Morgunblaðið - 02.10.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1976
17
Sir Charles bjóst nú tíi að
skrifa fimmtán sfðna skýrslu sem
var stíluð til þáverandi utanrfkis-
ráðherra Bretlands, Balfour. Til
þessa dags er það eina hlutlausa
frásögnin, gerð af sérfróðum
manni, á staðnum og áður en
slóðin fór að hverfa.
Hann byrjaði á því að vara
stjónina f London við því að binda
vonir við að keisarinn væri enn
lffs. Sfðar sagði hann:
„Þann 17. júlí fór járn-
brautarlest með byrgða glugga
frá Ekaterineburg til óþekkts
ákvörðunarstaðar. Er talið að með
lestinni hafi verið eftirlifandi
meðlimir keisarafjölskyldunnar.
Það er almenn skoðun í Ekareine-
burg að keisaraynjan, jafnvel
sonur hennar — en það er þó ekki
vist — og fjórar dætur hennar
hafi ekki verið myrt, heldur hafi
þau þennan dag verið flutt á
braut. Sagan um að þau hafi verið
brennd í höllinni virðist ýkjur og
byggist á því að fyrir utan höllina
fannst öskuhaugur og í honum
töluvert af fatnaði, sem hafði ver-
ið kveikt í. Neðst f hrúgunni
fannst demantur úr flíkum
einnar dætranna. Er þvi gert ráð
fyrir að föt keisaraf jölskyldunnar
hafi verið þarna brennd. Hár sem
reyndist vera af einni dætranna
fannst í húsinu. Þvi kann vel að
vera að fjöludskyldan hafi verið
dulbúin áður en húan var flutt á
braut.“
Sannleikurinn var sá að
meira af hárum fannst f höllinni.
Eliot talar um hár sem rakið var
til einnar af dætrunum, en rann-
sóknarmenn höfðu fundið hár af
tað að lfkum við Ekaterineburg. Lfk keisaraf jölskyldunnar fundust ekki þar.
jsku keisaraljöbkyldunnar
gnfrædingar hafa ta/ió /
Tatiana
Niðurstaða okkar, sem varð
dregin af vitnisburði, sem undan
var skilinn — er að flestir af
keisarafjölskyldunni hafi farið
frá Ekaterineburg á lffi. Við lít-
um svo á, að Nikulás keisari og
Alexei sonur hans, kunni að hafa
verið drepnir um það bil á þeim
stað og á þeirri stundu sem sagan
greinir. Ef til vill hefur verið sett-
ur eins konar herdómstóll f
skyndi yfir keisaranum og hann
sfðan tekinn af lffi nákvæmlega
eins og fyrri heimildir herma.
En bolsévikkar fluttu konurnar
fimm, Alexöndru keisaraynju og
dætur hennar, Olgu, Tatiönu,
Mariu og Anastasiu lifandi á
braut þegar liðsafli hvftliða nálg-
aðist. I nokkra mánuði er lfklegt
að hann hafi teflt þeim fram sem
pólitískum peðum í kaldranalegu
samningatafli milli Lenins í
Moskvu og Þýzkalandskeistara.
Keisarafrúin var þýzk-fædd
prinsessa og keisarinn hafði hvað
eftir annað krafist tryggingar fyr-
Maria
ir þvf, að hún og fjölskylda henn-
ar hlytu góða meðferð. Um þetta
hið sama leyti var Lenin á glóðum
um að Þjóðverjar myndu ráðast
inn f Rússland og því var ekkert
vit í því að æsa þýzku stjórnina
upp að ósekju. Romanovkonurnar
hefði mátt láta í eins konar vöru-
skiptum fyrir mikilsháttar komm-
únista sem sátu í þýzkum fangels-
um og vitað er að samningavið-
ræður f þá veru fóru í raun og
veru fram.
Endurkönnun okkar á þvi
hvað raunverulega gerðist byrjar
með skýrslu háttsetts brezks
diplómats sem rannsakaði afdrif
Romanovfjölskyldunnar, sam-
kvæmt sérstakri skipun brezka
utanrfkisráðuneytisins. Maðurinn
var Sir Charles Eliot, virtur
menntamaður og málamaður
góður. H:nn var árið 1918 skip-
aður yfirmaður diplómatiskrar
sendinefndar Breta f Rússlandi.
Hann kom til Ekataruneburg að-
eins tveimur mánuðum eftir að
Alexei keisarasonur
keisarafjölskyldan hvarf þaðan
og meðan slóðin var enn skýr. Sir
Charles fékk ítarlega skýrslu hjá
Ivan Sergeyev, fyrirrennara
Sokolovs, en hann var síðar rek-
inn úr starfi á mjög grunsam-
legan hátt.
Frásögn Sir Charles liggur nú
fyrir f nýlega endurskoðuðum
skýrslum og meðal þeirra er eftir-
farandi skeyti, sem hann sendi
þar sem hann segir frá heimsókn
sinni til bústaðar keisara fjöl-
skyldunnar:
„(Sergeyev) sýndi mér húsið
þar sem keisarafjölskyldan var í
haldi og þar sem gert er ráð fyrir
að hans keisaralega tign hafi ver-
ið skotinn. Hann vísaði á bug sem
tilbúningi öllum sögum um lfk-
fund, játningu hermanna sem
sögðust hafa tekið þátt í morð-
unum og sömuleiðis öllum frá-
sögkum persóna sem staðhæfðu
að þær hefðu séð keisarann eftir
16. júlf.“
Nikolai Sokolov rannsóknardóm-
ari
fjórum mismunandi litum og
gerðum. Þjónninn Chemodurov
lýsti þvf yfir að þau væru af dætr-
unum f jórum. Styttri hár fundust
einnig á baðherberginu. Prestur
sem hafði komið f heimsókn
nokkru áður minntist þass að
„stúkurnar voru með hár niður á
herðar". Klippingarnar virðast
hafa verið framkvæmdar um svip-
að leyti og þær hurfu.
