Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 2
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 — Nabokov Framhald af bls. 25 ávallt til taks — matur, drykkur, læknisaðstoð, þvottur. Þau vilja ekki eiga eigió húsnæði. Og þegar þau eru í Bandaríkjunum búa þau líka alltaf á hóteli. ÞRENN NY FÖT — „Hvað langar yður mest til að gera næstu tvö árin?“ „Veiða fiðrildi, einkum sér- staka hvíta tegund í fjallahéruð- um írans. Fara að leika tennis á nýjan leik. Láta sauma þrenn ný föt í London. Fara aftur á nokkur bókasöfn og sveitir i Ameriku. Finna harðari og dekkri blýant.“ Nabokov verður 79 ára næsta vor. Hann vinnur af elju, stund- um sleitulaust heilu dagana. Frú Nabokov hefur áhyggjur af hon- um. Hann er að lesa yfir frönsku þýðinguna á Ada, sem er leiðin- legt verk, segir hann, en hann vill gera það sjálfur. Hann er eini rithöfundur sögunnar, sem gerir slíka hluti, því hann er sá eini, sem talar og les' þrjú tungumál eins og innfæddur, ensku, frönsku og rússnesku. — „Þér hafið sagt, að ævisögur geti ekki lýst betur en brúða ger- ir. Er þetta sagt til að gefa vænt- anlegum ævisöguriturum yðar sjálfs afsökun?" „Ævisöguritarinn sjálfur á það yfir höfði sér að verða ekkert annað*en brúða, ef hann tekur ekki auðmjúklega til greina óskir og ábendingar viðfangsefnis síns, eða erfingja þess. Ef sá, sem skrif- að er um, er dauður og óvarinn, ætti að liða u.þ.b. ein öld áður en dagbækur hans eru birtar og lesn- ar. Mér dettur í hug i þessu sam- bandi gagnrýni á ævisögu T.S. Eliot sem ég sá nýlega. Þar segir gagnrýnandinn að „frægur mað- ur, hvort sem hann er dauður eða lifandi, sé auðveldur biti“. Mér þótti þetta viðbjóðsleg staðhæf- ing, komandi frá næmum og skyn- sömum gagnrýnanda." „MER þykir bara GAMAN AÐ BUA TIL GATUR" Nabokov-hjónin ræða um, hvað megi sýna mér og hvað ekki. Ætti að minnast á X? Sýna mér teikn- ingar Nabokovs af fiðrildum? Þau tala saman í hálfkveðnum vísum og handahreyfingum. Þau hafa verið saman frá því 1925 og þótt ég viti ekkért um samband þeirra hef ég á tilfirtningunni að þau hafi aldrei þarfnast hvors annars meir en nú. Klukkan er farin að ganga sex um kvöld. Ég hefi verið of lengi. Nabokov gaf mér tvo tíma og all- an þann tíma varhann elskulegur og kurteis en nú er hann liðinn og ég á að fara. En er ég nokkru nær um þennan mann? Ég ákveð að skjóta beint í mark: „Herra Nabo- kov, lesendum mínum þykir for- vitnilegt að fá að vita, hvernig lifi yðar er háttað og ég veit ekkert um það." — Hann hlær, „ekki ég heldur“, óg hlær meira, eins og pörupiltur. Ég sá ekki einu sinni, hvert hann fór eftir að við kvöddumst. Sétning úr einni bóka hans eltir mig — „Ég hef engar sérstakar hugmyndir til að brjóta til mergj- ar, mér þykir bara gaman að búa til gátur með góðum svörum." (The Telegraph.) MS MS MS 2W 2W MS 2W MS AUGLÝSINGA- VJÉIty/ TEIKNISTOFA MYNDAMOTA Aðalstræti 6 simi 25810 KOMIN er út ný skáldsaga hjá Helgafelli, „Ferðalok “ eftir Kristján Albertsson. Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur segir svo um bókina á kápusíðu: „Ferðalok segir frá ævintýrum ungs Islendings á námsferli suður í Evrópu á árunum upp úr 1920, Fyrir sjónum hans er heimurinn fagur og ástin veruleikinn sjálfur. Kristján Albertsson. Feróalok — skáldsaga eftir Kristján Albertsson Ást og skilnaður. Sögunni lýkur heima á íslandi löngu siðar. Sögu- hetjan er nú gamall maður, þegar fornri ástmey hans bregður fyrir á ný með óvæntum hætti. Kristján Albertsson snýst gegn þeim skilningi á lífinu, sem hon- um virðist ríkja með oss í dag: ástunduðu siðleysi tilfinning- anna; uppfundnum grófleik og hrottaskap í bókmenntum og öðr- um listum. Gegn þessum öflum teflir hann hreinleik endurminn- ingar um betri tíma, yngri veröld, ef svo má segja, og ástinni sem sterkasta afli í lífi manna. Þegar söguhetjan hefur sannfærzt um varanleik ástarinnar, þrátt fyrir rangsnúinn heim, er hann tilbú- inn að mæta dauðanum." 