Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÖVEMBER 1976 35 4. grein Eftir Jóhönnu Kristjóns- dóttur til sín taka, lögðu niður vinnu og létu öllum illum lálum. Málið hef- ur nú fyrir löngu verið til lykta leitt og gengur allt eðlilega fyrir sig. Aðbúnaður hefur stórbatnað og má eflaust telja býsna góðan, laun hafa stórhækkað og afköst hafa aukizt. En ekki hefur slðan til þessara tíðinda dró verið leyft að taka myndir f Lisnave nema á ákveðn- um stöðum og frá ákveðnum sjón- arhornum. Til dæmis má alls ekki beina myndavélunum að verka- mönnum. Einu sinni mun það hafa komið fyrir að erlendur blaðamaður varð fyrir þvl að vél hans var brotin þegar hann ætlaði að taka myndir og siðan var sett undir þann leka með því að banna einfaldlega myndatökur nema I mjög takmörkuðum mæli. Ekki eru nema 15 ár slðan Lisnavefyrirtækinu var hleypt af stokkunum. Var það fyrir for- göngu og að frumkvæði tveggja portúgalskra skipasmlðastöðva í samvinnu við tvær sllkar I Hol- landi og tvær I Svíþjóð. Markmið- irnar fyrir aldamót og hefur nú verið sameinuð Lisnave og nánast endurbyggð að tækjum og búnaði á síðustu árum. Þar eru tekin upp minni skip eða upp 121 brúttólest. Þegar Maria Theresa og ég höf- um þeytzt fram og aftur um Lis- nave er kvatt með virktum og síðan er brunað I vínframleiðslu- tækið Jose Maria Fonseca sem er með þeim allra stærstu I landinu i léttum vínum, ásamt Sogrape I Oporto. Byggingar fyrirtækisins eru 20 km suður af Lissabon. Þar tekur á móti okkur upplýsingastjórinn Vasco d'Avillez og arkar með okk- ur samvizkusamlega um verk- smiðjuna. Hann er dálltið þreytu- legur og er þó dagurinn ungur. En kannski veit hann sem er að hann á eftir að fara margar sllkar f erðir á næstu klukkutímum. Stofnandi fyrirtækisins, Jose Maria Fonseca, kom þvl að fót 1855 og nokkrum árum slðar sendi hann fyrstu múskatelvínin á alþjóðasýningu I Parls og fékk þar silfurverðlaun. Fyrirtækið hefur síðan vaxið og blómstrað og flytur nú út mikið af borðvlnum af ýmsum gerðum. Þó eru rósavín fyrirtækisins öðrum vlnum þess þekktari. Vörur fyrirtækisins eru ef til vill eftirsóttari á erlendum mörkuðum en innanlands, sér- staklega þó á Bandarlkjamarkaði og um sjötiu prósent útflutnings- ins fer á þann markað. I verksmiðjunni sem annast átöppunina vinna um 250 manns. Þar sem annars staðar er hrein- læti og snyrtimennska til fyrir- myndar og aðbúnaður starfsfólks- ins eftirbreytni verður. Vasco d'Avillez fer að lokum með okkur Mariu Theresu niður i vinkjallarann, þar eru geymdar göfugar tegundir af ýmsum vín- < p Úr Estuf a Fria ið var að byggja og reka viðgerð- arstöð nógu stóra til að taka upp stærstu skip sem þá voru i um- ferð. Samvinna Portúgala, Hol- lendinga og Svía tókst mætavel. Þar sem skipaiðnaðurinn var þá að ganga I gegnum miklar breyt- ingar, varð að auka stærð skipa- kvlnna geysilega og reyndar margsinnis meðan á byggingu stóð. Fyrst var hafist handa um svokallaðan suðurhluta, en sá hluti stöðvarinnar var svo tekinn formlega I notkun 1967. Þar voru þá tvær þurrkvlar, önnur fyrir skip sem voru allt að 100 þús. brúttólestir og hin fyrir skip, allt að 326 þús. brúttólestir. Portúgal- ir segja að þetta