Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 11

Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 43 sjálfboöaliðshernum í Sovétríkj- unum og hlotið mörg heiðurs- merki. Haiyi benti á hershöfð- ingja-axlaskúfa sína og hinar so- vézku orður, sem hann bar, og skipaði með rödd, sem þoldi engar mótbárur: „Ég er hershöfðingi! Eg skipa ykkur að hleypa þessum þingmönnum I gegn!“ Hermennirnir, sem voru vanir að hlýða yfirmanni skilyrðislaust, urðu svo agndofa, að þeir viku úr vegi. I þinghúsinu var nú að hefj- ast lengsti og sérstæðasti þing- fundur í sögu tékkóslóvaklska þingsins. Hann stóð í sex daga og sex nætur. Þingmennirnir, sem gátu ekki yfirgefið bygginguna, átu og sváfu I þinghúsinu. Mér tókst að ná slmasambandi við samstarfs- menn mlna. Bygging stjórnar sjónvarpsins var beint á móti þinghúsinu. Klukkan átta að morgni hóf sjónvarpið útsending- ar sínar á fordæmingu á hinni sovézku hernaðaríhlutun. Sam- starfsmenn mínir létu mig vita I slma með reglubundnu millibili, hvað væri að gerast. „Sovézkur liðsforingi hefur komið sér fyrir I skrifstofunni þinni. Hann krefst þess, að við gefum skipun um það I nafni aðal- forstjórans, það er i þínu nafni, að útsendingarnar verði þegar i stað stöðvaðar. Að öðrum kosti muni hann láta sprengja útvarpsstöð- ina I loft upp. Þessi sovézki liðsforingi vissi ekki, að upptökuherbergi frétta- stofu sjónvarpsins voru ekki I þessari byggingu, heldur I öðru borgarhverfi i Prag. Ég lét skila þessu til hans: „Ég Jiri Pelikán, aðalforstjóri tékkóslóvakíska sjónvarpsins, lýt fyrirmælum hinnar löglegu rikisstjórnar og miðstjórnar flokksins undir for- ustu Dubceks. Ég er ekki skyldug- ur til að fara að skipunum liðsfor- ingja innrásarhers." Þegar sovézku hermennirnir ruddust inn í fyrsta upptökuher- bergið, var annað tekið i notkun, síðan hið þriðja og svo koll af kolli, þannig að við gátum haldið áfram útsendingum óslitið. V:ð gerðum ráðstafanir til að setja í gang varastöð. Allt, sem við gerðum i útvarpi og sjónvarpi eftir 20. ágúst, var ákveðið og gert jafnharðan. Ekk- ert var undirbúið, enda þótt hinn opinberi áróður hafi hamrað á því, að vissar tékkóslóvakiskar út- varpsstöðvar hafi notið stuðnings frá Vestur-Þýzkalandi samkvæmt nákvæmri áætlun, sem fyrir hendi hafi verið. Það er tómt þvaður. Þar sem vinnuherbergi okkar voru dreifð um alla borgina, en þær voru fyrst og fremst i einka- ibúðum, höfðum við samband okkar á milli i síma með dulnefn- um. Pelikán hét til dæmis „sval- an“. Samstarfsmaður minn sagði mér frá simtali, sem hefði átt sér stað, meðan sovézkir skriðdrekar voru að umkringja bráðabirgða- sendistöð, sem hann var í. Hann hringdi þegar í stað til vinnuherbergisins, sem ég hafði minnzt á við hann, til að riá sam- bandi við trúnaðarmann. „Ég þyrfti að fá að tala við ,,hænuna“. „Hér er engin hæna,“ var hon- um tjáð á hinum enda línunnar. „Jú, vist! Það er hæna á meðal ykkar, leitið að henni!" „Hver er hænan?" heycðist nú spurt út I herbergið. Ymsir svör- uðu: „Ég er ljónið", „ég er tigris- dýrið“, en enginn var hæna. Menn tóku að ókyrrast i hinni umkringdu sendistöð. „Þið verðir skilyrðislaust að hafa upp á „hæn- unni“, því að sovézkir skriðdrekar hafa umkringt okkur, og þið eigið að taka við af okkur. Verið snögg- ir, við verðum að loka sendi okk- ar! Mér hefur verið falið að flytja „hænunni" þessi skilaboð." Ný rödd heyrðist i hinum enda línunnar: „Hér er engin „hæna". Eruð þið vissir um, að það hafi raunverulega átt að vera hæna?“ — „En hver eruð þér?“ — „Ég get ekki sagt til nafns." — „Eftir þinni rödd að dæma, þá ert þú... Já, einmitt, þú ert „hænan“! „Ég? Ég hafði ekki hugmynd um það!“ Dulnefnum var stund- um svo skyndilega úthlutað, að „hinn skirði" hafði ekki einu sinni tíma til að venjast nafni sinu. (svá — þýtt úr Spiegel). Úlpurnar eftirspurðu — kr. 6.395.— Terelynebuxur margar gerðir verð frá 2370. Riffl. flauelsbuxur 2.285.— Regnúlpur barna, unglinga og kvenstærðir kr. 2.050. Skyrtur — Peysur — Nærföt — Sokkar lágt verð. Opið föstudaga til kl. 7, laugardagatil kl. 12 Andrés, Skólavörðustíg 22A Deutsche Lektoratsbúcherei Reykjavík Þýska bókasafnið Mávahlíð 23 Bókasýning 15. —19. nóv., kl. 16.00—20.00 Pappírskiljur og plaköt geta sýningargestir fengið ókeypis. Danski gamanleikarinn Jesper Klein í Norræna húsinu: Sunnudaginn 14. nóvember kl. 16:00 „Intim Finkultur tilbydes af yngre Herre i pæne Omgivelser" Miðvikudagskvöldið 17. nóvember kl. 20:30 „Kleins komiske Laboratorium". Aðgöngumiðar við innganginn. Norræna húsið. NORFÆNA HÖSÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Félðg með skipulagóar skíðaferðir til Evrópu Á skíðum í hlíóum Alpafjalla Eins og síðastliöinn vetur bjóöum við nú viku og tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á verði frá 62.400 og 75.600 krónum. Þetta eru brottfarardagarnir í vetur: Tveqqja vikna ferðir: Desember: 7., 21. jólaferð, 22. jólaferð Janúar: 4., 11., 18., 25. Febrúar: 1., 8., 15., 22. Mars: 1., 8., 15., 22., 29. Viku ferðir: Desember: 12. Janúar: 9., 16., 23., 30. Febrúar: 6., 13., 20., 27. Mars: 6., 13., 20., 27. Apríl: 3. Þeir sem velja tveggja vikna ferðir, geta dvalið viku á hvorum stað ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, feröaskrifstofunum og umboösmönnum. LOFTLEIDIR %%fáLsAO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.