Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1976
15
Síðbúin athugasemd
Fyrir síðustu jól kom út annað
bindi af safnritinu Sveitir og jarð-
ir í Múlaþingi. I svo stóru og
viðamiklu riti má ávallt búast við
einhverjum missögnum og vill-
um, þvi viða er fanga leitað og
misjafnir heimildamenn. Eflaust
verður reynt að koma leiðrétting-
um á framfæri í bókarlok, en þótt
það sé samviskusamlega gert, þá
nær það fyrst og fremst til fræði-
manna og grúskara en fer að
mestu framhjá hinum almenna
lesanda.
1 kaflanum um Fljótsdal er
nokkuð minnst á hina sögufrægu
hurð, sem kennd er við Valþjófs-
stað og margir fræðimenn telja
eitt merkasta tréskurðarverk sem
varðveist hefur frá fyrri öldum
hérlendis og raunar viðar. Tvær
missagnir eru I ritinu varðandi þá
hurð, sem nú er fyrir innri dyrum
Valþjófsstaðarkirkju og þykir
mér nauðsynlegt að leiðrétta þær
opinberlega vegna þess að þær
snerta mig persónulega og sam-
starfsmann minn.
Sagt er, að hurðin sé smíðuð af
mér en „járnverk eftir Steinþór
Eiriksson“. Hvort tveggja þetta er
rangt. Hurðin er smiðuð I Reykja-
vik, hjá Söginni h/f við Höfðatún.
Hitt er aftur annað mál að ég
gekk frá hurðinni fyrir kirkjuna
og vann áður tcéskurðarverkið.
„Járnverk" Valþjófsstaðarhurðar
er mér vitanlega ekki annað en
hringurinn mikli og skrautbúni,
sem festur er í miðja hurðina.
Eftirlikingu af skrautverki
hringsins reyndist ekki unnt að
gera, en járnhringinn sjálfan
smíðaði að minni beiðni þjóðhag-
inn Ivar Jónsson frá Skálmarnes-
múla í Barðastrandarsýslu nú bú-
settur I Kópavogi og tel ég það
verk frábærlega vel af hendi
leyst.
Gamla Valþjófsstaðarhurðin er
I dag raunar aðeins útskorinn tré-
fleki með stórum og þungum járn-
hring í miðju. Hin eiginlega eftir-
líking getur ekki orðið og á ekki
að vera annað né meira, og hversu
vel sem til tekst, verður eftirlik-
ing hlutar varla meira en skuggi
frumgerðarinnar.
Nú var sá háttur hafður á i
þessu tilfelli, og þar notið leið-
sagnar færustu manna, að haga
dyrabúnaði á annan veg en áður
mun verið hafa. T.d. eru tveir
vængir við hurðina, sinn hvorum
megin, og kúlulás til að halda
henni aftur. Að sjálfsögðu eru
sterkar lamir á hurðinni og
vængjunum og hald á hurðinni
utanverðri að taka i, þegar hún er
opnuð fram í forkirkjuna. En allt
þetta eru aukahlutir, sem koma
hinni eiginlegu eftirlíkingu ekk-
ert við. Sé það hins vegar ein-
hverjum metnaðarmál þá er mér
ljúft að geta þess, að Steinþór
Eiríksson hjálpaði mér að smíða
haldið, lamirnar voru fengnar í
trésmiðju K.H.B. á Egilsstöðum
og þar var einnig smíðaður karm-
ur og hurðavængir.
Með þökk fyrir birtinguna
Halldór Sigurðsson
Miðhúsum
Ólafur Vigfússon:
Ödrum fórst en þér
ekki, Lúdvik Jósepsson
I Þjóðviljanum í dag 26.
september ræðst þú á ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar og þú telur
þig hafa efni á slíku, enda býst ég
við að þú teljir tilganginn helga
meðalið. En ef stoppað er ögn við
og skyggnst til baka og litið til
vinstristjórnartimabilsins, þá
hlitur það brátt að koma í ljós, að
vinstri menn hafa af litlu að státa.
Og þér Lúðvík Jósepsson ferst sist
af öllu að rakka þessa rikisstjórn
niður, því samkvæmt ykkar eigin
sögn voru þið Alþýðubandalags-
menn aðalmenn vinstri ríkis-
stjórnarinnar og þú Lúðvik að
sjálfsögðu höfuðpaurinn I öllu
sem úrskeiðis fór. Eða ertu
kannski svo forstokkaður að segja
að allt hafi verið i lagi. Nei, það
var öðru nær að allt væri I lagi.
