Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 Vélskóli íslands settur í 61. sinn: Neita þurfti 30 nemendum um inngöngu vegna húsnæðisskorts I SETNINGARRÆÐU Andrésar Guðjónssonar, skólastjóra Vél- skóla tslands, er skólinn var sett- ur I 61. sinn 15. sept. síðastl., segir hann m.a. að aðsókn að skólanum hafi aldrei verið meiri en nú, eða um fjögur hundruð nemendur I Reykjavlk. Neita þurfti þrjátlu nemendum um inngöngu vegna húsnæðisskorts og tækjaleysis, en tólf eru á bið- lista. A Akureyri verða tíu nemendur i 1. stigi og tólf i 2. stigi. Á Isafirði verða fimmtán nemendur i 1. stigi og fimmtán i 2. stigi. I Siglufirði verður ekki skóli núna vegna ónógrar þátttöku. 1 Vestmanna- eyjum hafa aðeins átta nemendur sótt um 1. stig, sem er vart næg þátttaka. Kvað Andrés það óskiljanlegt að stærsta verstöð landsins með allan sinn bátaflota og verksmiðjur hefði ekki þörf fyrir vélskóla. 1 Fjölbrautaskóla Suðurnesja Mildur? Paimolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þóttþér þurrkió ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottinn OPPVASK verður i vetur vélstjórabraut með fimmtán nemendum. I Vélskólanum í vetur verða átján bekkjardeildir, þar af fjórar i 1. stigi. I 2. stigi verða sex deild- ir. Iðnsveinar eru tuttugu og sex saman í einni deild. Vélskólinn hefur í vetur sextán kennslustofur fyrir átján bekkjardeildir. Fær skólinn til afnota eðlis- og efnafræðistofu í austurenda vélahúss, sem lag- færing fer fram á núna. Smiðastofur, vélasalir og raf- tækjasalir eru nú alveg fullnýttir. Að lokum gat Andrés Guðjónsson skólastjóri þess, að vonir stæðu til að skólinn eignaðist tvo renni- bekki til að bæta ástandið i smíða- kennslunni. I vetur starfa fjöru- tiu og tveir kennarar við skólann, þar af tuttugu og einn fastráðinn. Takmark — blað gegn reykingum Verðlaunasamkeppni um varnaðarorð HAFIN er útgáfa blaðs sem helgað er baráttu ungs fólks gegn tóbaksreykingum. Nefnist blaðið Takmark og er gefið út af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Krabbameinsfélagi Islands, en sem kunnugt er hófst á slðasta vetri herferð gegn tóbaksneyzlu í 6. bekk barnaskóla. Efnir blaðið m.a. til verðlaunasamkeppni um varnarorð gegn reykingum. Takmark er prentað I 20.000 eintökum og verður þvl einkum dreift til tólf og þrettán ára barna. Stefnt er að því að blaðið komi út ársfjórðungslega, en gert er ráð fyrir að það komi út tvisvar á þessu ári. Um efni blaðsins er það að segja að þar verða fluttar frásagnir af baráttunni gegn reykingum I skólum og utan þeirra svo og ýmsar gagnlegar upplýsingar og fræðsla um áhrif tóbaksnautnar. 1 þessu fyrsta tölublaði Tak- marks er greint frá samtökum skólafólks gegn tóbaksneyzlu, að nemendur efstu bekkja barna- skóla sameinist um að hafna tóbakinu og berjast gegn reykingatizkunni. Það voru 6.- bekkingar í Breiðholtsskóla sem riðu á vaðið. Voru haldin nám- skeið undir stjórn skólastjóra um skaðsemi reykinga og hélt hver bekkjardeild kynningar- og fræðslufund fyrir hóp nemenda 9—11 ára. I Hlíðaskóla og Laugar- nesskóla voru haidin sams konar námskeið, en ekki vannst timi til slíks námskeiðs i Vogaskóla. Þar var sérstakur fundur og ýmislegt annað gert í baráttunni gegn reykingunum. Þá er greint frá því að börn úr 6. bekk í Hvassaleitisskóla hafi mælst til þess vió kaupmenn að takmoík Sisr iiti& um