Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976
17
Bjarni Sigurðsson lektor:
Að vetrarlagi
Þér finnst ég áreiðanlega
vera f jarska barnalegur að vilja
endilega vera að halda niðri f
mér andanum frá liðnum
sumarkvöldum og horfnum sól-
skinsdögum, einmitt þegar
komið er fram í miðjan gormán-
uð. En stundum er líka vetur-
nóttakeimur f drykkjum sumar-
málanna, hvað einu gildir. En
ég man nú ekki lengur, hvort
hann hékk þurr þennan dag;
svo mikið er þó vfst, að seppi lá
þurr frammi við þröskuld og
gjóaði upp á mig augunum, þeg-
ar ég brýndi raustina. En þetta
átti að minnnsta kosti að vera
heyskapardagur f koti kunn-
ingja míns, þó að enginn stæði
á teignum. Það var nú svona, að
strákurinn fékk að bregða sér f
borgina, því að vel gat verið, að
hægt yrði að svæla aura út úr
afa til að komast á hátíðina á
sunnudaginn kemur. Hins veg-
ar sá ég fyrir því, að húsbónd-
inn hlaut að halda sig í stáss-
stofunni.
Það var gaman að hlusta á
þennan margfróða heiðurs-
mann, og ég gleypti í mig hvert
orð, sem hann sagði, þvf að það
þótti mér allt harla gott, —
sjáðu til vitneskja um margt,
sem ekki verður lesið um í bók
né gripið upp á almanna færi.
Þess vegna lék ég mér með
augunum við kunnugleg svip-
brigði þessa hversdagslega and-
lits, aldrei hef ég annars séð
nokkurt andlit svona hvers-
dagslegt, engu lfkara en hvunn-
dagurinn sjálfur ætti sér upp-
haf og endi I þessu eina litla
andliti uppi í sveit. En það var
þó alls ekki þannig, að ég yrði
þreyttur á að fikra mig eftir
öllum þessum hrukkum og mis-
fellum, sei, sei nei. Þær voru
allt of fjölbreyttar til þess. Aft-
ur á móti var það vfst af þvf, að
hann fór að bleyta kringluna
sína í kaffinu, eins og við gerð-
um, þegar við vorum krakkar
og gerum stundum enn þá
meira að segja, þegar við erum
ein í eldhúsinu, það var sem sé
allt kringlunni að kenna, að ég
fór að horf a á hendurnar á hon-
um. Einkennilegar hendur
þetta, af því að einu sinni var
ég hræddur við þær, ef ég man
rétt. Það var ekki vegna þess,
að ég hefði spurnir af, að þær
væru verri en hendur annarra,
ég man ekki betur en faðir
minn segði mér, að þær væru
duglegri en aðrar hendur,
sterkari og atorkusamari. Eitt-
hvað talaði hann um það hann
faðir minn i þann tfð. Þeir voru
margir munnarnir að metta, og
hvurt átti einyrkinn að sækja
gull annað en í greipar sjálfs
sfn. Enn þær hendur, hvað þær
voru stórar og klunnalegar,
lófarnir varla minni en undir-
skálarnar á borðinu og handar-
bökin á þeiið rétt að segja eins
og trýnið á kvikindnu við dyrn-
ar.
Hvað vissi ég annars um þess-
ar hendur? Einhvern tíma
struku þær burtu tár, þegar féð
slapp í smalamennskunni hjá
mér forðum. Þá þóttu mér þær
mýkri og anganbetri en seðla-
hendurnar fyrir innan borðið í
bankanum. Það var vfst f fyrsta
skipti, sem ég veitti þvf athygli,
að þær væru tií. Löngu seinna
tók ég eftir þeim f vegavinn-
unni. Það var fyrsta daginn
minn þar; ég var svo anzi bjart-
sýnn þá og var ekki í vafa um,
að ég mundi standa mig á við
hina þrjá að moka mölinni á
bílinn. En þegar kom fram und-
ir kaffi, þá var ég búinn að fá
þetta herjans tak undir herða-
blöðin, eins og rekann væri í
mig hnífur. Og svitinn, sem
bogaði niður steikjandi heitt
andlit júnfdagsins, brenndi mig
eins og eldur, þegar ég varð að
viðurkenna, að hrúgan mín
varð allt af minni með hverjum
bflnum, þegar ég miðaði hana
við hrúgur hinna. Og ég hugs-
aði með skelfingu til kvöldsins,
þegar kæmi fram að hættutfma.
