Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 4

Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NOVEMBER 1976 Þessa mynd tók Hermann Stefánsson á bílasýningunni í London í síðasta mánuði. Myndin er af nýjasta Rover-bílnum frá British Leyland, Rover 3500 en hann vakti mikla athygli á sýningunni. Bíllinn er með V8 vél og nýjum 5-gira gírkassa. Stílhreint mælaborð Nóg pláss er undir vélarhlífinni gott að komast að helstu hlutum. og Toyota Corolla 30, TOYOTA-bílaverksmiðjurnar 1 Japan framleiddu 2.336.053 bfla á sfðasta ári og hafa dregið mjög á Ford, sem hafa næst- stærstu bflaverksmiðju heims. Tíu stærstu bflaverksmiðjur heims voru á sfðasta ári: General Motors, Ford, Toyota, Nissan, Renault, Chrysler, VW, Fiat, British Leyland og Citroen. Toyota Corolla var mest framleiddi bfll hekms 1975. Framleiðslan var 648.965 bílar. t öðru sæti var Nissan (Dat- sun) 1200 með 531.430 og VW Golf f þriðja sæti með 419.620 bfla. Toyota Corolla er nú fáanleg hér í tveim grundvallar- gerðum. Corolla 20, sem er áframhaldandi framleiðsla bflsins eins og hann hefur verið f nokkur ár og Corolla 30, sem hefur algerlega nýtt boddý (frá því f fyrra). Corolla 20 er ein- ungis fáanleg 2ja dyra. Corolla 30 er hins vegar fáanleg f ýms- um útgáfum, 2ja dyra „venju- legur“ eða „hardtop" þá kallast hann raunar 35. 36—gerðin er „station" bfll. Loks er um að ræða Corolla 50 Liftback. Bfll- inn, sem hér verður rætt um er „venjuleg" 2ja dyra Toyota Corolla 30. BILAR eftir BRYNJÓLF HELGASON Corolla 30 er með vélina að framan og drffur hún aftur hjólin (eins og á 20 gerðinni , sem hefur sömu vél). Vélin er 1166 rúmsm , með þjöppun 9:1 og 73 hestöfl (SAE) við 6000 snún. /mfn. eða 55 hestöfl DIN við 6000 snún./mfn. Þessi gerð Corolla vegur 850 kg. óhlaðin, sem er 125 kg meira en 20—gerðin. Vélin má þannig ekki minni vera. Kraft- urinn er hins vegar sæmilegur og hámarkshraðinn eitthvað nálægt 150 km/klst. Hér er f raun á ferðinni ósköp venjulegur bfll, sem er þó mjög smekklega frágenginn og sérlega lipur f akstri. Gfr- skiptingar eru, eins og yfirleitt f japönsku bílunum, mjög léttar og auðveldar, Kúplings- ástig er með því léttasta sem völ er á. Fjöðrunin er fremur stff, a.m.k. á bflnum splúnku- nýjum, blaðfjaðrir að aftan og gormar að framan,. Dekkin eru 13 tommu radfal og með léttan afturenda er auðvelt að láta afturendann fara framúr f beygjum á möl ef aðgát er ekki höfð. Bremsurnar eru mjög gópar, diskar að framan og borðar að aftan og nokkur vökvaaðstoð, gerir ástig létt. Stýrishjólið er fremur Iftið og smekklegt og finnur maður vel fyrir stýringunni. Beygju- radfus er mjög lftill, sem gerir kelift að snúa við á hring, sem er 9,4 m f þver mál. Nokkur vélarhávaði er inni f bflnum strax og vélin fer að snúast á einhverri ferð. Frá- gangur bflsins að innan er vandaður er stflhreint mæla- borðir og gott fyrirkomulag stjórntækja er á sætum. Fram- sætin eru þægileg með há bök (innbyggðir hnakkapúðar). Aftursætið er allgott og fóta- rými ákvarðast af stöðu fram- sætanna. Miðstöð og loftræst- ing er ágæt. Hitastrengir eru f aftur rúðu. Lengdin er 399,5 sm, breidd 157 sm og hæð 137,5 sm. Hæð undir lægsta punkt er 17 sm. Bensfneyðslan er talin um 8 1/100 km. Tveggja dyra Toyota Corolla 30 kostar nú kr. 1545 þúsund án ryðvarnar. Toyota umboðið er að Nýbýlavegi 10, Kópavogi. .. ILMVOTN T OG BAÐVÖRUR •551 6> Sími 1 7201 meif ROCKWELL í i*eikiiini|iiiii Rockwell 44 RD Verrf kr.10.100 Vz. Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.