Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 1

Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 1
Húsfreyjan SL Sandi M Hér fara á eftir tveir kaflar úr bókinni „Húsfreyjan á Sandi“, en það er minningabók, sem Þóroddur Guðmundsson rithöfundur skrifar um móður sína. Kaflarnir eru birtir með leyfi höf- undar og útgefanda. Guðrún Oddsdóttir Kaupstað- arferð Allan guðslagan daginn, 31. maí 1919, faldi sólin sig handan skýja- hulu yfir þeim vegum, sem voru móður minnar og mínir. Og þess dags mundi ég sakna flestum dög- um fremur, ef hann týndist úr minni mínu, því að á þeirri leið, sem hrossin okkar lögðu undir fót, var önnur og blessaðri birta en á hverri leið annarri, þó að sólin skýldi sér bak við ský. Það blakti varla heldur hár á höfði né blað á grein, svo friðsæl og fagnaðarrík var sú kyrrð. Við lögðum af stað heiman að um dagmálin, ég á Afa-Rauð, en móðir mín hafði Móskjónu til reiðar. Leiðin lá fyrst austur með hrauninu, með klappir og kjarr birki og einis, grávlðirunna, lyng og lóukvak, þrasta- og sólskrfkju- söng á hægri hönd, en mýri og tjarnir til vinstri, krlur og spóa yfir höfðum okkar og hrossa- gauka, sem ýmist hneggjuðu I öll- um áttum hæst með himinskaut- um eða flugu undan fótum farar- skjóta, svo að þeir tóku hliðarspor af hræðslu út fyrir alfaraveg. Að baki heyrðist ómur af fossanið úr fjöllum. Einu hljómarnir sem rufu kyrrð morgunsins, voru því frá vötnum og raddfærum fugla. Einstaka kind jarmaði þó I mýra- sundi og mó, klettum og klungr- um hraunsins. Allar voru raddir þessar með blæ fagnaðs og friðar, sem var æðri öllum skilningi, von og vissu, ótalrödduð hljómsveit með engum hjáróma hreim, öll samstillt og sælurík, blandin ilmi og angan frá vakandi blómum og grösum þessa gifturíka vors. Dauði lamba hafði verið lltill sem enginn, jörðin kom græn undan snjónum, gróðurinn þaut upp úr hverju barði, varpið var byrjað og búið að leysa kýrnar út. En einmitt það hefur oft verið sett I samband við kaupstaðar- ferðir. Og I kaupstaðinn vorum við móðir mín að fara, hún til að verzla, en ég var fylgdarmaður hennar og hestasveinn. Það var trúnaðarstarf sem ég var hreyk- inn af og hjartans glaður yfir að vera talinn fær um. Hvannaleggirnir I litlu hólmun- um við Laxárbrýrnar voru farnir að teygja sig upp I ljósið, og straumandirnar klufu flauminn á flúðunum sunnan þeirra. tJr Heiðarenda blöstu við æðar- hólmarnir I Mýrarvatni, þar sem kollurnar voru að hreiðra sig, en blikarnir stærðu sig af brúð- kaupsklæðum sínum á sundunum Guðmundur Friðjónsson milli þeirra. Úið I æðarfuglinum yfirgnæfði þar öll önnur hljóð eins og voldugur kór, en öldu- gjálfrið I Laxárstrengjum lék undir sem hörpuspil. Svo riðum við yfir Kvfslarbrúna austan Heiðarenda. Niðurinn I Mýrar- kvísl var mjúkur sem lindarhjal. Við Söludeild Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavlk stigum við af baki hrossunum. Ég tók við þeim og flutti þau út á Höfða, en móðir mln brá sér þegar inn i búðina til að líta á álnavöru og aðrar nauð- synjar, sem hana vanhagaði um. Hlutvérk hennar voru margþætt. Fyrir utan barnauppeldi, þjónustubrögð, matreiðslu, tóskap og viðgerð á fötum heima, varð hún að draga I búið allt, sem nöfnum tjáir að nefna: nálar, töl- ur og tvinna, öryggisnælur og efni i margs konar föt. Ég var henni til aðstoðar við verzlunina og gætti fengins fjár, svo að það glataðist eigi. Móðir mín átti vinkonu á Húsa- vík, Þurlði dóttur Björns og Sigurveigar á Jarlsstöðum, sem áður voru nefnd. Hún bjó I hús- inu Jörva á sjávarbakkanum. Þurfður var gift Kristjáni Sigur- geirssyni verkamanni. Þau áttu nokkrar kindur, eins og margir fleiri Húsvíkingar I þá daga, og höfðu fengið lánað engi á Sandi sumarið fyrir til að heyja handa þeim, af þvl að sprettan á túninu þeirra hafði brugðizt sem víðar eftir frostaveturinn mikla 1918. Höfðu þá foreldrar mínir skotið skjólshúsi yfir þau hjón og fleiri, þegar kólna tók um haustið og ónotalegt varð að sofa I tjöldun- um á nóttum. Til endurgjalds bauð nú Þuríður okkar mæðgin- um að hafa bækistöð I Jörva, meðan við rækjum verzlunar- erindi okkar á Húsavlk. Bar ég bögglana suður eftir til Þurlðar, jafnóðum og móðir mln tók út vörur i Söludeild K.