Morgunblaðið - 02.10.1976, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1976
ORÐ
í EYRA
Gamlar
haustvísur
n hallar nú heldur
'og haustið að dyrum ber.
j f'inkum hjá Árna presti
nnig hjá Kiljani og mér.
i K arföfluuppskeran klén er
| og k< rnar alveg í steik
•, oí; einginn treystir sér áfram
| f ávf-'Hnaleik.
Uf rnir mínir skyldu
| » kornir fremur við nögl
I hef ð öllum tekjum
. joldum hagldir og tögl.
‘i?ð var nú eitthvað annað
tmfngja feingju þeir glatt
kki fékk ég sem áður
■ >í . »tekjuskatt.
> gna er ég orðinn
I ga dán.
'<luna fæ ég úr mér
'*g suður á Spán.
•mur fé af fjöllum
í fsr oss mikinn arð.
iðum við ketið niður f norðmenn
< j v" r dlf rfður f garð.
ureyri:
^arlegt
iferðarslys
• ri 1. okt.
UR árekstur varð milli
ivf-fífíja fólksbíla á Tryggvabraut
20 í gærkvöldi. Báðir bíl-
oru á leið austur götuna,
<-i. arnar ætlaði að taka vinstri
beygju um leið og hinn ætlaði
framúr. ökumaður fyrrnefnda
meiddist og var lagður inn
ahús, en meiðsli hans hafa
rið fullkönnuð. Báðir bíl-
órskemmdust.
—Sv.P.
FÍB:
í skemmti-
ferð með
gamla fólkið
; íslenzkra bifreiðaeigenda
vistmönnum frá Elliheim-
.rund og Ási í Hveragerði í
:< diferð um Reykjanes. Lagt
af stað kl. 1 og m.a. verður
kumið við á Keflavíkurflugvelli
og drukkið kaffi.
- Spánn
amhald af bls. 1.
Margar verzlanir voru lokaðar
eftsr að verkfallsmenn höfðu
starfrækslu þeirra en
c>j>inberar skrifstofur, bankar og
* ; • afélög höfðu opið eins og
venjulega.
Mosgar götur i miðborginni
<tar flugritum og öðrum
á hægri og vinstriöflun-
æðisbandalagið, en í þvi
múnistar, jafnaðarmenn
legir demókratar, hvatti
ð fara að dæmi Baska, en
;m þeirra var 100% þátt-
; , í oilsherjarverkfalli á mánu-
J ag Hægrímenn hvöttu fólk til að
douðum að hvíla i friði og
láta ekk.i stjórnast af áróðurs-
mönnum.
- Yið vitum . . .
ímhald af bls. 1.
, i ;>jóðverjar atvinnulausir
af vinnuaflinu. Tala at-
. usra hefur ekki veríð svo
í nóvember 1974.
■ofa sambandslýðveldisins
den skýrði frá þvi i dag
*aia framfærslukostnaðar
hefði lækkað um 0.1% I septem-
ber, en verðbólgan siðustu 12
mánuði er um 4%.
Einn af talsmönnum kristilegra
demókrata f sambandsþinginu,
Werner Dollinger, sagðist vera j
ánægður með að dregið hefði úr
atvinnuleysi, en hann benti á að
tala þeirra, sem vinna aðeins
hluta úr degi eða viku hækkaði úr
28.000 í 93.500 f september. Tals-
maður rikisstjórnarinnar, Klaus
Bölling, vildi í dag ekki útiloka
þann möguleika að tala atvinnu-
lausra hækkaði upp i eina milljón
aftur i vetur.
Dómstóll í Heilbronn hefur fall-
izt á kröfu Schmidts kanslara um
að formaður Kristilega sósfaliska
sambandsins, Franz Josef
Strauss, taki til baka fullyrðingu
sem hann lét út úr sér á kosninga-
fundi á miðvikudag. Strauss hélt
því fram að Schmidt hefði samið
um það við hollenzka embættis-
menn að þeir fengju 100 milljón
vestur-þýzk mörk ef hollenzki
flugherinn keypti bandarísku or-
ustuþotuna F-17 Cobra, sem fram-
leidd var af Northrop-
fyrirtækinu.
