Morgunblaðið - 02.10.1976, Page 22

Morgunblaðið - 02.10.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976 Guðrún Þ. Björnsdóttir frá Veðramóti — Minning Fædd 14. jan. 1887. Dáin 27. sept. 1976. Guðrún frænka mln frá Veðra- móti er látin og verður jarðsungin’ frá Háteigskirkju í dag. Hún var fædd að Heiði í Gönguskörðum 14. janúar 1887. Fullu nafni hét hún Guðrún Steinunn. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson frá Háagerði á Skagaströnd og kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir á Heiði, dóttir Stefáns Stefánssonar bónda þar og Guðrúnar Sigurðar- dóttur, Guðmundssonar á Heiði, þess er orti Varabálk. Bjuggu þau hjón á Heiði f fjögur ár, en fluttu þaðan að Veðramóti I sömu sveit og bjuggu þar í 27 ár. Bæði voru þau hjón vel af Guði gerð og heimili þeirra talið mikið menn- ingarheimili. Fornar dyggðir voru þar í heiðri hafðar og bókakostur var þar meiri en víða annars stað- ar. Var Björn hreppstjóri í sveit sinni í 32 ár, sýslunefndarmaður og fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína. A hverjum vetri var kennari á Veðramóti er kenndi barnahópnum undir ferm- ingu. Þegar ég man fyrst eftir mér var ég svo lánsöm að afi minn og amma, gömlu hjónin frá Heiði, voru hjá foreldrum mínum á Möðruvöllum í Hörgárdal. Heyrði ég þvf snemma getið frændfólks- ins f Skörðunum. A hverju vori þegar snjóa tók að leysa og ár voru ruddar, fór afi að búa sig til ferðar vestur að Veðramóti til að heimsækja frændfólkið þar og grennslast um hagi þess. Hann var oftast fljótur f ferðum og svo kom afi heim með allar fréttirnar og amma hlustaði á hljóðlát að vanda. Ég sperrti eyrun og reyndi að fylgjast með fréttunum. Börn- in á Veðramóti voru tíu, þegar ég heyrði þeirra fyrst getið, svo það var frá mörgu að segja. Auðheyrt var að amma bar þau öll mjög fyrir brjósti, þó stundum væri staldrað ögn lengur við, þegar um Guðrúnu nöfnu hennar var að ræða. Þessar frásögur afa urðu til þess að mér þótti strax mjög vænt um frændfólkið mitt á Veðramóti og átti enga ósk heitari en þá að verða stór og geta farið með afa næst þegar hann færi vestur f Skörð. Mest langaði mig þó tal að sjá Guðrúnu, sem bar nafnið hennar ömmu, því ömmu elskaði ég út af lífinu. Tfminn leið og afi hélt áfram sfnum vorferðum vestur í Skaga- fjörð. Allt virtist leika í lyndi þar vestur frá, þar til dauðinn kvaddi þar dyra vorið 1903 og tók með sér húsfreyjuna, dóttur hans, frá manni og tfu börnum. Mér er í barnsminni þegar faðir minn kom heim frá jarðarför systur sinnar og lýsti hinni sáru sorg er fólkið hans á Veðramóti hafði orðið fyr- ir. Þorbjörg á Veðramóti hafði verið glæsileg kona, kærleiksrfk móðir með afbrigðum atorkusöm húsmóðir, svo lengi var í minnum haft í hennar byggðarlagi. Hún eignaðist tólf börn á sextán árum, tvö dóu ung en tíu komust á legg, sex synir og fjórar dætur. Voru öll börnin ve! gefin og mesta at- orku- og dugnaðarfólk. Þegar Guðrún missti móður sfna var hún sextán ára, hún var elzt af systrunum, voru henni þvf falin húsmóðurstörfin á heimil- inu og uppeldi yngri barnanna fimm, sem voru sitt á hverju ár- inu. Sigurlaug var yngst, þá sjö ára gömul. Það var snemma mikið á hana langt. Hef ég oft hugsað um það á seinni árum að senni- lega hafi sú mikla ábyrgð orðið henni andleg ofraun, sem hún bjó að alla ævi. Guðrún var mjög heil- steypt að eðlisfari. Öll hálfvelgja var fjarri skapi hennar. Hún var heil f starfi og vináttu hennar mátti treysta út í