Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976
13
ÁFENGISÚTSALAN við Lindargötu. Um dyrnar lengst til vinstri á myndinni fóru hinir ólöglegu
áfengisflutningar fram, en legnst til hægri eru dyrnar sem áfengi til víhúsa fer um undir venjuleg-
um kringumstæðum
KLÚBBURINN á annasömu síðkvöldi
Þingað í
tollstö ð inní
Kristján og Ásmundur óskuðu
síðan eftir fundi með tollgæzlustjóra,
fulltrúa saksóknara, skattrannsókna-
stjóra, ríkisendurskoðanda, fulltrúa
s kadóms og fulltrúa lögreglustjóra og
var sá fundur haldinn í húsakynnum
tollgæzlustjóra. Þar lögðu þeir tvi-
menningar fram gögn sín ásamt ósk um
að á þessu frumstigi rannsóknarinnar
yrði kannað hvort nokkur sölu- eða
tekjuskattur hefði verið greiddur :f
því áfengi, sem framreiðslumaðurinn
hefði flutt með framangreindum hætti
til áðurnefndra veitingahúsa — Glaum-
bæjar og Veitingahússins að Lækjar-
teigi 2. Þá var óskað eftir því að fram
færi fyrirvaralaus vörutalning hjá
ÁTVR við Lindargötu, þar sem m.a.
yrðu rannsakaðar flöskumerkingar og
tappainnsigli, svo að gerð yrði sams
konar athugun í áfengisgeymslum
veitingahússins og framkvæmd yrði
samti.mis bókhaldsathugun á báðum
stöðum. Ennfremur kom það þarna
fram, að Kristján og Asmundur töldu
sig hafa áreiðanlegar upplýsingar um
að Sigurbirni Eirikssyni, framkvæmda-
stjóra Veitingahússins að Lækjarteigi
2, væri vel kunnugt um athæfi fram-
reiðslumannsins.
Þessi fundur og skýrsla þeirra félaga
hafði í för með sér, að rannsóknadeild
ríkisskattstjóra gerði þegar í stað at-
hugun á framtölum rekstraraðila
veitingahússins og kom þá í Ijós, að
þessir aðilar, sem hlut áttu að máli, og
rekið höfðu bæði Veitingahúsið að
Lækjarteigi og Glaumbæ þar til húsið
brann árið 1971, höfðu ekki talið fram
til skatts undangengin tvö ár
Að fenginni þessari vitneskju ritaði
þáverandi skattrannsóknastjóri, Ólafur
Nilsson, sakadómi Reykjavíkur bréf í
samráði við þá Kristján og Ásmund og
óskaði eftir húsrannsókn í veitingahús-
inu. Húsleit þessi fór fram tveimur
dögum síðar eða 14. október 1972, og
hófust þar með bein afskipti sakadóms
af málinu. I þessari leit fundust
ómerktar flöskur á flestum börum veit-
ingahússins og þegar allt hafði verið
talið saman reyndist þarna um veru-
legt magn að ræða. Einnig var athugað
hversU mikið af flöskunum hefði verið
tekið upp, því að slikt gat gefið vís-
bendingu um hvort átappað hefði verið
áfengi á flöskur sem fyrir voru.
Frumrannsókn á vegum sakadóms
annaðist Þórir Oddsson, aðalfulltrúi,
en jafnhliða fór fram rannsókn á bók-
haldi veitingahússins hjá rannsókna-
deild rikisskattstjóra. Kom þá fljótlega
á daginn, að grunsemdir um misferli i
þessu sambandi reyndust hafa við
veigamikil rök að styðjast, eins og segir
í skýrslu Hallvarðs Einvarðssonar, sem
þá var aðalfulltrúi saksóknara og einn
þeirra sem sóttu fundinn með Kristjáni
og Ásmundi þegar málið var kynnt í
upphafi.
Vínveitingabann
Hallvarður skýrði siðan lögreglu-
stjóranum í Reykjavik, Sigurjóni
Sigurðssyni, frá rannsókn þessari og
jafnframt gerði Þórir Oddsson, fulltrúi
sakadóms, lögreglustjóra stuttlega
grein fyrir því, sem þá var fram komið
varðandi fyrrgreind kæruefni í sam-
bandi við starfrækslu veitingahússins.
Lögreglustjóri ákvað þá að leggja bann
við frekari áfengisveitingum í húsinu
og tilkynnti /$igurbirni Eirikssyni,
veitingamanni, þá ákvörðun i bréfi
hinn 15. október, þar sem sagði m.a., að
það væri í þágu rannsóknarinnar að
bannaðar yrðu áfengisveitingar i hús-
inu „fyrst um sinn og þar til annað
verður ákveðið".
Lögreglustjóri studdist varðandi
þessa ákvörðun sína við ákvæði 2. máls-
greinar 14. greinar áfengislaga nr. 82,
þar sem segir m.a., að lögreglustjórum
sé heimilt að loka áfengisútsölu eða
banna vínveitingar á veitingastöðum,
sem leyfi hafatil áfengisveitinga, fyrir-
varalaust um lengri eða skemmri tíma,
þegar sérstaklega stendur á. Áfengis-
og tóbaksverzlun ríkisins eða veitinga-
maður, sem í hlut á, getur skotið
ákvörðun lögreglustjóra til dómsmála-
ráðherra.