sé ein af fáum stöðvum I heimi, sem er hönnuð með það fyrir augum að taka að sér viðgerðir stærstu skipa. Flutn- ingavandamál innan stöðvarinnar eru leyst með ýmsum ráðstöfun- um sem miða að því að viðgerðir gangi sem fljótast fyrir sig og öll verkstæði innan stöðvarinnar eru mjög vel búin. Arið 1969—70 var gerð áætlun um stækkun stöðvarinnar. Þá var talað um að þar yrði hægt að taka upp lengstu skip sem nútima tækni væri Hkleg til að hanna i framtlðinni. Þessi nýja kvi átti að geta tekið við skipum sem væru allt að 1 millj. brúttólestir að stærð og er þar af leiðandi sú stærsta i öllum heimi. Auk þess hafa verið gerðar breytingar, stækkanir og endurbætur á eldri svæðum stöðvarinnar. Handan Tejoár, Lissabonmegin er svoköll- uð norðurkvl sem sett var á lagg- tegundum fyrirtækisins, allt frá árinu 1855. Þar er einnig ætlunin að koma upp veggflísasafni, sem fjölskylda Jose Maria Fonseca hefur lagt sig eftir að afla sér, en Portúgalar eiga langa hefð að baki sér i gerð veggflísa. Það er sól og hiti þegar við ökum aftur til Lissabon. Yfir lengstu brú I Evrópu, 25. april- brúna eins og hún heitir núna, en var áður kölluð eftir Salazar heitnum. Nú talar enginn, lengur um Salazar. Caetano virðist öllum gleymdur Hka. Meira að segja nenna Portúgalir ekki að æsa sig upp þó svo að Spinola sé kominn heim aftur. Þeir vita sem er segja þeir, að hann verður aldrei afl I landinu. Aftur á móti er sumum skemmt yfir tiltektum Otelo Saraiva de Carvalho sem hefur nú tekið upp á þvl að bjóða sig fram við sveitarstjórnarkosningar í Setúbal, sem er „rauður" bær. Þeim finnst dálltið gaman að Carvalho, og uppátektum hans. En hugurinn snýst þó einkum um Soares og vonir bundnar við hann. Bara ef hann sýndi nú meiri kjark og dirfsku, segja þeir. Til dæmis ef hann setti nú Lopez Cardoso landbúnaðarráðherra af. Vegna þess að uppbygging i land- búnaði verður ekki raunhæf á meðan hann stjórnar. Svo flaug ég heimleiðis eld- snemma morguninn eftir. Og las svo I fréttum fáeinum dögum sið- ar, aó Lopez Cardoso landbúnað- arráðherra hefði sagt af sér em- bætti. . irtRóm IrlÚSGÖGN Grensásvegi 1, Reykjavik Pöntunarsimar: 86511 - 83360 Sendum gegn póstkröfu Veljið húsgögnin tímanlega fyrir jól. Mikið af fallegum áklæðum % « Morgunbladid óskareftir bladburðarfólki UTHVERFI Blesugróf Seljabraut Upplýsingar í síma 35408 Nýttfrá PiUsbury „SELF KISING " hveiti W Hveitiblanda þar sem hver boili inniheldur 1'/>tsk. af lyf tidufti og fc tsk af salti. Hveiti þetta er með minna éggjahvítuefni (protein)' en venjulegt hveiti og er þvi kjörið í kex og kökur. 1 allar venjulegar uppskriftir með lyftidufti er mjög gott að nota Pillsbury's „SELF RISING" hveiti og er þályftidufli og salti sleppt. Aðeins í sukkulaðikökur og bakstur, sem ekki er gert ráð fyrir lyftidufti I, er ekki Uiælt með Pillsbury's „SELF RISING" hveiti. Mistfík f blöndun lyftidufts og hveitis, orsaka mistök í bakstri. Það vandamál er ur sögunni ef notaðer Pilisburys „SELF RISING" hveiti. 5 ára reynsla íi óóréttti 4J^trimla-gluggátjöldin 3 V SOLARIS STRIMLAR einungis hjá tá&^ílilliljill Lindargötu 25-Símar 13743 og 15833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.