ystu æsar. Það var til þess tekið, hve hart hún lagði að sér að reynast heimilinu sínu trú og veita yngri systkinun- um alla þá umhyggju er hún mögulega gat. Guðrún var and- lega bráðþroska, átti snemma mörg áhugamál, sem gagntóku hug hennar. Um fermingaraldur var hún farin að skrifa í sveita- blaðið Fjallfara um kvenfrelsi og Ameríkuferðir, að ég nú ekki tali um frelsi landsins, sem var æðsta hugsjón allra heilbrigðra æsku- manna. Skáldin heilluðu hana snemma með ljóðum sínum og hún lærði Ijóðabækurnar utan að. Greip hún hverja stund er gafst til að líta í bók og sækja andlegan styrk. Tveir elztu bræður hennar höfðu verið í Möðruvallaskóla, tveir þeir næstu voru á Hólum og svo fannst henni röðin komin að sér, hún þráði menntun. Ég heyrði sagt að hún hefði skrifað pabba, hann var móðurbróðir hennar, og beðið hann að hjálpa sér til að komast í skóla, þegar hún gæti með góðu móti losnað aó heiman. Draumur hennar rættist, hún settist í Kvennaskólann á Ak- ureyri haustið 1905 og lauk þaðan prófi vorið 1907. Á þeim árum var ekki auðhlaupið fyrir ungar stúlk- ur að komast í skóla. Það þótti ekki taka því að kvenfólk sæti á skólabekk. Þegar Guðrún kom til Akureyrar var hún svo að segja daglegur gestur heima. Hófust þá fyrst kynni okkar. Ég var að vísu talsvert yngri en ég hafði í hugan- um dáð þessa frænku mfna, frá því ég heyrði hana fyrst nefnda og það hélzt við. Hún fór svo aftur heim í Veðramót að námi loknu og var fyrir búi föður síns í nærri þrjú ár. En löngunin eftir meiri menntun lét hana ekki í friði. Hún leitaði aftur til föður mfns og bað hann að leiðbeina sér. Kom hún haustið 1909 til Akureyrar og settist í annan bekk í Gagnfræða- skólanum gamla. Þann vetur voru þrjú frændsyskinin mín á heimili foreldra minna, Guðrún, Harald- ur bróðir hennar og Stefán Sig- urðsson frá Vigur. Þetta átti við mig að hafa svona margt elsku- legt skyldfólk í kringum mig. Guðrúnu sóttist námið vel og hún var mjög dáð meðal skólasystkina sinna, glæsileg stúlka með fjöl- hæfar gáfur. Oft var gestkvæmt á Meyjarhóli, en svo hét herbergið hennar á Suðurvistum, þar voru rædd þjóðmál og nýjustu bók- menntir. Um þetta leyti voru margir afburðanámsmenn og mesta greindarfólk í skólanum. Þegar háværar raddir og hlátra- útlaraskreytlngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun sirni 36770 Faðir okkar. GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON. frá Eiðum, í Vestmannaeyjum, lézt 1 okt að Hrafnistu Börn hins látna. Litli drengurinn okkar og bróðir, RÓBERTBÁRÐARSON, Torfufelli 21 lézt þriðjudaginn 28 sept Guðný Lúðvíksdóttir, Bárður Sigurðsson, Lúðvík, Bárðarson, Gerður Bárðardóttir, Sigurður Bárðarson. t Útför föður mins og tengdaföður okkar, JÓHANNS GRÍMS GUÐMUNDSSONAR, Faxaskjóli 18 fer fram mánudaginn 4 okt frá Fossvogskirkju, kl 1 30 Þeim, sem vildu minnast hins látna, vínsamlegást láti Slysavarnarfélag íslands njóta þess Verna Jóhannsdóttir Halldór Auðunsson, Sesselja Stefánsdóttir. t Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð við fráfall systur okkar, mágkonu og frænku. ÞÓRUNNARA.P ÞORSTEINSDÓTTUR. Grettisgötu 13, og heiðruðu af hlýhug minningu hennar. Páll J. Þorsteinsson, Hulda Þorsteinsdóttir GuSmundur S. Júliusson Pétur Ó. Þorsteinsson jóhanna Óskarsdóttir. og systkinabórn 1 t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar tengda- föður og afa og langafa CAMILLUSAR W BJARNASON mélarameistara Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki