Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 í sólinni Þjóðleikhúsið: SÓLARFERÐ eft- ir Guðmund Steinsson. — Leik- mynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. — Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Satt að segja kemur það á óvart að ekki skuli fyrr hafa verið sam- ið leikrit um sólarferðir Islend- inga. En nú hefur Guðmundur Steinsson bætt úr þessu. Hann hefur lengi verið fararstjóri á Spáni og skortir þess vegna ekki reynslu til að fjalla um þetta efni. Annars hefur Guðmundur bent á að hjónabandsmál þeirra Stefáns og Nínu séu ekki háð spænsku umhverfi, saga þeirra eins og hún birtist í leikritinu gæti alveg eins gerst hér heima. Sólarferð Guðmundar Steins- sonar er að ýmsu leyti lipurlega samið leikrit. Fyrri hluti leiksins er til dæmis ljómandi skemmti- legur. Guðmundi tekst vel að sýna okkur hið yfirborðslega samband þeirra hjóna, tómleikann sem er með f för þótt þau láti sem sólin geti læknað allt. Samræður eru til Róbert Arnfinnsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðrún Stephensen og Bessi Bjarnason I hlutverkum sfnum. eftir JÓHANN HJÁLMARSSON dæmis afhjúpandi fyrir þau hjón, einnig drykkjusiðir og ekki sist kunningsskapur þeirra og ann- arra hjóna, Jóns og Stellu. Ýmis- legt i leiknum, eins og fólk á svölum og menn I steypuvinnu, auka á kátínu hans. En því miður verður að segja það að eftir þvi sem á leikinn liður verður höfundinum æ Smfóníutónleikar Þórdís Tryggva- TÓNLIST - LEIKLIST - BÓKMENNTIR - MYNDLIST - TÓNLIST - LEIKLIST - BÓKMENNTIR - MYNDLIST - TÓNLI Lelkllst VETRARSTARF sinfóníuhljóm- sveitar Islands hófst með fyrstu reglulegu áskriftartónleikunum s.l. fimmtudagskvöld. Samkvæmt venju hefur öll skipan á hljómleikum vetrarins verið ákveðin og er verkefnaskráin um margt fróðleg. Á 16 áskriftartón- leikum sveitarinnar verða aðeins flutt 5 ísl. verk. Þrjú af þeim hafa áður verið flutt, Eldur, eftir Jórunni Viðar, A krossgötum, eftir Karl O. Runólfsson, og Conserto breve, eftir Herbert H. Ágústsson og er hér um að ræða að nokkru nýbreytni, sem ber að fagna. Ný verk (nafnlaus) eru tilkynnt eftir Hafliða Hallgríms- son og Pál P. Pálsson. Það vekur athygli, að i vetur eru ekki á efnisskrá verk eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson eða Atla Heimi Sveinsson, sem um árabil hafa staðið framarlega í flokki þeirra tónskálda er af ósérplægni og við slæmar aðstæóur hafa þráazt við og gert sitt til að halda uppi merki listsköpunar á sviði tónlistar hár á landi. Islenzkir hljóðfæraleikarar hafa, ekki siður en tónskáldin, einn eftir annan klifið þritugan hamarinn og sýnt, bæði heima og heiman, hvers þeir eru megnugir. 1 vetur munu 7 fsl. einleikarar reyna sig á pallinum. Einar Grétar Sveinbjörnsson og Ingvar Jónasson, báðir starfandi sem fiðluleikarar f Sviþjóð, munu leika saman Sinfóníu consertant K. 364 eftir Mozart, Hafliði Hallgrimsson cellokonsert eftir Saint-Sáens, Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson Konsert fyrir tvö píanó eftir Bela Bartok og Lárus Sveinsson, trompettkonsert eftir Hummel. Allir eru þetta reyndir og pallvanir tónlistar- menn og verkefnin skemmtileg og marglit. Jónas Ingimundarson kemur nú f fyrsta sinn fram á áskriftartónleikum