Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976
Það er bjart
framundan ef
menn brestur
ekki kjarkinn
GUÐMUNDUR Olafsson, bóndi
og fyrrum oddviti á Ytra-Felli á
Fellsströnd í Dalasýslu er
áttræður í dag.
Af því tilefni gekk fréttarit-
ari Mbl. á fund hans og spjall-
aði við hann stutta stund um lif
hans og störf. Fer það samtal
hér á eftir:
Guðmundur, f tilefni af átt-
ræðisafmælinu langar mig til
þess að spjalla við þig smá-
stund og ég vil þá spyrja þig
fyrst: Hvar ertu fæddur og upp
alinn?
Eg er fæddur á Stakkabergi í
Klofningshreppí 14. nóvember
árið 1896 og fluttist að Stóru-
Tungu á Fellsströnd vorið eftir
og ólst þar upp hjá foreldrum
minum, Ólafi Péturssyni og
Guðbjörgu Jóhannesdóttur.
Ég missti móður mína 2. janú-
ar 1907, en faðir minn hélt
áfram búskap og bjó með dótt-
ur sinni, Jóhönnu Elínu, í
Stóru-Tungu til 1920. Þarna
ólst ég upp og var heima algjör-
lega að heita mátti þangað til
1919. Þá fór ég til sjós, sem
kallað var þá, og var á skipi frá
ísafirði. Skipstjórinn hét Krist-
mann Jóhannsson frá Stykkis-
hólmi, ágætur maður, sem ég
elskaði og virti allt frá fyrstu
kynningu. Nú, ég var áfram í
Stóru-Tungu, en stundaði sjó að
vorinu til þangað til 1925, en
árið 1923 fór ég að búa á þriðja
parti af Stóru-Tungu og bjó þar
þangað til 1936.
Árið 1935 varð átakanlegt
slys á Ytra-Felli. Bóndinn þar
Valgeir Björnsson, drukknaði á
firðinum 14. desember með
tveimur fóstursonum sínum.
Ekkja hans, Sigriður Guð-
mundsdóttir frá Purkey, hætti
búskap vorið eftir og tók ég þá
jörðina til ábúðar, en eignaðist
hana ekki þá, því hún var lofuð
sýslumanni, Þorsteini Þor-
steinssyni, sem þá var búsettur
í Búðardal. Ég var leiguliði hjá
honum allt þangað til 1960, þá
keypti ég jörðina og siðan hefur
hún verið í minni eign/og síð-
ast liðið vor var ég búinn að
búa á Utra-Felli í 40 ár og sam-
tals er ég þá búinn að búa sem
kallað er í 53 ár.
Nú fluttir þú hús og mann-
virki frá gamla Ytra-Felli og til
þess staðar, sem nú er Ytra-
Fell. Hvenær hófst þú handa
með það að byggja á þessum
nýja stað?
Ytra-Fell var þannig lagað að
túnið var litið, grýtt og bratt og
ómögulegt að rækta neitt þar og
því var það árið 1955 að mér
datt í hug að flytja peningshús-
in út á svokallað Torfnes. Þar
hafði ég ræktað dálítið ög þar
var möguleiki til að gera tölu-
verð tún. Þar byrjaði ég á þvi
að byggja hlöðu og fjárhús árið
1955. Nú, þegar svo var komið,
að húsin voru risin, þá fannst
manni það nú óþægilegt hvað
útihúsin voru langt frá sjálfu
búinu, eða um tvo kílómetra, og
1959 þá byrjuðum við á að
byggja íbúðarhús þarna og gát-
um flutt í það 1961, þá var það
nokkurn veginn fullklárað. Sið-
an höfum við búið þarna og
aukið skepnuhúsin. Það er eig-
inlega fóstursonur minn, Þor-
steinn, sem hefur nú tekið að
miklu leyti við búskapnum. Ég
hef búið síðan 1923 með systur
minni, Halldóru Ingiríði Ólafs-
dóttur og við höfum alið upp
algjörlega frá þriggja ára aldri
Þorstein Pétursson og að
nokkru leyti dreng úr Reykja-
vík, Hafstein Björgvin Kristins-
son, og þeir hafa verið okkur
elskulegir vinir og gert allt fyr-
ir okkur, sem þeir hafa mögu-
lega getað. Hafsteinn er nú fyr-
ir nokkru fluttur til Reykjavík-
ur og orðinn þar fjölskyldumað-
ur. Hann kemur til okkar
venjulega á hverju sumri og
dvelur hjá okkur eftir því sem
ástæður leyfa.
