Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 27 Flokkun sedla Verðmæti seðla í prósentum Eins og komið hefir fram áður i þessum þáttum, hefir söfnun seðla orðið að ástríðu hjá nokkrum söfnurum i Mynt- safnarafélaginu. Hafa á undan- förnum árum komið fram all margir seðlar á uppboðum félagsins og sumir þeirra verið seldir fyrir háar upphæðir. Reynt hefir verið að flokka seðlana, svona á svipaðan hátt og myntina, en ekki hafa legið fyrir neinar hreinar línur þarna verðandi flokkun. Ástæðan er sú, að ekki hefir verið komið upp staðli ennþá á sama hátt og gert hefur verið við myntina. Það er auðvitað öllum ljóst, að ónotaður seðill er miklu verðmeiri en notaður seðill. Seðill, sem lengi hefir verið i umferð og er orði'nn all þvældur er oftastnær lítils virði, nema hann sé þeim mun sjaldgæfari. Gamlir seðlar geta komið í ljós ónotaðir. Finnast þeir oftast nær inni I gömlum sálmabókum eða biblium. Um daginn var einn slfkur seðill 50 krónu seðill frá fyrstu útgáfu Landsbankans 1928, boðinn upp og seldur á uppboði hjá Klausturhólum. Seldist seðillinn á 108 þúsund krónur með söluskatti. Satt að segja varð ég ekkert undrandi á þessu verði því ógenginn seðill svona gamall er alveg einstakur. Ef seðillinn hefði verið eitthvað notaður hefði hann farið á snöggtum lægra verði. Mynt eða peningar, varðveitist allra fornminja bezt. Peningar geta legið svo eftir RAGNAR BORG öldum skiptir í jörðu, verið grafnir upp og líta þá út svona svipað eins og þegar þeir voru grafnir. Seðlar aftur á móti eru forgengilegir. Duga í umferð í þetta nokkra mánuði til 2—3 ára. Fer það eftir því hve góður pappir er í þeim hve lengi þeir endast. En þar skilur á milli seðla og myntar að það er hægt að hressa töluvert upp á gamlan seðil með því að þvo hann og snyrta, en mynt má helzt alls ekkert gera við svo hún eyðileggist ekki. Seðil má laga með ýmsu móti. Fer það eftir því hve illa hann er farinn hvaða aðferð á að beita. I sumum tilfellum er hægt að ná óhreinindum af með góðu strokleðri. Suma seðla þarf að þvo, en það er mikill vandi. Bezt er að hafa samband við góðan frímerkjasafnara, sem hefir reynslu í að hreinsa frímerki. Varast skyldu menn að strauja seðla. Við það myndast hrukkur og pappírinn verður misbólginn. Þvegna seðla skal þurrka með pressu líkt og frimerki. Með timanum geta menn svo lært að gera við seðla, en það kostar mikla æfingu og' ekki skyldu menn æfa sig á sjaldgæfum og dýr- mætum seðlum fyrst. Gera heldur tilraunir á verðlitlum seðlum og þreifa sig smátt og smátt áfram. Skýringarnar, sem fylgja myndunum ættu að vera góðar leiðbeiningar varðandi flokkunina. Það ber þó að hafa i huga að ef til vill þarf að betrumbæta textann i lýsingunni á seðlunum, en reynslan ein getur skorið úr um það efni. Það má vel notast við myndina sem sýnir hve mörg prósent tapast af verðmæti seðils við brot og óhreinindi, en taflan frá 0 til 1 minus er öllu nákvæmari. tJtlit seðlanna: Eins og nýr. Hreinn og stinnur ... Brot í miðju, varla sýnilegt ..... Vottar fyrir broti í miðjum seðlinum Seðillinn enn nokkuð stinnur ..... Þrjú brot sýnileg................. Vottar fyrir óhreinindum ......... Öhreinindi vel sýnileg............ Þrjú brot og óhreinindi .......... Fleiri en þrjú brot, lárétt og lóðrétt . Seðillinn rifinn í kantinn en ekki inn í mynstur ............ Töluverð óhreinindi og seðill orðinn lúinn .............. Seðillinn krumpaður .............. Horn af seðlinum vantar.......... Seðillinn óhreinn, krumpaður, brotinn og rifinn ................ 01 lf 1 1+ 2 3 4 5 Heildarafli landsmanna: 52.800 lestir árið 1905 en 1243 þús- und tonn árið 1967 HÖGNI Torfason (fyrir miðri mynd) varð hlutskarpastur f blönd- uðu skeppninni af eldri og reyndari spilurunum hjá BR. Hér spilar hann við félaga sinn Þorvald Valdimarsson. 