Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 13
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 Slagbrandnr spyr: Hvíekkí innlenda pliitu- snnða? ÞÁTTUR diskóteka i íslenskri skemmtanamenningu fer sífellt vaxandi og um leið þáttur þeirra manna sem stjórna tónlistarflutningi á slikum stöðum, — þ.e. plötusnúð anna svonefndu. í umræðum manna um ágæti þessara skemmtistaða eru skoðanir skiptar og hafa plötu snúðarnir sjálfir ekki farið varhluta af gagnrýni af ýmsu tagi. Er skammst að minnast ritdeilna, sem i sumar risu út af blámanni einum, Charlie að nafni, sem þá hélt um stjórnvöl hljómborðstækjanna i Sesari. Þótti ýmsum sá blakki full ..amerikanseraður" fyrir landann sem von var, enda mun pilturinn sá vera alinn upp í ,,soul" og „diskó/ stemningu New Yorkborgar. Sesar hefur nú lótið Charlie sigla sinn sjó, og ráðið til sín enskan plötusnúð, Johnny Mason, sem kvað hafa lang- an feril að baki i greininni og ollum hnútum kunnugur i breskum tón- listarheimi. Það sem fer i taugarnar á Slag- brandi í þessu sambandi er það, að staðirnir skuli endilega þurfa að „troða upp" með uflendinga i starfi plötusnúða (Það skal tekið skýrt fram, að Sesar er ekki eini staðurinn sem það gerir). Maður skyldi ætla, að íslendingur þekkti betur til fóta- burðar og tónlistarsmekks samlanda sinna eins og dæmið um blökku- manninn Charlie sannar áþreifan- lega: Maðurinn hreinlega skildi ekki „ þjóðarkarekter" islendinga og drykkjusiði, en þessi atriði eru samofin tónlistarsmekk. Starfið getur fjandakornið ekki verið svo erfitt eða flókið að það krefjist ein- hverrar sérþekkingar. Þvert á móti virðist Slagbrandi þetta vera „létt verk og löðurmannlegt" (eins og Grettir mælti forðum). Er mörlandan- um nú ekki lengur treystandi til að setja hljómplötur á fón eða velja lög sem eru islenskum snapshúsagest- um samboðin?? — Hvi þá ekki alveg eins að ráða þýska útkastara, franska matreiðslumenn eða ítalska þjóna?? Slagbrandi er spurn. íslenzk hljómsveit í Svíþjóð ISLENZK hljómsveit hefur frá í endaðan ágúst leikið á ýmsum stöðum f Svíþjóð og vegnað vel, að því er Slagbrandur hefur fregnað. Hljómsveitina skipa þau Janis Carol söngkona, Yngvi Steinn Sigtryggsson, hljómborðs- leikari, Ragnar Sigurðsson gítar- leikari, Ingvar Arelíusson bassa- leikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari. öll eru þau kunn af störfum sínum á vettvangi V________________________________ Islenzkra poppmála á undan- förnum árum. Virðist gengi þeirra í Sviþjóð staðfesting á því, að fslenzkar hljómsveitir séu ekki sfður gjaldgengar á hinum Norðurlöndunum en hér og geti lifað þar ágætu lffi. — Myndir sýnir einn liðsmann hljómsveitarinnar, Yngva Stein við sænskan bjálkakofa í ná- grenni Gautaborgar. Lúdó 1959: Fremri röð: Berti Möller og Elvar Berg. Aftari röð: Hans Jenson og Hans Kragh ( þá var sér mynd tekin af Stefani). Lúdó 1976: Hans Kragh, Elvar Berg, Stefan Jónsson og Berti Möller. Lúdó 1963: Fremri röð: Arthur Moone, Baldur