Morgunblaðið - 02.10.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÖBER 1976
29
VELVAKAIVIDI
Velvakandi svarar f síma 10-
100 kl. 10—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
0 Þakkir fyrir
útvarpsþætti
Kona ein á Suðurnesjum
hringdi og vildi koma á framfæri
þökkum fyrir tvo útvarpsþætti
sem hún hefur heyrt í sumar. Það
eru þættirnir I sjónmáli þeirra
Skafta Harðarsonar og Stein-
gríms Arasonar og Orðabelgur
sem Hannes Gissurarson hefur
stjórnað. Það má alveg koma
meira af siiku sagði hún og skildi
ekki hvers vegna menn væru að
gagnrýna þá svo.
Annað vildi hún spyrja um
varðandi þættina um Halldór Lax-
ness. Hún sagðist ekki skilja það
hvernig sjónvarpsmenn fóru að
þvi að gera svo litið úr þáttum
þessum, það hefði verið hægt að
fá miklu meira „út úr þeim“.
Hefði t.d. ekki mátt fá leikara til
að lesa úr verkum hans eða
eitthvað i þá átt? spyr konan.
Þeir hafa valdið nokkurri
umræðu þessir viðtalsþættir við
Nóbelsskáldið og sumir hafa
beðið um að þeir yrðu endur-
sýndir þar sem þeir voru flestir
sýndir i sumar þegar margir voru
á ferð út og suður og höfðu því
ekki tækifæri til að sjá þá. Þessari
ósk er hér með komið á framfæri
við sjónvarpsmenn.
0 Meira af
endursýndu
efni
Ur þvi að sjónvarpsmálin
koma til umræðu er ekki úr vegi
að taka hér með eitt bréf um
dagskrá sjónvarpsins sem barst
nýlega:
„Kæri Velvakandi.
Bezta kvikmynd, sem ég hefi
séð um dagana, er Þriðji maður-
inn. Ég sá þessa frábæru mynd í
æsku minni, en því miður hefi ég
ekki haft tækifæri til að sjá
sýningar sjónvarpsins á þessu
snilldarverki hvíta tjaldsins. Nú
langar mig til að fara þess á leit
við sjónvarpið að það endursýni
myndina sem fyrst. Máli mínu til
stuðnings vil ég geta þess að ég
hefi orðið þess var meðal vina og
kunningja að almennur áhugi er á
þvi að myndin verði sýnd a.m.k.
einu sinni enn.
V.B.“
Svo mörg voru þau orð um
Þriðja manninn og við látum þar
við sitja um málefni dagskrár
sjónvarpsins.
0 Að saga sundur
einseyring.
Frá Sigurði Draumland:
„Ráð væri að semygja fáeinum
leiðréttingum inn um gáttina hjá
Velvakanda, þó að þróunar-
umræðum sé lokið. Mér hefur
stundum þótt nóg um stafvillur i
dálkunum. Og nokkrar eru í smá-
grein minni þar 19. sept. Þarna
var homo sapiens nefndur honi
sapiens. Heitið táknar kynstofn
mannsins frá þvi hann varð
hugsandi vera. En til munu ein-
hverjir sem láta það aðeins ná
yfir fyrstu og þroskaskemmstu
skeiðin á tíma mannsins sem vit-
veru. Hann sé nú ekki lengur
homo sapiens. Samt sem áður
hefur þeim sumum láðst að geta
þess hvort þeir meini að kynstofn-
inum hafi hrakað eða hann sé
kominn langt fram úr hinum
fyrstu homo sapiens.
Þá segja prentvillurnar i grein
minni að „ágreiningur sé enn
liðið og tæki“. Hvað er nú það?
Setningin á að hljóða þannig:
ágreiningur er einn liður o.s. frv.
Ennfremur standa á einum stað
orðin: líta betur, á að vera líka
betur.
Þá verður það að koma fram
sem gleymdist að franski vísinda-
maðurinn Lecomte du Noúy er
ekki meðal þeirra sem lita
einungis á líkamlega þróun.
Svo er það fleira en Darwins-
kenningin og trúarbrögð sem
ræða þarf með aðstoð Velvakanda
og annarra góðra milliliða. T. d.
