Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1976 15 PAKISTAN NÝLEGA heimsótti ég í.Karatsji pakist- anskan þingmann, Sjerbaz Khan Maz- arí að nafni. Hann er andstæðingur Zúlfikars Alis Bhúttós, forsætis- ráðherra. Þegar við Mazarí kvöddumst sagði hann: „Ætli þú mætir ekki vin- um okkar utar I götunni; þeir eru vanalega I litlum bíl, ég held hann sé blár i dag.“ Og það stóð heima. Tveim- ur dögum síðar fór ég út á land að heimsækja konu annars andstæð- ings Bhúttós. Mað- ur hennar situr í fangelsi fyrir and- stöðuna. Þegar ég kom voru þar fyrir aðrir „vinir“. Þeir númerin af. Þeir handtóku mig svo sem ekki og yfirleitt höfðust þeir ekki að. En þeir biðu þarna og fylgdust með öllu, sem fram fór.* Nú er mjög kvartað um það í Pakistan, að Bhúttó sé ráðinn i þvi að uppræta alla stjórnarandstöðu. Það eru ekki aðeins andstæðingar hans á þingi, sem kvarta um þetta, en líka fjöldi manna, sem ekki taka beinlínis þátt i stjórnmálum. Og Bhúttó lætur sér ekki nægja að setja menn til höfuðs andstæð- ingum sínum svo, sem ég lýsti áðan. Hann lætur lika stinga þeim inn. Flestir þeir fangar eru bornir óljósum sökum. Og bannað er að leya þá úr haldi með fé. Þeir voru flestir gripnir samkvæmt neyðar- lögum svo nefndum, sem eru ákaflega rúm. Þau voru upphaflega ætluð til „öryggis ríkisins". Nú segja andstæðingar Bhúttós að hann beiti þeam til að setja niður stjórnarandstöðuna. Hann stefni að eanræði og þingræðið verði bráðum fyrir bí. Bhúttó, fyrir sitt leyti, segir þetta hugaróra eina. Það er rétt, sem Bhúttó hefur margoft sagt, að pólitískir fangar eru miklum mun færri I Pakistan en nágrannarákjum þess Iran og Indlandi. Enn fremur má telja það, að Bhúttó fer ekki illa með fanga sina, og áreiðanlega lætur hann ekki pynta þá. Slík grimmd er honum ekki eiginleg. Þar að auki hugsar hann liklega sem svo, að einhvern tíma gæti skipt um hlutverk. Þá kæmi sér illa að hafa leikið andstæðingana grátt. Bhúttó þekkir fang- elsislífið líka af eigin raun; hann sat inni um skeið upp úr 1960. Þrátt fyrir þetta óttast æ fleiri, að komi til einræðis. Bhúttó ræður þjóðþinginu alveg. Hann hefur sett stjórnmálaumræðum í landinu skorður; harðbannað er að halda almenna fundi. Þá ganga ljótar sögur af ýmiss konar ofbeldi. Sagt er, að stjórnin hafi látið ræna ýmsum andstæðingum sín- um. Sumum hafi hún aftur á móti boðið fé og bitlinga, nema hvort tveggja sé. Það er llka eftir- tektarvert, að gamlir samherjar Bhúttós týna æ tölunni. Sumir hafa verið fangelsaðir, aðrir burt- reknir eða þeim sagt upp störfum sínum. Þetta eru vinstrimenn, flestar hverjir, sumir kommúnistar; þeir komu Bhúttó forðum til valdanna, sem hann beitir þá nú. Það er ótvírætt, að Bhúttó leggur mikið kapp á það að treysta stöðu sína. Og hann virðist orðinn allfastur í sessi. Að minnsta kosti verður ekki séð, að neinn einstakur gæti velt honum. Herinn er honum tryggur og meðan svo er verður sennilega iítið