Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976
5
ALLAN VETUR
FLUCFÉLAC LOFTLEIBIR URVAL LANDSYN UTSYM
LSLAMDS
Eimskipafélagshúsinu, SkólavörOustfg 16 Austurstræti 1 7
_______ slmi 26900 Slmi 28899 Stmi 26611
'^sasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasi
SKJÁNUM
SUNNUD4GUR
7. nóvember 1976
16.00 Húsbændur og hjú
Nýr, breskur myndaflokkur
f 13 þáttum.
Yfirumsjón með gerð
myndaflokksins hefur John
Hawkesworth, og f helstu
hlutverkum eru David
Langton, Raehel Gurney,
Nicola Pagett, Sfmon Willi-
ams og Grodon Jackson.
1. þáttur. Ráðin til reynslu.
Sagan gerist f Lundúnum á
fyrsta áratug þessarar aldar
og lýsir heimilishaldi Ric-
hards Bellamys ráðherra og
konu hans. Þau eiga tvö
börn, James, sem er undir-
foringi f Iffvarðarsveit kon-
ungs, og Effsabetu, sem er
19 ára.
Þjónustufólkið á heimilinu
kemur mjög við sögu. A
árunum fyrir heimsstyrjöld-
ina er talið, að um tvær
milljónir manna hafi unnið
þjónustustörf á breskum
heimilum fyrir mjög lágum
launum.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
17.00 Suðureyjar
Bresk heimildamynd um.
Suðureyjar við vesturströnd
Skotlands og fólkið, sem þar
býr. Eyjar þessar koma
mjög við sögu fslensku forn-
ritanna. Eyjaskeggjar hafa
verið fastheldnir á gamla
siði og vinnubrögð litlum
breytingum tekið f margar
kynslóðir þar til á sfðustu
árum.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
18.00 Stundin okkar
Sýnd verður þriðja myndin
um Matthfas. ! þessum þætti
eignast hann systur. Sfðan
er mynd um Molda mold-
vörpu.
! seinni hluta þáttarins
verður mynd um skjaldbök-
ur, og litið verður inn á
æfingu hjá hljómsveitinni
Hiekkjum f Kópavogi.
Umsjónarmenn Hermann
Ragnar Stefánsson og Sig-
rfður Margrét Guðmunds-
dóttir.
Stjórn upptöku Kristfn Páls-
Dave litli
BREZKT sjónvarpsleikrit eftir
Guy Gullingford, Dave litli, er á
dagskrá sjónvarps kl. 21:10 á
mánudag. Leikstjóri er John
Frankau og með aðalhlutverk
fara Keith Barron, Annette
Crosbie, Freddie Jones og Roger
Flatt.
Dave litli er sonur landbúnaðar-
verkamanns og unir hann sér vel í
sveitinni. Hann vill hvergi annars
staðar vera og það verður honum
mikið áfall er foreldrar hans
segja honum að þau muni flytjast
til Lundúna. Þýðandi er Ingi Karl
Jóhannesson.
Dave litli og afi.
18.50 Enska knattspyrnan
Kynnir Bjarni Felixson.
Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Oskar Gfslason, Ijós-
myndari
Fyrri hluti dagskrár um
Óskar Gfslason, einn af
brautryðjendum fslenskrar
kvikmyndagerðar. Fjallað
er um upphaf kvikmynda-
gerðar Óskars og sýndir
kaflar úr nokkrum mynd-
um, sem hann gerði á árun-
um 1945—1951.
Þulir Erlendur Sveinsson,
Birna Hrólfsdóttir og Sigur-
jón Fjeldsted. Kvikmynd
Þórarinn Guðnason. Hljóð
Sigfús Guðmundsson. Höf-
undar Erlendur Sveinsson
og Andrés Indríðason.
21.40 Saga Adams-
f jölskyldunnar
Nýr, bandarískur mynda-
flokkur f 13 þáttum.
Rakin er saga Adams-
fjölskyldunnar f Massa-
chusetts um 150 ára tfmabil,
1750—1900. Einnag er gerð
nokkur grein fyrir sögu
Bandarfkjanna á þessum
tfma, þvf að fjölskyldan tók
virkan þátt f stjórnmálum,
og mörgum voru falin ýmis
trúnaðarstörf. Tveir urðu
forsetar landsins, feðgarnir
John Adams (1797—1801),
og John Quincy Adams
(1825—1829).
