Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976
7
Þingmenn hlýða á predikun um samhug, samstöðu og samátak i dómkirkjunni — við
þingsetningu í fyrradag
j Sýnið háttvísi
I í umferðinni
Enn skal brýnt fyrir
| ökumönnum að akstur
I skilyrði í skammdegi kalla
á árvekni og samstöðu i
| umferðinni, ef koma á í
■ veg fyrir vá á vegum og
' færa niður þá slysatíðni,
| sem verið hefur fylgifisk
I ur þessa árstíma. Myrkur
I og hálka, samfara skamm-
| degiskapi ökumanna,
hafa orsakað margt
I tjónið, bæði á mannfólki
I og bifreiðum, sem komast
hefði mátt hjá, ef næg
| varkárni og tillitssemi
I hefði verið til staðar. Sú
vísa verður þvf aldrei of
I oft kveðin, að sýna beri
| háttvísi í umferð og tvö-
1 falda gætni á þessum árs-
tfma.
■ Þá þarf ekki sfður að
' gæta þess að ökutækin
séu vel búin til vetrar-
• aksturs. Og senn kemur
I tfmi hinna negldu vetrar-
I „dekkja". Ekki er ráð
I nema f tfma sé tekið. Þar
af leiðir að borgararnir
verða að huga að öku-
tækjum sfnum þessa dag-
ana og vera við öllu búnir.
Foreldrar og kennarar
þurfa að minna börn og
unglinga á að fara eftir
umferðarreglum og sýna
varúð, þegar leið er lögð
yfir akstursbrautir. Og
enginn ætti að gleyma
endurskinsmerkjum eftir
að skyggja tekur. En fyrst
og sfðast gildir háttvfsin
og sól í sinni, þó myrkur
kunni að grúfa yfir. —
Það er of seint að taka sig
á eftir að slys hefur orðið.
Þrasgirnin og
hnútukastið
hvíli sig um
sinn
Aðhald og jöfnuður f
rfkisfjármálum, hófsemd f
útgjöldum sveitarfélaga,
fyrirtækja, stofnana og
heimila, sem og fyrirbygg-
ing nýs, ótfmabærs launa-
skriðs, virðist nærtækust
leið til að hægja á verð-
bólgu og viðskiptahalla;
treysta undirstöðu nýrrar
sóknar til bættra Iffskjara.
Samstaða rfkisstjórnar,
þings og þjóðar, þar með
talin stéttarfélög, er nauð
synleg, ef árangurs á að
vænta f þessu efni. Hvern
veg verður þessi brýna
samstaða bezt tryggð?
Sagt er að eftir höfðinu
dansi limirnir. Og vfst er
um það að ef þingmenn,
sem nú eru mættir til
starfa á ný, varða veginn f
þessu efni, er mikilvægur
áfangasigur unninn. Það
kemur væntanlega f Ijós á
fyrstu dögum þessa þings,
hvort þeir hafa til að bera
vilja og þroska til að gera
samátak f viðnámi gegn
verðbólgu og viðskipta-
halla, helztu meinsemd
um efnahagslffsins. Hvort
þeir eru reiðubúnir, svona
til tilbreytingar, vegna að-
kallandi vanda þjóðar-
heildarinnar, að leggja
þrasgirnina, hnútukastið
og flokkadrættina á hill
una um sinn a.m.k. og
mynda órofa heild til
varnar og úrlausnar. Von-
andi er að svo verði. Og
fbúar einstakra kjördæma
þurfa að fylgjast vel með
því, hvort „þeirra þing-
menn" standast próf sfn
að þessu leyti, eða hvort
þeir falla f freistni þras-
girninnar, þar sem hags-
munir heildarinnar eru
gjarnan látnir víkja fyrir
„meintum" þrengri
„hagsmunum" flokka eða
þjóðfélagshópa. Ef enginn
viðleitni verður sýnd til
samstöðu og samátaks,
þegar þjóðarheill er f veði,
kemur að þvf, að þjóðin
fer að trúa gagnkvæmúm
lýsingum stjórnmála
manna, er þeir gefa hver á
öðrum, þegar þrasgirnin
einkennir orð þeirra.
OPNUM
w
I
DAG
verzlunina
Sautján
Laugaveg 46
MJOG GOÐ
MATAROLÍA
(STEIKINGAROLÍA)
HEILDSÖLUBIRGÐiR:
AGNAR LUDVIGSSON HF
Sfmi 12134
Vörumarkaðurinn h f.
I Ármúli 1 A I Matvörudeild 86-1 11 — Húsgagnadeild 86-11 2 Heimilistækjadeild 81-680 — Vefnaðarvörudeild
86-113 Skrifstofan 86-1 14