Jörðin Ytra-Fell var talin
slægnalaus hvað engjar snerti,
það voru nokkrir hólmar, sem
nytja mátti svo og túnið og því
ómögulegt að hafa þar stórt bú,
en núna er hægt að hafa á jörð-
inni um 300 fjár og 4—5 naut-
gripi.
Þegar komið er að Ytra-Felli,
er fallegt þar yfir að lfta, eins
og vfða út með ströndinni.
Strönd og hlfðar vfða klæddar
skógarkjarri og lognkyrrar vfk-
ur og vogar fyrir landi — og
hólmar og eyjar úti fyrir. Eru
nokkur hlunnindi á Ytra-Felli?
Já, það eru hlunnindi. Það
var fyrst og fremst áður fyrr
selveiði, svona 20 vorkópar og
dálítið varp, en það er nú eins
og gerist og gengur, það var
ófögnuður fluttur inn í landið,
minkurinn, og mæðiveikin
óbeinlínis, og það verkaði nú
þannig vegna mæðiveikinnar
að tófan lagðist á hræin þegar
féð var að drepast út um hag-
ann og fyrir það fór hún í varp-
ið og gjörspillti því. Og minkur-
inn hefur verið þarna viðloð-
andi alltaf meira og minna og í
staðinn fyrir að fá svona 9 kíló
af dún fæst núna hálft þriðja.
Nú, en aðalhlunnindin á
Ytra-Felli núna er laxveiðin í
Flekkudalsá. Þegar við komum
þangað voru engar veiðitekjur,
en síðan var stofnað fiskirækt-
arfélag og áin leigð á s.l. ári.
Þá gaf það af sér á fjórða
hundrað þúsund leigan eftir
laxveiðina.
Guðmundur, nú hefur þú
staðið í ýmsu um dagana, þú
hefur verið bóndi og tekið auk
þess mikinn þátt í opinberum
félagsmálum. Getur þú nokkuð
sagt mér frá þeim störfum þfn-
um?
Félagsmálin, já. Það er nátt-
úrulega dálítið, en fyrst verð ég
að segja frá þvi að 1916, 16.
april, þá var stofnað ungmenna-
félag i Fellsstrandarhreppi og
stofnandinn að því var Sig-
mundur Þorgilsson frá Knarr-
arhöfn. En það er ungmennafé-
lagið, sem ég get ekki metið
hvað ég á í raun og veru mikið
að þakka, því að það var nú
þannið lagað, að ég naut engrar
skólagöngu að heitið gat, ég var
einn mánuð hjá kennara og það
var öll fræðslan, sem ég fékk að
undantekinni dálítilli fræðslu á
heimilinu. En eftir að ég kom í
ungmennafélagið þá var það nú
þannig, að við héldum oft fundi
og vöndumst á það að tala og
það hefur verið minn bezti
skóli, því að síðan hef ég oft
látið meiningu mína í ljós, þeg-
ar ég hef komið á mannafundi,
þar sem rætt var um hin og
önnur mál.
Árið 1931 var ég kosinn í
hreppsnefndina og á fyrsta
fundi kosinn oddviti og við það
starf var ég í 35 ár, en hætti
þegar ég varð sjötugur. Mér
fannst það alveg sjálfsagður
hlutur að það heyrði undir það
sama og opinber störf að taka
sér þá hvíld frá störfum þegar
maður er kominn á þann aldur.
Ég var í stjórn Ræktunarsam-
bands V-Dalasýslu, sem var
stofnað litlu eftir 1940 og ég á
margar ljúfar endurminningar
frá þeim góðu félögum, sem
með mér unnu að þeim málum
og vil ég sérstaklega nefna Þór-
ólf Guðjónsson frá Fagradal og
Brynjúlf og Gísla frá Hvalgröf-
um. Þessir góðu vinir eru nú
allir dánir og í huga mínum er
ég þakklátur fyrir samvinnuna
með þeim og mörgum öðrum að
ræktunar- og framfaramálum í
héraðinu.