Þ. og víðar. Komið var kvöld, þegar við móðir mln héldum áleiðis heim. Skiptum við milli hrossanna varningnum, bundum sumt við söðulbogann á Skjónu, er mamma reið sem áður, en annað spennti ég aftan við hnakkinn á Rauð,sem var fararskjóti minn eins og fyrr. Eitthvað reiddum við fyrir framan okkur, ég á hnakknefinu, en móðir min I kjöltu sér. Við fórum aðeins fót fyrir fót, og ferð- in gekk þvi heldur seint. Um náttmálin fórum við fram hjá Saltvík, þar sem mestu svarð- arnámur sýslunnar voru þá, áður en almenningur hafði efni á að hita upp hús sin með kolum eða olíu, og þvl síður með rafmagni, langalöngu áður en hveravatnið kom til sögunnar sem hitagjafi húsa. Fólkið var I óðaönn að taka upp svörð, þó að áliðið væri, breiða úr honum og hagræða líkt og heyi á flekkjum fyrir væntan- legan þurrk. Við áðum á Mýrarleiti, tókum af hrossunum reiðtygin, leyfðum þeim að velta sér og bíta gras. Af Leitinu var ágætt skyggni vestur I Sand, þar sem móðir mín hafði nú átt heima næstum því tvo áratugi, enda fyrir löngu farin að llta á þann stað sem rlki sitt. Varð okkur sérstaklega starsýnt þangað. „Heldurðu, að við kom- umst heim fyrir háttatima?" spurði hún mig, hefur líklega ver- ið farin að þreytast. „Það verður nú vísast hæpið,“ svaraði ég. Lengi eftir að móðir mín kom ofan fyrir hraunið, höfðu æsku- stöðvarnar I Garði verið hennar draumaland. En smám saman rót- festist hún á Sandinum líkt og ein af grávíðihríslunum, sem þar I landareigninni vex svo mikið af, og gat ekki eftir þá rótfestingu hugsað sér að taka bólfestu ann- ars staðar, varla dveljast þar degi lengur, enda komst hun aldrei út fyrir Suður-Þingeyjarsýslu, nema einu sinni til Akureyrar, þar sem hún dvaldist stuttan tlma hjá Heiðreki syni slnum og Kristínu konu hans. Hún var sannarlega heimahagans barn. „Þokan beltar sig I Kinnarfjöll- um, og veit á gott, segir Guðrún á Sflalæk stundum," tók ég til máls, „hefur það víst eftir pabba sín- um.“ „Reynslan er sannsögul og henni því óhætt að trúa,“ anzaði móðir min af hógværð, en sann- færingu þó. Logn var veðurs enn sem fyrr, engin alda sýnileg á sjónum, kvikulaust með öllu við sandinn. Eina hjóðið sem heyrðist, var óm- ur af niði frá Æðarfossum. Stöku sinnum létu stelkur og lóa lítils háttar til sín heyra, háttvls og lágvær. Rauður og Skjóna vartust bæði vera búin að fá nægju slna af nýgræðingnum, sem óx þéttur og fagurgrænn I lautinni neðan við kröppu bugðuna á gamla veginum sunnan I Mýrarleiti. Rauður frýs- aði lágt. Skjóna fór að dæmi hans, eins og þau væru að skiptast á orðum. „Ég held, að blessuð skepnan sé orðin fús*á að halda heim, og þau bæði tvö,“ sagði móðir mín, þegar Skjóna tók undir við Rauð. Siðan var haldið áfram, fyrst mót suðri, eftir það sólarsinnis I vestur, eins og leiðin lá. Frá Lax- árbrúm lágu miður glöggir götu- stlgar um hryggi hraunsins og of- urlitið grasi grónar flesjur á milli þeirra. Seltjörn og Kálfadalir sá- ust greinilega sunnan megin gatna, en Sandvatn blasti við á hægri hönd, þegar vestar dró, hrægrunnt. í eyrum okkar söng ótalrödduð sveit hörpuleikara hraunsins, hverju nafni sem þeir nefndust. Ekkert annað rauf kvöldsins kyrrð og þögn. Við móðir mín töluðum víst ekki mikið saman. En á milli okk- ar höfðu myndazt þögul, en ósýni- leg tengsl, er mér finnst enn I dag, að aldrei hafi rofnað. Þvi get ég ekki heldur vísað á bug þeirri hugsun, að varanlegur svefn eða dauði, gleymska né glötun sé eng- in til, slzt af öllu I veröld vors og minninga, og að við mæðgin hljót- um að eiga eftir að hittast fyrir handan fljótið Stryx, er goðafræði Grikkja segir frá. .. Hjá Sandvatni varð okkur báð- um litið um öxl, og við okkur blasti Æruvíkurbjarg norðan við Laxárós. Bjargið var svo bjart sem stæði það I ljósum loga. Þann- ig virtist þá mál með vexti, að gegnum heiðan glugga á hjúpi vesturloftsins yfir Víknafjöllum hafði geislaflóð sólar náð að brjóta sér leið til bjargsins við ósinn og tekizt að rjóða það allt Framhald á næstu síðu Sandur. Kinnarf jöll ( baksýn. Úr miimingabók Þórodds Guð- mundssonar um móður sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.