Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER 1976 20 píirr0iiwiiMal»íl> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ar ii Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Rödd Norðurlanda á ársfundi Alþjóðabankans Ræða sú, sem Matthías Á. Mathiesen fjármála- ráðherra flutti á ársfundi Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Manila á Filippseyjum sl. miðvikudag, vakti veru- lega athygli alþjóðlegra fréttastofnana og skipaði veglegt rúm í fjölmiðlum viða um heim í gær. Ráð- herrann mælti fyrir hönd Norðurlandanna allra og túlkaði sameiginlega stefnu þeirra um stuðning við fátækustu ríki heims, þar sem 1000 milljónir manna lifa í sárustu ör- birgð. Ráðherrann lagði áherzlu á tvö meginverk- efni að dómi ríkisstjórna Norðurlanda: 1) Að tryggja ný fjárframlög til Alþjóðaþróunarstofnunar bankans og 2) að auka verulega stofnfé hans — en hvort tveggja væri for- senda þess að þessar stofn- anir gætu komið til móts við brýnar þarfir fátæk- ustu þjóóa heims. Hann lét og í ljós áhyggjur Norður- landa vegna hertra lána- kjara bankans, sem gætu verið vísbending um breyt- ingu á stefnu hans, frá raunhæfum þróunarlánum í átt til hefðbundinnar bankastarfsemi. Ráðherrann sagði m.a.: „Þótt Norðurlöndin ásamt mörgum öðrum löndum séu reiðubúin til að taka þátt í áðurnefndum tveim- ur forgagnsverkefnum, er það samt sem áður full- ljóst, að þeim verður ekki hrundið í framkvæmd með fullum árangri, nema helztu iðnaðarlöndin viður- kenni þá sérstöku ábyrgð, sem auðlegð þeirra leggur þeim á herðar. Því miður virðist svo sem nokkuð hafi skort á forystu þeirra í þessu efni að undanförnu.“ Af öðrum efnisþáttum í ræðu ráðherrans má nefna. Hann lagði áherzlu á þann rétt þróunarlandanna að taka virkari þátt í ákvörð- unum Alþjóðabankans og Alþjóðaþróunarstofnunar- innar. Hann fagnaði þeim árangri, sem þegar hefði náðst meó fyrirgreiðslu Al- þjóðabankans í landbúnaði tiltekinna þróunarlanda og leitt hefði til batnandi lífs- kjara þar. Hann fór viður- kenningarorðum um störf aðalbankastjórans, Mc- Namara, og starfsliðs bank- ans á þessum vettvangi. Hliðstæðra aðgerða væri þörf gegn fátækt í stór- borgum þróunarlandanna. Og með hliðsjón af því hlutverki sem konur gengdu i hagkerfi þróunar- landanna, þurfi að nýta fjármagn bankans betur til að bæta hlut þeirra, sem þar byggju við þrengstan kost. Þá ræddi hann vanda- mál ýmissa nýfrjálsra ríkja, sem þyrftu aðstoðar við, og minnti á, að stuðn- ingur við þau væri eðlilegt framhald af fyrstu verk- efnum bankans, er heföi verið aó stuðla að endur- reisn hagkerfis í hinum vestræna heimi eftir heimsstyrjöldina síðari. Ráðherrann sagði að lok- um að til þess að ná settum mörkum í hjálparstarfi við þær 1000 milljónir, sem við örbirgð byggju í heimin- um, þyrfti ekki aðeins á fjármagni og tækniþekk- ingu að halda, heldur einn- ig sterkum stjórnmálaleg- um vilja. Morgunblaðið tekur und- ir þá norrænu rödd, sem hér hefur verið til vitnað á ársfundi Alþjóðabankans. Það minnir fremur á, að stuðningur við hinar fá- tæku þjóóir er ekki einung- is siðferðileg skylda vel- megunarríkja, heldur er efnahagsleg viðreisn hinna fátæku þjóða beinlínis for- senda þess að framleiðni og hagvöxtur hins vestræna heims geti í framtíöinni verið með eðlilegum hætti. Slík hjálp til sjálfshjálpar er ekki síöur forsenda frið- ar i heiminum og haldbezt trygging gegn því, að öfga- stefnur festi rætur í jarð- vegi fátæktar og mannlegr- ar niðurlægingar. í þessu efni hafa umræddar al- þjóðlegar hjálparstofnanir stóru hlutverki að gegna. Þaó fer vel á því að Norð- urlönd, sem i senn búa við mestu hagsæld og tryggast lýðræði þjóða heims, hafi hér nokkra forystu, þó frekari