Spjallað við Guð-
r
mund Olafsson,
bónda á Ytra-
Felli, áttræðan
Nú, ég gleymdi að minnast á
það, að hreppsnefndarmennirn-
ir voru mér ákaflega kærir
margir, sem ég vann með, en
sérstaklega voru þó tveir, sem
skýtur oftast upp í huga mín-
um. Þeir eru nú báðir fallnir
frá, það eru Magnús Jónasson,
sem var bóndi í Túngarði og
Þórður Kristjánsson á Breiða-
bólsstað. Ég minnist þeirra og
eiginlega allra, sem ég vann
með í hreppsnefndinni með
þakklæti og virðingu fyrir
drengskap og vel unnin störf.
Guðmundur, þú hefur nú
komið vfða við. Þú hefur verið
lengi 1 sóknarnefnd Staðarfells-
kirkju og sóknarnefndarfor-
maður um árabil og lengi 1
sýslunefnd, og ert ennþá, er
það ekki? Geturðu sagt mér
nokkuð skemmtilegt frá sýslu-
fundum?
Já, sýslufundir. Ég fór á
fyrsta sýslufundinn 1952 og hef
verið í sýslunefnd síðan. Ég á
margar góðar og skemmtilegar
minningar frá þeim fundum.
Ég eignaðist þar marga ágæta
kunningja, sem sumir eru nú
dánir, og ég færi þeim öllum,
bæði lifs og liðnum, innilegar
þakkir fyrir allar gleðistund-
irnar og samvinnuna.
Þú manst ekki að segja frá
neinu skemmtilegu atviki frá
sýslufundi?
Já, ég skal nú ekki segja það.
Það er nú eins og gerist og
gengur að þegar maður er kom-
inn á þennan aldur, þá fer nú
kannski ýmislegt að ryðga og
það er ekki ástæða til þess að
rifja það upp.
Nú, þegar þú ert orðinn átt-
ræður, Guðmundur, þá dettur
manni það í hug, að þú berð
aldurinn alveg sérstaklega vel
og ert oft gjarnan yngstur f
anda þar sem fleiri eru saman
komnir, þó yngri séu. Hvað
mundir þú nú vilja segja við
ungu kynslóðina, ef þú ættir að
gefa henni heilræði?
Unga fólkið t dag, já, ég efast
ekkert um að sem betur fer er
fjölmargt af því ágætlega vel
gefið og ég lít svo á að það sé
bjart framundan fyrir þá, sem
lifa nú, ef þá brestur hvorki
hug né dug.
Sérðu engar hættur þar á veg-
inum?
Jú, hætturnar eru náttúru-
lega margar, en ég vil nú ekk-
ert um það segja. Það getur vel
verið, þegar maður er kominn á
þennan aldur, að manni hætti
þá við að taka dálitið djúpt í
árinni, en það er eitt, sem allir
góðir Islendingar þurfa að hafa
í huga, og það er það að elska
fósturjörðina og vinna fyrir
hana eftir því sem ástæður og
geta leyfa.
Já, við höfum nú komið nokk-
uð vfða við, en ég veit að það
væri hægt að spjalla við þig
lengi og fá að vita eitt og annað
forvitnilegt, en mig langar nú
til þess í lokin, Guðmundur, að
vita hvað þú vilt segja að end-
ingu, þegar þú horfir frá þess
ur í anda og bjartsýnn á fram-
farir og framsækni þjóðarinn-
ar.
ar.
Þegar ég nú lít yfir farinn
veg, þá get ég ekki annað en
þakkað fyrir það að ég skyldi fá
að lifa þetta tímabil, þegar
þjóðin, sem ég elska, hefur risið
úr — við getum sagt — hálf-
gerðri ánauð og vesaldómi, því
það má með sanni segja, — og
nú býr hún við velmegun og
mætti því horfa glöð fram á
veginn, en það er bara það. Hún
verður að hafa það hugfast, að
trúa á Guð og blessaða landið
okkar og framtið þess og þá
mun henni vel farnast.
Með þessum orðum lauk
spjalli okkar Guðmundar. Hann
er einn af þeim íslendingum,
sem í árroða nýrrar aldar hefur
í anda ungmennafélagshreyf-
ingarinnar unnið að framfara-
málum héraðs síns og þjóðar og
lagt gjörva hönd á margt það,
sem verða mátti helzt til upp-
byggingar og nokkurs þroska.
Mættum við íslendingar eign-
ast sem flesta slíka menn, sem
af þegnskap og drenglyndi
vinna að framfaramálum þjóð-
ar sinnar án þess að spyrja
ávallt um hagnað og hag á lið-
andi stund.
Guð gefi þér, Guðmundur,
bjart og ánægjulegt ævikvöld
og blessi þér störfin, sem þú átt
eftir að vinna.
t I.J.H.
Kjarnorka T Tl _
,,g kvenhylli: LK «160 gaHian
mál í skammdeginu
Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Ölafsdóttir, Aróra Halldórsdótt-
ir, Kjartan Ragnarsson og Hrönn Steingrfmsdóttir f hlutverkum
sfnum. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum-
sýndi gamanleikinn „Kjarnorku
og kvenhylli“ eftir Agnar Þórðar-
son í Austurbæjarbfói s.l. laugar-
dag, 13. nóv. Sýningin er sett á
svið vegna Húsbyggingarsjóðs
Leikfélagsins, en framkvæmdir
eru nú hafnar við byggingu
Borgarleikhúss. Leikfélagið hef-
ur á undanförnum árum aflað
fjár fyrir húsbyggingarsjóð sinn
með skemmtunum f Austur-
bæjarbfói. Þar hafa jafna verið á
ferðinni gamanmál, til þess hugs-
uð fyrst og fremst að stytta Reyk-
vfkingum og nærsveitafólki
skammdegisstundirnar. Má þar
minna á revíuþættina: Þegar
amma var ung og Nú er það svart,
Húrra krakka, sem var á fjölum
bfósins f fyrra og Spanskfluguna,
sem raunar flaug um land allt
fyrir fimm árum. — Að þessu
sinni er fslenzkur gamanleikur á
ferðinni, enda leikár Leikfélags-
ins helgað fslenzkri leikritun.
Kjarnorka og kvenhylli var
frumflutt f Iðnó 1955 og var síðan
sýnt alls 71 sinni í Iðnó, en sú
aðsókn var einsdæmi þá. Leik-
stjóri var Gunnar R. Hansen, en
með helztu hlutverkin fóru Þor-
steinn ö. Stephensen, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Brynjólfur
Jóhannesson, Árni Tryggvason og
Helga Bachmann.
Kjarnorka og kvenhylli fjallar
mest um stjórnmálavafstur og
baktjaldamakk f pólitfk, um ástir
og úraníumdrauma, sem minna
um sumt á stóriðjudraumsýnir
nútfmans. Þetta er verk síns tíma,
en býr eigi að síður yfir notalegfi
og þó háðskri gamansemi, sem
höfðar til fólks nú sem endranær.
Leikstjóri verksins nú er Sigríð-
ur Hagalín og er þetta frumraun
hennar i leikstjórn. Leikmynd
gerir Jón Þórisson. Þorleif al-
þingismann leikur Guðmundur
Pálsson, Karitas konu þingmanns-
ins leikur Margrét Ölafsdóttir,
Sigrúnu dóttur þeirra Ragnheið-
ur Steindórsdóttir, Sigmund
bónda Jón Sigurbjörnsson. Kjarn-
orkusérfræðinginn dr. Alfreðs
leikur Kjartan Ragnarsson,
Kristínu vinnukonu Valgerður
Dan, Valdimar stjórnmálaleiðtoga
Gisli Halldórsson, Elías sjómann
Jón Hjartarson. Þrjár fasmiklar
frúr leika þær Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Áróra Halldörs-
dóttir og Hrönn Steingrímsdóttir,
Bóas þingvörð Karl Guðmunds-
son, Epara prófessor Klemens
Jónsson og blaðsöludreng Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir.
Önnur sýning verður á miðviku-
dagskvöld.
Enn lækk-
ar fiskverð
í Bretlandi
SKUTTOGARINN Sólberg frá
Ólafsfirði seldi 83,1 tonn af
fiski f Grimsby f fyrradag fyrir
35.285 pund eða 10.6 milljónir
króna, meðalverð á kfló var kr.
131, sem er það lægsta sem
fslenzkt skip hefur fengið f
Bretlandi f margar vikur.
Þær fréttir bárust frá Bret-
landi að Sólberg hefði tapað
mikilli vigt, þar sem nokkur
hluti fisksins var f kössum.
Eftir nokkurt þóf var kössun-
um komið í land, og var aðeins
viðurkennt að 45 kg af fiski
væri í hverjum kassa, en úr
þeim fást yfir 50 kíló hér á
landi. Ekki var hægt að losa
kassana, og verður því að
senda kassana á eftir Sólbergi
til landsins.