að gert. Það var athyglisvert, er Bhúttó bjóst til að taka á móti Khaled, konungi Sádiarabíu, fyrir stuttu. -Bhúttó flutti þá inn norðurkóreanska sérfræðinga i fagnaðarlátum og lét þá kenna nokkrum þúsundum barna að fagna skipulega með því móti, sem Hitleri sáluga var þóknanlegast og Kím 11 Súng hefir dálæti á. Bhúttó fór nefnilega til Norður-Kóreu einu sinni og sá þá svona fjöldafagnað. Trúði hann einhverjum fyrir því eftir heimkomuna, að sér hefði þótt meira til þeirra sýninga koma en annars, er hann hefði séð um dagana. En hann bætti þvi við, að sér hefði lika „staðið stuggur af þeirn". Það er álit margra, að Bhúttó geti enn látið gott af sér leiða, þrátt fyrir það, sem á undan er gengið. Og það er góðs viti, að honum þótti ekki aðeins mikið koma til hinna skipulögðu fagnaðarláta i Norðurkóreu, honum stóð einnig stuggur af þeim Það er þá kannski von enn... — GAVIN YOIJNG. Bhutto sýnir klærnar voru i jeppa og höfðu tekið HIR0HIT0 „Meinlaus moðhaus”- eða stríðs- glæpamaður? Á miðvikudaginn kemur verður hálfrar aldar stjórnarafmæli Hiróhítós Japanskeisara haldið hátíðlegt. Híróhitó hefur setið lengur á tróni en nokkur annar Japanskeisari og fimm árum leng- ur en afi hans, sá frægi keisari Meiji. Rikisstjórnin ætlar að standa fyrir mikilli hátið. En auk þess hefur hún hvatt til almennra hátíðahalda um allt Japan. Meinið er, að ekki allir Japanir telja ástæðu til fagnaðar. Sumir ætla jafnvel að hunza afmælið alveg; það eru vinstrimenn mestan part og meðal þeirra ýmsir mikils hátt- ar menn, Mínóte borgarstjóri I Tókió til dæmis. Kommúnistar hafa lagzt manna helzt gegn hátíðahöldunum. Aðal- ritari kommúnistaflokksins sagði fyrir skömmu, að hátiðahöldin kynnu að brjóta I bága við stjórnarskrána. Keisarinn hefði komið til ríkis meðan stjórnar- skrá Meijl, afa hans, gilti enn. Hann varð þá þegar alvaldur Japanskeisari. Það samrýmist ekki þéirri lýðræðisreglu, að vald- ið skuli hjá þjóðinni. Sú regla er I stjórnarskránni, sem lögfest var eftir heimsstyrjöldina seinni (keisarinn lýsti sig reyndar sam- þykkan þessari kenningú, er hann lagði af „guðdóm" sinn I stríðslokin). Sósíalistar eru mannflestir þeirra, sem eru á móti hátíðahöld- unum. Þeir hafa þegar lýst yfir því, að þeir muni hunza afmælið. Það vakti athygli alþjóðar þegar einn þeirra, borgarstjórinn I Tókió, gekk fram fyrir skjöldu I þessum afmælisdeildum og sagð- ist ekki geta fyrirgefið keisaran- um fyrstu tuttugu árin I stjórnar- KEISARINN — Suður eru stað- ráðnir að mæta ekki I veislunni hans tlð hans og mundi þvl ekki koma til hátlðahaldanna. Þessi tuttugu ár, sem borgarstjórinn átti við, voru árin 1926—1945; á þeim tlma réðu hægrisinnaðir hern- aðarvinir öllu I Japan. Þeir öttu Japönum að lokum I stríðið og urðu þeir gjörsigraðir svo, sem kunnugt er. Mínóbe borgarstjóri sagði, að keisarinn væri „mennskur" sam- kvæmt núgildandi stjórnarskrá, en hefði verið „guðlegur" eftir þeirri