Morgunblaðið - 07.11.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.11.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1976 7 Hugleiðing á al/ra sálna messu Maðurinn, sem enginn hefur séð, nema Guð, — ekki þú, ekki ég og ekki þeir vinir, sem þú minnist í dag og þessi ævagamla kirkjuhá- tíð er helguð. Nei, maðurinn eins og hann hefur mögu- leika til að verða ekki með því einu að afklæðast jarð- nesku holdi, en eftir óralanga ferð um reynsluveraldir óra- langt fyrir handan jarðneska gröf og dauða, svo langa að hana greinir engin dauðleg sjón að yztu mörkum. Miklum breytingum hafa hugmyndir um dauðann tek- ið á síðari tímum, og ég tel víst að þeim breytingum hafi einkum valdið þróunarkenn- ingin eftir að þvi moldviðri lauk að mestu, sem gegn hanni var þyrlað upp til varn- ar trúarlegum kennisetning- um, og sú sannfæring um líf að baki dauða, sem kom í kjölfar þess starfs sem gömlu sálarrannsóknamennirnir unnu, en meðal þeirra voru nokkrir i fremstu röð vit- og vísindamanna þeirra tíma. Hugmyndin um „ferðina" var þó ekki ný. Meðan rétt- trúnaðarmaðurinn sat í önd- vegi í kirkjum mótmælenda, hvarvetna var sungið um upprisu holds við lúðrablást- ur á efsta degi, grafarsvefn og dóminn, sem endanlaga átti að innsigla örlög sálar- innar til eilífrar sælu eða endalausra kvala, kvaddi Jónas vin sinn, Tómas Sæ- mundsson látinn, þessum orðum: Sízt ég tala um svefn við þig — krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa Guðs um geim Eru afrek manns við ævi- lok annað en fálmkennd byrj- un hjá barni? Finnur ekki sannur listamaður við ævi- lok, að enn kann hann ekki meira en stafrófið í hinni stóru bók listarinnar? Og eins er um þá, sem vitsmunaafrek mikil hafa unníð. Sir Isaac Newton kvaðst á efstu árum sínum vera lítill drengur að leik við fjöruborðið á úthafi hins mikla, óþekkta sann- leika. Og hinn mikli eðlis- fræðingur, Sir Oliver Lodge, kvaðst í elli sinni vera barn sem ósýnileg hönd hefði leitt að stórum leyndardómum. Hvað mun þá um minni- háttar menn? Enginn er svo stór, að ekki sé maðurinn í honum enn í bernsku, mað- urinn sem enginn hefur séð, nema Guð. Svo djarfa trú boðaði post- ulinn, vitranamaðurinn Páll frá Tarsus, er hann kenndi að markmíð mannsins væri svo stórkostlegt, að hann ætti að ná ,,Vaxtartakmarki Krists- fyllingarinnar". í djúpum veru þinnar og minnar felst vísir að þeim manni, og til þess að gefa þeim möguleika til að þokast því markmiði nær leiddi eng- >11 dauðans af þessum heimi, vinina, sem þú minnist i dag. Einnig í sálu hins ófullkomn- asta manns eru falin frum- drög að þeirri mynd, sem honum er ætlað að bera þótt enginn sjái hana enn. Hefur enginn séð hana? Hefur enginn séð þennan mann? Ekki eins og honum er að óhagganlegu ráði Guðs ætlað að verða, en ímynd hans, endurskin hans var mönnum sýnt i Kristi. Sá þá nokkur Krist eins og hann var, eins og hann er? Jafnvel þeir, sem með honum voru og þekktu hann bezt, horfðu á hann jarðneskri sjón og skildu hann „jarðligri skiln- ingu", eins og Snorri kemst að orði i Eddu. En Páll postuli kennir, að „vaxtartakmarki" hans eigi mannleg sál um siðir að ná. Ekki fyrir um- myndun i einni svipan á and- látsstund að dómsúrskurði Drottins, heldur á löngum lausnarvegi og lærdómsbraut á hinum þrefalda vegi hinna fornu dulsinna: Vegi hreins- unar, vegi upplýsingar og vegi einingar við Guð. Einu feti nær þvi mikla markmiði leiddi engill Drott- ins vinina, sem þú minnist með bæn og þakkargjörð á Allra sálna messu. KAUPMENN, INNKAUPASTJÓRAR Til afgreiðslu þessaviku UNGBARNAFATNAÐUR Bleiur ............................. Centrotex Bleiubuxur frotte 4 mynstur.............. Erla Frottesamfestingar ................... Stummer Frottepeysur ......................... Stummer Smekkir ................................ Pippy Hettuhandklæði ......................... Pippy Bómullarbolir 4 litir .................. Pippy Vettlingar .............................. N M ÚlpurStærðir 1—4 ............: .........Teddy Smekkbuxur 4 gerðir ................... Bjærri Samfestingar flauels, denim ........... Bjærri Ungbarnaútigallar .......................Teddy TELPU- OG DRENGJAFATNAÐUR: Telpunærfatnaður St. 4—14 ................. Erla Náttföt 2 til 8 Centrotex Sokkar ................................... K.T. Röndóttir rúllukragabolir .................Lyhne Velourpeysur 6/18 ........................ Lyhne Peysur stærðir 1 1 6— 140 ............Chica Loo Peysur stærðir 4— 12.................... Hvalsöe ' Blússur .............................. Hvalsöe Terlinbuxur St. 2— 16 ....................Skippy Flauelsbuxur St. 4— 16 ...................Skippy Denimbuxur St. 4—16 Skippy Denimvesti St. 4— 1 6 ....................Skippy Flauelspils St. 4— 16.....................Skippy Vattstungin vesti St. 105—155 .............Simba Drengjaúlpur St. 2— 1 4, 3 gerðir Teddy Telpnaúlpur St. 2—14, 2 gerðir Ramskov Loðfóðraðar lúffur...................... Ramskov Vettlingar St. 2—7 ....................... N M KVENFATNAÐUR: Sokkabuxur .....................Tauscher Sportsokkar .,...................... K.T. Lífstykkjavara ..................Triumph Náttkjólar......................... íris Kvenblússur St. 36—44 ........... Hvalsöe Frúarpeysur 20 gerðir.............. M.N. Rúllukragabolir 4 litir .......... Holtas Einlitar terelinbuxur ........... Pardus Flauelsbuxur grófriflaðar Pardus Kvenjakkar ................. Eurofashion HERRAFATNAÐUR: Sokkar ............................ K.T. Frottesokkar Roylon Nærfatnaður ..................Hammerthor Terelinbuxur .................... Pardus Denimbuxur ...................... Pardus Denimvesti Pardus Gardínuefni: Flokkar vio anra hæfi Morguntímar — Dagtímar — Kvöldtímar Gufa — Ljós — Kaffi — Nudd Innritun og upplýsingar f síma 83295 Alla virka daga kl. 13—22. JÚDÓDEILD ÁRM ÁRMÚLA 32 VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP ÞU Al'GLÝSIR l’M ALLT LAND ÞKCiAR ÞL' AL'G- LÝSIR I MORGLNBLAÐINL Storisefni breidd 90, 120, 180, 260 .... Filigree Velourefni breidd 120 .................... Becker Dralon efni breidd 1 20 ....................G H. Gardínubönd Gerster Frotte efni ............................... Horse ÁGÚST ÁRMANN hf. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - suno**o«g - «rKj*viK Sími 86677

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.