Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 10

Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1976 Innrásin í Tékkóslóvakíu fyrir átta árum kom ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Stjórnin í Prag fékk viðvörun, en vildi ekki taka hættuna alvarlega. Frá þessu skýrir fyrrverandi forstjóri tékkneska sjónvarps- ins, Jirí Pelikán, í endurminningum sínum, sem koma út í Þýzkalandi í októberlok. 20. ágúst. Þennan dag fór hver maður rólegur til vinnu sinnar. Það var heitt í veðri. Síðdegis hringdi háttsettur vinur minn til mín: „Jirka, ég verð að láta þig vita, að það var að berast skeyti til utanríkisráðuneytisins frá tékkó- slóvakíska sendiráðinu í Búdapest." „Þar segir, að um þrjúleytið í dag hafi ókunnur maður hringt til sendiráðsins og sagt: — Ég er liðsforingi í ungverska alþýðuhernum, ég hringi úr almennings símaklefa. Ég get ekki sagt til nafns, og spyrjið því einskis, en ég vil skýra ykkur frá því að í dag hef ég fengið skipun um að halda yfir tékkó-slóvakísku landamærin klukkan 23.20. — Síðan hafi maðurinn lagt niður heyrnartólið. .íúI Koi/« Polili/the JcKteMÉ Sozialistische Opposition mderCSSR „Sovézkur liósforingi æt/ar að sprengja útvarpsstödina í toft upp" Jiri Pelikán Jiri Pelikán, fyrrum sjónvarpsstjóri í Prag, skrifar um hernám Tékkóslóvakíu „Hvað segja menn við þessu í utanríkisráðuneytinu?“ „Þeir segja, að hér hljóti að vera um undirróður að ræða. Ein- hver vilji valda misklið og sundrungu. En hvernig sem því er farið, þá höfum við sent þessar upplýsingar áfram til miðstjórn- arinnar, en forsætisnefnd hennar er þegar komin saman til fund- ar.“ Klukkan 23.30 hringdi síminn í íbúð minni. Það var Dusan Havli- cek, deildarstjóri fjölmiðla í mið- stjórninni: „Ég skýri þér frá því, að Sovétmenn hafa farið yfir landamærin," sagði hann. Ég brást hinn versti við. „Ef þú ert orðinn drukkinn og ætlar að reyna að vera fyndinn, þá láttu mig í friöi. Ég verð að fara á fætur klukkan fimm í fyrramáliö og vertu svo góður að lofa méa að sofa!“ „Þetta er ekkert spaug. Nú stendur fundur yfir í forsætis- nefndinni og þar ríkir algert öng- þveiti. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég ráðlegg þér að fara þegar í stað í sjónvarpið eða til miðstjórn- arinnar." Ég klæddi mig í flýti og hringdi í nokkra vini mína til að segja þeim fréttirnar. Þeir brugðust við eins og ég. „Á þetta að vera fyndni?" „Nei, þetta er enginn brand- ari.“ Og brátt heyrðust drunur í flugvélum á himninum yfir Prag. Þær voru I aðflugi að flugvellin- um. Frá hernaðarlégu sjónarmiði var undirbúningur innrásarinnar hinn fullkomnasti. Síðdegis 20. ágúst höfðu tvær sovézkar flug- vélar lent á flugvellinum í Prag. Áhafnirnar staðhæfðu, að um vél- arbilun væri að ræða og þeir yrðu að bíða í Prag eftir varahlutum frá Moskvu. Um borð í vélunum voru far- þegar, sem sagðir voru á leið til Júgóslaviu. Hluti þeirra fékk sér sæti í biðsal millilendingar far- þega, en aðrir fóru í bílum so- vézka sendiráðsins til borgarinn- ar. Nokkrir tékkneskir lögreglu- menn furðuðu sig á þvi, að allir farþegarnir voru í sams konar skóm og báru alveg eins töskur. En þar sem hér gat verið um íþróttamenn að ræða, þurfti þetta ekki að vera svo merkilegt, að þeir töldu. Þegar tékkóslóvakíska stjórnin frétti, að sovézkir herir hefðu far- ið yfir landamærin, taldí hún einnig, að hún hefði tveggja til þriggja stunda frest, þangað til rússneskir skriðdrekar kæmu til Prag. Hún vissi ekki, að á sama tíma hefðu farþegarnir I biðsaln- um tekið vélbyssur úr töskum sín- um og hertekið flugvöllinn á augabragði. Flugvélarnar tvær með „vélar- bilanirnar" reyndust vera hreyf- anlegar radarstöðvar, sem tóku til starfa, um leið og innrásin hófst. Brátt lentu sovézkar herflutn- ingavélar, og úr þeim óku skrið- drekar. Við lendingarbrautirnar biðu þeirra farartæki með dipló- matfskum einkennum sovézka sendiráðsins. í hverju þeirra sátu starfsmenn Tscherwonenkos sendiherra (hann er nú sendi- herra Sovétríkjanna í París), sem skyldu vfsa skriðdrekunum leið- ina til ákveðinna staða f borginni. Þetta var mjög merkileg fram- koma af hálfu sendiráðs hjá „bræðraþjóð". Meðan þessu fór fram, hafði forsætisnefndin að undangengn- um áköfum og ruglingslegum um- ræðum samþykkt ályktunartil- iögu frá Mlynár og Kriegel, þar sem fordæmd var hernaðaríhlut- un Sovétrfkjanna, sem bæði bryti í bága við alþjóðarétt og ákvæði Varsjár-sáttmálans. Sterkur minnihluti — Bilak, Kolder, Rigo