2 nýjar barna- bækur BÓKAUTGÁFAN Iðunn hefur gefið út tvær nýjar bækur i bóka- flokknum um Kalla og Kötu eftir Margret Rettich, en þetta eru lit- Ný bók eftir Hannes Pétursson: r Ur hugskoti 1 fréttatilkynningu bókaút- gáfunnar Iðunnar er skýrt frá þvf, að forlagið hafi gefið út nýja bók eftir Hannes Petursson, skáld. 1 tilkynningunni segir svo: „Komin er út á vegum Iðunnar ný bók eftir Hannes Petursson, nefnist Ur hugskoti og geymir bæði kvæði og laust mál. Bókin flytur fjölþætt efni, sem orðið hefur til á árunum 1969—1976. Ekki þarf að kynna Hannes Petursson sem ljóðskáld, þvf að allt frá því að fyrstu ljóð hans birtust á prenti hefur hverrar nýrrar ljóðabókar hans frá hans hendi verið beðið með óþreyju. Einnig er flestum kunnugt, að honum lætur ekki síður að tjá sig í lausu máli en bundnu. Nægir f myndabækur ætlaðar ungum börnum. Nýju bækurnar heita Kalli og Kata eiga afmæli og Kalli og Kata eignast gæludýr. Höfundur bók- anna er þýskur, en þær eru prent- aðar f Englandi f samvinnu við útgefendur f mörgum löndum. — Anna Valdimarsdóttir þýddi báð- ar bækurnar. Aður eru komnar út bækurnar Kalli og Kata í leikskóla og Kalli og Kata á ferðalagi. því sambandi að minna á hinn eftirminnilega söguþátt hans, Rauðamyrkur, sem út kom fyrir þremurárum. Arið 1974 hlaut Hannes bók- menntaverðlaun dagblaðanna, Silfurhestinn, fyrir bókina Ljóða- bréf. Og árið 1975 var hann sæmd- ur hinum virðulegu þýzku bók- menntaverðlaunum, Henrik- Steffens-Preis. Hin nýja bók Hannesar er 144 bls. að stærð, prentuð í Setbergi og bundin f bókbandi prentsmiðj- unnar Eddu h.f.“ „Að fara yfir lækinn til að ná í vatnið” Forystumenn Víkings og fleiri íþróttafélaga fínnst íþrótía- félögin svelt meðan milljónum er hent í félagsmiðstöðvar GLÆSILEG félagsmiðstöð var tekin í notkun f fyrradag f kjallara Bústaða- kirkju og ber þessi nýi vettvangur fyrir æskuna nafnið Bústaðir. Kostnaður við Bústaði er sagður vera 1 8 milljónir króna. í nágrenni við Bústaði hefur Knattspyrnufélagið Víkingur bækistöðvar sinar við Hæðargarð og þar hefur um árabil verið starfrækt öflugt æskulýðs- og félagsstarf eins og f öðrum fþróttafélögum f Reykjavík. Hafa Vfkingar komið upp góðri aðstöðu, að mestu með sjálfboðaliðsvinnu, og finnst þeim nú er borgin Iftur framhjá starfsemi þeirra og kostar svo miklu til algjörlega nýs athvarfs fyrir æskuna, að verið sé að fara yfir lækinn til að ná f vatn, eins og Vilhelm Andersen, einn af forystumömnum Vfkings, sagði í viðtali við Morgunblaðið f gær. — í Víkingsheimilinu höfum við aðstöðu til að halda fundi fyrir allt að 160 manns, þarna eru borðtennis- borð, leiktæki, minni fundarsalur og fleira mætti nefna Með örlítilli fjár- hagsaðstoð mætti gera þessa aðstoð enn betri og við værum þá enn betur búnir undir að sinna því æskufólki. sem til okkar leitar. Auk þess eru að sjálfsögðu á svæðinu knattspurnuvellir og aðstaða fyrir íþróttafólk, en það er þó ekki mergurinn málsins í þessu sambandi, heldur hið frjálsa, almenna félagsstarf, segir Vilhelm I viðtali viðð Morgunblaðið Öll tæki, stóla borð og slíkt, hafa Vikingar kostað að öllu leyti sjálfir og t.d nú nýlega voru keypt tæki í félags- heimilið fyrir eina milljón króna, segir Vilhelm. — Reykjavíkurborg styrkti Víkinga verulega við byggingu félags- heimilisins og ætti því að vera rfk ástæða fyrir forystumenn borgarinnar að þessi aðstaða verði nýtt til fulls. — Víkingar reka sina starfsemi að öllu leyti með sjálfboðaliðsvinnu og það hlýtur að vera hagur borgarinnar að beina því starfi sem mest að félags- starfinu sjálfu. Eins og málum er nú háttað fer 75% af þessari orku til