Morgunblaðið - 14.11.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 14.11.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 49 ER TÓNUSTARÞÖRF BARNA ENN VANNÆRÐ? í hóptíma hjá 10—11 ára krökkunum var verið a8 kynna fagott. Hann Róbert er að læra að spila á klarinett, sem tilheyrir sömu hljóðfærafjöl- skyldu og fagott og hann sýndi hinum krökkunum hvernig klarinett er byggt og hvernig er spilað á það. „Þröngt mega sáttir sitja" gæti verið undirskrift þessarar myndar. Þetta er skrifstofa skólastjóra og ritara skólans, sem heitir Aagot Árnadóttir. Skrifstofan mun vera rúmir níu fermetrar. Hljómsveitin á æfingu. Áhuginn leynir sér ekki. aði breytingin. „Þetta er miklu betra,“ sagði hún. „Það er allt miklu léttara, ég er ekki eins stif og þreytist minna.“ Að gera náms- efnið forvitni- legt og áhugavekjandi Við skólann starfa um 20 kennarar. Mikill skortur hefur verið á aðgengi- legu íslenzku efni fyrir tónlistarnám og hafa kennararnir þvi farið út í að semja námsefnið að miklu leyti sjálfir. Lögð er höfuðáherzla á að gera náms- efnið forvitnilegt og áhugavekjandi og jafnframt er tekið mið af því námscfni, sem kennt er í grunnskóla og því sem fer fram í höptímum. í hóptimunum er lagður grundvöllur að hinum ýmsu leikniþáttum i tónlist. Hafa hóptíma- kennararnir lagt mikia vinnu. í að þróa og semja nýtt námsefni undanfarin fjögur ár“, sagði Stefán. „Þetta nýja námsefni er síðan forprófað og til- raunakennt og að vori er það endur- rangt að álíta að tónlistarkennsla væri einungis góð fyrir þá, sem taldir væru, (hann lagði mikla áherzlu á táldir) músíkalskir, „því hver veit í rauninni hvað er að vera músíkalskur?" Hins vegar yrði að hafa sértaklega vakandi auga fyrir þeim sem virtust hafa sér- staka hæfileika, og gera allt sem hægt væri til að hlúa að þeim og efla tón- listarhæfileika þeirra. Stefán sagðist einnig álíta að þegar öllu væri á botninn hvolft væri ástand- ið i tónlistakennslu hér á landi ekki verra en almennt gerðist í öðrum lönd- um. „Ég hygg að það sé samba'rilegl að ýmsu leyti", sagði hann, „en ýmsum lagaákvæðum er enn mjög ábótavant hér. Einnig hrjáir húsnæðisskortur viða eðlilegu tönlistarnámi." Mikið um tónleikahald. En það eru ýmsir fleiri þættir i nám- inu en kennsla á sjálft hljóðfærið. Allir strengjaleikarar í skólanum eru t.d. í hljómsveit og æfir hún á hverjum Steinunn Thorlacius og kennarinn hennar Helga Óskarsdóttir. skoðað og endurbætt fyrir næsta skóla- ár. Það er greinilegt að nýja námsefnið er mun meira áhugavekjandi fyrir nemendurnas Það á ekki siður við um nýtt námsefni fyrir hin ýmsu hljóð- færi, sem kennt er á i skólanum. Náms- kveikjan er meiri og námsáhuginn hef- ur vaxið.“ „Að æfa hálf- tíma á dag er ekki nóg". Bjarney Guðmundsdóttir, sem er 12 ára, var i píanótíma hjá Elinu Guð- mundsdóttur, sem jafnframt kennir á hörpu við skólann. Bjarney sagði að þetta væri fjórða árið, sem hún lærði á píanó og væri hún nú að undirbúa sig fyrir inntökupróf í Tónlistaskólann. Aðspurð sagðist hun æfa sig u.þ.b. hálf- tíma á dag, en það vildi kennarinn ekki samþykkja að væri nóg. Tónlistin mikilvægur þáttur í almennu námi A kennarastofunni barst talið að tón- list og tónlistarkennslu. Þar kom fram að kennararnir álitu tónlistina mjög mikilvæga sem lið í almennu námi og eins og einhver sagði: „Það er alltaf þroskandi viðfangsefni að fást við tón- list.“ Stefán skólastjóri sagðist telja það laugardegi. Einnig eru haldnir svo- nefndir músíkfundir í skólanum þar sem hver nemandi kemur fram a.m.k. tvisvar á vetri. Á þessa fundi er foreldrum boðið í þeini tilgangi að gefa þeim betri innsýn inn í skólastarfið. Þá hafa verið felldir niður hinir hefð- bundnu foreldradagar, en hins vegar er foreldrum boðið inn i kennslustund- irnar og telja kennararnir það mun jákva'ðara. Eldri nemendur halda sérstaka tón- leika þar sem þeir kynna hljöðfærin fyrir yngri nemendunum. sem eru í þann veg að velja sér hljöðfæri til að læra á og einnig eru almennu skólarnir stundum heimsóttir og þar haldnir tón- leikar. Þá er að geta hinna árlegu vor- tónleika, sem nú eru haldnir tvisvar á vori hverju, vegna hinna miklu vin- sælda, sem þeir njóta, og jafnvel er farið í meiriháttar tónleikaferðalög út á land. Bjartar vonir? Stefán sagði fyrirhugað væri að byggja nýtt hús sameiginlega yfir Barnamúsikskólann og Tönlistarskól- ann. Hann kvaðst jafnan vona hið bezta í þessum efnum, en hins vegar va'ri bjartsýni að gera ráð fyrir að þetta yrði að veruleika fyrr en í fyrsta lagi eftir 8—10 ár. „En það þýðir ekki að leggja hendur í skaut og gefast upp,“ sagði hann „enda er það staðreynd að miklar framfarir hafa orðið í tónlistarmálum á undanförnum árum og skilningur yfir- valda hefur vaxið til muna. Sérstaklega er þó vaxandi áhugi almennings merki þess að þörf er fyrir slíka starfsemi og að vissu leyti er a'skann enn vanna'rð i þessum efnum,“ sagði Stefán að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.