Arngrfmsson. Aftari röð. Rúnar Georgsson, Sigurður • Þórarinsson, Stefan Jónsson, Hans Kragh og Hans Jenson. Lúdó 1961: Frá v.: Stefan Jónsons, Sigurður Þórarins- son, Hans Kragh, Olafur Gunnarsson, Hans Jenson of Sigurður Baldvinsson. Lengi lifir... ... í gömlnm glæðnm 0 EKKI alis fyrir löngu lenti SLAGBRANDUR fyrir tilviljun á dansleik í Lækjarhvammi að Hótel Sögu sem er, ut af fyrir sig, ekki f frásögur færandi. Hins veg- ar varð Slagbrandur þess fljót- lega var, að eitthvað var þarna öðruvfsi en hann hefur átt að venjast á undanförnum árum á fslenskum öldurhúsum. Það var eins og stemmningin væri léttari og frjálsiegri, — e.t.v. örlftið gamaldags, og andi gamla „gullaldarrokktfmabilsins" sveif yfir vötnunum, enda ekki sökum að spyrja: Á sviðinu mátti greina gamalkunnug andlit frá bernsku- skeiði rokksins hér á landi, nokkrir liðsmenn LtJDÓ- SEXTETTSINS sáluga ásamt söngvaranum Stefáni Jónssyni. 0 Þeir sem komnir eru af sand- kassaskeiðinu og e.t.v. nokkru eldri minnast sjálfsagt Lúdó sextettsins með fiðringi og eftir- sjá enda var hljómsveitin um tfma svo til einráð á markaði upp- vaxandi rokkkynslóðar á árunum upp úr 1958. Blómaskeið Lúdó stóð frá árunum 1959—1964, — eða eins og einhver sagði: „Þeir fæddust með rokkinu og dóu með þvf.“ Að vfsu má með nokkrum rétti draga seinni hluta þessarar fullyrðingar í efa þvf hljómsveit- in hélt saman allt til ársins 1968 og í ljósi þess sem sagt var hér f upphafi virðist enn lifa ágætlega í glæðunum. 0 Þeir félagar f Lúdó gera það heldur ekki endasleppt þvf nýlega kom á markaðinn breið- plata frá þeim sem á er að finna mörg vinsælustu laganna frá þessum árum. Einhverjum kann að þykja platan vera full seint á ferðinni enda lögin komin til ára sinna og sum þeirra orðin allt að 20 ára gömul. En hvað um það, platan (svo notuð séu orð útgef- andans, Svavars Gests) — „er bókstaflega rifin út“ — og menn kæra sig kollótta um aldurinn. Kjarnann 1 Lúdó við upptöku plötunnar skipuðu þeir Stefán Jónsson söngvari. Elvar Berg (pfanó), Hans Kragh Júlfusson (trommur) og Berti Möller (bassi og söngur) en auk þeirra eru f hinum ýmsu lögum, Baldur Arn- grfmsson (gftar), Þorleifur Gfsla- son (saxófónn) og Rúnar Georgs- son (saxófónn) en þeir voru allir meðlimir f Lúdó á sínum tfma. Auk þess leikur Helgi Guðmunds- son á munnhörpu í einu iagi og Sigurður Rúnar Jónsson á fiðlu í öðru og nokkrir blásturs- og strengjahljóðfæraleikarar úr Sinfóníunni aðstoða f nokkrum lögum. Utsetningar annaðist Jón Sigurðsson, en hann stjórnaði æfingum hjá Lúdó sfðustu árin og var bassaleikari hjá þeim um skeið. 0 Sjálfsagt má ýmislegt að piötu þessari finna varðandi tónlistar- flutning og upptöku þótt ekki verði farið út f þá sálma hér. Platan markar engin þáttaskil f fslenskri hljómplötuútgáfu enda liggur í hlutarins eðli að tilgang- urinn með útgáfu hennar hefur ekki verið boðun neinnar fram- þróunar eða formbyltingar f rokk- tónlistinni. Hins vegar er hún skemmtilegur minnisvarði um hljómsveit sem skaraði fram úr á sfnum tfma, — og um leið minnis- varði um athyglisvert og fjörugt tfmabil f þróun rokksins. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 SUMIR hafa haft á orði, að bækur hlytu að fara halloka fyrir plötum og filmum fyrr eða síðar; fólk væri svo örmagna eftir streitu- kapphlaup velferðarþjóðfélags- ins, að það megnaði ekki að lesa bók og fletta blaðsíðunum, heldur vildi það láta mata sig á tali, tón- um og myndum af plötum, segul- böndum, filmum og myndbönd- um. Bækurnar hafa þó löngum verið Islendingum kærar og vfst er að þær eru ákaflega vinsælar til jóla- gjafa og bókaútgefendur miða út- gáfutfmann f flestum tilvikum við sfðustu vikurnar fyrir jól, þannig að af verður svonefnt jólabóka- flóð. — En plöturnar verða æ vinsælli sem jólagjafir og nú er farið að gæta sams konar fyrir- bæris í þeirri útgáfustarfsemi og með bækurnar; svo margar plötur streyma á markaðinn síðustu vik- urnar fyrir jól, að af verður jóla- plötuflóð. Sfðasta sunnudag taldi Slag- brandur upp sextán stórar plötur, sem nýkomnar voru á markað eða væntanlegar eru næstu vikur, og nú telur hann upp tíu stórar plöt- ur í viðbót, sem einnig verða að teljast til jólaplötuflóðsins. Hjómplötuútgáfan Júdas hefur nýverið sent frá sér tvær stórar plötur og stefnir að því að koma öðrum tveimur á markað fyrir jól; Guðmundur Guðjónsson syngur lög Sigfúsar Ilalldórssonar. Þetta er fyrsta piatan sem Guðmundur syngur inn á, enda þótt hann hafi verið i hópi kunnustu einsöngv- ara þjóðarinnar um langt skeið. A plötunni eru sautján lög Sigfúsar, nokkur ný, en önnur gömul og vel þekkt. Sigfús leikur sjálfur á píanóið á þessari plötu, sem hljóð- rituð var i stúdíói Hljóðrita hf. I Hafnarfirði. „Söngvar um ástina“ — söng- flokkur Eirfks Arna syngur is- lenzka og erlend lög með fslenzk- um textum. Eirfkur Árni Sig- tryggsson kennari i Hafnarfirði hefur æft og stjórnað blönduðum kór sem flytur á plötunni átta erlend lög úr ýmsum áttum, m.a. eftir Burt Bacharac og Bítlana, og tvö íslenzk lög eftir þá Sverri Ólafsson og Guómund Jóhanns- son. Textarnir eru allir á ís- lenzku, eftir Þorstein Eggertsson, Davfð Stefánsson, Guómund Jóhannsson, Ómar Ragnarsson, Eirík Arna og Helga Þórðarson, auk þess sem einn texti er þýddur úr sænsku. Eirfkur Árni annaóist allar útsetningar fyrir kór og hljóðfæri og stjórnaði flutningum í upptökusal Hljóðrita i Hafnar- firði, en undirleikarar voru ýmsir kunnir hljóðfæraleikarar, m.a. úr Júdas, Sinfóníunni og Eik. „Eins og fætur toga“ — önnur stóra platan sem hljómsveitin Júdas lætur frá sér fara. Þar eru tíu lög, öll eftir liðsmenn hljóm- sveitarinnar og sjá höfundarnir yfirleitt sjálfir um sönginn, hver i sínu lagi. Yngvi Steinn Sigtryggs- son samdi þrjú lög, Finnbogi Kjartansson þrjú, Hrólfur Gunn- arsson eitt og Magnús Kjartans- son þrjú. Textarnir eru allir á ísienzku, tveir þeirra eftir Vil- hjálm Vilhjálmsson söngvara, þeir fyrstu eftir hann sem komið hafa á plötu, að sögn Jóns