Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976
3
Lækkar tekjuskatt-
ur landsbyggðarbúa?
Milliþinganefnd um verðjöfnun vöruflutninga skilar áliti
TILLÖGUR milliþinganefndar
Alþingis um verðjöfnun vöru-
flutninga um landsbyggðina voru
kynntar fjöimiðlum I gær. 1
greinargerð með tillögunum kem-
ur fram að mikill aðstöðumunur
rfkir meðal landsbyggðarinnar og •
Reykjavlkursvæðisins hvað
varðar vöruverð, en flutnings-
kostnaður hefur mikil áhrif á
vöruverð úti á landi. Er þannig
nokkur mismunur á framfærslu-
kostnaði um landsbyggðina, en
tillögur nefndarinnar stefna allar
að þvf að þar verði breyting á til
meiri jafnaðar. -
Upphaflega voru hugmyndir
um að setja á fót sjóð til verðjöfn-
unar á vöruflutningskostnaði, en
nefndin leggur til að fallið verði
frá þeim hugmyndum. Er það
vegna þess, að sjóðnum mundi
óhjákvæmilega fylgja mikið
skriffinnskubákn og einnig yrði
hann þjóðhagslega óhagkvæmur
þegar til lengdar léti, þar sem
fölsk eftirspurn eftir flutningum
ykist meó tilkomu hans. Slíkt
Viljum að landsfund-
ur Samtakanna taki
afstöðu til málanna
— segir Karvel Pálmason alþm.
EINS og kunnugt er samþykkti
kjördæmisráð Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna á Vest-
fjörðum á sínum tíma að leita
eftir samstarfi við Alþýðuflokk-
inn fyrir næstu alþingiskosn-
ingar, en ekkert hefur enn orð-
ið af viðræðum milli þessara
flokka.
Morgunblaðið hafði í
gær samband við Karvel Pálma-
son alþingismann Samtakanna
á Vestfjörðum, og spurði hann
hvers vegna viðræður við Al-
þýðuflokkinn hefðu ekki verið
teknar upp enn.
Karvel sagði, að þegar um-
rædd ályktun hefði verið sam-
þykkt, hefði verið talið sjálf-
sagt, að landsfundur Samtaka
tæki afstöðu til þessara mála,
en nauðsynlegt hefði verið að
semja ályktun fyrir landsfund-
inn.
„Við viljum að landsfundur-
inn taki afstöðu til þessa mála
áður en viðræður eru teknar
upp,“ sagði Karvel.
Varðarfundur með
forsætisráðherra
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður,
samband félagssamtaka Sjálf-
stæðisfélaga I hverfum Reykja-
vlkur, efnir I kvöld til þriðja
þjóðmálafundarins á þessu
hausti.
Geir Hallgrimsson forsætisréð-
herra flytur framsöguræðu á
fundinum og fjallar um efnið,
„Hefur stefna ríkisstjórnarinnar
borið árangur?" Að lokinni fram-
söguræðu forsætisráðherra hefj-
ast panelumræður. I þeim taka
þátt, auk forsætisráðherra, Ölafur
Björnsson prófessor, Hjörtur
Hjartarson stórkaupmaður, Pétur
Sigurðsson alþingismaður, Styrm-
ir Gunnarsson ritstjóri og Þráinn
Eggertsson hagfræðingur.
Fundurinn verður i Atthagasal
Hótel Sögu og hefst kl. 20.30 og er
hann öllum opinn.
Erling B. Bengts-
son leikur hér á 40
ára starfsafmælinu
Kammermúsikklúbburinn
hefur nú starfsárið 1976—1977
með þvf að prófessor Erling
Blöndal Bengtsson flytur allar
sex svltur J. S. Bach fyrir
einleiksselló á tvennum tón-
leikum í Bústaðakirkju, sunnu-
daginn 17. október og þriðju-
daginn 19. október.
Það er klúbbfélögum mikið
lán að eiga þess kost að heyra
svo mikinn listamann sem
prófessor Erling Blöndal
Bengtsson flytja svo merk verk,
en þetta verður i þriðja sinn
sem hann flytur klúbbnum
Erling Blöndai Bengtsson flyt-
ur 6 svítur Bachs á tónleikum
Kammerklúbbsins.
þessi tónverk. Hvert skipti fær-
ir okkur víðtækari mynd af tón-
verkunum og tónlistarmannin-
um.
