þess nokkur
liti á þau öll þessi ár.
Þessi skjöl reyndust stórkostleg
náma efnis fyrir sagnfræðinga.
Rannsóknir á þeim sýndu að
Sokolov hefur verið f hæsta máta
hlutdrægur í vali efnis til birting-
ar. Hann hefur unnið að rann-
sókninni kerfisbundið og af
fyllstu nákvæmni, en sfðan
sleppti hann vitnisburði sem
benti til eða beinlínis staðhæfði
að atburðir hefðu gerzt á annan
veg en honum hentaði. Stað-
festing við skjölin hefur og komið
frá annarri óvirkjaðri uppsprettu.
Olga,
Þar af leiðir að ýmislegt hefur
orðið til að létta þeirri hulu sem
frá fyrstu tíð hefur sveipað
Romanovmálið.
1936 gekk ókunnur maður inn
í Hooverstofnunina við Stanford-
háskólann og spurði hvort hann
mætti gefa innihald f svartri
tösku, sem merkt var: „Opnist
ekki fyrr en 1. janúar 1950.“
Hann hvarf svo á braut og hefur
ekki síðan sézt. Taskan var ekki
opnuð fyrr en seint á sfðasta ára-
tug. Og það var ekki fyrr en við
hófum að kanna málið, að það
virtist lýðum ljóst að enginn virð-
ist hafa skoðað það sem f töskunni
var. Þar reyndust vera komin
skjöl og gögn Nikanders Mirolyu-
bovs, sem var saksóknari í Kazan
árið 1918, en á umráðasvæði hans
var Ekaterineburg. í töskunni
voru mikilvægir vitnisburðir sem
safnað hafði verið við hina opin-
beru rannsókn og Sokolov birti
ekki af einhverjum ástæðum.
Ný bók í Bretlandi með skjölum sem talir