sveitarinnar. Hann hefur haldið tónleika með hljómsveitinni úti á landi og í útvarp. Nú fyrir skömmu lék hann fyrir finnska áheyrendur og við mikla hrifningu píanókonsert eftir Grieg. Jónas mun leika píanókonsert nr. 2 eftir Saint- SSens. Reyndar mætti með nokkrum rétti telja ísl. einleikara tveimur fleiri. Manuela Wiesler mun leika einleik í tveimur Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON flautukonsertum eftir Quantz og Rivier og cello-jöfurinn Erling Blöndal Bengtsson mun leika ein- leik i cellokonsert eftir Dvorak, einu mesta listaverki cellóbók- menntanna. Við athugun vekur það athygli hve efnisskráin er fjölbreytt og lítið um vinsæl siflutningsverk. Mozart á vinninginn með fimm verk og tvær aríur. Næstir koma Beet- hoven með fjögur verk og Tjai- kovski með þrjú verk og söngþátt úr óperunni Eugen Onegin. Þá má geta þess, að söngsveitin Filharmonía, sem um árabil hefur staðið fyrir flutningi ýmissa stór- verka með miklum glæsibrag, er ekki þátttaandi i hljómleikahaldi sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári. Er leitt til þess að vita ef starf Róberts A. Ottós- sonar, unnið af ósérplægni og án annars endurgjalds en þakklætis, er að engu gert. Tónleikarnir hófust með þriðju sinfóniu Brahms. Gallinn við að hlusta á slík verk er sá að fyrri kynni af verkinu eru svo sterk að varla er von annars en vonbrigða. Það er ekki nóg að flutningurinn sé hnökralaus sem varla er von með svona fáa strengi svo eitthvað sé nefnt, þegar flugið er svo máttlaust á köflum, rétt eins og allir séu að gefst upp. Feilnótur og mistök er hægt að fyrirgefa, en að hafa ekkert að segja er nærri því ófyrirgefan- legt. Sinfónía er ekki aðeins1' spilverk hún er skáldverk, þar sem tákngildi tilfinninga er ofið f lagferil, blæbrigði, hljóðfall og hljóðkrafts andstæður. Undirrit- uðum var þessi flutningur einskis virði og er það í rauninni heldur leitt, þar sem verkið er eitt stór- kostlegasta tónaljóð allra tima. Ester Casas er sérkennileg söng- kona hefur falleg rödd og mikla tækni. Sex alþýðusöngvar eftir de Falla eru fallegir en half mark- litið að syngja þá hér norður í íshafinu án allra skýringa. Þess utan eru þeir hálf mösulbeina sem einstakt viðfangsefni á sinfóniutónleikum. Spánskir alþýðusöngvar eru fyrir margt merkilegir. Uppruni þeirra er rakin til Máranna og eru söngvar trúbadoranna sem þeir fiuttu til Norður-Evrópu að frumgerð taldir arabískir. íslenzk þjóðlög eru að byggingu mjög gömul og er sú tilgáta á við rök að styðjast að frumgerðir margra isl. þjóðlaga séu samstofna frönskum alþýðu- lögum og hingað komin á fyrstu öldum kristninnar hér á landi eru, líkindi til að lagferli ýmis- konar séu með svipuðu sniði og í gömlum söngvum frá Spáni. I þriðja lagi þessa lagaflokks Asturiana, mátti greina lagferli sem lá frá leiðsögutóni upp í undirfortón með mjög svipuðum hætti og tíðkast í sumum elztu söngvum okkar kalda lands. Ýmsar sveiflur og trillur eins og þær koma fyrir i fimmta laginu, Nana, eru án efa arabískar að uppruna eins og reyndar ýmis sérkenni spánskrar tónlistar. Þessir tónleikar voru sérkenni- lega ráðleysislegir, þar sem byrjað var á öfugum enda og reynt að hylja gallana með þvi að fylla inn I eyðurnar með