Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 33 Fimm úr starfshópi um þróun landbúnaðar: — Agreiningur um forsendur saudfjár- ræktar á íslandi Samdóma álit LÍB starfshóps: Leikvellir valda ekki hlutverki sínu í haust hafa þrír starfshópar unnið við kannanir á ýmsum aðkallandi málum varðandi börn og velferð þeirra, á veg- um Landssambands íslenzkra barnaverndarfélaga. Fyrsti hópurinn kannaði slysavarnir og gerði grein fyrir niðurstöð- um í dagblöðum. Annar hóp- urinn kannaði leikvallamál. Sá hópur boðaði til blaða- mannafundar i vikunni og gerði grein fyrir niðurstöðum sínum. Tilgangur starfshóps- ins með könnuninni er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á gildi leiksins i þroska hvers einstaklings og hvernig leikvellir geta og ættu að nýtast i þvi sam- bandi. í starfshópnum unnu Margrét Sig- urðardóttir fóstra, Runar Már Jóhanns- son kennari og Kristín Jónsdóttir fóstra. Hópurinn vann að verkefninu með því að skoða leikvelli á höfuð- borgarsvæðinu og ræða við starfsfólk MYNDAMOTA Aóalstræti 6 simi 25810 þar Sagði Margrét Sigurðardóttir að hópurinn hefði m.a. komist að þeirri niðurstöðu að skortur væri á sérmennt- uðu starfsfólki á gæsluvöllunum Sögðu þau að eingöngu tvær fóstrur ynnu á öllum leikvöllum borgarinnar Á Reykjavikursvæðinu eru alls þrjátiu og þrir gæsluvellir, þar af tveir opnir Sagði Margrét ennfremur að hún teldi, að frumorsökin fyrir þvi, hve þessum málum hefði verið litið sinnt, væri sú, að þjóðfélagið væri ekki virt sem einstaklingur Þannig væri ekki tekið tillit til þeirra þarfa, sem barnið ætti skýlausa kröfu til að sinnt væri. Leikvellina kváðu þau fram úr hófi ófrumlega. þar sem ekkert mið væri tekið af sköpunarþrá barnanna né gert ráð fyrir sérstökum þörfum þeirra. Enda hefðu leikvellir lengst af verið álitnir nokkrs konar geymslur, en ekki snar þáttur i uppeldi barna í nútlma- þjóðfélagi Gæsluvellir tóku til starfa 1953, og sagði nefndin þá enn með sama sniði. a.m.k. hefðu orðið litlar breytingar á leiktækjum. Væru vellirnir yfirleitt slétt- ir — og vart um meira að ræða en rólur og „vega sölt" Að áliti nefndar- innar fullnægðu þau leiktæki þörfum barna á aldrinum tveggja til þriggja ára, en börn frá þriggja og upp i sex ára fengju hins vegar ekki útrás fyrir leikþörf slna. Ytri skilyrði gæsluvalla kvað starfs- hópurinn afleit. Vellirnir væru opnir allan ársins hring, hvernig sem viðraði, og væri þar i fæstum tilfellum um afdrep að ræða fyrir börnin. Sögðu þau það lágmarkskröfur að á hverjum leikvelli væru skýli, þar sem börnin gætu leitað skjóls í vondum veðrum eða einfaldlega til að fá tækifæri til föndurs inni við Þegar er byrjað að stækka leikskýli á fjórum gæsluvöllum, að sögn Margrét- Það á lika að virða barnið sem ein- stakling. ar Sigurðardóttur, en þar er ekki um stór leikherbergi að ræða, en þó bót i máli, eins og hún komst að orði Álit hópsins á skólaleikvöllum var að þeir væru eingöngu sniðnir fyrir börn. sem vildu spila fót-eða körfubolta, þ.e malbikuð svæði með tveimur körfum og/ eða mörkum. Væru skólaleikvell- irnir áberandi dæmi um staðnaðar hugmyndir fullorðinna á leikþörfum barna Sagði nefndin að börn á aldrin- um sex til tólf ára ættu ekkert athvarf, þar eð leikvellir væru þeim lokaðir, og augljóst væri að ekki gætu öll heimili sinnt leikþörf þeirra sem skyldi Að lokum sagði Margrét