En þá kemst ég á snoðir um, að
stóru hendurnar fara að moka
örðuvfsi en reglurnar gera ráð
fyrir; þær áttu að moka á bíl-
pallinn hægra megin að fram-
an, en ég að aftan, og nú allt f
einu eru þær farnar að missa
skóflu og skóflu f hrúguna
mína án þess nokkur verði var
við það, allra sízt ég sjálfur. Og
þess vegna kom á daginn, að
malarhrúgan mín dróst ekki
aftur úr hinum, hvernig sem
hnffsstungunum fjölgaði undir
herðablöðunum og svitinn
brenndi augun og myndaði
tauma alveg niður f munnvik.
Og þegar leið á sumarið hættu
stóru hendurnar að missa möl
af skóflunni sinni f hrúguna
mína. Og enginn tók eftir þvf,
ekki heldur ég.
En líkast til voru stóru hend-
urnar aldrei jafn-ægilegar og
þegar þær döngluðu í hann vin
minn, sem átti að vera að snú-
ast eitthvað fyrir þær, eftir að
öll börnin þeirra, gott ef þau
fylltu ekki heilan tug, voru
komin upp og horfin út í busk-
ann. Þær voru líka svo óheppn-
ar, að blóðið spýttist úr nösun-
um og stökk niður um hann vin
minn allan. Og það var eitthvað
geigvænlegt, sem stóru hend-
urnar sögðu þá, miklu hroða-
legra en ég hafði leyfi til að
muna.
Og nú allt í einu eru þær
komnar þarna þessar hendur
eftir öll þessi ár og eru að glíma
við að bleyta kringlu í kaffi-
bollanum, og það lekur úr
kringlunni niður á hvftan dúk-
inn. Og sjáöldrin þenjast út, því
að annað hvort hafa hendurnar
minnkað svo undarlega mikið,
nema undirskálarnar hafi
stækkað.
Og svo hef ég drukkið eins og
mig lystir og þakka fyrir mig.
Fyrst þakka ég konunni og svo
stóru höndunum, sem ég tek þó
ekki f. Það er svo andkannalegt
að vita ekki, hvers vegna þær
eru ekki framar stórar, kannski
það sé af þvf, að ég er ekki
lengur lftill. Að minnsta kosti
sleppi ég þvf að þakka þeim
fyrir mig, þangað til þær hafa
fyigt mér út, og ég get tekiö í
þær svo, að enginn sjái.
Og nú fer hundurinn út og ég
á eftir, og seinast koma stóru
hendurnar. Og sem ég stend
þarna fyrir dyrum úti, eru þær
allt f einu komnar á herðarnar
á mér þessar gömlu og mórauðu
hendur, og ég sé með eigin aug-
um, hvernig þær eru orðnar
enn þá minni en meðan þær
voru að glftna við kringluna og
hvernig þær hvítna og verða
næstum því gagnsæjar eins og
pappírsblað, og litlifingur er
orðinn óskaplega kræklóttur,
svona eins og kvistur á gömlum
birkilurki, og svo er þumal-
fingur á einlægu iði, af því að
hann styðst ekki við neitt. Og
nú þegar ég lít framan í hann
kunningja minn, furðar mig á,
hve hvarmarnir eru rauðir og
gljáir um leið og hendurnar
segja lágri röddu: Mig langar
að nefna það við þig, áður en
við kveðjumst, hvort þú værir
ekki til með að halda undir
hornið á kistunni minni svona
með haustinu eða hvenær sem
það annars verður? — Og svo
þokast þessar gömlu hendur
undir signum öxlum niður í
hlaðvarpann til að bjástra við
nokkrar drýlur, sem hefir ringt
f lengi sumars.
Bjarni Sigurðsson
frá Mosfelli.
mttyaqn KommuMíl* %£***' •
)<ot<ks«<; fcom «»
«>»»> »<««< i<< 1 yifcu r. '
f *r. -Ýi3 >m (tit t
sfiðri <•>» kaiyðvbUðiios W
¥»r o* 8ryoi»i)ur M ..
