Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1976 23 Sveinbjörn Jónsson (t.v.) og Erland Westbye. Uppgræðsla vega- kanta gengur vel NYTT JOLAKORT FRÁ ÁSGRÍMSSAFNI EINS og flestum er kunnugt þá hefur Vegagerð ríkisins nú I seinni tíð sáð grasfræi og áburði I sár þau sem myndast hafa við vegagerðarfram- kvæmdir. Fyrst um sinn var um handdreifingu vinnuflokka Vega- gerðarinnar að ræða, en nú hin síð- ustu 4 sumur hefur þetta verk verið unnið á vegum Sáningar hf. með þar til gerðum tankbll sem „sprautar" blöndu fræs, áburðar og vatns, auk bindiefnis í sumum tilfellum, yfir svæði við vegarkant. Hefur bifreið þessi nú starfað eitthvað I öllum kjördæmum landsins, og að sögn eru viðkomandi aðilar ánægðir með árangurinn Það var á árinu 1971 að Sveinbjörn Jónsson í Ofnasmiðjunni rakst á grein í norsku tímariti um vatnsdreifingu fræs og áburðar meðfram vegarköntum í Noregi. Vegna áhuga á uppgræðslu almennt, setti Sveinbjörn sig í sam- band við höfund greinarinnar, Norð- manninn Erland Westbye, en hann er sérfræðingur um gróðurfar, og hlutuð- ust þeir til um að fyrirtækið Sáning hf var stofnað Keypti fyrirtækið dreifing- artæki, sem hverju sinni getur tekið 5 þúsund litra af dreifiblöndu. Samning- ar um dreifingu fræs og áburðar með- fram vegum landsins náðust við Vega- gerð rikisins, og var hafist handa á árinu 1973, en dreifing fer fram frá maílokum til byrjun ágúst. Síðan hefur verið unnið að dreifingu viðs vegar um land síðustu fjögur sumur. í byrjun átti fyrirtækið við nokkra erfiðleika að striða vegna bilana á tækjum og bif- reið, en seinni hluta timabilsins hefur þetta gengið að mestu snurðulaust, að sögn Sveinbjarnar Sveinbjörn giskaði á að það væru tæpir 2000 hektarar sem dreift hefði verið í fyrir Vegagerð- ina og áburði hefur verið dreift i aðra 1 500 hektara Þá hefur og verið unnið dálitið fyrir aðra. í hvern hektara fara um 40 kg af grasfræi þ.e. um 25 kg túnvingull og 1 5 kg af vallarsveifgrasi. Áburður sá sem blandað er saman í blönduna er kjarni og þrífosfat. Stund- um er notað bindiefni í blöndunni. Er það gert til að tryggja að grasfræið og áburðurinn nái að festa rætur og spira i stað þess að renna á brott þar sem vegarkantur er nokkuð hallandi. Þetta efni er nokkuð dýrt og hefur ekki neina yfirburðakosti að sögn verkfræðinga Vegagerðarinnar, svo sennilega verður horfið frá því að nota það, nema að til komi ódýrara bindiefni, en nú er ein- mitt verið að gera tilraunir með tættan blaðapappír og hafa þær tilraunir borið góðan árangur i Noregi en þar hefur Westbye notað slfkt bindiefni með ágætum árangri. Að sögn Rögnvalds Jónssonar verk- fræðings hjá Vegagerðinni, sem haft hefur umsjón með sáningunni, hefur þessi sáningaraðferð tekist vel Sagði hann Sáningu hf. hafa staðið við það sem beðið var um Kostnað Vegagerð- arinnar í þessum framkvæmdum sagði hann vera um 39 milljónir króna. Næði sú tala bæði yfir efni og vinnu Ekki sagðist Rögnvaldur geta tjáð sig um framhald á þessu verki þar sem samningar væru aðeins gerðir til eins árs i senn Væri hann þó ángæður með verkið og verkefni sagði hann vera til frekara framhalds Sveinbjörn sagðist vilja geta þess að verkið hefði i alla staði verið ánægju- legt að vinna Samstarfið við Vega- gerðina hefði verið hið ákjósanlegasta. Sagði hann fyrirtækið einnig hafa notið mikillar velvildar með fjármálafyrir- greiðslu hjá Búnaðarbankanum. Þá hefðu þeir einnig verið heppnir með allan starfskraft þessa þrjá mánuði sem verk stæði yfir, og einnig hefðu góðir menn fengist i hlutafélagið um tækja- kaupin Danskir herra- og dðmu- inniskðr VANDAÐ OG FJÖLBREYTT ÚRVAL VE RZLUNIN 1 EYsiPP Batikmyndir Sigrúnar til sýnis í NY EIN glæsilegasta skart- gripaverzlun New York borgar, „Cartier“, á fimmtu breiðgötu, sýnir um mundir þrjár batik- myndir eftir Sigrúnu Jóns- dóttir. Verða myndirnar til sýnis frá 10. nóvember og í tvær vikur. Sigrún er þekkt víóa um heim fyrir batik- og kirkjumyndir sínar og hefur hún hloiió mörg verð- laun fyrir þær, m.a. í Monaco 1968. Það er aóalræðismannsskrif- stofa Islands í New York og Loftleiðir sem hafa haft milli- göngu um þetta mál. Biblían og spíritisminn Ut er kominn bæklingurinn „Biblfan og spiritisminn" eftir Benedikt Arnkelsson cand. theol. Utgefandi er Þríeykið á Akureyri og er ritið 16 blaðsíður. Jólakort Asgrímssafns á þessu ári er prentað eftir olfumálverk- inu Vor á Húsafelli. Myndin er máluð árið 1950. Þetta kort ver gert f minningu aldarafmælis Ás- grfms Jónssonar á þessu ári, og verður ekki endurprentað. Kortið er í sömu stærð og hin fyrri listaverkakort safnsins, með íslenzkum, dönskum og enskum texta á bakhlið, ásamt ljósmynd af Asgrími, sem Ósvaldur Knud- sen rók af honum árið 1956. Myndiðn sá um Ijósmyndun, Lit- róf gerði myndamót, en Vikings- prent hf. annaðist prentun. Einnig hefur safnið látið endur- prenta nokkur kort sem ófáanleg hafa verið um árabil, þeirra á meðal Ur Svarfaðardal, Úr Mý- vatnssveit og Hver f Krýsuvík. Það er föst venja Asgrímssafns að byrja snemma sölu jólakort- anna til hægðarauka fyrir þá sem langt þurfa að senda jóla- og ný- árskveðju, en þessar litlu eftir- prentanir af verkum Ásgríms Jónssonar má telja góða land- kynningu. Listaverkakortin eru aðeins til sölu í Ásgrimssafni, Bergstaða- stræti 74, á opnunardögum, og í verzlun Rammagerðarinnar í Hafnarstræti 17. Ásgrímssafn er opið sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30—4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.