Þjóðarbúið var á heljarþröminni.
Og varla verður það með réttu
sagt, að dýrðarljómi stafi um þig
af störfum vinstristjórnarinnar,
þvi að slik voru þau að endemum,
að vart eru sambærileg dæmi til-
tæk. En eitt er það hálmstrá, er
þú dinglar í, það eru skipakaup.
En það skal þér lika sagt og undir-
strikað, að skuttogarahugmyndin
varð ekki til fyrir þitt tilstilli. Það
var nefnilega komin hreyfing á
skuttogaramálið fyrir þína ráð-
herratíð. Og ef ég man rétt, þá
hafði verið skipuð skuttogara-
nefnd og var Loftur Júliusson þar
fremstur. Jú, satt er það, skip
voru keypt, en hve stór hluti
hinna keyptu skipa var I skuld,
þegar vinstristjórnin fór frá. Það
er litill vandi að versla mikið og
hugsa sem svo: Aðrir verða að
borga þetta. Það féll ekki I þinn
hlut að borga skipin og kannski
aldrei verið hugmyndin að slíkt
ætti sér stað. I einu orði sagt? Þú
Lúðvik Jósepsson hefur allra sist
efni á að hallmæla núverandi
ríkisstjórn. Og svo þegar þú talar
um verkalýðinn. Þetta dekur ykk-
ar alþýðubandalagsmanna við
verkalýðinn er tóm sýndar-
mennska. Reynt að spila á við-
kvæma strengi bara til að ljúga út
atkvæði. Svo talar þú um her-
námsstjórn. Þvl vékstu ekki úr
vinstri stjórninni, þegar þú sást,
að aðalmál þitt fékk ekki fram-
gang. Þú hefur hugsað sem svo:
Ég get notað þetta I næstu kosn-
ingum. Svona er allur þinn ferill.
Allt einskis nýtt sem aðrir gera.
Allt gott sem ég geri. Þetta og
annað þvlumlíkt hefur ávalit ver-
ið mottóið I þínum málflutningi,
enda hefur einn af lærisveinun-
um, Karvel Pálmason, tekið þig
sér til fyrirmyndar, illu heilli.
Mig langar svo til að spyrja þig I
lokin. Voru að þínum dómi kjara-
samningarnir, sem gerðir voru I
febrúar 1974 byggðir á stöðu
þjóðarbúsins eins og hún var þá.
Eða var þarna um stundar
kjósendafylgi að ræða: Og að
slðustu: Tók ríkisstjórn Geirs
Hallgrlmssonar að þínu mati við
góðu búi? Hvað var eftir að borga
af skuttogurunum, þegar vinstri
stjórnin fór. frá? Að endingu
þetta: Þú Lúðvík Jósepsson hefur
ekki efni á slíkum málflutningi,
sem þú temur þér.
Reykjavfk, 27. september 1976
Ólafur Vigfússon.
VERIÐ
FYRRI TIL
Hafið
Chubb Fire
slokkvitæki ávallt við
hendina.
/■
Vatnstæki
kolsýrutæki
dufttæki
slönguhjól
slönguvagnar
eldvarnarteppi
Munið:
Á morgun
getur verið of seint
að fá sér slokkvi
tæki
Olafur Gíslason
& Co h.f.,
Sundaborg
Sírni: 84800.
AEGLVSINGASÍMINN F.R:
22480
JRt)r0tmt)l«í)ib
Gallabuxur og
flauelsbuxur í úrvali.
✓
KORONA
BÚÐIRNAR
HLJÚMLEIKAR
í Háskólabíói í kvöld kl. 22.00.
Negraflokkurinn
The District Choir Pennsylvania
skemmta M
Einstakt tækifæri til að hlýða á „GOSPEL"-tónlist.
Verð aðgöngumiða kr. 1200.-.
20% afsláttur fyrir alla nemendur gegn framvísun skólaskírteina.
Nefndin.
^AIIt undir einu þaki!
Prjónaband og uppskriftir, ullarfatnaður og uliarvörur, skinnavörur
og vandaðar gjafavörur—
og nú einnig gó
Álafossbúðin Vesturgötu
Ifteppadeild 4% f^r
sturgötu 2