nýju efni. Islendingar eru þungir og furðu næmir fyrir flóknum sam- setningum en eiga bágt með að gefa sig að léttmeti, enda er það reynsla þeirra, sem fengizt hafa við hljómleikahald, að þung og vönduð tónlist fær hér hlýrri og betri móttökur en víða erlendis. Að taka sig upp og fara á tónleika og hiusta á eitthvað sem alltaf er verið að kyrja eða heyra eitthvað nýtt, betur eða öðruvisi gert en áður er áreiðanlega eitt af því sem hljómleikagestir velta oft fyrir sér, áður en haldið er á tónleika. Ef sinfóníuhljómsveit Islands er starfi sínu vaxin og hver einasti þáttur í starfi hennar er vel ofinn, þar sem starfskraftar hennar leggja sig alla fram að þjóna aðeins listinni, munu áheyrendur sækja tónleika hennar sér til sáluhjálpar og ánægju. dóttir sýnir ÞAÐ hefur ekki farið mikið fyrir Þórdisi Tryggvadóttur að undan- förnu í myndlistarumstanginu. Hún hefur myndskreytt nokkrar bækur, ef ég man rétt, og svo hefur hún haldið sjö einkasýning- ar á myndum sínum, og er þessi sýning, er hún nú hefur efnt til í Bogasalnum, sú áttunda. Ein- hvern veginn hefur það æxlast þannig til, að ég hef ekki séð neina af þessum sýningum Þórdísar. Það er því i fyrsta skipt- ið, sem ég stend frammi fyrir verkum hennar áþessari sýningu. Þórdís er lipur teiknari, þótt hún sé ekkxátakasöm á því sviði, Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON og það virðist fjarri henni að leggja áherslu á sjálfa línuna í teikningu. En hún er natin og nosturssöm i myndgerð sinni og hefur á stundum næmt skopskyn, sem hvað best kemur í ljós, er hún leitar fanga í þjóðsögum, Einhliða hagspeki Leo Huberman: JARÐNESKAR EIGUR. 278 bls. Mál og menning. 1976 ÞESSI bók fjallar mest um hag- fræðikenningar á liðnum öld- um. Þær eiga það sameiginlegt að hafa þótt fyrst góðar, sfðan illar, loks úreltar. Við og við hefur komið fram maður sem uppgötvaði langþráða lausn þeirrar gátu hvernig einstakl- ingar og þjóðfélög mættu best sjá sér farborða. Síðan kom annar og datt ofan á aðra lausn og ómerkti hinn eldri. Og þannig koll af kolli. Eina öldina er lagt ofurkapp á söfnun gulls og silfurs. Annað skeið er streist við að framleiða sem mest af búvörum. Lífið leitar tilbreytingar. Og breytingarnar verða efni í sagnfræði — þannig verður sagan til. Leo Huberman byrjar á mið- öldum. Af frásögn hans að dæma hafa þær verið harla góðar. Að minnsta kosti í samanburði við sfðari tíma. Þegar miðöldum lýkur tekur að síga á ógæfuhlið í þessari „sögu auðs og stétta" og heldur óheillaþróunin áfram allt þar til Huberman endar bók sina — á fyrri hluta þessarar aldar að mælirinn er loks fullur orðinn. Huberman gefur hagfræð- inni mikið vald og skýrir sög- una mest út frá sjónarhornum hennar. „Ein aðalástæðan fyrir velgengni Lúthers“, segir hann t.d. „var sem sagt að hann hentu ekki þau mistök að reyna að velta forréttindastéttinni úr sessi.“ Að dómi Hubermans voru siðaskiptin orrusta sem „tók á sig dulargervi trúar- bragðadeilna. Hún er kölluð siðbót mótmælenda eða siða- skipti. 1 raun og veru var hér um að ræða fyrsta úrslitabar- dagann í stríði vaxandi milli- stéttar gegn lénsveldinu." Og kóngana afgreiðir Huberman með þessari einföldu athuga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.