Fyrir réttum 40 árum kom
prófessor Erling Blöndal
Bengtsson þá rúmlega 4 ára
gamall, fyrst fram á tónleikum
í Kaupmannahöfn.
Bústaðakirkja er vegleg um-
gjörð um mikinn tónlistarvið-
burð.
Starfsemi Kammermúsik-
klúbbsins hófst i febrúar 1957
og á klúbburinn því 20 ára
afmæli á næsta ári. í því tilefni
eru ráðgerðir afmælistónleikar
snemma á næsta ári, en ekki
hefur endanlega verið gengið
frá efni þeirra.
Á 4. og 5. tónleikum starfsárs-
ins verður haldið áfram
heildarflutningi strengjakvart-
etta Beethoven og flytur þá
Sinnhofer kvartettinn frá
Þýzkalandi sex Strengjakvart-
etta Beethovens.
Þeim heildarflutningi mun
svo ljúka haustið 1977.
Félagar f Kammermúsik-
dúbbnum eru um 200, en
leppilegt er að auka þá tölu
aokkuð.
Þeir sem vilja gerast félagar
eru beðnir að kom? nokkru
fyrir tónleikana F' Bústaða-
kirkju til innritunar.
mundi leiða til neikvæðra áhrifa
á hagvöxt og byggðaþróun o.s.frv.
Ef af slikum niðurgreiðslnasjóði
yrði, hyrfi á brott úr hagkerfinu
mikilvægur þáttur til takmörk-
unar á vöruflutningum, þ.e. flutn-
ingskostnaðurinn.
í stað þessa leggur nefndin til
að skattkerfinu verði breytt á
þann veg að aðstöðumunur vegna
mismunandi framfærslukostnað-
ar verði jafnaður, en i því skyni
ber söluskattinn mest á góma en
nefndin telur þó beztu leiðina
vera lækkun tekjuskatts, þ.e. per-
sónuafsláttur verði mismunandi
eftir byggðalögum og verði þann-
ig mestur þar sem framfærslu-
kostnaður er hæstur. Þá er lagt til
að Framkvæmdastofnun ríkisins
verði falið að gera áætlun um
aðgerðir til að tryggja viðunandi
verzlunarþjónustu í dreifbýli og
flutningaþjónustu út frá verzl-
unarmiðstöðvum sem þjóna við-
komandi byggðarlögum. Sömu
stofnun verði einnig falið að
kanna möguleika á endurskipu-
lagningu samgangna til einstakra
svæða I því skyni að ná sem ódýr-
astri tilhögun flutninga fyrir sam-
félagið í heild.
Siðast leggur svo nefndin til að
þjónusta Skipaútgerðar rikisins
verði stórbætt og þannig stuðlað
að lækkun flutningskostnaðar.
Þetta er I beinu framhaldi af þvi
að hlutur Skipaútgerðarinnar í
öllum vöruflutningum er sára-
lítill, en fiutningar með skipum
eru miklu ódýrari en með bilum
eða flugvélum. Kemur hinn laki
hlutur fyrst og fremst til af því að
Skipaútgerðin býr við afarléleg
skilyrði tii vörumóttöku, og gildir
hið sama um viðkomustaði skip-
anna úti á landi.
Vfkingur og Vfðir skömmu fyrir brottförina frá Akranesi.
Ljósm.: Júlíus Þórðarson
Víkingur farinn til
brey tinga í Noregi
Víðir seldur til Noregs
Akranesi 12. október
TOGARARNIR Vlkingur AK-100
og Víðir AK-63 lögðu af stað frá
Akranesi s.l. föstudag til Svolfaar
I Noregi, þar sem Vfkingi verður
breytt f hringnótaskip. Einnig
verður hann útbúinn þannig að
veiðar f flotvörpu verða fram-
kvæmanlegar sem áður.
Viðir, sem áður hét Njörvi, er
seldur til Noregs og mun andvirði
hans ganga upp í greiðslu á breyt-
ingum Víkings.
Víkingur er fallegt og vel byggt
skip, og var smiðaður í Bremer-
haven i Vestur-Þýzkalandi árið
1956. Hann hefir verið gott afla-
og happaskip, t.d. bjargaði hann
þýzkum skuttogara, sem var i
nauðum í Norður-Ishafinu árið
1968.
Eftir að skuttogurum fjölgaði
svo mjög hér á landi hefur gengið
erfiðlega að ráða sjómenn á Vík-
Framhald á bls. 18