Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 6
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 Það er um stefnur að ræða, en ekki menn. En þó eru það menn, sem standa að stefnuskrám. „Baráttan milli hinna tveggja stefna," sem hófst, meðan Maó lifði, en hefur nú fyrst verið til lykta leidd, er einnig barátta um persónuleg völd. Hún er háð með þeim hætti, sem Kínverjar þekkja mæta vel úr þúsunda ára sógu sinni. Bak við purpurarauða múra hinnar forboðnu borgar eru brugguð launráð og samsæri, eins og forðum á keisaratímunum, manda- rínarnir (háttsettir, kínverskir em- bættismenn, þýð.) rotta sig saman gegn hirðinni, hetjur og illmenni gera með sér svikasamninga og frilla leynist bak við hásætið og spinnur þræði sína. Samt scm áður er um það barizt í þessu hallarstriði, hvaða leið sé Kina vænlegust til að ná því marki sínu innan aldarfjóðungs að skipa sér í raðir heimsveldanna — en það er þjóð- ræknislegur draumur, sem alla bylt- ingarmenn frá vinstri til hægri hefur dreymt eftir byltingarnar 1911 og 1919. Frá Washington til Moskvu, frá París til Tokíó varð þess vart, hve menn önduðu lcttara, þegar hinn hófsami og raunsæi Hua, en ekki hin ofstækisfulla keisaraekkja Chiang—Ching settist í hið himneska hásæti. En ef til vill kemur sá dagur, að þeir, sem nú hrósa happi, muni syrgja Kína hins síðasta áratugar, sem haldið var í stöðugri innri óvissu með eldlegum upphróp- unum og áskorunum hinna Rauðu varðliða og draumsýnum gamals manns. Sú barátta, sem lauk svo óvænt og skyndilega með viðbrögðunum gegn menningarbyltingarklíkunni kringum ekkju Maos, byrjaði fyrir 10 árum. Þá sáust fyrstu merki um Parkinsonsveiki hjá hinum mikla formanni, sem hinir voldugu embættismenn flokksins og ríkisins höfðu ýtt til hliðar fyrir aldurs sakir eftir hið misheppnaða „stóra stökk". Um svipað leyti tók kona hans, sem var tuttugu árum yngri, þá á- kvörðun að leika sjálfstætt hlutverk á sviði stjórnmálanna. Eins og allir miklir stjórnmálaskörungar, sem líta á æviverk sitt og sjálfa sig sem eitt og hið sama, varð Maó gripinn skelfingu af tilhugsuninni um það, að arftakar hans kynnu að spilla arfinum. Með aðstoð konu sinnar og metnaðarfulls hers- höfðingja æsti gamli maðurinn æsku landsins upp til uppreisnar gegn yfir- völdunum og kerfinu. Flokkurinn og rnikill hluti embættiskerfisins voru meira og minna lagðir í rúst. I fjögur ár varð Kína að þola öngþveiti og borgara- styrjöld. Þúsundir opinberra starfs- manna — leiðtogar og trúnaðarmenn flokksins, yfirmenn í hernum, starfs- menn stjórnarskrifstofa, prófessorar, kennarar, menntamenn — voru settar af, reknar i fangelsi, flæmdar burt. Þessum ógæfusömu mönnum var mis- þyrmt líkamlega, þeir voru auðmýktir í „sýningarréttarhöldum" eða dregnir um göturnar klæddir fíflabúningi eða loddarahúfum. Þúsundir hnífstungna. Þeir, sem æstu til þessara smölunar— og króunarveiða, voru Chiang—Ching og vinir hennar úr hinni svokölluðu Shanghaimafíu, for- kólfar menningarbyltingarinnar, öfga- sinnaðir vinstri skriffinnar og verka- menn, sem helzt hefðu viljað breyta öllu Kína i eitt allsherjar ráð«tjórnar- hérað. Þeir, sem þá voru að velli lagðir — hlekkjaðir, hæddir og hrákum ataðir — njóta nú hefndarinnar. Engu er gleymt, ekkert fyrirgefið. Maó grun- aði það, ef trúa má fundargerð, sem smyglað var til Hongkong og á