Morgunblaðið - 14.11.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 14.11.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 51 við hana það, sem Einar Bene- diktssn kvað um Snjáku: Ættarmerki minnar þjóðar mærin ber f anda og sniði. Því minnist ég nú þess, er Sig- urður Þórarinsson jarðfræðingur sagði við mig fyrir noikrum árum og mér hefur orðið nokkurt íhug- unarefni. En tilefnið að ályktun Sigurðar, er ég val nú enda þennan kafla á, var atvik það, sem hér fer á eftir og hann einnig sagði mér: Bifvélavirki í Reykjavik gerði það sér til dundurs að þýða ljóð eftir Fröding, meðan hann fékkst við iðju sína, viðgerðir á bílum, varð stundum að liggja undir þeim við lagfæringu þeirra. 1 þeim stellingum glímdi hann við að þýða kvæðið Vallarelát. Fékk Sigurður, sem er gagnkunnugur sænskum kveðskap, að sjá þýðinguna á þessu víravirki Frödings. Og hann komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið einkar vel af hendi leyst. Urskurður- jarðfræðingsins var efnislega á þessa leið: Á meðan svona menn eru til mitt á meðal okkar í alþýðustétt, og ef til vill margfalt fleiri en við höfum hugmynd um, þarf enginn að óttast um islenzka þjóð. Frá útför Guðrúnar Oddsdóttur. Mig ég kæri minnst um það, hve mér og nútíð semur, en eiga vildi ég orðastað í öldinni, sem kemur. En líka hafði hún gaman af léttfleygum stökum. Ketill á Fjalli og Steingrímur í Nesi komu oft i Sand og lásu fyrir hana kvæði og vísur eftir sig, einkum þá er hún var orðin farlama. Einnig vildi það til, að hún bað Heiðrek og þann, sem þetta ritar, að lesa eitthvað af því, er við höfðum sett saman kvæðakyns, þegar okkur bar að garði æsku- heimilis í sumarleyfum. Ahugi hennar á þessu sést þó hvergi betur en af bréfi hennar, dagsettu 11. nóvember 1937. Þar segir svo meðal annars: — Minningar Þórodds Framhald af bls. 34 borgarinnar og dvelja þar í skammdeginu sér til hressingar í ljósadýrðinni, hlýjunni og fjöl- menninu, og lagði hann á stað fyrir skömmu, en fór aldrei nema til Akureyrar, símaði þaðan og mæltist til að komast að í útvarpi öðru hvoru þetta tfmabil til jól- anna sér til uppihalds þar syðra, en fékk afsvar og kom því aftur; og þykir mér þeir fremur illa gjöra, sem þar ráða rfkjum, að neita honum um þetta, því átroðning til langframa gerir hann ólíklega þar, og margur sem að útvarpinu kemst, ber lakara á borð fyrir fólkið en hann hefir gjört.“ Auk hollustu sinnar við köllun bónda síns, lætur Guðrún hér ótvfrætt í ljós velþóknun á verk- um hans. Og svipað má segja um skaldskap Jónasar, Steingríms, Matthíasar, Stephans G., Þor- steins Erlingssonar, er hún vitnar ósjaldan í bréflega, eins og þegar hafa verið sýnd nokkur dæmi um, en tók sér þau einnig í munn. Sá er þetta ritar, man til að mynda, að hún hafði oft yfir við hann þessí vísuorð Stephans: „Mér þótti vænt um það, sem þú minnist á f bréfi til pabba þíns, að þú eigir dálitið af ljóðum, þá finn eg, að þú gjörir dálftið af því. ... Það hlýtur lfka að vera nautn, ósegjanleg nautn að geta gripið til þess. Það er svo margt, sem í sálinni brýst stundum og nauðsyn að gefa þvf loft við og við ... Frægðina met eg ekki eins mikils og sumir aðrir ... Samt er það nú svo, að það gleður mig hjartan- lega, þgar borið er á ykkur lof, drengi mína og mann, og að sjá fallegt og vel samið eftir ykkur...“ Hér fóru á eftir ummæli um ljóð þess, er þetta ritar, og hann haði sent henni og virtust hafa glatt hana mjög; en sakir þess, að þar er um oflof að ræða, skal ekkert tilgreint af þvi. Hún var blind á það sem hann gerði í þessu sem öðru, og var henni það ósjálfrátt. Má það furðulegt virðast, svo glöggskyggn og dóm- bær sem hún var á annarra verk. Henni þótti ákaflega gaman, þegar einhver sendi henni heilla- óskir f bundnu máli við sérstök tækifæri svo sem á afmælum, eins og stundum bar vað. Það gerðu góðskáld eins og Steingrímur í Nesi. Þetta voru hyllingar. „Heiðrekur sendi mér ljómandi fallegt afmæliskvæði," skrifar hún mér 2. apríl 1945, skömmu eftir að hún varð sjötug. Það birtist tveim árum síðar í ljóða- bók Heiðreks, Arfi öreigans, og svo í safnritinu Til móður jIhahnes LAVGAVEG 30' minnar. Og mánuði eftir áttræðis- afmælið, 14. febrúar 1955, skrifar hún mér þetta: „Valtýr orti til mín ákaflega fallegt kvæði og las það upp.“ Þó að stundum kunni að hafa verið um oflof að ræða af hennar hálfu, þegar þessi ljóð eiga f hlut, sýna ummælin hve mikils Guðrún mat hina „vammi firrðu íþrótt", sem Egill nefnir skáldskapinn, og það lýsir um leið sumum fínustu dráttunum í fari hennar. Það eru sérstök, fslenzk einkenni, enda á Blómasalurinn á Hótel Loftleióum hefur á boðstólum kalt borð sem þú ættir að reyna ef þú ert ekki Notalegt umhverfi og bar hafa líka sitt að segja. Komið — sjáið og reynið hvort nokkur staður þessum líkur finnst í landinu. viss. Hvergi gefst betri kostur á að velja einmitt það sem kitlar bragðlaukana mest. Og auk kalda borðsins er framreiddur matur eftir fjölbreyttum matseðli. Opið daglega fra kl. 12 - 14.30 og 19 - 22.30 Kalt borð í hádeginu. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.