1. þáttur. John Adams, lög-
maður
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
22.30 Egerblindur
! þessari fræðslumynd er
vakin athvgli á vandamál-
um, sem blindir eiga við að
etja, og sýnt fram á, að þau
eru ekki óyfirstfganleg;
blint fólk geti tekið eðliieg-
an þátt f samfélaginu, hlotið
góða menntun og unnið hin
flóknustu störf.
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.55 Að kvöldi dags
Stfna Gfsladóttir, kennari,
flytur hugleiðingu.
23.05 Dagskrárlok
AÍÁNUD4GUR
8. nóvember 1976
20.00 Fréttír og veður
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá
20.40 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.10 Davelitli
Breskt sjónvarpsleikrit eftir
Guy Cullingford.
Leikstjóri John Frankau.
Aðalhlutverk Keith Barron,
Annette Crosbie, Freddie
Jones og Roger Flatt.
Dave litli, sem er sonur
landbúnaðarverkamanns,
unir sér vel í sveitinni og
vill hvergi annars staðar
vera. Það verður honum þvf
mikið áfall, er foreldrar
hans segja honum, að fjöl-
skyldan ætli að flytjast til
Lundúna.
Þýðandi Ingi Karl Jóhannes-
son.
22.00 Skuggahliðar Chicago-
eorgar
Þótt veldi A1 Capones sé
löngu liðið undir lok, eru
afbrot enn afar tfð f
Chicago. Að meðaltali eru
framin þar 970 morð á ári.
Breskir sjónvarpsmenn
gerðu þessa mynd eftir að
hafa fylgst með störfum
lögreglu- og slökkvuliðs
Chicagoborgar f fjórar vik-
ur, og fjallar hún m.a. um
samskipti fjölmiðla og
lögreglu og starfsaðferðar
lögreglu við rannsókn saka-
mála.
Ung börn ættu ekki að horfa
á myndina.
Þýðandi og þulur Kristmann
Eiðsson.
22.50 Dagskrárlok
Miklar rign-
ingar í Nes-
kaupstað
Neskaupstað 6. október
ÓHEMJU rigningar voru hér I
október og það sem af er nóvem-
ber. Fólk man varla eftir svona
langvarandi rigningum. Þegar
byrjaði að rigna var fólk mjög
fegið, þvf hér kom vart dropi úr
lofti f sumar, en nú eru menn
farnir að þreytast á henni. Snjór
hefur ekki sézt f byggð f haust og
nú fyrst má sjá lftilsháttar föl f
efstu fjallatoppum. Oddsskarð
hefur ailtaf verið fært og er það
óvanalegt.
Búið er að salta rúmlega 4000
tunnur af síld, sem Börkur og
Magnús komu með til löndunar
Togararnir hafa verið f viðgerð i
haust en eru nú báðir komnir á
veiðar, þannig að vinna eykst ör-
ugglega í frystihúsinu á
næstunni.
Al< I.YSIN* ASIMINN ER:
22480
jWérgunblabib
Sumarparadís um hávetur á
Kamríe^jum
Val um 2—3 vikur. Gisting í völdu
húsnæöi í smáhýsum,
íbúðum og hótelum
Grípið tækifærið
Lægra verð og betra veður
í nóvember og fyrri hluta desember
Laus sæti 1 8. nóv. 3 vikur
Verð frá kr. 65.500. —
Laus sæti 2. des. 2 vikur
Verð frá kr. 57.300.-
GRAN CANARIA:
24 brottfarir
Okt.: 27
Nóv.: 18
Des.: 2 9 12 16 29 30
Jan.: 6 16 20 27
Feb.: 3. 6 1 7 20. 24.
Mar.: 10 13 17. 24
Apr.: 3 7 21.
TENERIFE:
6 brottfarir
Des.: 1 9
Jan.: 9 23
fab.: 13
Mar.: 6 27
íslenzkir fararstjórar —
Eigin skrifstofa opin daglega.
Litprentuð ferðaáætlun og
verðskrá fyrirliggjandi.
asHSHSESHsasHSHSHSHSHSHsasEsasEsasESESHSELSESEsasEsasEsasEsasEsasasasasasi