Hver gat nú verið ákvörðunar-
staður lestarinnar með byrgðu
gluggana? Næsta leyndarmáls-
lykil er að finna f borginni Perm,
borg með 60 þúsund fbúa og er
Perm 200 km norðvestur af
Ekaterineburg. Perm var her-
tekin af hersveitum and-
bolsévikka á jólum 1918 fimm
mánuðum eftir að Romanovfjöl-
skyldan hafði horfið. Meðal
vitnisburðar f Harvard-skjölunum
er framburður borgara eins í
Perm, Veru Karnaukovay:
„Bróðir minn, Fyodor Lukoy-
anov, fyrrverandi yfirmaður
Fyrri grein
CHEKA(leynilögreglan) i Perm,
sagði að það væri enginn hægðar-
leikur að tala um hvað gerð-
ist...hann gæti þó fullvissað mig
um að þjóðhöfðinginn fyrr-
verandi, keisarinn, hefði verið
drepinn i Ekaterineburg, en aðrir
úr fjölskyldunni hefðu verið
fluttir til Perm f lest sem bar og
alla fjársjóði fjölskyldunnar.
Einn klefi var farþegavagn og i
honum var keisarafjölskyldan.
Lestinni var lagt á stöð II í Perm
og hennar strengilega gætt þar.“
Vitni vísar til þess að lestin
hafi flutt fjársjóð og kemur það
heim og saman við það sem við
vitum að kommúnistar gerðu:
fluttu lausafé fjölskyldunnar frá
Ekaterineburg. Þetta var miðstöð
viðskipta f einu ríkasta náma-
héraði landsins og bankarnir voru
yfirfullir af gullstöngum. Bolsé-
vikkar lögðu sig f líma við að
halda Ekaterineburg unz þeir
höfður flutt eins mikið af fjár-
munum til Perm og þeim Var
unnt. Þegar Perm náðist svo úr
höndum bolsévikka var yfir-
manni hviliða skýrt frá því að sá
möguleiki væri fyrir hendi að
Romanovfjölskyldan hefði verið
þar. Var þetta þegar gagnnjósn-
arar náðu verðmætum sem báru
þess merki að hafa verið í eigu
keisarafjölskyldunnar og sem
rannsókninni miðaði áfram fund-
ust verðmæti upp á milljónir
rúblna sem alla mátti rekja rak-
leitt til keisarafjölskyldunnar.
Yfirmaður hvitrússa á
staðnum skipaði siðan eftirlits-
sveitum innan hersins að hefja
sjálfstæðar athuganir og þar á
meðal er vitnisburðurinn sem
leyndist í Harvard-skjölunum.
Það var aðastoðaryfirmaður eftir-
litssveitanna Alexander Kista,
sem stýrði yfirheyrslunum og
komst að ýmsu sem sköpum
skipti.
Þann 8. marz 1919 réðst Kista
— samkvæmt ábendingu
njósnara — inn í hús við
Zagoradnaystræti númer 15 f
Perm. Einn fbúa þar var Natalya
Mutnykh hjúkrunarkona og fram-
burður hennar verður að teljast
hreinasta sprengja. Kista varð að
yfirheyra hana þrívegis en hún
hvikaði aldrei frá framburði
sínum. Hún segir:
„Þar sem ég var oft með bróður
mfnum, Vladimir — en hann
gegndi stöðu ritara í Ural, hlýddi
ég iðulega á samræður hans við
félaga Safarov og Beloborodov.
Þeir nefndu oft keisarafjölskyld-
una. Af tali þeirra heyrði ég að
Nikulás keisari og sonur hans
hefðu verið skotnir og lfk þeirra
grafin úti fyrir Ekaterineburg, en
að hinir meðlimir fjölskyldunnar
það er keisarafrúin og fjórar
dætur hennar, stórhertoga-
ynjurnar hefðu verið fluttar til
Perm. Alls konar sögusagnir voru
á kreiki og enginn vissi hverju
var óhætt að trúa.
Dag nokkur nánar tiltekið
þann 1. september, for ég með
unnustu bróður mfns Önnu
Kostina, ritara félaga Zinovief, til
að hitta bróður minn. Bróðir
minn var þá við vaktstörf og fór
ég þangað. Eg hafði mikinn áhuga
á keisarafjölskyldunni og bað
bróður minn að fara með mig
þangað sem hún hafðist við og
leyfa mér að sjá þau... Þau voru
þá í vistarverum við Obvinskaya-
stræti... I herberginu var aðeins
kveikt á einu kerti og var þvf
skuggsýnt þar.
Ég sá fyrrverandi keisarafrú
Alexöndru Feodorovonu og fjórar
dætur hennar og voru þær ægi-
lega á sig komnar, en ég þekkti að
það voru þær, svo að ekki varð um
villzt.. . Á gólfinu voru dýnur,
Framhald á bls. 31
i hafa verið týnd í hálfa öld varpar nýju Ijósi á atburðina í Rússlandi