að afla fjár, til að snikja peninga hjá velunnurum til þess að standa undir rekstri félagsins Á síðastliðnu ári fengu Víkingar um 1 V2 milljón í opin- bera styrki, en kostnaður við rekstur félagsins nam um 24 milljónum Á sama tima og öll íþróttafélögin eru vannærð er 18 milljónum eytt í að- stöðu, sem hefði mátt fá á öðrum stöðum fyrir minna fé. Unga fólkið er hjá félögunum, t d íþróttafélögum og skátum, og þar eru engin unglingavandamál Við þurfum ekki að byggja glæstar hallir til að laða unglingana til okkar. Hins vegar þurf- um við meiri peninga til að geta hlúð betur að þeim sem hjá okkur eru. Ég er sannfærður um að með auknum styrk til íþróttafélaganna væri hægt að losna við mikið af þessum svokölluðu ung- lingavandamálum. sem Reykjavikur- borg þekkir svo vel af starfsemi sinni í Tónabæ — Þeir eru margir, sem álíta að íþróttafélögin séu aðeins fyrir þá sem vilja sparka eða kasta bolta Þetta er rangt. Ég get nefnt sem dæmi um þá starfsemi, sem fram hefur farið i félags- heimili Vikings þessa viku. Sunnudag- ur — félagsvist, mánudagur — bridge, þriðjudagur borðtennis og námskeið i hnýtingum, miðvikudagur — borðtennis, fimmtudagur — félagsvist, föstudagur — hnýtinga- námskeið, laugardagur borðtennis. Auk þess hafa allar sex íþróttadeildir félagsins haldið fundi sína i heimilinu og við höfum nógan tíma og fórnfúst fólk i sjálfboðavinnu til að bæta við þennan lista, en viljum aðeins fá betri aðstöðu, segir Vilhelm Andersen og bætir þvi við að lokum að það séu ekki aðeins Vikingar sem eru óhressir, held- ur einnig önnur iþróttafélög í Reykja- vik. Ný bílferja milli íslands og Evrópu í vor? BlLAABYRGÐ h.f. er fyrir- tæki, sem hefur í hyggju að kaupa sérstakt bflaflutninga- skip og hafa undanfarið staðið yfir salhningar milli fyrirtæk- isins og Eimskipafélags tslands h.f. um eignaraðild Eimskips að skipinu og að félagið taki einnig við rekstri þess. Eru samningaumleitanir enn ekki komnar á lokastig, en skipið, sem keypt verður, er 300 bfla skip, sem jafnframt gefur möguleika á margs konar flutn- ingi milli Islands og Evrópu. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er í ráði að bílaflutninga- skipið verði f ferðum milli Þor- lákshafnar og Glasgow og getur það þá komið á 5 daga fresti til Þorlákshafnar yfir sumarmán- uðina. Gefst Islendingum þar með tækifæri til að fara með bifreiðar sínar til útlanda á ódýran hátt. og er hægt að tala um þetta skip sem eins konar brú milli Islands og meginlands Evrópu. I ráði er einnig að nýta skipið til þess að flytja á markað í Evrópu ferskan fisk í tengi- vögnum með kæliútbúnaði. Þessa tengivagna er unnt að fylla af verkuðum fiski við fisk- verkunarstöð og er þá kælikerf- ið f gangi. Síðan, þegar vagninn er fluttur frá verkunarstöðinni til skips, er kælikerfið í sam- bandi við dráttarbílinn. Um borð í skipinu er kælikerfið í sambandi við rafkerfi skipsins og loks í erlendri höfn tekur bfll við og flytur vagninn á ákvörðunarstað. Með þessum hætti er unnt að flytja 300 tonn af ferskum fiski í hverri ferð skipsins. Aðalhlutverk skipsins verð- ur þó að flytja nýja bíla til landsins. Telja bilainnflytjend- ur að með tilkomu skipsins sé unnt að flytja bíla og önnur tæki á hjólum á hagkvæmari hátt en verið hefur og má því ætla að flutningskostnaður geti lækkað. Þá er einnig unnt að nýta áður nefnda kælivagna til þess að flytja ferska ávexti til Islands. einnig gæti tilkoma þessa skips örvað áhuga útlend- inga á að ferðast um Island á eigin bílum. Þá er sagt f fréttatilkynn- ingu, sem Mbl. hefur borizt um þetta mál, að viðræður standi nú yfir við Eimskipafélagið um kaup og rekstur þessa skips. Teikningin sýnir bflaskipið og hvernig bflum og tengivögnum er raðað f það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.