að vera frá fundi í stjórnmálanefndinni. „Hinar gömlu sakir á ekki að erfa við neinn," beitti hann sínum siðustu kröftum til að segja við félaga sína í byrjun júni siðastliðnum. Hann sár- bændi þá: „Annars munu milljónir manna láta lifið." Fimm vikum eftir dauða hans blés flokkurinn til norna- veiða á hendur Chiang—Ching og æfa- reiðir stúdentar óskuðu ekkju Maos „þúsunda hnifstungna". Fjórmenningarnir, sem sagðir voru "hafa vandlega undirbúið valdarán, voru engan veginn eins samhentur HEFND HINNA AUÐMÝKTU BAKSVIÐ ATBURÐANNA í KÍIMA „glæpaflokkur" og veggspjöldin vildu telja fjöldanum trú um. Að visu höfðu frú Maó og blaðamaðurinn Yao (sem sagður er tengdasonur hennar) mjög náið samstarf i Shanghai — þau réðu fjölmiðlunum sameiginlega. En hinn ungi Wang, fyrrum vefari, sem var hinn þriðji i röðinni í tignarstiga flokk- sins, fór lengstum sínar eigin leiðir og hinn roskni Tschang, sem að ósk Maós átti að halda stöðu sinni sem einn af leiðtogum flokksins, talaði og hagaði sér svo gætilega, að margir sérfræðing- ar í málefnum Kína álitu hann vera einn hinna hógværari. Það er nú ljóst, að hinir róttæku voru ekki mjög náiægt því að ná völdum, — i'kki einusinni á aðaláhrifasvæði þeirra, Shanghai. En þar sem þeir stýrðu penna málgagns flokksins, þar sem aðeins rödd þeirra heyrðist og þeir einir náðu eyrum formannsins mikla, leit út eins þeir byggju yfir ógn- vekjandi mætti. En Hua, sem hefur mikla reynslu í lögreglumálum, lét ekki þessi pappírstígrisdýr hræða sig. Þegar svo Maó sofnaði svefninum langa, misstu hinir róttæku sín einu heimildarskilriki. Upp frá þvi voru þeir aðeins það, sem þeir höfðu verið í nokkur ár: minnihluti í stjórnmála- nefndin-ni. Sjálfur hafði Maó stýft vængi þeirra, þegar hann lgaði bann við ofbeldisað- gerðum í lok menningarbyltingar- innar, lét herinn afvopna Rauðu varð- liðana og síðan senda þá út á land til bændanna, þar sem þeir gætu jafnað sig eftir byltingarvímuna. Hinir rót- tæku urðu síðan fyrir öðru áfalli, er forvígismaður þeirra, Lin Piao, ætlaði að hrifsa til sín æðstu völd í ótíma — og til þess að afneita „svikaranum" gerðu þeir þennan fyrrverandi öfgasinnaða vinstrimann að afturhaldssömum aðdá- anda Konfúsíusar. Síðan hafa þeir Schou En-lai, forsætisráðherra, og hinn fyrrverandi aðalritari flokksins, Teng Hsiao-ping, sem sóttur var aftur úr útlegðinni, unn- ið að því á kerfisbundinn hátt frá 1973 að svipta hina ungu menn menningar- byltingarinnar og hermenn í byltingar- nefndunum áhrifum á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Þeir veittu „endur- skoöunarsinnum" og hinum „kapi- talistisku undirróðursmönnum" uppreisn æru, því að ríkið, flokkurinn, efnahagslífið og herinn gat einfaldlega ekki án sérþekkingar þess kjarnafólks verið, sem lagt hafði verið að velli. Þögulir og stilltir gengu hinir reyndu og sérfróðu starfsmenn að störfum sín- um á ný — að sjálfsögðu eftir „heila- þvott" og endurhæfingu með þvingunarvinnu. Með venjubundnum vinnubrögðum og án þess að taka neitt mark á hinum óraunsæju ráðlegging- um hugmyndafræðinganna tóku þeir til við að koma Kína aftur á það stig, sem landið var á fyrir menningar- byltinguna, og að hrinda i framkvæmd nýsköpunaráætlunum Maós og Schou En-lais i landbúnaði, iðnaði, landvörn- um, vísindum og rannsóknum. Þetta voru gerendurnir, og það var aðeins