»'••«•'•>•<:« í>*t <••
:*ir< Altv»6 »«
*<>»»» »W> ««'»« ) SfMCfí Oft ' '
ti< V»|fttt
ifSsita. i<« vifii' sSrfnun r*RKlV*l'4t< <t!l
ÍYrK«l#*)» «&»£•>'ö* ve)
v ■
'H ~flAB«H.|,vy „
WALDUR SIGURÐSf
&
vi« mí rvssfigítas
:S léngum wiít s*íí t
’ vi* Owmíí ÍMrsm
«»"«« »0 <*«■
’ <**« aír liem l
verkalýðshreyfingarinnar og
ýmislegt verði að gera, ef hann á
að vera það. Augsýnilegt er að
Eðvarð gefur lftið fyrir þær upp-
lýsingar í haus blaðsins, að það sé
málgagn verkalýðshreyfingar-
innar.
Enda þótt af alkunnri hræsni sé
varað við foringjadýrkun í af-
mælisblaðinu, þá er það nú einu
sinni svo, að þar komast þeir
sjaldan að, sem eru ekki meira
eða minna á sömu skoðun og þeir
Þjóðviljamenn. Blaðið er í raun
og veru ekki fyrir venjulegt al-
þýöufólk, nema þá einstaka sinn-
um, ef það þarf að nota skoðanir
þess — og svo á tyllidögum. Þjóð-
viljinn hefur fyrst og fremst verið
foringjablað, þar sem háværustu
raddirnar eru ekki frá alþýðu
komnar, heldur menntamönnum
ýmiskonar, sem telja sig ýmist
foringja eða foringjaefni og (að
sjálfsögðu) þessum venjulegu
pólitfsku leiðtogum, sem tröllríða
blaðinu meir en nokkru öðru
blaði íslenzku fyrr og sfðar.
Það er augsýnilegt, að þetta
fellur í fárra smekk, nema rétt-
trúaðra lfnumanna. En aldrei
þessu vant, fóru Þjóðviljamenn
allt í einu að spyrja almúgafólk
um það, hvernig því litist á
afmælisbarnið og eru svörin
næsta fróðleg. Þó að einn mennta-
skólakennari, sem spurður er,
telji, að blaðið hafi víðan sjón-
deildarhring, eins og hann kemst
að orði, þá er það heldur þröngur
hópur manna sem telur, að Þjóð-
viljinn sé víðsýnt blað. Þó hann
hafi sjálfsagt ýmsa kosti eins og
önnur dagblöð, þá hefur hann sfzt
þann kostinn, að hann hafi „víðan
sjóndeildarhring", þvf að Þjóð-
j viljinn er þröngsýnt blað rr og
, þröngsýnn í afstöðu til manna og
málefna, sem eru í andstöðu við
línuna, enda hefur blaðið hundelt
marga andstæðinga sína og það
með orðbragði, sem ekki er haf-
andi eftir. En kannski það endur-
skfrist til andlegrar reisnar og
umburðarlyndis. Hingað til hefur
Þjóðviljinn verið subbulegur f af-
stöðu til andstæðinga, eins og
margoft hefur verið bent á. Og
sumir ágætir húmanístar hafa
umhverfzt um leið og þeir hafa
skrifað f hann — og fyllzt af
hroka og andlegri niðurfallssýki.
Yfirleitt eru þeir, sem spurðir
eru um Þjóðviljann, lftt ánægðir
með hann á þessari hátfðlegu af-
mælisstund. Þannig segir Gunnar
Svanhólm, verkamaður við
Reykjavíkurhöfn: „Mér finnst of
mikið af pólitík í blaðinu.“ Karl
Kreidler verzlunarmaður segir:
„Mér finnst Þjóðviljinn nefnilega
allt of mikið slagorðablað." Bene-
dikt Helgason, einnig verka-
maður við Reykjavíkurhöfn, seg-
ir: „Það er alltaf verið að mat-
reiða ofan í mann ákveðnar
skoðanir og af öllum blöðum er
Þjóðviljinn einna grófastur í
þeim efnum."
Þetta var þá allt víðsýnið!