Ólafs- sonar framkvæmdastjóra útgáf- unnar. Aðrir höfundar texta eru Gylfi Ægisson, Tómas Guðmunds- son, Kristján frá Djúpalæk og Þorsteinn Eggertsson. Auk liðs- manna Júdasar koma ýmsir að- stoðarhljóðfæraleikarar fram i ýmsum hlutverkum á plötunni. Hún var tekin upp hjá Hljóðrita i Hafnarfirði á löngum tima með hléum á milli, byrjað var I febrú- ar, en verkinu lokið í október. „Saumastofan** — þættir úr leikriti Kjartans Ragnarssonar sem sýnt hefur verið hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur að undanförnu við miklar vinsældir. Á plötunni eru öll lögin úr verkinu og einnig valdir kaflar úr töluóu máli verks- ins. Upptökum I stúdiói Hljóðrita í Hafnarfirði Iauk fyrir nokkrum dögum og er platan því ekki vænt- anleg á markaó fyrr en rétt fyrir jólin. Tónaútgáfan á Akureyrui sendi frá sér tvær stórar plötur fyrir jólin, sem báðar voru hljóðritaóar i tveggja rása stúdiói fyrirtækis- ins á Akureyri undir stjórn Pálma Stefánssonar framkvæmdastjóra, en hann var fyrir nokkrum árum einn liðsmanna hljómsveitar- innar Póló. Plöturnar tvær eru: „Eitt með öðru“ — safnplata, þar sem þrjár hljómsveitir og fjórir söngvarar flytja þrettán lög, bæði ný islenzk lög og erlend lög úr ýmsum áttum. Söngvararnir eru þau Erla Stefánsdóttir, Óðinn Valdimars- son, Brynleifur Hallsson, sem lék m.a. með hljómsveit Ingimars Eydal um skeið, og Rafn Sveins- son sem hefur verið lengi við tón- listarflutning á Hótel KEA á Akureyri. Hljómsveitirnar þrjár eru Hjólið, Gustavus og hin um- deilda hljómsveit Völundur. Á plötuumslaginu er mynd sem listamaðurinn Örn lngi gerði sér- staklega fyrir útgáfuna og er um- slagið þvi einnig málverkseftir- prentun, að sögn Pálma Stefáns- sonar í samtali við Slagbrand. Einsöngs- og tvlsöngslög sem þeir Jóhann Danielsson, tenór, og Eirikur Stefánsson, barytón, syngja vió undirleik Guðmundar Jóhannssonar, þetta eru einkum islenzk lög, m.a. gamlir slagarar frá þvi fyrir nokkrum áratugum. —O Auk fyrrnefndra platna hefur Slagbrandur haft spurnir af fjór- um stórum plötum sem eru gefn- ar út af tónlistarmönnunum sjálf- um: „Speglun" — plata hljóm- sveitarinnar EIKAR. Þar eru sex lög, þrjú eingöngu spiluð, en hin þrjú einnig sungin. Fimm lag- anna eru eftir liðsmenn hljóm- sveitarinnar, en eitt er erlent, en i nýrri útsetningu hljómsveitar- innar. Textar eru allir á ensku. Platan var hljóðrituð hjá Hljóð- rita i Hafnarfirði sl. sumar. Auk liðsmanna hljómsveitarinnar koma þeir Ólafur Garðarson og Axel Einarsson við sögu hljóð- færaleiksins. „Acting like a fool“ — plata með lögum og enskum textum eftir Axel Einarsson, sem áður lék m.a. með Tilveru og íscross, en er nú umboðsmaður Eikar. Hann syngur sjálfur öll lögin og leikur á gítar, en honum til að- stoðar eru þrir liðsmenn Eikar, þeir Lárus Grfmsson, Ólafur Kolbeins og Haraldur Þorsteins- son, og einnig Ölafur Garðarsson trommuleikari. Hljóðriti hf. tók plötuna upp. „Mannlif“ plata með tónlist og textum Jóhanns G. Jóhannssonar. í'rá