á Vifilstaða- spitala fyrir frábæra hjúkrun og umönnun i veikindum hans ÞuríðurT. Bjarnarson Þórir Bjarnarson Guðfriður Hermannsdóttir Jarðþrúður Bjarnarson Óli Georgsson Paf Bjarnarson Magnfrfður Gústafsdóttir Benedikt Bjarnarson Matta Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. sköll heyrðust frá Meyjarhóli á kvöldin, læddist ég inn, settist út í horn og hlustaði. Krakkinn hafði auðvitað ekki vit á neinu, en krakkinn fylgdi frænku sinni oft- ast fast að málum og dáðist að því hvað hún flutti mál sitt vel og hvað hún kunni mikið af Ijóðum, sem hún vitnaði f. Þetta var yndis- legur tími, sem við á efri árum höfum oft rifjað upp og endur- vakið okkur til gleði. Nú hafði blessuð frænka mfn fengið svolít- inn byr undir vænginga, hún vildi komast lengra, helzt út fyrir „pollinn". Áhugi hennar fyrir gróðurmold og ræktun hafði vaknað með henni, en nú voru góð ráð dýr. Féleysað var henni eins og svo mörgum öðrum fjötur um fót. Hún fór í kaupavinnu austur á land og tvo vetur starfaði hún við verzlun á Akureyri. Á útmán- uðum 1913 tók hún sér far til Noregs og fór á garðyrkjuskóla að Reistad, þar dvaldi hún í tvö ár við garðyrkjunám. Samhliða garð- yrkjunáminu lærði hún meðferð grænmetis, hvernig ætti að geyma slfkt dýrmeti og nota til manneld- is. Veit ég ekki betur en hún hafi verið fyrsta lærða garðyrkjukon- an hér á landi. Vorið 1915 kom hún heim ti Akureyrar full af áhuga fyrir nýju starfi. Var hún þá ráðin hjá Ræktunarfélagi Norðurlands sem garðyrkjukona. Kuldaleg var heimkoman, ís fyrir öllu Norðurlandi og íshrafl á Ak- ureyrarpolli fram eftir öllu sumri. Hún kom sér fyrir í lftilli stofu í húsi Ræktunarfélagsins, eldhúskompa var niðri í kjallara, ekki voru þægindin. En hún var sæl að vera komin heim og eign- ast lítið heimili og geta tekið til óspilltra málanna við garðyrkj- una. Hinn 3. maí 1915 var fyrsti raunverulegi vermireitur lagður f gróðrastöðinni. Ég var sem fyrr áhugasamur áhorfandi og aðdá- andi. Það var gaman að fylgjast með fyrsta vermireitinum hennar frænku, hvað henni tókst með alúð og nærfærni að ala þarna upp fallegar plöntur, þrátt fyrir hríðar og harðindi. Nýr þáttur var hafinn f starfi Ræktunarfélagsins, fleiri og færri sóttu garðyrkjunámskeið Guðrún- ar á hverju vori og gróðrastöðin tók miklum stakkaskiptum eftir komu hennar. Hún hvatti fólk til að nota grænmeti til matar, en brátt komust sögur á kreik um að nú væri farið að skammta blöðkur og strá f gróðrastöðinni. Það er ekki alltaf jafn auðvelt að ryðja nýjar brautir. Til þess að kynna betur grænmetið, hélt hún græn- metis- og blómasýningar á haust- in í Gagnfræðaskólanum. Var grænmetið til sölu, minnir mig að blómkálið væri á tíu til fimmtán aura stykkið og annað eftir því. 7. júlí 1921 giftist Guðrún Sveinbirni Jónssyni, bygginga- meistara, ættuðum úr Svarfaðar- dal. Stóð hann þá f miklum stór- ræðum við byggingaframkvæmd- ir á Akureyri og hafði mikil um- svif. Fyrstu árin bjuggu þau í Gróðrarstöðinni, en keyptu spildu handan við fjörðinn úr landi Kaupangs og hugðust byggja þar nýbýli, framtfðarheimili. Haustið 1923 var lagt fast að Guðrúnu að taka að sér forstöðu Kvennaskólans á Blönduósi. Þá voru tfmamót f sögu skólans, breyta átti skólanum í húsmæðra- skóla. Tók hún að sér stjórn skól- ans í eitt ár. Býst ég við að margir erfiðleikar hafi blasað við, því óvissa rfkti þá mikil um framtíð skólans. Um vorið hvarf hún aft- ur heim til Akureyrar að fyrri störfum, en