Og Benedikt heldur áfram:
„Fyrir okkur, sem stöndum að
mestu fyrir utan pólitfskt þras, er
blaðið hins vegar ekki eins
árennilegt og ella.“
Egill Ferdínandsson, starfsmað-
ur hjá Agli Vilhjálmssyni, segir,
að eftir því sem hann hafi þrosk-
azt, hafi hann fjarlægst þá stjórn-
málastefnu, sem Þjóðviljinn
prédikar. Magnús Ölafsson tré-
smiður segir: „Annars er ég voða-
lega ópólitfskur og finnst allt of
mikið um innlend og útlend
stjórnmál í Þjóðviljanum, á með-
an of lítið er af almennum frétt-
um.“ Og Einar Gunnarsson verka-
maður segir að ef Þjóðviljinn
væri með meira af fréttum en
minna af pólitfk „mundi ég hik-
laust skipta og byrja að kaupa
blaðið ykkar. Ég lít á mig sem
vinstri sinnaðan mann, en í Þjóð-
viljanum er pólitfkin þó orðin svo
yfirþyrmandi, að það *:r ekki
nokkur leið fyrir venjulega menn
að vera áskrifendur."
Sem sagt: Þjóðviljinn er ekki
fyrir venjulegt fólk!
Hinir útvöldu:
„kommúnistar
vitrari en
annað fólk(!)”
Það hefur einnig löngum loðað
við þá Þjóðviljamenn og marxista
yfir höfuð að líta stórum augum á
sig og þykjast öðrum mönnum
meiri — og þá ekki sízt að gáfum.
Arni Björnsson skrifaði ekki 'alls
fyrir löngu grein f Þjóðviljann,
þar sem hann lýsir yfir því, að
allir gáfuðustu menn landsins
væru marxistar eða vinstri menn.
Vonandi á hann ekki eftir að
skipta um pólitíska skoðun, þvf að
þá gæti gáfnafarinu hrakað og
varla yrði hann sáttur við að
missa gáfurnar á miðjum aldri.
Og í einum blaðauka Þjóðvilj-
ans segir Haraldur Sigurðsson
bókavörður hreint út, að þeir
Þjóðviljamenn og marxistar hafi
litið svo á, að þeir væru meiri
gáfumenn en aðrir. Haraldur er
ekki stóryrtur maður, en vinsæll
á vinnustað, og sahngjarn í við-
ræðum. Hann er að reynslu raun-
sær maður. Enda þótt hann hafi
verið harla róttækur áyngri árum
og — sé það sennilega eitthvað
enn — þá lætur hann ekki póli-
tískar skoðanir brengla hugarfar
sitt og leggur hvorki þann mæli-
kvarða á samfélag né samferða-
menn sem ýmsir marxistar nota á
alla skapaða hluti, þ.e. pólitfska
kvarðann. En f afmælissamtalinu
við Harald Sigurðsson sem
kryddað er góðlátlegu gamni, seg-
ir hann f fúlustu alvöru: „Ég var
talinn of reSpektlaus fyrir tilver-
unni, því ég átti það til að gera
stundum grfn að vissum þáttum,
sem sumir voru andaktugir yfir,
t.d. þeirri hugmynd, sem þá greip
nokkuð um sig í flokknum, að
kommúnistar væri vitrari en
annað fólk: meður því að við er-
um kommúnistar, skiljum við alla
hluti dýpri skilningi en hinir!
Ég þóttist nú víst heldur hallast
á sveif tækifærismennskunar sem
þá þótti undirrót allra lasta. Það
gekk meira að segja svo langt, að
ég var hátfðlega rekinn úr
flokknum um skeið...“
Hefur Þjóðviljinn
fengið
Nóbelsverðlaun?
Þjóðviljamenn hafa svo sannar-
lega ekki þjáðst af neinni minni-
máttarkennd, hvorki fyrr né
sfðar. t grein um Halldór Laxness
og samferð hans með Þjóðviljan-
um á sfnum tíma (en henni er
af augljósum ástæðum ekki
lýst nema u.þ.b. til 1950)
segir blaðamaðurinn (hj.) m.a.,
án þess að blikna: „A hinn
Framhald á næstu sfðu