þessari plötu var sagt á þessum siðum sl. sunnudag og Slagbrandur hefur einnig sagt áður frá plötunni, sem rekur lest- ina: „Fyrst á réttunni, svo á röngunni", en það ku vera nafniö á stóru plötunni sem Haukar senda frá sér á næstunni. Utgef- endur að henni eru þeir Gunn- laugur Melsteð, driffjöður Hauka, og Birgir Viðar Halldórsson hótel- haldari i Vestmannaeyjum, að þvi er Slagbrandurhefur fregnað. FYRSTA spurningin sem Slag- brandur bar upp, þegar hann hóf viðtal við Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóra plötuútgáfunnar Júdas hf. á dögunum, leiddi í ljós, að útgáfufyrirtækið hafði stein- gleymt að halda upp á fyrsta afmælið sitt fyrir nokkrum vikum. „Það hefur verið svo mikið að gera,“ sagði Jón, „að maður hefur alveg steingleymt þessu.“ Fyrirtækið telst stofnaó 15. október 1975 og á því að baki þrettán mánaða starfsferil. Á þessum tima hefur það gert sam- tals átta stórar plötur og eru sex þeirra komnar út, en tvær þær nýjustu koma á markað á næstunni. Átta stórar plötur á einu ári er umtalsvert framlag í íslenzkri plötuútgáfu, en samt hefur verið fremur hljótt um fyrirtækið í fjölmiðlum, kannski vegna þess að framkvæmdastjór- inn, Jón Ólafsson, hefur ekki sótzt eftir því að komast í sviðsljósið. „Ég dró mig mikið til I hlé úr poppviðskiptunum eftir Nazareth-hljómleikana,“ sagði Jón. Eins og menn rekur minni til, háði Jón eftirminnilegt kapp- hlaup við Ámunda Amundason umboðsmann um samning við hljómsveitina um aó leika á hljómleikum hér á landi fyrir um tveimur árum síðan. Jón sigraði i kapphlaupinu, en sá sigur var sannkallaður Pyrrhosarsigur (sjá „Mannkynssögu handa grunn- skólum“ eftir Jón R. Hjálmars- son, bls. 33 um Pyrrhosarsigur), því að Jón tapaði á hljómieika haldinu. Hefur Ámundi þá vafa- laust varpað öndinni léttar. En siðan gerðist Jón umboðs- maður hljómsveitarinnar Júdas og átti um skeið aðild að umboðs- fyrirtækinu Demant hf. Fyrir ári siðan sendi hljómsveitin Júdas frá sér sína fyrstu stóru plötu og af því tilefni var stofnað sérstakt hlutafélag, Júdas hf., til að gefa plötuna út og aðrar plötur siðar. Hefur Jón verið framkvæmda- stjóri félagsins. Á eftir plötu Júdasar komu barnaplatan „Simmsalabimm" með Ruth Reginalds, „Shadow lady“ með lögum og ljóðum Sigrúnar Harðardóttur, „Happiness is just a ride away“ meó tónlist Magnúar Þórs Sig- mundssonar, einsöngsplata Guðmundar Guðjónssonar með lögum Sigfúsar Halldórssonar og „Söngvar um ástina“, plata söng- flokks Eiriks Árna. Tvær plötur eru svo væntanlegar annan tíðar, ný plata Júdasar, „Eins og fætur toga“, og „Saumastofan", þættir úr leikriti Kjartans Ragnars- sonar. „Við stefnum að þvi að ná til sem flestra," sagði Jón. „Júdas er útgáfa fyrir alla f jölskylduna." 