1 NVÚTKOMNU hefti Ægis, tímarits Fiskifélags Islands, er tafla sem sýnir heildarafla lands- manna á árunum 1905 til 1975 eða frá því að byrjað var að fylgjast nákvæmlega með aflamagninu. t töflunni kemur f ljós, að árið 1905 var heildaraflinn 52.800 lestir, og fer hann ekki yfir 100 þús. lestir fyrr en 1915, þá var hann 113.400 lestir. A árunum 1925 til 1929 var aflinn 296 þús. lestir, þar af sfldarafli 52.300 lestir og á árun- um 1935 til 1939 var aflinn að meðaltali 410.400 lestir, þar af sfldarafli 142.700 lestir. Aflinn fer í fyrsta sinn yfir 500 NtJ er verið að kanna skemmdirnar á húsinu við Vesturbraut 12 i Hafnarfirði, en húsið skemmdist nokkuð er verið var að vinna við hitaveitu- framkvæmdir á föstudags- morguninn. Verið var að sprengja burtu hluta af klöppinni er húsið stendur á og náði sprengingin inn undir húsið. Eigandi hússins er Ársæll Arsælsson og sagði hannn f sam- tali við Mbl. í gær, að eftir væri að kanna nánar skemmdirnar og því ekki enn hægt að segja hvað tjón- ið væri mikið. Á neðstu hæð hússins, sem er þrjár hæðir, er verzlun, Kjöt- kjallarinn, og sagði Hinrik Hans- þús. lestir árið 1944 og er þá 547.700 lestir og er andvirði afl- ans þá talið vera 169.7 millj. króna. Tíu árum seinna eða 1954 er aflinn ekki nema 452 þús. lestir, en þá brást síldveiði að mestu. Andvirði aflans var þá 392 millj. kr. Árið 1967 er heildaraflinn 1.243.00 þús. tonn og er það mesti ársafli Islendinga til þessa og þá var andvirði hans 2.791.7 millj. kr. Á síðasta ári var heildarafiinn 944.300 lestir og þá var heildar- andvirði aflans 16.882.1 millj. króna. en, kjötiðnaðarmaður, að búðin hefði nötrað þegar sprengt var og dyrnar inn í búðina festst. Sprungur komu í húsveggina og sæist inn með sumum gluggun- um. Nýrri hluti hússins skemmdist minna, enda hann lengra frá þeim stað sem sprengt var. Hinrik sagði, að þetta hefði verið óhappaverk og fyrr um morguninn hefði verið búið að sprengja einu sinni og þá ekkert gerzt. Var verið að sprengja á klöppinni sem húsið stendur á og hefði hún nað inn undir húsið sjálft. Hann sagði að menn hefðu skoðað húsið í gær en ekki væri hægt að segja nánar um tjón. Hugsanlegt væri að það hefði skemmzt meira en sæist með ber- um augum. Búið er að röntgen- mynda veggina og eftir helgina verður komið í ljós hvort frekari skemmdir hafa orðið. Bridge umsjón ARNÓR RAGNARSSON Vigfús Pálsson vann blönduðu keppnina hjá BR SL fimmtudag lauk blandaðri keppni ungra og reyndari spil- ara hjá Bridgefélagi Reykja- vfkur. Vigfús Pálsson sigraði örugg- lega f yngri flokknum — þegar samanlagður árangur allra kvöldanna hafði verið lagður saman. Hlaut Vigfús 385 stig sem verður að teljast mjög góð- ur árangur. Annars var röð efstu spilara þessi: Steinberg Rikarðsson 361 Haukur Ingason358 Jóhann Sveinsson 357 Tryggvi Bjarnason 356 Efstu menn i eldri flokknum: Högni Torfason 385 Ásmundur Pálsson 380 Urslit í þriðju umferð urðu þessi: Rúbertukeppni næsta keppni BR Næsta keppni félagsins verð- ur rúbertukeppni, 2 kvöld, og verður hún spiluð 2. og 9. des- ember. Fer hún þannig fram að spiluð eru 8 spil milli para og ræður „saldo“ úrslitum að lok- um. Spilaðar verða fjórar lotur hvert kvöld. Seinna kvöldið spila 16 efstu pörin i sér riðli beina útsláttarkeppni. Fyrstu verðlaun i þeim riðli verða 10 þúsund krónur og önnur verð- laun 5 þúsund. Þeir sem ekki ná i 16 para úrslitin spila sjálf- stæða keppni og verða í þeim flokki bókaverðlaun að eigin vali til efsta pars. Þátttaka er öllum frjáls og nægir að mæta á spilastað fyrir kl. 20. Hámarks- þátttaka verður þó 42 pör. Ingibjargar Halldórsd. 83 HansNielsens 80 Sigriðar Pálsdóttur 78 Elísar R. Helgasonar 72 Glsla Guðmundssonar 66 Sjöunda umferðin verður spiluð á fimmtudaginn kemur. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Jón Hauksson og Pálmi Lórenz unnu tvímenningskeppni í Vestmannaeyjum Tví menningskeppni Bridge- félags Vestmannaeyja er nýlok- ið. Röð efstu para varð sem hér segir: A-riðilI: Vigfús Pálsson — Högni Torfason 134 Haukur Ingason — Stefán Guðjohnsen 132 Steinberg Rikarðsson — Ásmundur Pálsson 128 B-riðill: Sigmar Öttarsson — örn Arnþórsson 135 Bragi Þórðarson — Gisli Hafliðason 133 Daníel Gunnarsson — Jakob R. Möller 125 Keppnin tókst nokkuð vel og komu fram nokkrir mjög efni- legir spilarar. Jón og félagar óstöðvandi hjá Breiðfirðingum Sex umferðum af 11 er nú lokið ( aðalsveitarkeppni Bridgedeildar Breiðfirðinga- félagsins. Sveit Jóns Stefáns- sonar er langefst og hefir að- eins tapað 9 stigum, er með 111 stig. Röð sveitanna eru annars þessi: Jón Hauksson og Stig Pálmi Lórenz 360 Gissur Jónasson og Þorleifur Sigurláss. 355 Georg Tryggvason og Sveinbjörn Jónsson 348 Sigurður Einarsson og Víðir Valgeirsson 341 Guðmundur Guðnason og Haukur Guðjónsson 333 Meðalskor var 324 stig. Sveitakeppni félagsins er hafin með þátttöku 8 sveita. Spilað er á fimmtudagskvöld- um i Félagsheimilinu við Heiðarveg. Veitt hafa verið bronsstig á spilakvöldum félagsins, en enn hefur enginn náð 200 stigum. Hitaveituframkvæmdir í Hafnarfirði: Skemmdir á húsi kannaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.