í greinagerð sinni segir Hallvarður,
að ákvörðun lögreglustjóra um vínveit-
ingabann hafi að áliti saksóknara verið
sjálfsögð og á ýmsan hátt í þágu rann-
sóknar málsins, auk þess sem áfram-
haldandi starfræksla þessa veitinga-
húss, eins og málum var komið, hafi
verið allsendis óviðeigandi frá sjónar-
miði almennrar réttarvörzlu. Hallvarð-
ur segir að tvímælalaust hafi verið
nærtækast og skjótlegast að beita fyrir
sig fyrrgreindri lagaheimild. Eðlilegt
hafi verið að taka fyrir frekari áfengis-
veitingar í þessu veitingahúsi a.m.k. á
meðan hinni eiginlefeu sakadómsrann-
sókn stóð og yfirheyrslum i sambandi
við hana. Ástæða kynni að hafa orðið
til endurskoðunar á þessu banni á síð-
ari stigum rannsóknarinnar og óvíst að
þurft hefði að biða niðurstöðu skatt-
svikarannsóknar eða loka bókhalds-
rannsóknar.
Þremur dögum síðar eða 18. október
1972 ritar Sigurbjörn Eiríksson, veit-
ingamaður, dómsmálaráðherra bréf,
Klúbb- I
málið I ■
þar sem hann áfrýjar ákvörðun lög-
reglustjóra. Það hefur hins vegar kom-
ið fram í gögnum frá Húsbyggingasjóði
Framsóknarfélaganna í Reykjavík,
sem birt voru vegna umræðna er urðu
um Klúbbmálið á sl. vetri, að daginn
áður, eða 17. október, hafði Sigurbjörn
gert samning við þá Kristin Finnboga-
son og Guðjón Styrkársson fyrir hönd
húsbyggingasjóðsins, þar sem þvi er
lýst yfir að öll atriði, sem varði leigu-
mála þeirra um Framsóknarhúsið
(Glaumbæ) eftir eldsvoðann þar séu
að fullu leyst og jafnframt tekið fram
að Húsbyggingasjóðurinn hafi þann
dag lánað Sigurbirni 2,5 milljónir
króna, sem endurgreiðast eiga á næstu
3 árum ásamt útlánsvöxtum banka.
Með þessum samningi féll Sigurbjörn
frá öllum kröfum sínum, sem hann
gerði á Húsbyggingasjóðinn í bréfi
hinn 14. júlí sama ár. Þar gerði hann
kröfu um 3,5 milljón króna greiðslu
vegna missis afnota hins leigða hús-
næðis, um 1,5 milljön króna greiðslu
vegna ógreidds kostnaðar við innrétt-
ingar á efstu hæð hússins, sem veit-
ingahúsið lét gera og kostaði en Hús-
byggingasjóðurinn keypti síðan, og
loks 160 þúsund krónu greiðslu vegna
húsaleigu sem Sigurbjörn kvaðst hafa
greitt fyrirfram fyrir desembermánuð
þegar brunatjónið varð. Alls hljóðaði
fjárkrafa Sigurbjörns því upp á um 5
milljónir króna.
Af hálfu dómsmálaráðuneytisins
kannar skrifstofustjóri ráðuneytisins
bréf Sigurbjörns og málavexti í því
sambandi og samkvæmt minnisblöðum
hans kemur fram, að 19. og 20. október
ræðir hann við lögreglustjóra og rann-
sóknardómarann, Þóri Oddsson, um
málið. Lögreglustjóri hefði talið rétt að
halda málinu áfram og Þórir Oddsson
hefði talið málið vera eingöngu ákvörð-
un lögreglustjóra en Hallvarður Ein-
varðsson hefði komið málavöxtum á
framfæri við hann. Menn hefðu talið
algjörlega óviðeigandi, að starfsemin
héldi áfram. Þórir hefði hins vegar
talið, að bannið skipti ekki lengur máli
fyrir rannsóknina en þó talið rétt að
láta það standa áfram, þó að ekki væri
unnt að gera það á grundvelli réttar-
farslaga eins og á stæði. Hallvarður
Einvarðsson teldi rétt að bannið stæði
meðan meginþungi rannsóknarinnar
færi fram, „a.m.k. fram í næstu viku“.
Deilt um
ráðherraúrskurð
1 hinum sömu minnispunktum
kemur fram, að skrifstofustjórinn
ræddi við dómsmálaráðherra, Ólaf
Jóhannesson, um þetta mál, og kom
þeim saman um að lita bæri svo á, að
ákvæðið ætti ekki lengur við í þessu
tilfelli, — tilvist þess í áfengislögum
væri fyrst og fremst með tilliti til
öryggissjónarmiða og almenn réttar-
farslög yrðu að segja til um hvort vín-
veitingar yrðu bannaðar þar framveg-
is. Þvi skyldi bannið fellt niður en
ákvæði 12. greinar áfengislaga um
leyfissviptingu gætu hins vegar komið
til álita, þegar niðurstaða rannsóknar-
innar lægi fyrir. Segir og i minnis-
punktum þessum, ao ráðuneytisstjór-
inn hafi verið þessum röksemdum al-
gjörlega sammála.
Lögreglustjóra var tilkynnt um þcssa
ákvörðun, en hann kvaðst henni ósam-
mála en kvaðst þó mundu tilkynna
niðurfellinguna án fyrirskipunar ráðu-
neytisins. Ritaði hann Sigurbirni bréf
þessa efnis hinn 20. október, svo gerði
hann saksóknara grein fyrir niðurfell-
ingunni og kemur þar fram að bréfið
til Sigurbjarnar sé sent að fyrirlagi
dómsmálaráðuneytisins.
Leystir frá
störfum
Meðan þessu fór fram hélt
rannsókn málsins áfram hjá sakadómi
Reykjavíkur og menn yfirheyrðir i
sambandi við það. Engir voru þó úr-
skurðaðir í gæzluvarðhald vegna máls-
ins en útsölustjóra áfengisverzlunar-
innará Lindargötu og starfsmanni hans
vikið úr starfi um tíma. Samkvæmt
lögunum um réttindi og skyldur opin-
Framhald á bls. 31