stuðningur stærri og ríkari þjóða þurfi einnig til að koma, ef ná á tilætl- uðum árangri í tæka tíð. Dágóð skemmtun LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. STÓRLAXAR. Tveir leikþættir eftir Ferenc Molnár. Þýðing: Vigdís Finnboga- dóttir. Leikstjórn: Jón Hjartarson. Leikmyndir: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Daniel Williams- son. STÓRLAXAR eftir Ferenc Molnár er dæmigert gaman- leikrit með ádeiluivafi, minnir okkur á gamla og góða tima í leikritun, enda samið á önd- verðum fjórða áratug. Stór- laxar er reyndar tveir leik- þættir, lýsa einka- og at- hafnalífi heldra fólks í Evrópu í báðum þáttunum eru bankastjórar miðpunktur- inn og auðvitað skopast höfundurinn að fjármála- vafstri og tvöföldu siðgæði síns tíma. Þessir tímar eiga sér eins og gefur að skilja hliðstæðu i okkar samtíma. Maðurinn er samur við sig. Ferenc Molnár (1878—1952) var leikrita- höfundur sem kunni sitt fag út í æsar. Hann var ung- verskur gyðingur, lögfræð- ingur að mennt og afkasta- míkill blaðamaður. Á stríðs- árunum flúði Molnár til Bandaríkjanna og hlaut frægð i Hollywood fyrir kvik- myndahandrit, en kunnastur er hann fyrir leikrit sitt Liliom sem hann breytti í söngleik- inn Carousel árið 1 945 með hjálp Rogers og Hammer- steins. Liliom var sýndur hjá Leikfélagi Reykjavikur 1 936 og fjallar eins og stendur í leikskrá „um auðnuleysingj- ann og andhetjuna Liiiom". í leikskrá ávarpar Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri leikhúsgesti og boðar „ár íslenzkra leikritahöfunda" i Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON tilefni áttræðisafmælis Leik- félags Reykjavíkur 1 1 . janúar á næsta ári. Meðal þess sem leikið verður á næstunni eru verk eftir Svövu Jakobsdóttur og Kjartan Ragnarsson. Leikrit Svövu nefnist Húsráðandinn, Kjartan kallar sitt Týndu te- skeiðina. Einnig stendur til að endurvekja vinsælan leik Agnars Þórðarsonar, Kjarn- orku og kvenhylli, tuttugu ára gamalt verk. En mestum tíðindum held ég að sæti fyrirhuguð afmælissýning: Makbeð eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar „Nærtækt dæmi um plássleysi á sýning- arskrá," segir Vigdis Finn- bogadóttir, „er að fyrsta leik- sýning þessa hausts, leikur- inn sem hér er sýndur í kvöld, í upphafi þessa „ís- lenzka" leikárs, er af erlend- um toga. Hann var áætlaður til sýninga á siðasta leikári og að mestu æfður þá, en komst þá ekki að vegna gengis ann- arra sýninga. Islenzkan hljómgrunn trúum við nú engu að síður að hann eigi." Stórlaxar er leikrit sem virðist samið fyrir Leikfélag Reykjavíkur, þá hefð sem þar hefur fest rætur. Það má að vísu finna að því að nokkuð langt sé seilst aftur í verk- efnavali vegna þess að nú- tímalegir gaman- og ádeilu- leikir séu lika til. En mestu skiptirað þessi sýning Leikfé- lagsins hefur tekist Ijómandi vel. Allir leikararnir skila hlut- verkum sínum með prýði. Ég nefni aðeins minnisstæðustu hlutverkin: Þorsteinn Gunn- arsson sýnir í hlutverki Norri- sons bandastjóra að hann er snjall gamanleikari. Guð- mundur Pálsson túlkar vel vandræði hins bankastjór- ans. Kjartan Ragnarsson er eftirminnilegur leynilögreglu- maður og prakkari i fyrri þættinum og leikur sex hlut- verk í hinum síðari. Karl Guð- mundsson nýtur sín að vanda í túlkun sinni á ýktum manngerðum. Sólveig Hauksdóttir og Sigurður Karlsson eiga líka drjúgan þátt í kátbroslegu andrúms- lofti sýningarinnar. Stórlaxar er dágóð skemmtun eina kvöldstund, verk samið af hugkvæmni. Og nú er að sjá hvernig „Is- lenzka leikárið" verður. Guðmundur Pálsson, Kjartan Ragnarsson, Steindór Hjörleifsson og Þorsteinn Gunnarsson f hlutverk- um sfnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.