Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER W6
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starfsfólk á
innskriftarborð
Tæknideild Morgunblaðsins óskar eftir að
ráða starfsfólk á innskriftarborð. Einungis
kemur til greina fólk með góða vélritunar-
og íslenzkukunnáttu. Um vaktavinnu er
að ræða.
Góð laun í boði fyrir vant starfsfólk.
Allar nánari upplýsingar gefa verkstjórar
tæknideildar næstu daga. Ath: Upplýs-
ingar ekki gefnar í síma.
Óskumeftirað ráða
nú þegar starfsmann í pökkunardeild
vora. Viðkomandi kemur til með að vera
aðstoðarmaður verkstjóra.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri.
Osta og smjörsalan s. f.,
Snorrabraut 54,
sími 10020.
Viljum ráða
vanan suðumann
Upplýsingar á staðnum.
Fjöðrin h. f.
Grensásvegi 5
(Gengið inn Skeifu megin)
Seltjarnarneskaupstaður
Verkamenn óskast
nú þegar. Matur á staðnum.
Uppl. gefur verkstjóri í síma 21180.
Verkamenn óskast
Völur h. f.
Bolholti 4.
Sími 31 166.
Stúlka óskast
nú þegar
G. ó/afsson & Sandholt,
Laugavegi 36, Reykjavík.
Hárgreiðslusveinn
óskast sem fyrst. Aðstoðarstúlka kemur
einnig til greina. Upplýsingar í síma
10949.
Glettingur h.f.
Þorlákshöfn
óskar að ráða menn vana fiskaðgerð nú
þegar. Fæði og húsnæði á staðnum.
Glettingur h. f.
Þor/ákshöfn, símar 99-375 7
og 99-3787.
Annan vélstjóra
og netamann
vantar á 1 80 lesta togskip sem siglir með
aflann. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma
92-8286.
Utkeyrsla —
Afgreiðslustörf
Starfsmaður óskast til útkeyrslu og
skyldra starfa hjá iðnfyrirtæki. Þarf að
leggja til bifreið, sem mætti vera fólksbif-
reið. Starfið er laust frá 1. nóvember. Til
greina gæti komið skemmra starf en
fullur vinnudagur. Umsóknir sendist afgr.
Mbl. merkt „EA : 2863".
Ræsting
Kona óskast til ræstinga í verksmiðju
(þriflegur iðnaður) frá kl. 2 — 5, virka
daga.
Umsóknir með uppl. um aldur og fyrri
störf, sendist Mbl. merkt „Ræsting —
2905", fyrir 20. okt.
Bókaverzlun
Óskar eftir afgreiðslumanni eða konu.
Ensku- og vélritunarkunnátta æskileg.
Uppl. um aldur og fyrri störf sendist augl.
deild Morgunblaðsins merkt: Starf
2904.
Óska eftir starfi
25 ára gamall maður óskar eftir atvinnu.
Hefur reynslu sem sölustjóri m.a. við
tollskýrslugerð, erlendar bréfaskriftir,
verðútreikning, sölumennsku, áætlana-
gerð ofl.
Umsækjandi hefur ágæta kunnáttu, í
ensku, góða kunnáttu í þýzku og Norður-
landamálunum. Góð meðmæli fyrir
hendi. TiJboð óskast send Mbl. merkt:
„CPM — 2906" fyrir 20 þ.m.
Lausar stöður
Á skattstofu Norðurlandsumdæmis Eystra
eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar.
Tvær stöður skrifstofufólks. Góð vélrit-
unarkunnátta æskileg.
Tvær stöður skattendurskoðenda. Æski-
legt að umsækjendur hafi verzlunarskóla-
próf eða hliðstæða menntun, svo og
starfsreynslu við bókhald. Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf óskast sendar skattstjóra
Norðurlandsumdæmis Eystra, Hafnar-
stræti 95, Akureyri fyrir 1 5. október n.k.
Skattstjóri Norðurlandsumdæmis Eystra.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
til söiu
Gufuketill til sölu
Til sölu er 30 fm. nýlegur gufuketill með
tilheyrandi. Upplýsingar í síma 93-861 6.
Rjúpnaskyttur
Veiðileyfi Holtavörðuheiði, Snjófjöllum,
I Hádegisfjalli, Trölladyngju sunnan og
vestan eru seld að Fornahvammi, gisting
og veitingar á staðnum.
Hótel Fornihvammur
Sími 95-1 12o
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
því, að gjalddagi söluskatts fyrir
septembermánuð er 15. október. Ber þá
að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið 11. október 1976.
Til sölu er verzlun
í fullum gangi
úti á landi. Verzlunin er í nýju eigin
húsnæði við besta stað bæjarins. Þeir
sem hafa áhuga gjörið svo vel að leggja
inn beiðni um upplýsingar á Mbl. fyrir
16 þ.m. Skipti á fasteign í Reykjavík
kæmi til greina. Þagmælsku er heitið.
Hveravellir
Athygli ferðamanna er vakin á því, að
bensín og olíusala verður ekki starfrækt á
okkar vegum á Hveravöllum á komandi
vetri.
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.
Nauðungaruppboð eflir kröfu Tollstjórans I Reykjavik fer fram
opinbert uppboð við vörugeymslu Eimskipafél. íslands.
Borgarskála, (Sigtúnsmegin), fimmtudaginn 14. október
1976 kl. 1 1.00 f.h.
Seldar verða ótollaðar bifreiðar Scania Vabis talin árg. '65
með sturtu og palli, eigin þyngd 10.300 kg og Chevrolet
Malibu talin árg. 1969.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík.