Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 Paul Ward Minning Fæddur 31.12. 1914 Dáinn 6.11. 1976. «Ég dey og ég veit nær dauðann að ber. ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnan mér hentust er, og eilífs líf upspretta er fundin.“ Ofangreint sálmavers kom í huga mér þegar ég frétti lát Páls, á vissan hátt tengt hversu skyndi- lega kallið kom, á annan hátt tengt þeirri trú og þeirri lífsskoð- un sem Páll hafði. Kallið til umbreytingarinnar kom snöggt — fyrirvari var enginn — og við sem eftir sitjum söknum vinar í stað. En vissulega ber okkur að þakka, þakka fyrir þann tíma sem við nutum samvista við Pál, hvort heldur var við vinnu eða í tóm- stundum, við veiðar eða á hans ágæta heimili. Vinna Páls hér á landi var fólg- in í eftirliti með verkum fram- kvæmdum íslenskra verktaka fyrir bandarfsk heryfirvöld. Sam- skipti hans við starfsmenn verk- takanna mótuðust ætfð af góðvilja og lipurð, en festu og þeirri tilætl- un að báðir aðilar skiluðu þvf sem um var samið. Það var lærdóms- rfkt að kynnast sjónarmiðum Páls og þeirri rfku íslensku þjóðernis- kennd sem hann hafði, jafnframt þvf að hann var meiri Bandarfkja- maður en flestir þeir landar hans sem við kynntumst við þessi störf. Hin fslenska þjóðernishyggja Páls birtist mér í þeirri vissu hans að Islendingar hefðu alla mögu- leika til að framkvæma hin marg- víslegustu verk og að krefjast afkasta og samviskusemi af okkur — af því að við værum Islending- ar og okkur bæri því að skila góðu verki. Slík áskorun hvetur til afkasta og til glímu við að leysa verkefni, sem ekki höfðu verið áður leyst hér á landi. Páll var eins og við öll, mótaður af bernsku sinni og uppeldi. Hann ólst upp f Marylandfylki í Banda- ríkjunum, héraði auðugu af veiði, fiski og fugli, héraði með fallega og fjölbreytilega náttúru. Slíkt umhverfi skapar og mótar veiði- manninn þegar í æsku, enda hafði Páll ætíð hið mesta gaman af veiðum. Honum fór eins og flest- um sem stunda veiðar, þeir fá glöggt auga fyrir náttúru lands- ins, fjöllum, auðnum, gróðurlandi og lífverum. Tengdur náttúru- skoðuninni var áhugi hans á ljós- mýndun. Fyrir okkur sem kynntumst Páli í starfi, varð kynningin hvatning og hún þroskaði okkur vegna þeirra krafna sem hann gerði til starfa okkar. Við sáum aðra hlið á Páli þegar við vorum saman með honum i tómstundum. Fast gildismat byggt á kristnum lffsskoðunum mótaði skoðanir hans og samskipti. Hann var gleðimaður og naut sfn f hópi og hann skildi á milli starfs og tóm- stunda. Samveran við hann á þessum stundum leiddi til meiri víðsýni og virðingar fyrir lands- ins gæðum. En við sem komum á heimili Páls og Ágústu konu hans og urðum aðnjótandi gestrisni þeirra, við kynntumst nýjum Páli, fullum af umhyggju og ástúð, heimilisföður sem lét sér annt um eiginkonu, stjúpbörn og fóstur- son, bjó heimili sitt hinum besta búnaði og sem naut að sjá til þess að öllum liði sem best. Páll lét oft í ljós ánægju si na yfir hjóna- bandi þeirra Ágústu og þeim meginþætti sem Agústa var í lífi hans. En nú skilja leiðir um stund. Okkur sem höfum sömu lffsskoð- un og Páll, ber að trúa þvf að kallið hafi komið þegar „ábati dauðinn er“ og um leið og við söknum Páls og hörmum að hann er ekki lengur meðal okkar, þá biðjum við honum allrar bless- unar á þeim brautum sem hann nú gengur og þökkum fyrir sam- verustundirnar. Ágústu, börnum hans, stjúp- börnum og fóstursyni votta ég mfna dýpstu samúð. Megi minn- ingin um góðan dreng og fullvissa um framhaldslif verða þeim til styrktar. Óskar Guðmundsson. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni f Reykjavík, mánu- daginn 15. nóv. 1976, kl. 1.30 e.h. Palli eins og við kölluðum hann, fluttist hingað til lands 5. júlí 1949 og starfaði hér óslitað til hinstu stundar. Störf hans á vegum varnarliðs- ins voru tengd byggingum mann- virkja á Keflavíkurflugvelli og fleiri stöðum, ásamt breytingum á þeim. Eins og nærri má geta voru samskipti hans við tslendinga mikil öll þessi ár, en okkur hætti til að gleyma þvf að við ættum viðskipti við útlending, þvf hann skildi vel og talaði fslenzku, var auk þess gerkunnugur landi og þjóð og talaði um ýmsa afskekkta staði á landinu eins og þeir einir geta sem hafa ást á landi sfnu. Vegna starfs sfns dvaldi hann á fleiri stöðum en Keflavíkurflug- velli, svo sem við uppbyggingu stöðvarinnar á Stokksnesi við Hornafjörð, á Langanesi og f Aðalvfk. Auk þess var hann áhugasamur laxveiðimaður og ferðaðist vfða um landið. Hann var radíóamatör og starfaði f frf- múrarareglunni og var einn af stofnendum félags þeirra á flug- vellinum. Vegna alls þessa eignaðist hann fjölmarga vini um allt land, og átti með þeim margvísleg sam- eiginleg áhugamál. Palli var tvfgiftur. Seinni kona hans, sem lifir mann sinn, bjó þeim yndislegt heimili að Stóra- gerði 20, Reykjavfk, og vildi hann hvergi frekar búa en í íslenzku umhverfi, enda var það viðkvæði hjá honum, þegar hann kom úr ferðalögum erlendis, „það er gott að vera kominn heim“. Okkur er ljóst, sem höfum starfað meira og minna með þess- um vini okkar í öll þessi ár að mahnkostir verða ekki metnir eftir þjóðerni, heldur búa þeir í einstaklingnum, og Palli var einn af þeim sem kært er að minnast, og þar koma landamæri eða fjar- lægðir ekki málinu við, eftir að kynni hafa tekist. Frú Ágústu, börnum hans og fósturbörnum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Genginn er góður drengur, Keflavfkurverktakar. Kveðja frá samstarfsmönnum I.A.V. Um síðast liðna helgi barst okk- ur sú helfrétt að Poul Ward, okk- ar náni og kæri samstarfsmaður í nær 30 ár, væri látinn. Þó við vitum 011 að þannig endar lífið, erum við alltaf jafn óviðbúin slfk- um harmfregnum. Poul Ward, oft höfðu þessi orð hljómað bæði beint, í síma, talstöðvum og vfðar, enda var okkur öllum sem með honum unnum ljóst hvers vegna þetta var svona, en það var ein- mitt manngæzka hans og vilji til þess að leysa hvers manns vanda, sem þessu olli og skipti þá ekki máli hvort þetta var einstaklings- bundið eða félagslegs eðlis. Poul mun hafa komið til tslands á árinu 1949, og dvaldi og bjó hér ávallt sfðan, enda veit ég að hann unni tslandi mikið bæði landi og þjóð, og loftslagið blátt áfram elskaði hann, og í samræmi við þetta valdi hann sér fslenzkan lffsförunaut, Ágústu S. Ágústs- dóttur, hina ágætustu konu sem ávallt reyndist manni sfnum stoð og stytta f blfðu sem strfðu, en Páll eins og við samstarfsmenn hans kölluðum oftast, var ekki bara hjálparhella sfns heimilis heldur lfka f miklum mæli okkar sem með honum unnum. Alltaf var hann reiðubúinn að greiða fyrir, og eða úr hvers kyns vanda, sem að höndum bar hvort sem það var félagslegs eðlis eða ein- staklingsbundið, en það voru ekki bara við lslendingarnir sem nut- um hans góðu samskipta heldur og ekki síður landar hans sem Framhald á bls. 30 Systir okkar, SIGURBJORG VILHJÁLMSDÓTTIR Hólavallagötu 5. Reykjavík andaðist að Hrafnistu, þann 1 2 nóv Jarðarförin ákveðin síðar Olgeir Vilhjálmsson, Ingvar Vilhjálmsson, Kristinn Vilhjálmsson. t Maðurinn minn faðir okkar tengdafaðir og afi. GUNNAR PÁLSSON skrifstofustjóri frá Hrísey Lynghaga 13. andaðist í Borgarspítalanum að morgni laugardagsins 1 3. nóvember Ingileif Bryndfs Hallgrímsdóttir. Hallgrfmur Páll, Gunnar Snorri, Áslaug. Steinunn Helga, Ingileif Bryndfs. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÚLÍUS BJÓRNSSON rafvirkjameistari Ægissfðu 101 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 17. nóvember kl. 10 30 Ingibjörg Guðmundsdóttir og synir. Bróðir okkar, t SKAFTI EGILSSON Melgerði 4, Kópavogi verður jarðsunginn frá nóvember kl 2. Frfkirkjunni f Hafnarfirði þriðjudaginn 16 Þeim. sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög Fyrir hönd vandamanna. Systkini hins látna. t Hjartans þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför SIGURGEIRS KARLSSONAR. Bjargi, Miðfirði. Anna Axelsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. _____________________________________—----------------------- t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðaför V INGIBJARGAR FILIPPUSDÓTTUR fyrrverandi Ijósmóður Hellum, Landsveit. Hlöðver F. Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Friðþjófur Strandberg, Áskell Magnússon, Guðmundlna Magnúsdóttir, Ingibjórg Magnúsdóttir. Þorsteinn J. Þorsteinsson, Lilja Eirfksdóttir, Jón Hjartarson. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR ÁMUNDÍNUSSONAR, hárskerameistara. verður gerð frá Dómkirkjunni, 1 6 nóv kl 10 30 fh. Blóm vinsamlega afþökkuð ólafia Guðnadóttir, Davfð Haraldsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Friðrik Haraldsson, Anna Birgisdóttir, og barnaborn t Útför móður okkar. tengdamóður og ömmu, BRYNHILDAR JÓHANNSDÓTTUR Ljósheimum 20. fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 6 nóv kl 3 Erla Júlfusdóttir, Birgir Stefánsson, Þórlaug Júlfusdóttir, Sverrir Valdimarsson, Jóhann Júlfusson, Valdfs Hagalfnsdóttir, og barnabörn. Eiginmaður minn PAULT. WARD verkfræðingur Stóragerði 20 verður jarðsunginn mánudaginn 15. nóvember kl 13 30 frá Dómkirkjunni I Reykjavik Fyrir hönd aðstandenda Ágústa Ward. t Útför eiginmanns míns SIGURÐAR JÓNSSONAR bifreiðastjóra Hvassaleiti 30 fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 6 nóv. kl. 1 30 Fyrir hönd vandamanna, Sigrfður Emelfa Bergsteinsdóttir. t Alúðar þakkir færum við öllum sem önnuðust, SVAVARMARKÚSSON og veittu honum styrk i veikindum hans og einnig þeim fjölmörgu er heíðruðu minningu hans og sýndu okkur hluttekningu. Kristfn Pálmadóttir Anna Elfn Svavarsdóttir Berglind Svavarsdóttir Markús Einarsson Elfn E. Sigurðardóttir Pálmi Jósefsson. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför SKÚLA H. MAGNÚSSONAR Rauðagerði 56 Eiginkona. böm, barnabörn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.