yfirgerandinn, Teng, sem gegndi embætti forsætisráðherra, sem talaði umbúðalaust og hreinskilnislega. Hann ögraði Chiang Ching opinberlega og tók upp þráðinn nákvæmlega, þar sem hann hafði horfið frá honum 1966. Framkvæmdtr, afköst, en ekki hug- myndafræði, voru fyrir honum æðsta boðorðið í stefnunni í efnahagsmálum, hæfni og kunnátta var mikilvægari i verksmiðjum og rannsóknastofum en hugarfar og skoðanir, efnisleg gæði gagnlegri en byltingarandi, sem verka- menn og bændur 'gætu aldrei fengið keypt neitt fyrir. Hann hafði alltaf hugföst hin fleygu orð sín frá sjöunda áratugnum: „Þvi, sem ekki hefur reynzt vel í framkvæmd, verður að breyta (fram að þessu hefði Mao ekki haft neitt við þetta að athuga), með öllu burtséð frá því, hver hafði lagt á ráðin um stefnuna í fyrstu." Eða: „Það er sama, hvort kötturinn er svartur eða hvítur, aðalatriðið er, að hann veiði mýs." Teng komst að þeirri niðurstöðu, að ástandið í Kína eftir menningarbylt- inguna hefði verið ógnvekjandi: Hon- um fannst menntunarstig skólafólks og stúdenta alltof lágt („Sumir stúdentar eru ekki einu sinni læsir"), prófaðferð- ir í skólum væru rangar og óviðeigandi, vísindalegar rannsóknir á eftir tíman- um, stjórn iðnaðarins ófullnægjandi og sú meginregla, að landið ætti að vera sjálfu sér nægt, hvað framleiðslu snerti, gengi of langt. Hafi mælska hans áður fyrr ekki hlíft hinum mikla formanni, þá hæddist hann nú að leik- húsumbótum konu Maós. Þessi lágvaxni, atorkusami maður, byltingarsinni frá fyrstu tíð og gamal- reyndur frá göngunni miklu, hertur i víti menningarbyltingarinnar, hafði algerlega gert upp hug sinn — hug- myndafræði vildi hann ekki vita af meir. („Ég er ekkert hræddur við það að vera steypt í annað sinn.") Meðan Chou En-lai var enn á lifi, gat hann verið nokkurn veginn öruggur — og Maó, sem mat hæfileika Tengs mikils, leyfði honum að fara sínu fram. En hann ögraði hinum róttæku æ meir. Þeim mun lengur, sem Teng var við völd, þeim mun sjálfsöruggari var hann í framkomu sinni við þá. Hann ógnaði tilveru þeirra, þar sem hann i æ ríkara mæli setti reynda starfskrafta úr eldri kynslóðum i stað hinna ungu, sem höfðu komizt upp á menningar- byltingunni. Það var búizt við því af honum, að hann stefndi að því að verða eftirmaður Maós. Það hefur ekki verið erfitt fyrir Chiang-Ching að vekja gamla tortryggni manns sína að nýju í garð „endurskoðunarsinnans" Tengs. Þegar Chou En-lai lézt í janúar á þessu ári, snerist Maó gegn meirihluta stjórn- málanefndarinnar, sem vildi, að Teng gegndi áfram embætti forsætisráð- herra, Maó skipaði sveitunga sinn, lög- reglustjórann og búnaðarfræðinginn Hua, til að gegna embætti forsætisráð- herra, þó að það kostaði klofning í miðstjórninni. Með blessun Maós hófu svo hinir róttæku opinbera herferð gegn Teng og þeim, „sem ætluðu að ryðja kapitalismanum braut", „stéttar- óvinunum", sem hefðu hreiðrað um sig í miðjum aðalstöðvunum. Smá- menningarbyltingu var komið af stað. Konan bak við hásætið. Eins og þrumuveður að vori kom til æsinga i Peking í byrjun april síðast- liðnum. Enn er óljóst — miðstjórn flokksins ætlar að láta rannsaka að- dragandann — hver það var, sem kom fjöldanum til að rétta Teng Hsiao-ping hjálparhönd. Hvort það var leynilög- regla Huas, sem var þar að baki, hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.