að borgin ætti að sjá sinn hag í því að gera leikvelli betur úr garði, því of seint væri að byrgja brunninn, þegar barnið væri dottið ofan i FIMM þeirra tlu, sem störfuðu I starfshópi Rannsóknarráðs rfkis- ins um þróun landbúnaðarins, sem nýiega sendi frá sér skýrslu um það efni, hafa iátið frá sér fara yfirlýsingu þar sem tekið er fram, að komið hafi upp ágrein- ingur I stárfshópnum um ýmsar forsendur skýrslu um sauðfjár- rækt, sem fylgdi skýrsiunni um þróun iandbúnaðarins. I yfirlýsingunni segir: „Vegna frásagna í fjölmiðlum af skýrslu Rannsóknarráðs um þróun land- búnaðarins og fylgiriti með henni um þróun sauðfjárræktar vilja undirritaðir, sem unnu í starfs- hópnum um þróun landbúnaðar- ins, taka eftirfarandi fram: Ástæðan til þessa að skýrslan um þróun sauðfjárræktar var ekki gefin út sem hluti af vinnu starfshópsins alls var sú, að sauð- fjárræktarskýrslan var unnin án samráðs við hópinn allan og þegar hún var kynnt fyrir þeim, sem ekki höfðu unnið að henni, kom upp ágreiningur um ýmsar fors- endur, sem lagðar eru til grund- vallar möguleikum sauðfjárrækt- ar á íslandi. Undirrituð töldu að kanna þyrfti ýmsar forsendur frekar og að mikilvægum þáttum, sem skipta máli við samanburð á sauðfjárrækt hér á landi og i Nýja Sjálandi, hafi ekki verið gerð skil. Við viljum vekja athygli á, að á blaðsíðu 131 í skýrslu um þróunn landbúnaðarins er eftirfarandi bókun: Þeir úr starfshópnum, sem ekki unnu að gerð nefndrar skýrslu (Skýrslu um þróun sauðfjárrækt- ar -innskot Mbl.) hafa ekki kannað þann grundvöll, sem hún byggir á, til fullnustu og hafa þeir fyrirvara um niðurstöður skýrsl- unnar.“ Undir þetta rita: Gunnar Guð- bjartsson, bóndi, Guðrún Hall- grímsdóttir, verkfræðingur, Guðmundur Sigþórsson, búnaðar- hagfræðingur, Jónas Jónsson, rit- stjóri, og Óskar Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Höfundar sauðfjárskýrslunnar áttu einnig sæti í starfshópnum en þeir voru Vilhjálmur Lúðvíksson, verk- fræðingur, Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur, og Sveinn Hallgrímsson, sauðfjárræktar- ráðunautur. Auk þerra, sem hér hafa verið nefnd, áttu sæti í starfshópnum um þróun land- búnaðar Reynir Hugason, verk- fræðingur, og Jónas Bjarnason, verkfræðingur. Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU fyrir helgi varð meinleg villa i yfirlýsingu frá Félagi röntgenhjúkrunar- fræðinga. Rétt er málsgreinin þannig: „Af þessu er augljóst, að röntgenhjúkrunarfræðingar eru hæfir til ýmissa starfa á röntgendeildum sem röntgentæknar eru ekki.“ GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP í LIVERPOOL í raftækjadeildinni er mikið úrval lampa, þar á meSal vinnu- og skólalampar frá kr. 3.025 - Hársnyrtisett kr. 12.090,- 1. Bill frá Reykjalundi kr 3.400. 2. Þrlhjól kr. 4.290,- 3 Traktor kr. 5.615,- og 4. Þríhjól kr. 6.950,- Skultuna pottar 1. kr. 2240 2. kr. 3060 3. kr. 3.770,- í auglýsingunni bendum við á nokkrar vörutegundir, og viljum um leið minna á að 10% afsláttarkort KRON gilda hjá okkur fram til 10. desember. Það er því rétt að nota tækifærið og gera jólainnkaupin tímanlega — og nota 10% afsláttarkortin. Hnffapör ásamt teskeiSum fyrir sex kosta aSeins kr. 2.995.- LIVERPOOL Laugavegi18 Bandarfsk matar- og kaffistell. Fyrir 8 manns kr. 18.910 og fyrir 6 manns kr. 12.570.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.