Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 Krartimi á gansi hittum við Fjólu Rún, 9 ára, og kennarann hennar, Katrínu Árnadóttur. Þær voru að fara í fiðlutima og við fengum að fylgjast með. Okkur brá heldur betur í brún þegar við sáum kennslustofuna, því hún var örlitið herbergi, sem skóla- stjórinn hafði áður sagt að væri geymsla og aðstaða til að fjölrita o.fl. „Já, hér verðum við stundum að' vera,“ sagði Katrín. „Þetta er náttúru- lega alveg hræðileg aðstaða, en í annað herbergi er ekki að venda.“ Síðan var tekið til við æfingarnar og var greinilegt að Katrín leggur mikla áherzlu á slökun og afslöppun. Við spurðum hana um þetta: „Já, það er rétt,“ sagði hún. „Ég var á námskeiði í London og víðar í sumar og lærði þar nýja aðferð við kennslu, þar sem mikil áherzla er lögð á að losa nemendur frá byrjun við alla óþarfa líkamlega spennu og er ég nú að um- skóla alla mína nemendur. Við gerum t.d. ýmsar leikfimisæfingar til að liðka um öll liðamót." Þetta er kannski erfitt fyrir eldri nemendur, sem ekki hafa iært þetta frá byrjun, eins og Katrín sagði, en við spurðum Fjólu Rún hvernig henni lik- LJUFIR fiðlutónar streymdu á móti okkur, þegar við opnuðum hurðina. Verið var að leika tilbrigði af laginu ABCD. Víð vorum stödd í einni kennslustofu Barnamúsíkskólans og það var hún Steinunn Thorlacius, sem þandi fíðlubogann undir leiðsögn Helgu Óskarsdóttur fiðlukennara. Steinunn sagðist vera 10 ára og þetta va'ri annað árið, sem hún lærði á fiðlu. Steinunn er einn af tæplega 370 nem- endum Barnamúsíkskólans, sem er er til húsa í Iðnskölahúsinu í Reykjvík. Þegar Mbl. menn bar að garði tók skólastjörinn, Stefán Edelstein, á móti okkur. Hann sagði okkur frá starfi skólans um leið og við skoðuðum að- stöðuna og fengum að fylgjast með kennslu. Þurfa að vísa fjölda nemenda frá „Þessi skóli var fyrst deild innan Tónlistarskólans," sagði Stefán. Hann þróaðist síðan í sjálfstæða stofnun um 1951—52 og hefur verið i þessu hús- næði siðan 1956. Húsnæðið er ákaflega óhentugt, bæði hvað þrengsli varðar og einnig erum við hér innan um aðra skóla, s.s. Málaraskölann og Bakara- skólann. Hér er því stöðugur umgang- ur, sem auðvítað leiðir til gagnkvæmra óþa-ginda. Við þurfum að vísa fjölda nemenda frá á hverju hausti vegna þrengsla." Hóptímar — einkatímar „Börnin byrja hér í forskóla," hélt Stefán áfram, „og eru þau yngstu sex Katrín Árnadóttir leiðbeinir Fjólu Rún hvernig handleika eigi fiðlubogann. ára þegar þau byrja. í forskólanum eru hóptímar tvisvar í viku, þar sem aðal- áherzlan er lögð á söng- og heyrnar- þjálfun, þjálfun í skynjun hryns, blokkflautuleik pg undirstöðuatriði í nötnalestri og ritun. Að forskólanum loknum er talið að búið sé að leggja nægan grundvöll til að nemendur geti valið sér hljóðfæri til að læra á. Hljóðfæranámið byrjar því í 1. bekk og fer fram í einkatímum tvisv- ar í viku, en jafnframt eru hóptímar einu sinni í viku. Nemendur geta síðan stundað her nám í fimm ár, eða alls í sjö ár með forskólanum. Við vildum gjarnan að þeir gætu verið hér lengur en við neyðumst til að útskrifa nem- endur vegna þrýstings neðan frá, þ.e.a.s. hinni miklu ásókn nýrra nem- enda." „Ofsa gaman" í forskólanum Einmitt meðan á heimsókn okkar stóð, voru 6 ára nemendur í forskóla I í tíma hjá kennara sínum, Sigríði Pálma- döttur. Þar var mikið líf og fjör, það var sungið og farið í leiki. „Nú skulum við koma í minnisleik með nótur, ságði kennarinn. Hún skrif- aði nú nótur að lagi á töfluna og krakk- arnir sungu eftir nótunum: „Tittí, tittí, ta, ta,“ o.s.frv. Þau voru sammála um að þetta væri „ofsa gaman“ og sumir höfðu jaínvel kennt pabba og mömmu pað sem þau voru að læra í skólanum. Kennstan I forskóla 1 er mjög leikræn. Hef eru 6. ára nemendur í „Köttur og mús„". PíanóiS er alltaf langvinsælasta hljóðfærið. Fiðlan skipar annað sætið, en auk þess er kennt á gitar, selló, klarinett, þverflautu, blokkflautu og hörpu. Hér leikur Bjarney Guðmundsdóttir á pianó prelodíu eftir Bach. Ný aðferð í kennslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.