öfugþróun. Hún er nú að gerast í
fjárhagsmálum aldraðs fólks og
öryrkja. Ég vil beina þeirri
spurningu til Tryggingastofnunar
rikisins hvernig þessir aðilar eiga
að geta lifað. Þrjátíu og sex
þúsund króna upphæð á mánuði
(með verðtryggingu) er ekki
neitt. Þeir sem eitthvað geta
unnið lita ekki við sliku. En
hvernig eiga hinir þá að komast
af sem ekki geta unnið? Þessu
verður að breyta. Og það allveru-
lega. Ég vil spyrja hve mikill
prósentuhluti landsmanna ræður
núverandi ástandi i þessu máli og
bera þeir yfirleitt skyn á eða hafa
reynslu á, hvað það er að saga
sundur hvern einseyring fyrir
öðrum?
Sigurður Draumland."
0 Lítið um
merkingar
í Kópavogi
Kona í Kópavogi hringdi og
bar fram kvörtun vegna illa
merktra gatna í Austurbænum í
Kópavogi. Hún sagði að sunnan
Digranesvegar og upp á Hlíðarveg
þyrftu börn t.d. að fara yfir þrjár
götur og væri engin þeirra með
merktri gangbraut. Sagði hún að
Grænatungan væri iíka mikið
ekin og þar væri heldur ekki um
gangbrautir að ræða og ekki
merkt að þar sé umferð barna á
leið i skólann. Hún sagði að börn-
in færu eftir því sem þeim væri
kennt i umferðarskólanum og
einu sinni hefði sonur sinn fengið
það verkefni i skólanum að lýsa
leiðinni i skólann og umferðar-
merkjum. Hefði drengurinn séð
aðeins þrjú biðskyldumerki á
þeirri leið en ekkert annað
umferðarmerki. Oft hefur verið
vakin á þessu athygli, sagði hún
en ekkert vcrið gert til lag-
færingar.
stafinn í hverju orði. Þá kom út
orðið ósúrt. Hann reyndi þá að
taka sfðasta stafinn og þá kom út
eintómt rugl. Hann las orðin lá-
rétt og lóðrétt og á alla kanta sem
honum hugkvæmdist en allt kom
fyrir ekki.
Hann hvarflaði augum út með
ströndinni. I þeirri átt var sumar-
höll Everestsystkinanna.
Hann andvarpaði mæðulega og
sneri sér aftur að púsluspilinu
sfnu.
Loks rétti hann sig upp. Hann
hafði lesið orðið f-a-n-g-i. Það
starði á hann frá pappfrnum. Orð-
ið tilfinninganæmur var komið f
stað blfðlegur. Okunnur hafði
verið strikað út og þess f stað sett
orðið óþekktur. Eilffð hafði verið
strikað út og þess f stað sett orðið
algleymisástand. Ef hann tæki
fyrstu bókstafina f útstrikuðu
orðunum kom engin merking út
úr þvf en ef hann tók stafi f
orðunum, sem höfðu verið sett f
staðinn, kom út orðið FANGI.
Loks fór honum að miða eitt-
hvað. ER FANGI MEX. Gat það
verið hluti úr skilaboðunum.
Hann hlaut að vera á slóðinni.
Hann lamdi með krepptum hnef-
HÖGNI HREKKVÍSI
„Þú áttir að'vera kominn með hana á miðnætti —
skilurðu?“
Opiö kl. 14.00 — 22.
í SÝNINGARSAL OKKAR ER
Á ÖLLU ÞVÍ,
SEM TILHEYRIR LJÓSUM
OG LÝSINGU.
Aðgangseyrir
fenw kr. 150
Byggingaþjónusta Arkitekta
Grensásvegi 11
NÚ ER SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ AÐ SJÁ
SÝNINGUNA LÝSING 76, ÞVÍ AÐ HENNI
LÝKUR Á SUNNUDAG.
ÞESSI MYND ER TEKIN í SÝNINGARBÁS
OKKAR Á SÝNINGUNNI, EN HÚN SÝNIR
AÐEINS BROT AF ÞVÍ MIKLA LJÓSA-
ÚRVALI, SEM VIÐ HÖFUM í VERZLUN
OKKAR AÐ SUÐURLANDSBRAUT 12.
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
SENDUM í PÓSTKRÖFU
OPIÐ TIL HÁDEGIS
LJÓS & ORKA
Suðurlítndsbraut 12
simi 84488