Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 39 BÆKUR—BÆKUR-BÆKUR—BÆKUR-BÆKUR—BÆKUR-BÆKUR-BÆKUR—BÆKUR—BÆKUR—BÆKUR-BÆKUR-BÆKUR—BÆKUR-BÆ Örn og Örlygur BÖKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur sendir á þessu hausti frá sér all- margar bækur. Er þar ýmist um að ræða framhald á útgáfu bóka í afmörkuðum bókaflokkum eða nýjar bækur. Ein skáldsaga er i hópi útgáfubókanna en það er bók Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk, sem nú sendir frá sér sína fimmtu bók. Bókin 30. marz 1949, eftir þá Baldur Guðlaugsson og Pál Heiðar Jónsson bregður upp mynd af atburðum dagsins er Island gekk i Atlantshafsbanda- lagið og til mikilla átaka kom* úti fyrir Alþingishúsinu. Bókina prýða myndir eftir Ólaf K. Magnússon, ljósmyndara og fleiri. Ég vil nú hafa mfnar konur sjálfur, nefnast endurminningar Ólafs bóna Jónssonar á Oddhól á Rangárvöllum og fyrrum i Álfs- nesi. Það er Dagur Þorleifsson, blaðamaður, sem skráir sögu Ólafs. Áttunda bindi björgunar- og sjóslysasögu tslands eftir Steinar J. Lúðvíksson, Þrautgóðir á raunastund, kemur út i haust. t þessu bindi rekur Steinar sögu Snjólaug Bragadóttir áranna 1920—1924. Stiklað á stóru — frá bernsku til brauðleys- is er heiti á endurminningum séra Gunnars Benediktssonar. í bókinni segir höfundur frá því er hann var ungur drengur austur í Hornafirði og þar til hann hverf- ur frá prestskap í Saurbæ. Hornstrendingabók eftir Þór- leif Bjarnason kemur nú út I end- urskoðaðri útgáfu. Þórleifur hef- ur aukið efni bókarinnar veru- lega og bætt hefur verið við tug- um mynda i bókina eftir þá Finn Jónsson og Hjálmar R. Bárðarson. Hornstrendingabók var fyrst gef- in út árið 1943 og þá í einu bindi en kemur nú I þremur bindum. Lewis og Clark er heiti á þriðja bindi í bókaflokknum Frömuðir landafunda, sem Sir Vivian Fuchs ritstýrir en þýðingu þessa bindis gerði örnólfur Thorlacius. Lewis og Clark voru fyrstir hvítra manna til þess að fara yfir þvera Norður-Ameríku. Könnun Kyrra- hafsins er 4. bindið í bókaflokkn- um Lönd og landkönnun en allar bækurnar í bókaflokknum hefur Baldur Guðlaugsson Steindór Steindórsson frá Hlöð- um þýtt. Ljós mér skein, endur- minningar Sabinu Wyrmband, eiginkonu „neðanjarðarprests- ins“, sem sat 14 ár í fangelsum kommúnista í Rúmeníu í þfðingu Sigurlaugar Árnadóttur f Hraun- koti í Lóni. Hammer of the North, Myths and Heroes of the Viking Age eftir Magnús Magnússon hefur að geyma norræna goðafræði og goð- sagnir. Bókin er á ensku og hana prýða margar litmyndir. Svæða- meðferðin eða Zone Terapy eftir Eunice D. Ingham í þýðingu Jóns A. Gissurarsonar fyrrum skóla- stjóra. 1 bókinni segir frá margra ára reynslu, sem sannað hefur, að hver likamshluti og líffæri eiga sína taugasvörun í skýrt mörkuð- um stöðum fótanna. Með báli og brandi eftir strfðs- og njósna- sagnahöfundinn Joe Poyer f þýð- ingu Björns Jónssonar segir frá nokkrum ævintýramönnum, sem sækja gull, sem falið er f kafbáta- helli í Júgóslaviu frá þvf á dögum nasistanna. Páll Heiðar Jónsson Helgafell Tómas Guðmundsson AF útgáfubókum Helgafells i haust má fyrst nefna nýtt rit- verk eftir Halldór Laxness. Bók þessi er rituð i sama stfl og í túninu heima en grundvöllur bókarinnar eru endurminning- ar höfundar frá unglingsárum hans, er hann dvaldi eitt ár í Danmörku og Svfþjóð. Kristján Albertsson lætur frá sér fara stóra skáldsögu, sem hann kall- ar Ferðalok. Höfundur hefur á ævi sinni farið vfða um lönd og sagan hefst 1920 er heimurinn var allur annar en nú en endar hér heima um þessar mundir. Ljóðasöfn þeirra Tómasar Guðmundssonar og Davfðs Stefánssonar frá Fagraskógi koma nú út í nýrri útgáfu. Fimm ljóðasöfn Tómasar koma 'í einni bók og allar tíu ljóða- bækur Daviðs koma út í fjórum Davfð Stefánsson bindum. Ný skáldsaga, sem ber nafnið Það rfs úr djúpinu. kem- ur frá hendi Guðbergs Bergs- sonar. Ljóð, þýdd og frumsam- in, eru komin út eftir Jóhann Hjálmarsson, Hrafn Gunn- laugsson og Baldur Öskarsson og væntanleg er frumsmfð ungs sálfræðings frá háskólanum í París, Erni Snorrasyni. Nýtt bindi af Ættum Þing- eyinga kemur út og hefur það að geyma yfir 700 myndir af aldamóta-Þingeyingum. Fyrsta bindi af Ættum Þingeyinga hefur einnig verið endurprent- að. Nýtt safn ljóðaþýðinga eftir Jón Helgason, fyrrv. prófessor við Hafnarháskóla og forstöðu- mann Árnasafns, er komið út hjá Helgafelli. Þá hefur Helga- fell sent frá sér nýja kvæðabók eftir Kristján Karlsson, bók- menntafræðing. Ræðir tæpitungulaust um kvennamál sín — Ólafur í Oddhól hefur gegnum árin reynt margt og komið víða við á lffshlaupi sínu. Þessi bók rekur endurminning- ar Ólafs frá bernskuárum hans en hann er fæddur 1908 og þar til nú. Hann er mjög opinskár f frásögnum sfnum og talar tæpi- tungulaust um málin og þá ekki sizt um kvennamál sín en Ólaf- ur hefur haft gaman af konum og verið þrfgiftur, sagði Dagur Þorleifsson, blaðamaður, sem skráð hefur endurminningar Ólafs bónda Jónssonar i Oddhól á Rangárvöllum en bókin nefn- ist Ég vil nú hafa mínar konur sjálfur. — Nafnið á bókinni gefur vissulega innsýn í efni hennar en Ólafur segir í bókinni frá fjölmörgum ævintýrum sfnum s.s. samskiptum sínum við fjár- málamenn í Reykjavík. Ólafur hefur löngum þótt maður nýjunganna og hefur ótrauður lagt út á nýjar brautir og má nefna að hann stofnaði tvisvar skipaútgerð. Ólafur er trúmað- ur á sinn hátt og trúir því að það borgi sig ekki að gera sér á móti skapi, sagði Dagur að lok- um. Olafur Jónsson á Oddhól (t.v.) og Dagur Þorleifsson ræða saman. osc ■ kynningarvero á Panther í gjafakassa. Verðlækkun 4.820.__ BOSCH COMBi Tilvalin jólagjöf, takmarkaðar birgðir maaai c9Íö£eiióóoa h.f. Reykjavik, Akureyri umboðsmenn víða. Byggingarþjónusta Arkitektafélags Islands, Húsnæðismálastofnun rikisins, Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.