og Svestka — var andvígur álykt- uninni. Svoboda forseti hafði komið frá Parg-kastala til bygg- ingar miðstjórnarinnar, en tók ekki þátt f atkvæðagreiðslunni, þar sem hann var ekki í forsætis- nefndinni. Tscherwonenko sendiherra hafði þegar klukkan 23 skýrt Svo- boda frá íhlutun Sovétrfkjanna, sem væri um það bil að hefjast, og var hann eini tékkneski stjóm- málamaðurinn, sem þá fékk vitn- eskju um þessa hluti. Hann hefur því þegar þessa nótt tekið að sér hið nýja hlutverk sitt, enda þótt hann léti lengi breiða út þjóðsög- una um tryggð sfna við Dubcek. Fulltrúar frá Vysocany — verkamannahverfi f Prag — lögðu hart að flokksleiðtogunum að flýja í verksmiðju nokkra, þar sem þjóðvarnarlið verkamanna og tékkóslóvakfski herinn gæti varið Þá. Þaðan gætu þeir sfðan kallað saman 14. flokksþingið og ef til vill tekið upp samningaviðræður. En Dubcek var þeirrar skoðunar, að hvarf hans jafngilti flótta og brotthlaupi og að skipstjóri mætti ekki yfirgefa sökkvandi skip sitt. Sem sagt, hann yrði kyrr... Hinir fhaldsömu kreddutrúar- menn — Indra, Kolder, Bilak, Svestka og Jakes — voru horfnir, og enginn vissi hvert. Sennilega hafa þeir verið búnir að hafa sam- band við Sovétmenn. I þeirra hópi var einnig ringulreið vegna mismunarina á tfma í Prag og Moskvu. Þeir áttu ekki von á inn- rásinni fyrr en um eittleytið um nóttina, og þá ætluðu þeir ná- kvæmlega á þeim tíma að útvarpa áskorun sinni, „hjálparbeiðni" sinni til sovézka hersins, en svo var klukkan ekki nema 23 f Prag, og það hafði sett þá út af laginu. Við sóttum það fast, að ályktun forsætisnefndarinnar, þar sem innrás Sovétríkjanna var for- dæmd, yrði þegar f stað lesin upp f útvarpið, en sendingum þess lauk yfirleitt klukkan eitt. Við afhentum því útvarpinu ályktun- ina og gáfum fréttamönnunum, sem voru á vakt, þau fyrirmæli að hvetja fólk til að vera við útvarps- tæki sfn og senda út alvarlega hljómlist eftir Beethoven og Smetana. Fólk, sem heyrði þessa hljóm- list, vakti nágranna sfna. Margir minntust næturinnar árið 1938 eftir samningana f Mtinchen. Slfk hljómlist boðaði ekki gott. Siðan var byrjað að lesa upp ályktunina, en útsendingin var brátt rofin og algjör þögn rfkti. Stuttu síðar náðu tæknimenn fréttastofunnar sambandi við Ir/f^ í ^ 1 Æm- -/ | M Rússneskir hermenn taka aðalpósthúsiö f Prag. Smrkovský í miðstjórninni. „Póst- málaráðherrann hefur skipað okkur að hætta öllum útsending- um.“ Smrkovský svaraði án þess að hika, að Hoffmann ráðherra væri svikari, sem nú hefði sýnt sitt rétta andlit. Miðstjórnin hef- ur ákveðið að fordæma sovézku hernaöaríhlutunina, sem sagt: lesið upp ályktunina!" sagði Smr- kovský. Utvarpið hélt því útsendingum áfram. Hoffmann og útsendarar hans reyndu árangurslaust að þagga niður í þvf. Þeir fólu fyrr- verandi útvarpsstjóra, Milos Marko, og fyrrvarandi forstöðu- manni fréttastofu CTK, Sulek, að senda út hið bráðasta um allar sendistöðvar og fjarritara hina svokölluðu „Askorun tékkóslóva- kfskra atkvæðamanna (Persön- lichkeiten) til sovézku stjórnar- innar um að koma okkur til hjálp- ar“. En fréttamenn útvarpsins höfðu þegar byggt götuvirki og vfgbúizt f upptökuherbergjunum. Þeir neituðu Milos Marko og er- indrekum leynilögreglunnar, sem voru vopnaðir vélbyssum, um inn- göngu. I fréttastöfu CTK komu ritararnir með ýmsu móti f veg fyrir tilraunir Suleks til að senda þessa „áskorun" gegnum fjarrit- ara til útlanda. Seinna frétti ég, áð nafn mitt hefði verið á lista yfir 30 persón- ur, sem Sovétmenn og tékkóslóva- kíska leynilögreglan átti að hand- taka þegar i stað. En frá þessum tfma bjó ég eins Og flestir vinir mínir í ýmsum íbúðum hjá fólki, sem sýndi mér gestrisni. Morguninn eftir, 21. ágúst, voru sovézku hermennirnir þegar bún- ir að hertaka sjónvarpsbygging- una. Ég fór því til þinghússins, þar sem aukafundur stóð yfir. Það var mjög erfitt að komast þangað, þvf að sovézkir hermenn höfðu umkringt þjóðþingshúsið og meinuðu mönnum aðgang. Við vorum þarna allmargir, sem höfðum sýnt skilríki okkar sem þingmenn og haldið fram þing- helgi okkar. Sovézki liðsforing- inn, sem stjórnaði hermönnunum, skildi ekki, hvað „þinghelgi" táknaði. Hann hafði aldrei heyrt um neitt slíkt fyrr. Hann endur- tók óhagganlega: „Enginn má fara inn!“ („takoi prikas" — þannig er skipunin!) Meðal okkar var fyrrverandi varnarmálaráðherra, Lomský her- foringi. 1 strfðinu hafði hann ver- ið liðsforingi í tékkóslóvakíska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.