Sambúðin á milli þýzku rikj-
anna tveggja, efnahagsástandið
og menntakerfið voru aðalum-
ræðuefnin f næstum fjögurra
klukkustunda löngum umræðu-
þætti Scmidts, kanzlara, og Kohls,
leiðtoga kristilegra demókrata,
Hans Dietrich Genscher, leiðtoga
frjálsra demókrata, og Strauss,
sem fór fram i sjónvarpi á
fimmtudagskvöldið.
Schmidt hitti í mark hjá kjós-
endum þegar hann f umræðunum
las úr grein í erlendu tímariti, þar
sem sagði að fólk hefði það gott í
Vestur-Þýzkalandi. Stóð f grein-
inni að mannvirðing væri i háveg-
um höfð, og að Vestur-Þýzkaland
nyti mikils álits á alþjóðavett-
vangi. Strauss sagði að þetta
hljómaði meira eins og skáldskap-
ur en sem lýsing á vestur-þýzkum
veruleika og Kohl sagði að flokk-
ur sinn gæti ekki skrifað undir
allt, sem stæði í grein þeirri sem
Schmidt las úr. Benti Schmidt þá
á að höfundur greinarinnar var
enginn annar en Helmut Kohl.
— Miðausturlönd
Framhald af bls. 1.
veitt fyrir sjálfstæði Israels og
Arabalandanna.
Að endir verði bundinn á
strlðsástand milli lsraels og
Arabalandanna.
Fréttamenn f Moskvu segja
að þrjú fyrstu atriðin hefðu
áður komið fram I yfirlýsing-
um sovézku stjórnarinnar og
að fjórða atriðið hafi falizt I
fyrri yfirlýsingum, þó að
aldrei hafi verið kveðið skýrt á
um það.
Fyrr I dag sagði háttsettur
starfsmaður sovézka sendi-
ráðsins I Beirút að stjórn hans
ætti nú frumkvæði að lausn
deilumála þar. Ekki var Ijóst
hvort hann átti við ofangreind-
ar tillögur Kremlstjórnarinn-
ar, en I þeim var aðeins laus-
lega minnzt á Lfbanon.
— Sigurbjörn
ætlar . . .
Framhald af bls. 32
engin ákvörðun hefði verið tekin
um það hvort umrætt mál yrði
tekið fram fyrir önnur.
Málin tvö, sem fengu útivistar-
dóm hjá Hæstarétti í gær, voru
áfrýjun vegna lögtaks sem sýslu-
maðurinn í Rangárvallasýslu lét
fram fara í Klúbbnum og Gjald-
heimtan í Reykjavík Iét fram fara
i lausafjármunum að Stóra-Hofi í
Rangárvallasýslu. Bæði þessi lög-
tök voru gerð vegna ógreiddra
opinberra gjalda og aðstöðu-
gjalda, samtals að upphæð kr.
2.295.381. auk áfallins kostnaðar.
Ingi Ingimundarson hrl. sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að ekki hefði þótt rétt að halda
áfram rekstri þessara tveggja
mála, þar sem Sigurbjörn Eiriks-
son teldi að hann gæti borgað
þessar skuldir og ætli hann að
semja um greiðslu þeirra við inn-
heimtuna.
Ingi sagði að Álfsnesmálinu
yrði haldið áfram, en þar er um að
ræða áfrýjun til hæstaréttar á
uppboðsskilmálum, sem sýslu-
maður Kjósarsýslu hafði ákveðið
að yrðu í gildi við uppboðið á
Álfsnesi, eign Sigurbjörns. Frest-
ast uppboðið þar til hæstiréttur
hefur fellt úrskurð í málinu.
— Hugmynd um
varnargarda
Framhald af bls. 3
rúmmetrar, i garðinn í skarð-
inu fyrir vestan stöðvarhúsið 34
þús. rúmmetrar og úr skurðin-
um úr Þrihyrningadal um 60
þús. rúmmetrar.
Kostnaður við verkið er áætl-
aður um 60 millj. kr. og fram-
kvæmdatími um 30 dagar mið-
að við 12 tima vinnu á dag, hjá
3—4 jarýtum, ámoksturstækj-
um og 5 stórum flutningabílum.
Efnistaka yrði I nágrenni
svæðisins, en tillögurnar að
þessum görðum eru unnar af
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen.
