Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 40
iKgpniiM&ftifr AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JW#r0unbt«bil> FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976 Ríkisstjörnin ræddi rekstrarerfiðleika Þörungavinnslunnar SAMKVÆMT upplýsingum Gunnars Thoroddsens iðnaðarráð- herra hefur stjórn Þörunga- vinnslunnar sent iðnaðarráðu- neytinu skýrslu um ástand mála þar. Gunnar Thoroddsen sagðist hafa lagt skýrsluna fyrir rfkis- stjórnina sfðastliðinn þriðjudag. Málið verður sfðan lagt fyrir alla þir.gflokkana, þegar alþingi kem- ur saman. Eins og komið hefur fram i fréttum, eru verulegir rekstrar- erfiðleikar hjá Þörungavinnsl- unni h.f. og hefur t.d. þangöflun að verulegu leyti mistekizt með þeim vélum, sem til þess hafa verið keyptar. Morgunblaðið náði í gærkveldi tali af Vilhjálmi Lúðvíkssyni, stjórnarformanni M jólk hækkar CTSÖLUVERÐ mjólkur og mjólkurvara hækkaði um 3% frá og með 6. október sfðastliðnum. Þessi verðbreyting varð vegna launahækkana hjá strafsfólki mjólkursamlaga, en laun hækk- uðu um 6%, og hækkunar á raf- magni og heitu vatni. Mjólk í 2ja litra fernum kostar nú 138 krónur, hækkaði um 4 krónur, rjómi i kvarthyrnum kostar nú 163 krónur, hækkaði um 3 krónur, eitt kíló af skyri kostar nú 154 krónur, hækkaði um 3 krónur, 1. flokkur smjörs kostar nú hvert kg. 1.012 krónur, hækkaði um 30 krónur, og ostur 45% kostar nú hvert kg. 903 krón- ur og hefur hækkað um 28 krón- ur. Þörungavinnslunnar, og vildi hann ekkert tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en í næstu viku. Fólk við fiskvinnslu hefur alltof lág laun — segir Tómas Þorvaldsson „ÞÓTT hækkanir á öllum hlut- um séu afleitar og slæmar, þá finnst mér að eitt mætti hækka meira og það eru laun þess fólks, sem vinnur við fisk- vinnslu. Þau eru alltof lág,“ sagði Tómas Þorvaldsson stjórnarformaður Sölusam- bands fsl. fiskframleiðenda við fréttamenn f gær. Tómas tók það fram að hér mætti hann ekki fyrir hönd S.I.F., heldur væri þetta sfn persónu- lega skoðun. „Islenzka þjóðin hefur ekki efni á þvi að borga því fólki sem vinnur við fiskvinnsluna jafn illa og gert er. Það er ekki þar með sagt, að fyrirtækin hafi laust fjármagn um þessar mundir til að hækka laun fólksins, enda er séð svo um að plokkað er af þeim í alls konar tolla og gjöld, öll sú upphæð sem hugsast getur. Það þarf að gera breytingar á okkar þjóð- félagi til þess að fólk í fisk- vinnslu fái þau laun, sem það á skilið,“ sagði Tómas. Fullkomnasta fshafsfar Dana kom til Reykjavfkur f fyrradag á leið sinni til Godtháb f Grænlandi. Skipið kom hér við vegna bilunar f aðalvél og komu skipasmiðir frá Burmeister og Wein hingað til þess að Ifta á vélina og gera við hana. Myndin er af skipinu. Umferðin í Reykjavík fyrstu 9 mánuði ársins: Óhöpp 307 færri en í fyrra — slys 79 færri íslenzku stórmeistar- arnir gerðu jafntefli STORMEISTARARNIR Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur- jónsson gerðu jafntefli f áttundu umferð afþjóðlega skákmótsins f Júgóslavfu f gærkveldi. Allmarg- ar skákir umferðarinnar fóru f bið, en önnur úrslit urðu m.a. þau, að Smeikal vann Gligoric. Efstur á mótinu nú er Smeikal með 6V4 vinning. Friðrik er f þriðja sæti með 5'A vinning, en Vucic er f öðru sæti með 6 vinn- inga, þar sem hann varnn biðskák sfna við Guðmund, sem nú hefur 4 vinninga. Morgunblaðið ræddi f gær við Guðmund Sigurjónsson. Hann sagði að ferðakostnaðarmálið væri nú úr sögunni, þar sem Júgó- slavar hefðu loks samþykkt að greiða hann, en eins og kunnugt er höfðu þeir neitað að greiða ferðakostnað frá lslandí, vildu að- eins greiða kostnaðinn frá landa- mærum Júgóslavfu. Þeir Guð- mundur og Friðrik hótuðu að Framhald