Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.1976, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JílorgitnbUiöiö AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 ASÍ og VSÍ ætla að taka þátt í verðbólgunefndinni Efri myndin sýnir vel mann- virkjagerð á Kröflusvæðinu, en gufuhverinn kom upp þar sem örin sýnir. Gufumökkur- inn iengra til vinstri er frá holu 3, en borinn er við holu 9. 1 forgrunni er Jötunn og sést þar sem bormenn eru að hreinsa leirinn sem skvettist á borinn, en fjærst sér á kæli- húsið og stöðvarhúsið. Neðri myndin sýnir hvera- holuna sfðdegis f gær, en hún var þá farin að slappast all mikið, en af og til bullaði f miðri holunni. Ef myndin prentast vel sjást einmitt sprungur f leðjunni þar sem opið er undir. Sjálf er holan, sem gufan mótaði, um 10 m í þvermál og 5 m djúp. Ljós- myndir Mbl. Friðþjófur. Leirgosið í rénun - en Jötunn fluttur um set □ --------------------□ Sjá einnig bls. 16,17 og 30. ALLT var með kyrrum kjörum við Kröflu, þegar Morgunblaðið hafði sam- band þangað laust fyrir miðnætti. Leirhverinn, sem myndaðist þar í gær- morgun bærði lítt á sér og starfsmenn við Kröflu- virkjun voru að ganga til náða. Almannavarnanefnd Mývatnssveitar veitti í gærkvöldi leyfi sitt til þess að starfsmenn fengju að dvelja á Kröflusvæðinu, enda var þá búið að gera endurbætur á neyðarkerf- inu, en nefndin hafði sett það sem skilyrði fyrir því að starfsmönnum yrði leyft að dvelja á virkjunar- svæðinu. Björn Friðfinns- son, einn nefndarmanna í almannavarnanefndinni, sagði við Mbl. í gærkvöldi, að einhver fjöldi starfs- manna myndi dvelja þar f nótt en margir mundu hafa haldið til síns heima í gærmorgun þegar leirgos- ið hófst og Reykvíkingar fóru fæstir norður í gær þegar fréttirnar bárust út, en helgarfrí var við Kröflu um s.l. helgi. Hins vegar lá ekki Ijóst fyrir í gærkvöldi, hvort vinna hefst við virkj- unarframkvæmdir í dag. Gufuhver, um einn metri í þvermál, myndaðist óvænt skammt fá stóra jarðbornum Jötni við Kröflu í fyrrinótt. Virkni hans var undir afli meðal- stórrar borholu, en hverinn þeytti til að byrja með upp talsverðu af þunnfljótandi leir, m.a. yfir stóra jarðborinn, Jötun. Starfsmenn við Kröflu voru fluttir brott fyrir Framhald á bls. 30 Starfsfólki heimilað að dvelia á Kröflusvæðinu BÆÐI Alþýðusamband tslands og Vinnuveitendasamband ts- lands hafa ákveðið að verða við tilmælum rfkisstjórnarinnar um að tilnefna fulltrúa í nefnd með fulltrúum ríkisstjðrnarinnar og auk þess fulltrúum Bandalags starfsmanna rfkis og bæja, Stéttarsambands bænda og þing- flokkanna en nefnd þessi skal fjalla um aðgerðir gegn verð- bólgu. Þingflokkar stjórnarands- stöðunnar munu fjalla um þessi tilmæli rikisstjórnarinnar i dag og taka þá afstöðu til þeirra. 1 samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, að miðstjórn ASÍ hefði komið saman til fundar þá fyrr um daginn og þar verið samþykkt að taka þátt í störfum nefndarinnar. Björn sagði, að á fundinum hefði hins vegar verið gerð sérstök bókun, sem Björn sagði að eftir væri að afhenda forsætisráðherra, en meginefni þessarar bókunar væri að þátt- taka ASl i nefndinni gæti ekki á neinn hátt bundið hendur sam- bandsins i kjaramálum. Þá náði Morgunbalðið tali af Framhald á bls. 18 Skáksambandið neitar að borga ferðakostnað TÓLFTA umferð skákmótsins i Novi Sad f Júgóslavfu var tefld í gærkvöldi. Friðrik samdi um jafntefli við Notaros og Guðmundur á biðskák við Velimirovic og sögn Friðriks Ólafssonar á Guðmundur mun Orkustof nun vill halda áf ram —Almanna varnarád gera hlé ALMANNAVARNARAÐ ríkis- ins, Almannavarnanefnd Mývatnssveitar og Orkustofnun sendu f gær frá sér yfirlýsingar vegna síðustu atburða við Kröflu. t yfirlýsingum þessum kemur fram að skoðanir eru skiptar um hvort strax skuli haldið áfram borunum við Kröflu eða hvort gera skuli hlé þar til gleggri mynd fæst af þeirri þróun, sem á sér stað á svæðinu um þessar mundir. Fara yfirlýsingarnar þrjár hér á eftir. Frá Almannavarnanefnd Mývatnssveitar: „Nefndin er sammála um að leyfa beri nauðsynleg umsvif til þess að borinn Jötunn verði tafarlaust fluttur til. Þá leggur hún til að girt verði í kringum hverinn til að forðast slys. Nefndin v.ekur athygli á þeirri skoðun jarðvísindamanna að goshætta sé vaxandi á svæðinu og leggur áherzlu á að varúðar- ráðstafanir séu auknar og að tafarlaust verði bætt úr þeim ágöllum, sem komu í ljós við boðun hættuástands i morgun. Eftir að bætt hefur verið úr þeim ágöllum telur nefndin að leyfa megi að svo stöddu um- ferð um svæðið á ný.“ Fund sinn hélt Almanna- varnanefnd Mývatnssveitar i Reykjahlíð um miðjan dag í gær og sátu hann auk nefndar- manna þeir Guðmundur Sig- valdason jarðeðlisfra^ðingur og Karl Grönvold jarðfræðingur. Frá Almannavarna- ráði ríkisins: „Almannavarnaráð er sam- mála ályktun Almannavarna- nefndar Mývatnssveitar frá því i dag, en telur þó ráðlegt að fresta framkvæmdum á Kröflu- svæðinu í bili, eða þar til gleggri mynd fæst af þeirri þró- un, sem nú á sér stað á svæð- inu.“ Ályktunin var samþykkt á fundi ráðsins seinni partinn í Framhaid á bls. 18 betri stöðu, og með góða vinnings- möguleika. önnur úrslit urðu þau, að Smejkal vann Popovic, Gligoric vann Vukic, Hort vann Buljovic, Matulovic vann Marjan, Sax og Garcia sömdu um jafntefli og biðskák varð hjá Ikov og Deze og stendur Ikov betur að vfgi. Staðan eftir 12 umferðir er sú, að Smejkal er i fyrsta sæti með 914 vinning, 2. er Velimirovic með 814 vinning, 3.—4. eru Vukic og Hort með 714 vinning 5.—6. Sax og Gligoric með 7 vinninga 7. Friðrik með 614 vinning 8. Ikov með 6 vinninga og biðskák 9. Garcia 6 vinninga, 10.—11. Guðmundur og Buljovic með 5 vinninga og biðskák, aðrir hafa færri vinninga. Biðskák Guðmundar og Horts úr 11. umferðinni lauk með jafn- tefli. Friðrik Ólafsson sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi, að hann og Guðmund- ur hefðu oft verið í betra skapi, en þetta væri eitt af þeim mötum sem bezt væri að afskrifa sem fyrst, því úr þessu kæmu þeir Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.