— Þýzku kosn-
ingarnar
Framhald af bls. 14
ár sem hann hefur verið
kanslari, hefur hann leitt þjóð
sfna gegnum verstu tfma
síðustu efnahagskreppunnar I
heiminum inn á góðan bataveg,
og velmegun V-Þýzkalands I
dag er svo mikil að jafnaðar-
menn hafa I kosningabar-
áttunni talað um landið sem
fyrirmynd er aðrar vestrænar
iðnaðarþjóðir eigi að fara eftir.
Þetta segja gagnrýnendur
Schimdts benda til að hann sé
of hrokafullur og stjórn hans of
örugg með sjálfa sig. Það er
einmitt þessi gagnrýni, sem
fengið hefur nokkurn hljóm-
grunn meðal almennings og
veldur jafnaðarmönnum
áhyggjum, að geti ásamt löngun
fólksins eftir stjórnarskiptum
orðið Schimdt að falli. Þess
vegna hafa jafnaðarmenn
nokkrar áhyggjur af kostingun-
um I Svíþjóð, sem fjallað var
um I upphafi. Á morgun kemur
I ljós hvort ótti þeirra er á
rökum reistur eða hvort V-
Þjóðverjar vilja reyna hvernig
það verður að fá 4 ár til við-
bótar af Helmut Schmidt.
Helmut Kohl
Helmut Kohl byggir baráttu
sína fyrir kanslaraembættinu á
endurvakningu gamalla þýzkra
dyggða. Hann segist vilja
endurvekja hreinlæti, stund-
vísi, áreiðanleika, sparnað og
iðjusemi. Hann sakar Schimdt
um að heyja viðurstyggilega
kosningabaráttu og segist
engan þátt vilja eiga I
„Ölymp'uleikum móðgana".
Hann talar um „Föðurlandið"
og stjórnar fjöldasöng á
kosningafundum sfnum á þjóð-
söng V-Þjóðverja. „Einingu,
réttlæti og frelsi fyrir þýzka
föðurlandið“ hrópar hann og
áheyrendur taka undir sem
einn maður. Kohl segir að and-
stæðingar sínir vanmeti sig og
líti á sig sem einfaldan sveita-
stjórnmálamann. Kohl veður
inn I mannfjöldann og tekur I
hendur fólksins. Schmidt aftur
á móti stendur með hendur I
vösum rólegur, allt að þvl kald-
lyndur og þegar fólkið hrópar
„Helmut, Helmut“ þaggar hann
niður i því. Það er ekki að sjá á
Kohl að kosningabaráttan hafi
veið honum erfið, hann er eins
frísklegur og hress og hann var
er hún byrjaði, en Schmidt er
orðinn fölur og tekinn. Kohl
höfðar til litla mannsins I mið-
stétt V-Þýzkalands, sem
stendur ógn af hinum risa-
vöxnu og skipulögðu verkalýðs-
félögum og óttast hugarfars-
breytingar tneðal unga fólksins,
hversu róttækt það er orðið.
Verði Kohl kanslari þarf
enginn að búast við miklum
breytingum. Hann segist munu
viðhalda almannatrygginga-
kerfinu, en koma þvl á traust-
ara fjárhagslegan grundvöll og
hann myndi halda Detente-
stefnu Brandts áfram á sama
grundvelli en tryggja hins
vegar að hinn aðilinn standi
loks við slnar skuldbindingar,
eins og hann segir við mikil
fagnaðarlæti stuðningsmanna
sinna.
(New York Times, Reuter,
AP, Time, Newsweek).
— Mínútan
hækkar
Framhald af bls. 32
tekin hefði verið afstaða til til-
boðs sjónvarpsmanna um að
vinna við útsendingar á
fimmtudögum til að vinna upp
þá útsendingardaga, sem féllu
niður vegna verkfalls þeirra.
Sagði Pétur að þetta mál hefði
verið lltillega rætt á útvarps-
ráðsfundi I gær en endanleg
niðurstaða lægi ekki fyrir. Þá
er enn til athugunar hvort
afnotagjöld sjónvarps verða
lækkuð I samræmi við þá út-
sendingardaga sem niður féllu.
— Ávísanamálið
Framhald af bls. 2
ekki væri pantaður matur fyrr en
búið væri að loka, þ.e. eftir kl.
18:30 þegar seinni afgreiðslutíma
útibúsins væri lokið. Þá nefndi
útibússtjórinn að stundum væri
líka pantaður matur til bankans i
öðrum tilvikum en þegar um
skyndikannanir væri að ræða,
þegar vinna þyrfti kvöldvinnu I
einverri af hinum ýmsu deildum
bankans.
Hrafn Bragason sagði að nú
væri framundan mikil vinna við
að rannsaka alla þessa framburði
sem gefnir hefðu verið að undan-
förnu, og reikninga sem ekki hafa
verið kannaðirtil þessa.
— Fálki
Framhald af bls. 32
séð um uppeldi fálkaunganna I
sumar sagðist hann vera mjög
uggandi um framtlð unganna
eftir að rjúpnaveiðitfminn hæf-
ist, þvf það væri hægur leikur
fyrir óprúttna veiðimenn að
komast f færi við fálkana þar
sem þeir væru einstaklega gæf-
ir og hreinlega snfktu f matinn
ef þeir sæju færi á.
Fálkar eru alfriðaðir og þeír
fást ekki uppstoppaðir hér á
iandi, en bannað er að flvtja þá
út dauða eða lifandi. Varðar
f jársektum að taka fálka.
Sigurður kvaðst vilja biðja
þá rjúpnaveiðimenn sem yrðu
varir við gæfa fálka að hafa
samband við sig til þess að
fremur sé hægt að fylgjast með
ferðum fálkanna fjögurra sem
bjargað var f flugstöðinni f
Keflavfk og mikil natni hefur
verið lögð við til að koma þeim
á legg f sumar.
Eru allir fálkarnir merktir
með fyrrnefndum hringjum á
fótum.
Fálkinn sem handsamaður
var f gær vegna sterks gruns
um usla í hænsnabúum f Mos-
fellssveit. Er hann þarna undir
lás og slá með hræ af tveimur
hænum, en fálkinn verður í dag
fluttur f „útlegð“ fjarri
hænsnabyggðum.
— 611 millj.
1 Framhald af bls. 15
gyðjunni Júnó sem var gyðja
velsældar og hjónabands var
til skamms tfma á sýningu f
Metropolitan-Iistasafninu, en
þar hefur hún verið f láni sfð-
ustu tfu ár og er ekki vitað
hver var eigandi hennar. f til-
kynningunni um málverkasöl-
una var hann heldur ekki
nafngreindur nú, en haft fyrir
satt að hann sé J. William
Middendorf, einn yfirmaður f
bandarfska flotanum. Dr.
Hammer sagði á blaðamanna-
fundi að Rcmbrandtmyndin
væri „sannkallaður gimsteinn
f safni sfnu“ og kvaðst hann
myndu koma myndinni fyrir f
málverkasafni sfnu sem er
innan vébanda borgarlista-
safnsins I Los Angeles á næsta
ári og myndi málverkið verða
á mikilli farandsýningu, sem
m.a. verður send til Sovétrfkj-
anna. Sagði hann að þessi
mynd hlyti að verða til að auka
mjög hróður borgarlistasafns-
ins f Los Angeles. Töluverð
samkeppni hefur verið milli
Hammersafnsins f Los An-
geles og Norton Simon-
safnsins í Pasadena.
Verðið sem Hammer greiddi
fyrir „Juno“ er þó ekki hæsta
verð sem vitað er til að greitt
hafi verið fyrir málverk. Arið
1970 keypti Metropolitan-
listasafnið myndina „Juan de
Pareja“ eftir Velasquez fyrir
5.54 millj. dollara eða röskan 1
milljarð ísl. króna.
— Þagnarmúr...
Framhald af bls. 2
sér ekki fært að verða við þvi.
Þá hefur nokkuð komið til
umræðu hvort dregið verði af
afnotagjöldum sem svarar
þeim útsendingardögum, sem
niður féllu vegna aðgerða sjón-
varpsmanna. Morgunblaðið
sneri sér til Lúðvíks Ingvars-
sonar, prófessors og lögmanns
útvarpsins, og spurði hann
hver væri réttarstaða neyt-
enda I þvl tilfelli að ákveðið
yrði að lækka ekki afnotagjöld-
in. Lúðvlk svaraði þvl til að
hann væri ráðunautur útvarps-
ins en ekki Morgunblaðsins.
— Betur má . . .
