Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976 VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF. Nýjar fjárfestingar auka afköst um 40% 0 MIKII. söluaukning hefur orðið hjá Álafossi á þessu ári og er fyrirtækið þegar búið að ná veltu fyrra árs, sem var rúmlega 850 milljónir. Að sögn Péturs Eirfkssonar, forstjóra, hefur fyrirtækið fjárfest mikið á þessu ári f vélum og byggingum, og er fjárfestinga- verðmætið á annað hundrað milljónir króna. Fyrirtækið keypti fyrr á árinu kembi- og spunavélasamstæðu, sem sett var upp í sumar og kom- in er i gagnið. Þá var byggt við spunaverksmiðjuna 400 fermetra hús. Sagði Pétur að þessar fjár- festingar ykju afkastagetu spuna- verksmiðjunnar um 40%, sem þýðir að á ársgrundvelli getur framleiðslan orðið um 1000 lestir af lopa og bandi. Alafoss hefur einnig fest kaup og látið innrétta nýtt verzlunar- húsnæði að Vesturgötu 2, sem verður opnað nú um helgina. Heildarvelta Álafoss var á síð- asta ári 854 milljónir króna og hagnaður varð 24.9 milljónir eftir afskriftir og greiðslu opinberra gjalda. Pétur sagði að tveir þriðju hlut- ar veltunnar væri verðmæti út- flutnings fyrirtækisins, en út- flutningur þess hefur tífaldazt frá árinu 1970 sé reiknað í íslenzkum krónum en rúmlega fimmfaldazt sé reiknað í erlendum gjaldeyri. Aðallega er flutt úr til Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku. Á árinu 1969 hóf Álafoss sam- starf við nokkrar sauma- og prjónastofur um framleiðslu til útflutnings. Sér nú fyrirtækið um útflutning fyrir 16 slíkar stofur, sem starfræktar eru víða um land og jókst verðmæti þess útflutn- ings um 77% frá 1974 til 1975. Ljósm. RAX. Ný spunavélasamstæða Álafoss, Vestur-Þýzkaland: Úti um viðskipta- svindlara? FJÁRSVIK og viðskiptasvindl hefur verið stór atvinnuvegur 1 Vestur- Þýzkalandi og er áætlað að þeir sem þessa iðju stunda hafi borið tæplega 200 milljarði (slenzkra króna úr býtum á síðasta ári. Er það tvöfalt meira en þau verðmæti, sem stolið er á venjulegan hátt. En nú hefur þessum aðildum verið settur stóllinn fyrir dyrnar, þvf eitt af síðustu verkum sambandsþingsins fyrir kosningar var að samþykkja lög gegn f jársvikum og viðskiptasvindli. Mörgum málum vegna við- skiptaglæpa, jafnvel þótt komizt hafi upp um þá, hefur ekki verið fylgt eftir fyrir dómstólum. Staf- ar það af þvl að afbrotin eru flók- in I eðli sínu og að mikla sér- þekkingu þarf til að geta með góðum árangri höfðað mál. Sam- kvæmt nýju lögunum varða gjaldþrota-, lána- eða niður- greiðslusvik beint við hegningar- lög og ákæruvaldinu er gert auð- veldara fyrir um málshöfðun. Hinar ýmsu niðurgreiðslur Efnahagsbandalags Evrópu hafa reynzt mörgum hreinar gullnám- ur. Samkvæmt nýju lögunum á hver sá sem misnotar opinberar niðurgreiðslur, hvort sem er frá EBE eða þýzka ríkinu, háar sektir eða 5 til 10 ára fangelsi yfir höfði sér. Lögin beinast einnig gegn þeim, sem fá viðskiptalán án þess að skýra lánveitanda rétt frá fjár- hagsstöðu fyrirtækisins eða breytingum á henni eða reynir að fela raunverulega stöðu fyrir- tækis, sem er í gjaldþrotshættu. Hafa margir aðstandendur fyrir- tækja gagnrýnt þann hiuta lag- anna og bent á að hann gæti drep- ið fyrirtæki, sem eiga í tíma- bundnum erfiðleikum, þannig að skuldir séu umfram eignir. Ljósm. RAX. Þó samanburður sé gerður við Suðvesturland, er ekki þar með sagt að viðgerðaraðstaða sé fullkomin þar, að þvl er segir f skýrlu Ingimars Hanssonar. Könnun bílgreinasambandsins: Skortur á bifvélavirkjúm og þjón- ustu háir verkstæðum úti á landi MIKILL munur er á aðstöðu bifreiða- verkstæða úti á landi og verkstæða á Suðvesturlandi, bæði varðandi starfs- fðlk, rekstur og þjónustu bifreiðaum- boða. Kemur það fram f niðurstöðum könnunar, sem Ingimar Hansson, verk- fræðingur, gerði fyrir Bílgreinasam- bandið, á aðstöðu bifreiðaverkstæða á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austfjörð- um. Mikill skortur er á lærðum bifvélavið- gerðarmönnum f þessum landhlutum og þarf þeim að fjölga um 60—70% eða um 80 manns til að verða tiltölulega jafn margir og á Suðvesturlandi. þar af þarf iðnaðarmönnum í bflgreinum að fjölga um u.