nú var fyrir alvöru hugsað fyrir nýbýlinu handan fjarðarins. Énginn veit nema sá sem reynir hve erfitt er að brjóta land og byggja nýbýli á Islandi. ötullega var unnið og á tiltölulega stuttum tíma reis þarna fallegt býli, sem þau nefndu Knararberg. Vakti það brátt athygli þeirra er um veginn fóru. Halldóra Bjarnadótt- ir, frændkona Guðrúnar, þær voru stykinadætur, studdi mjög að uppbyggingu að Knararbergi og var þar langdvölum. Var í mörgu náin samvinna með þeim frænkum og virtu þær hvor aðra mikils. Garðyrkjunámskeið voru haldin að Knararbergi og veitt fræðsla í húsmæðrafræðum. Óhætt er að segja að þar hafi verið ötullega unnið að ræktun lýðs og lands. En margt fer öðru- vfsi en ætlað er. Árið 1936 bregða þau hjón búi á Knararbergi og flytja til Reykjavíkur. Um þær mundir átti Sveinbjörn við mikla vanheilsu að stríða. Kreppa og alls konar óáran þjakaði þjóðina, en bjartsýni og hugsjónaeldur hélt lffinu f þeim Knararbergs- hjónum. Erfitt hefur verið fyrir frænku mfna og þau hjón bæði að skilja við Knararberg, litla fyrirheitna landið, sem byrjað var að dafna svo fagurlega f umsjá þeirra. En menn ráða ekki ávallt sfnum næt- urstað. Oft var frænku innan- brjósts, eftir að hún flutti á möl- ina eins og dalabóndanum hans Davíðs. Hún þráði æskudalinn og gamlan sveitasið og söng og lækjarnið. „og hún varð fyrir ásóknum, sem engum komu við, en þær rifu oft upp með rótum hennar ró og sálarfrið." Bæjarlífið átti illa vð hana. Henni fannst þröngt í Bárugötu 10, en þar bjuggu þau fyrstu árin. Einkasonurinn Björn var eins og að lfkum lætur augasteinn hennar og eftirlæti. Að honum var hlúð og stutt að þroska hans eftir mætti, heimilið var hennar heim- ur fyrst og fremst. Frændfólkið hópaðist í bæinn, stóð heimilið því öllu opið, því Guðrún var með afburðum frænd- rækin og maður hennar samhent- ur henni að gera öðrum greiða. Þegar ég kom til borgarinnar haustið 1941 og átti að taka við stjórn Húsmæðraskóla Reykjavík- ur, veitta heimilið á Bárugötu 10 mér öruggt athvarf. Þar mátti ég koma hvort heldur var að nóttu eða degi og var ávallt vel fagnað, svo hefur það verið alla tíð síðan. Stend ég í mikilli þakkarskuld við þau hjón fyrir góða vináttu og traust athvarf, ef þess þurfti með. Ekki var setið auðum höndum þó komið væri í höfuðstaðinn. Húsbóndinn hafði margt á prjón- unum og Guðrún fylgdist með af áhuga. Sveinbjörn var einn af stofnendum Ofnasmiðjunnar í Reykjavik og hefur lengst af ver- ið forstjóri þess fyrirtækis. Þá átti hann einnig þátt í stofnun Rafha í Hafnarfirði og ótal margt annað hafði hann í huga, því hann er óvenju hugkvæmur og ötull fram- kvæmdamaður. En stórkostlegt heilsuleysi hefur bagað hann. Reyndist Guðrún manni sfnum vel f erfiðum veikindum. Eftir tíu ára þrotlaust starf gátu þau flutt í eigið húsnæði á Háteigsvegi 14, var það mikil búningsbót. Þar fékk Guðrún garð að annast og gat sinnt sfnum fyrri hugðarefn- um. Á fyrri árum sínum f Reykja- vík, vann hún ötullega að stofnun Náttúrulækningafélags Islands, styrktu þau hjón félagið með ráð- um og dáð. Hún var sannfærð um að heilsufar þjóðarinnar byggðist á hollu mataræði og hún hafði trú á grænum grösum og ávöxtum sem góðum heilsugjafa. Guðrún var trúkona og var umhugað um að kirkja risi sem fyrst í Háteigs- sókn, eftir að flutt var á Háteigs- veginn. Þjóðrækin var Guðrún frænka, en fyrst og fremst var hún Skag- firðingur. Góðar fréttir úr Skaga-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.