1 framhaldi af því var Jón spurður hvort honum og félögum hans úr Júdasi reyndist ekki erfitt að vinna að útgáfu annarra platna en poppplatna, þar sem þeir væru sjálfir aldir upp í popp- inu og hefðu lifaó og hrærzt í þvi „Júdas er útgáfa fyrir alla fjöl- skylduna," segir Jón: „Ein- söngslög fyrir afa og ömmu, söngflokkur fyrir pabba og mömmu og barnaplata fyrir þau yngstu." svo lengi. Jón tók undir það, að vissulega stæði poppið þeim næst, en „það er margt sem maður verður að gera til þess að geta gert síðar það sem mann langar mest til að gera. En svo kemur það oft út þannig, að það sem maður varð að gera reyndist ekkert siður skemmtilegt en hitt sem mann langaði að gera.” Jón var spurður að því hvernig það hefði æxlazt, að fyrirtækið gaf út plötur Guðmundar og Sigfúsar, söngflokks Eiriks Arna og svo Saumastofuna: „Ég frétti upphaflega af þvi, að hjá hljóðvarpinu væru til upp- tökur með söng Guðmundar og leik Sigfúsar sem hefðu oft verið leiknar. Fólk hefói svo spurt mikið um þetta efni í hljómplötu- verzlunum. Ég hafði samband við Sigfús, sem er okkar fremsta tón- skáld I dægurlagabransanum, og svo var farið i að taka þetta allt upp að nýju. Þeir fóru i stúdíó Hljóðrita, héldu þar tiu tima konsert og hafa aldrei verið i betra formi. Magnús Kjartansson var upp- tökustjóri. Það er mikið atriði að hafa við stjórnvölinn mann sem er vanur stúdíóvinnu, jafnvel þótt verið sé að hljóðrita með svo góð- um listamönnum sem þeim Guðmundi og Sigfúsi. Það þarf að skapa vissan anda og andrúmsloft i stúdióinu til að þetta heppnist vel og til að ná því bezta fram hjá listamönnunum og til þess eru þaulvanir stúdióhljómlistarmenn eins og Magnús hæfastir. Upptakan á Saumastofunni kom þannig til, að við Magnús fórum í Iðnó með konunum okkar að sjá verkið og fengum strax áhuga á að gefa það út á plötu. Þetta þróaðist siðan smátt og smátt I samstarfi við Kjartan Ragnarsson sem var mjög áhuga- samur um þetta mál. Söngflokk Eiriks Árna sá ég fyrst og heyrði á 17. júni- hátíðahöldum I Hafnarfirói, þar sem ég bý, og fékk áhuga á að gefa söng hans út á plötu og hún var hljóðrituð í sumar.“ Af þessu má sjá, að viða leita útgefendur fanga. En í lokin var Jón spurður, hvort það væri ekki of mikil útgáfa á einu ári að senda átta plötur á markað? Væri ekki hætta á kollsteypu, sérstaklega I svo harðri samkeppni sem nú? „Það fer eftir því hvernig að útgáfunni er staðið," svaraði Jón Ölafsson. „Það fer til dæmis eftir þvi hve miklu maður ver I upp- tökukostnað o.s.frv. Fyrsta plata Júdasar var einhver dýrasta plata sem hér hefur verið gerð. Hún kostaði I heild um 5,4 milljónir króna. Hún borgaði sig aldrei. Siðan komu erfiðir timar, en nú er ég búinn að rétta hallann við og vel það. Við eigum eina mest seldu barnaplötuna og plata Guð- mundar og Sigfúsar hefur selzt I eitt þúsund eintökum án þess að hafa enn verið auglýst. Horfurnar eru því góðar. Mér finnst Júdas vera orðið eitt stærsta fyrirtækið í þessari grein og það mun örugg- lega halda velli. Ég á von á, að ýmsir aðilar reynist hafa farið illa út úr plötuútgáfunni að undan- förnu, þegar dæmið verður gert upp eftir áramótin, en Júdas verð- ur ekki í þeim hópi.“ sh. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.