þ.b. 50 eða meira en helming. Það er mikið vandamál hvað mikil brögð eru á því að ungir bifvélaviðgerðarmann flytjast f önnur störf bæði á umræddum landsvæðum og á Suðvesturlandi. Sýnir könnunin að úti á landi fór a.m.k. þriðjungur þeirra, sem tók sveinspróf í bifvélavirkjun á síð- ustu 4 árum, I önnur störf eða flutti úr byggðarlaginu. Er það heldur meira en í Reykjavík og líklegasta skýringin talin vera verri aðbúnaður á vinnustað, og að bifvélaviðgerðir eru minna sér- hæfðar úti á landi og hlutskipti viðgerðarmanna því erfiðara. Þá kemur það fram að rekstur flestra bifreiðaverkstæða á lands- svæðunum er mjög ótraustur. Verkstæði skjóta um kollinum hvert af öðru og oft er ekki um annað að ræða en einn mann I litlum skúr illa búinn tækjum enda gefast flestir upp fljótlega. Bent er á, að bifvélaviðgerðir eru mjög árstfðabundnar, ekki sfzt á Vestfjörðum og Austfjörð- um. Viðhorf fólks til viðgerðar- þjónustu er einnig á annan veg en í Reykjavík. Næg þjónusta er yfir- leitt ekki fyrir hendi og fólk venst því að bjarga sér án hennar. Það veldur því að samhjálp er mikil og sem leiðir svo til þess að þjón- ustan er stundum álitin greiða- semi fremur en atvinnurekstur. Verkstæðin eru yfirleitt mjög smá og um 94% þeirra hafa færri en 6 bifvélaviðgerðarmenn. Varn- arviðhald þekkist naumast. En þó að sérþjónustu vanti yfirleitt er tækjabúnaður almennt svipaður og á almennum verkstæðum á Suðvesturlandi. Þá hamlar það þjónustu að mörg verkstæðin eru rekin í tengslum við vélsmiðjur og þegar mikið er að gera f báta- viðgerðum á vorin og sumrin eru atvinnutækin látin ganga fyrir. Þrátt fyrir mikla þörf er þjón- usta bílaumboða á landsvæðunum lítil og beinist aðallega að verk- stæðum í stærstu þéttbýliskjörn- unum. Þjónusta umboðanna er þó mjög misjöfn og segir í skýrslunni að 4 bifreiðaumboð af u.þ.b. 25 veiti skipulagða þjónustu með námskeiðum og með þvf að senda menn út á land til að halda sam- bandi við verkstæðin. En þessi umboð selja um helming bifreiða á umræddum landssvæðum. Um það bil helmingur bifreiðaumboð- anna sinnir hins vegar vart öðru en frumþjónustu og þá er sérstök skoðunarþjónusta á ábyrgðar- tfmabili undanskilin. Veldur þessu bæði fjármagnsskortur, smæð umboðanna og verkstæða og skortur á sameiginlegu átaki beggja aðila. Útvegun varahluta er stór- vandamál bifreiðaverkstæðanna á landsvæðunum. Sendingakostn- aður veldur þvf að varahlutir er 10 til 15% dýrari en f Reykjavík. Þá er það undir hælinn lagt, hve langan tfma tekur að fá varahluti frá Reykjavfk. Meiri varahluta- birgðir eru þó til úti á landi en búast hefði mátt við en þörf er á því að þær séu tvöfaldaðar og skipulagðar betur en nú er, þann- ig að á landsvæðunum verði að- eins um að ræða svokallaða hreyfihluti, það er varahluti sem oft þarf að skipta um. Á þann hátt ætti með samvinnu umboða og verkstæða að vera unnt að sjá um að hálfu leyti þá varahlutþjón- ustu sem nú fer fram f Reykjavík. Umtalsverð aukning á varahluta- birgðum umfram þetta myndi tæpast borga sig. Að öðru leyti er lausn þessa vandamáls talin felast f bættum samgöngum innan byggðarlags og á milli þeirra og Reykjavíkur. Er talið koma til greina að varahlutir fái forgang fram yfir aðra vöru í flugfrakt lfkt og matvæli og að vöruflutn- ingar í lofti séu auknir. Ef bæta á þjónustuna verður að fjölga bifvélavirkjum á landsvæð- unum, sem könnuð voru, að því er segir í skýrslunni. Ef þeim á að fjölga á næstu 10 til 15 árum, þannig að þeir verði hlutfallslega jafn margir og nú á Suðvestur- landi, þurfa 20 menn að bætast við á ári, þar af þarf 13 einungis til að halda f við fjölgun bifvéla. Fjármagnsþörf til bygginga og tækjabúnaðar vegna þessarar fjölgunar er um 80 til 100 milljón- ir króna á ári en til endurnýjunar byggingum og tækjabúnaði auk aukningar núverandi tækjabún- aðar þarf um 50 milljónir á ári. Þá kemur það fram að fjöldi iðnnema f bflgreinum þarf að fimmfaldast miðað við það sem nú er og til þess að það geti orðið þarf að gera bílgreinaiðnaðinn að girnilegum starfsvettvangi og endurskipuleggja menntakerfið þar sem meistarakerfið annar ekki sllkri fjölgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.