á bls 22. FYRSTU 9 mánuði ársins hefur orðið umtalsverð fækkun um- ferðaróhappa og slysa f Reykja- vfk ef miðað er við sömu mánuði f fyrra. Eru óhöpp f umferðinni 307 færri og slysin eru 79 færri. Hins vegar er einu banaslysi fleira nú en f fyrra. Samkvæmt upplýsingum slysa- deildar lögreglunnar verður að hafa í huga að á hverjum degi verða nokkur minni háttar óhöpp í umferðinni sem ekki koma á skrá lögreglunnar. Snúa menn ser þá beint til tryggingafélaga eða bæta tjónið úr eigin vasa. Er það m.a. gert til að missa ekki bónus eða til þess að þurfa ekii að greiða sjálfsábyrgð. Yfirlit yfir árekstra og slys í Reykjavík mánuðina janúar til september árin 1975 og 1976: 1975 1976 Skýrslur um umferðaróhöpp 2490 2183 Slys með meiðslum Börn fyrir bifreiðum 25 28 Konur fyrir bifreiðum 17 12 karlar fyrir bifreiðum 20 12 Slasaðir vélhjólamenn 19 19 Slasaðir hjólreiðamenn 2 9 Slasaðir ökumenn 91 52 Slasaðir farþegar 81 44 Samtals 255 176 Dauðaslys 4 5 Það sem af er árinu hafa því orðið 307 færri óhöpp á þessu ári og 79 færri hafa slasast í ár, en nú eru einu banaslysi fleira. Slátursamlag Skagfirdinga: Iðnaðarráð- herra að Kröflu í dag GUNNAR Thoroddsen iðnað- arráðherra mun f dag fara norður til Kröflu, þar sem hann mun halda fund með samstarfsnefnd um Kröflu- virkjun, en f henni sitja full- trúar frá Orkustofnun, Kröflu- nefnd og Rafmagnsveitum rfk- isins, en það eru þeir aðilar, sem sjá um framkvæmdir á Kröflusvæðinu. Gunnar Thoroddsen sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann færi norður bæði til þess að kynna sér framkvæmd- ir og aðstæður þar allar og ræða við framámenn í þessum málum. Ráðherra mun vænt- anlegur til höfuðborgarinnar aftur í kvöld. Sláturleyfió veitt eftir haróar deilur □---------------------------□ Sjá nánar frásögn og myndir á bls. 16 I blaðinu í dag ^ FYRIRHUGAÐ er að hefja slátr- un f sláturhúsi Slátursamlags Skagfirðinga f dag en sláturhús þetta fékk leyfi til slátrunar í gær að loknum hörðum deilum um það. I gærmorgun fór Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður til Sauðárkróks en hann hafði með bréfi f fyrradag tilkynnt ráðherr- um, að slátrun mundi hefjast f sláturhúsi Slátursamlagsins f gærmorgun og mundi hann með eigin hendi slátra fyrsta dilknum, Slátrun hefst í dag hvort sem landbúnaðarráðuneyt- ið hefði veitt húsinu löggildingu eða ekki. 1 gærmorgun hafði um- beðið leyfi ekki verið veitt en laust fyrir kl. 10 árdegis bárust boð um það, að landbúnaðarráð- herra hefði sent héraðsdýralækn- inum á Sauðárkróki hraðskeyti, þar sem þess var óskað, að dýra- Iæknirinn skoðaði sláturhúsið og sendi ráðuneytinu umsögn um ástand þess. Eyjólfur Konráð Jónsson gaf þá frest til kl. 11.00 en kvaðst þá mundu gera alvöru úr þeirri fyrirætlan sinni að slátra fyrsta dilkinum, ef ráðu- neytið hefði þá ekki svarað leyfis- beiðni slátursamlagsins. Um kl. 10.30 í gærmorgun kom héraðsdýralæknir í sláturhúsið og skoðaði það. Skýrði hann forráða- mönnum slátursamlagsins frá þvi að hann sæi ekkert athugavert við, að slátrun gæti hafizt í slátur- húsinu og mundi hann skýra ráðuneytinu frá því. Eyjólfur Konráð Jónsson hafði þá sam- band við ráðherra, sem kvaðst mundu veita leyfið síðar um dag- inn úr því að umsögn héraðsdýa- læknis væri jákvæð. Siðdegis í gær barst stjórn Slát- ursalagsins sláturleyfið og hljóð- ar það upp á undanþágu frá gild- andi reglum um útbúnað slátur- húsa, en mörg sláturhús starfa eftir sams konar undanþáguleyf- um. Aætlað er að slátra á degi hverjum 350 fjár. Slátursamlag Skagfirðinga h.f. er hlutafélag um 200 Skag- firðinga, sem flestir eru bændur og hefur Slátursamlagið rekið Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.