Framhald af bls. 2
Þíngholtsstrætis og Skálholtsstlgs en þar
var umferðarrétturinn ekki virtur.
Kl. 23.05 var ekið aftan á bifreið á
Höfðatúni við Borgartún.
KI. 23.40 var ekið aftur á bak á mann-
lausa bifreið.
Kl. 24.00 var enn ekið aftan á, en nú á
Bústaðavegi við Reykjanesbraut.
FÖSTUDAGUR
1976
Kl. 00.24 varð árekstur á Tjarnargötu —
Vonarstræti, þar sem biðskylda var ekki
virt.
Kl. 08.04 var ekið aftan á bifreið á
Miklatorgi.^
Kl. 08.06 varð harður árekstur á mótum
Laufásvegar og Bragagötu.
Kl. 08.32 var Iftilli fólksbifreið ekið af
Bæjarbraut og inn á Bæjarháls, en ók þá f
veg fyrir steypubifreið.
Kl. 11.52 bilaði bifreið á Kringlumýrar-
braut við Háaleitisbraut. Bifreiðar sem
höfðu stöðvað fyrir aftan rákust á þegar
ökumenn þeirra reyndu að komast fram
hjá.
Kl. 12.05 varð árekstur á mótum
Ármúla og Háaleitisbrautar, þar sem bið-
skylda var ekki virt.
Kl. 12.17 varð árekstur á Hverfisgötu
við Rauðarárstíg.
Kl. 12.55 varð óhapp þegar umferðar-
réttur var ekki virtur á mótum NJálsgötu
og Vitastfgs.
KI. 13.06 varð árekstur á Álfheimum við
Gnoðarvog.
Kl. 13.42 varð 82 ára gömul kona fyrir
bifreið á Miklubraut við Reykjahlfð, en
við rannsókn reyndust meiðsli hennar
Iftil.
Kl. 13.48 var árekstur þar sem sendibif-
reið ætlaði að færa sig milli akreina, en þá
bar fólksbifreið svo skjótt að, að árekstur
varð ekki umflúinn. «
Kl. 14.28 var ekið aftan á bifreið á
Skúlatorgi.
Kl. 15.05 varð árekstur á Eirfksgötu við
Landspftalann, vegna þrengsla.
Kl. 15.15 var ekið aftan á bifreið á
Laugavegi.
KI. 16.17 var bifreið ekið frá gang-
stéttarbrún, en lenti þá á hlið bifreiðar
* sem var ekið framhjá um leið.
Kl. 17.18 var ekið aftan á bifreið á
Suðurlandsbraut.
Kl. 17.18 varð harður árekstur á Snorra-
braut við Eirfksgötu, en þar var bifreið
beygt í veg fyrir aðra.
Kl. 17.20 varð smávægilegur árekstur á
bifreiðastæði.
Kl. 17.43 var ökumaður á leið um
Ásgarð þegar hann sá mannlausa bifreið
renna á móti sér á allmikilli ferð. Mikill
fjöldi barna var þama og virtist bifreiðin
stefna á nokkur þeirra. Með snarræði
tókst ökumanninum að koma bifreið sinni
þannig fyrir að mannlausa bifreiðin
stöðvaðist á hans bifreið.
Kl. 18.00 varð árekstur á Brautarholti
þar sem tveir ökumenn ætluðu sér sama
götuspottann.
Kl. 18.15 var bifreið ekið af Hallarmúla
og inn á Suðurlandsbraut f veg fyrir aðra.
Kl. 18.46 varð árekstur á Vesturlands-
vegi við Höfðabakka.
Kl. 19.15 var ekið mjög harkalega aftan
á bifrelð á Vesturlandsvegi vlð Breið-
höfða.
Kl. 20.37 var bifreið ekið af Eiðsgranda
og inn á Ánanaust, en lenti þá á bifreið
sem var ásuðurleið.
Kl. 21.51 varð slys á mótum Rauða-
lækjar og Brekkulækjar, en þegar blaðið
fór f prentun stóð rannsókn enn yfir á
staðnum, en ökumaður bifreiðarinnar
mun hafaskorizt talsvert.
Kl. 22.42
Var bifreið ekið að Reykjavegi inn
á Suðurlandsbraut og lenti þá á pilti á
vélhjóli. Pilturinn á vélhjólinu skarst
talsvert á læri.
FFG