btilbngAttfnttl __._T_ " TAKMARKIO ER: REYKLAUST LAND þeir tækju niður tóbaksaug- lýsingar úr búðum sínum og að það hafi borið nokkurn árangur. Verðlaunasamkeppni. Takmark efnir til verðlauna- samkeppni um varnarorð gegn reykingum. Er hugmyndin að nota þau sem „vigorð'* eins og segir í blaðinu, í baráttunni gegn reykingum og fyrir rétti þeirra sem reykja ekki. Gæti t.d. falist í þeim aðvörun um skaðsemi reyk- inga, hvatnig til baráttu gegn þeim, hvatning til að hætta að reykja eða að byrja ekki eða ann- að sem nota má sem auglýsinga- texta. Skilafrestur er til 15. nóvember og ber að skila tillögum til Takmarks, Suðurgötu 24, R. merktar dulnefni, en nafn, heimilisfang sendanda, ásamt fæðingarári og skóla fylgi með í sérstöku umslagi. Krabbameins- félag Reykjavikur veitir þrenn verðlaun fyrir hnyttnustu til- lögurnar að mati dómnefndar. Menntamálaráduneytíð og umsóknir dr. Braga MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur sent blaðinu eftirfarandi pistil: Vegna blaðaskrifa um veitingu embættis aðstoðarskólastjóra við Fjölbrautáskólann í Breiðholti, hef ég þegar gert opinberlega grein fyrir viðhorfi mínu til þess máls. Blöðum hefir einnig orðið tíð- rætt um meðferð fyrri umsókna dr. Braga Jósefssonar um stöður á vegum menntamálaráðuneytisins. Eitt blaðið segir þær umsóknir orðnar tólf og mörg fara hörðum orðum um afgreiðslu þeirra, þó án teljandi skilgreiningar. Að athuguðu máli þykir mér rétt að greina frá staðreyndum, ekki síst vegna þess að Alþýðu- blaðið, sem B.J. starfar við, hefir nýverið kvartað undan því, að menntamálaráðherra gefi „enga skýringu á því hvers vegna dr. Bragi hefir ekki komið til greina I þær tólf stöður, sem hann hefir áður sótt um“. Þá er þess fyrst að geta, að fyrri umsóknir B.J. um stöður á vegum menntamálaráðuneytisins á um- ræddu tfmabili munu „aðeins" vera sex og skal ég greina hverja fyrir sig. 1) Deildarstjóri fræðsludeildar, umsókn dags. 28.4. 1975. Sama staða og B.J. gengdi áður I menntamálaráðuneytinu. 2) Lektor I uppeldisfræði við Háskóla íslands. Dómnefnd innan deildar taldi Guðnýju Guðbjörns- dóttur hæfasta. Við atkvæða- greiðslu í deild fékk hún 16 at- kvæði og B.J. 2 atkvæði. G.G. var sett til eins árs. 3) Fræðslustjóri I Reykjanes- umdæmi. Við atkvæðagreiðslu í fræðsluráði fékk Helgi Jónasson 3 og Kristin Tryggvadóttir 2 at- kvæði. Tveir fræðsluráðsmenn skiluðu bókunum, annar þeirra mælti með B.J. 4) Fræðslustjóri í Vesturlands- umdæmi. Afgreiðsla fræðsluráðs var sú, að samstaða varð um að mæla með Snorra Þorsteinssyni. 5) Fræðslustjóri í Suðurlands- umdæmi. I fræðsluráði hlaut Jón Hjálmarsson 3 og Sigurður K.G. Sigurðsson 2 atkvæði. 6) Fræðslustjóri í Norðurlands- umdæmi vestra. Sveinn Kjartans- son hlaut 3 atkvæði í fræðsluráði og Valgarður Runólfsson 2. Þessi fjögur embætti og raunar allar fræðslustjórastöður hafa nú verið veittar I samræmi við tillög- ur fræðsluráða, þar sem ráðherra sá ekki ástæðu til frávika neins staðar. Vert er að vekja athygli á þvi, að fræðsluráðin mæla oftast með heimamönnum og I fjórum tilvikum með þeim, sem gegnt hafa likum störfum áður. Af marggefnu tilefni þótti mér rétt að rifja þetta upp. En eins og áður segir veit ég ekki til að dr. Bragi Jósefsson hafi sótt um fleiri störf hjá menntamálaráðuneyt- inu. Vilhjálmur Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.