gömlu. Kvaðst Mínóbe ekki með neinu móti geta fagnað hálfr- ar aldar stjórnarafmæli keisar- ans, þar sem fyrirstrlðsárin 20 væru innifalin. Þættist hann vita, að margir væru sama ^sinnis og teldi hann sig fulltrua þeirra allra, er hann sæti heima. Kveðst Minóbe upp frá þvl hafa fengið ótal orðsendingar frá fólki, sem væri honum sammála um það, að keisarinn hefði átt slna sök á stríðinu. Skoðanir manna á því máli hafa verið skiptar alla tið frá stríðslok- um. Sumir halda þvl fram, að keisarinn hafi aðeins verið mein- laus og ráðlitill moðhaus, hafi aldrei getað komið orðum að skoð- unum sínum og þvi slður fylgt þeim fram. Strlðssinnarnir i rlkis- stjórnunum hafi getað farið sínu fram án þess að hann skipti sér af því; hafi hann látið átölulaust, að þeir leiddu ósköp yfir þjóðina. Það fylgir þessari kenningu, að keisarinn hafi einungis einu sinni gripið til sinna ráða. Það var þeg- ar hann kom því til leiðar, að Japanir gengu að uppgjafarskil- málum bandamanna. En það var sem sé I seinasta lagi. Þessa kenn- ingu aðhylltust Bandaríkjamenn og vildu þeir hafa keisarann áfram, töldu, að ella yrði Japön- um alls ekki stjórnað. Félögum Bandarlkjamanna I stríðinu þótti þessi kenning aftur á móti ekki trúleg. Og þeir vildu að Híróhító keisari yrði dæmdur og tekinn af fyrir stríðsglæpi. Það álit hefur nú fengið nokkra stoð i bók mikilli, sem bandarískur rit- höfundur, David Bergamlnl, tók saman um Japansstjórnir á milli- strlðsárunum og kallaði „Hið keisaralega samsæri“ (bókin er sjaldfundin i Japan og er það skiljanlegt). Bergamínl lá árum saman I japönskum stjórnarskjöl- um og eftir það þótti honum tvl- mælalaust, að keisarinn hefði ekki einungis verið meðmæltur stefnu ríkisstjórna sinni milli strlða, en hefði beanlinis mælt upp I þeim strlðsgleðina (—eða, öllu heldur, látið ættingja slna mæla fyrir sinn munn). Hlróhltó keisari hefur verið heldur fámáll um þetta efni. Hef- ur ekki hafzt annað upp úr hon- um en einstök athugasemd á blaðamannafundi. I það sinn komst hann svo að orða, að „á þvl tlmabili, sem um ræddi, hefði gerzt ýmislegt" er sér „félli miður". — MARKMURRAY. 26600' Höfum kaupanda að 4ra — 5 herb. íbúð í Árbæjarhverfi. íbúðin þarf ekki að losna fyrr en í október 1 977. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (SiHi& Vaídi) slmi 26600 Raðhús í Seljahverfi á kostakjörum 240 fm endaraðhús, sem afhendist uppsteypt nú þegar. Uppi: 4 herb.og bað. Miðhæð: Stofa, skáli, sjónvarpsherb, eldhús* o.fl. í kj Tómstundaherb. geymsla, þvottahús o.fl. Útb. 3.5—4 miilj. Teikn á skrifstofunni. Eignamiðlunin Vonarstræti 12, Sími 27711 Sigurðu Ólason BEZT FRA ÞER ? GLERIN HJÁLPA ÞÉR FJÆR BG NffR í ÞESSU HAGKVÆMA GLERI ERU ENGAR TRUFLANDI BROTLÍNUR STILLING AUGANS TIL ÞESS AÐ SJÁ SKÝRT í HVAÐA R)ÁHLÆGÐ SEM ER GERIST ÁREYNSLULAUST ÞESSI GLER FÁST HJÁ: GLERAUGNAVERZLUNIN LINSAN AcJalstræti 9. sími 15055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.