Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 14
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1976 NOKKRAR undanfarnar helg- ar hafa tslenzkir ungtemplarar staðið fvrir námskeiðum fyrir unglinga um vfmugjafa og áhrif þeirra. Námskeiðin hafa fario fram f Ölfusborgum og Kópaseli, einn hópur dvaldi á hvorum stað. Um sfðustu helgi var 4. námskeiðið f haust og þvf hafa alls 8 hópar sótt slfk náms- keið á vegum fslenzkra ung- templara. Formaður fslenzkra ungtemplara er Halldór Árna- son og var hann jafnframt stjórnandi námskeiðsins, sem var f Ölfusborgum um sfðustu helgi þegar Mbl. kom þar f heimsókn. Rætt var við Halldór og aðstoðarmenn hans, þá Hall- dór Théódórsson og Ragnar Ingvarsson. Þeir voru spurðir hverjir hefðu sótt þessi nám- skeið: —Það eru fyrst og fremst unglingar úr 3. og 4. bekk gagn- fræðaskóla, 15—16 ára ungling- ar, og reynt er að veja eins fjölbreyttan hóp og mögulegt er. Við liöfum samband við nemendaráð og yfirkennara í viðkomandi skólum og nokkr- um úr hverjum bekk er éefinn kostur á að koma. Við reynum að fá þá scm eru leiðtogar í bekkjum ef vera mætti að þær gætu veitt öðrum í bekknum einhverja fræðslu um það sem fram kemur á námskeiðinu. —Um þessa helgi erum við með 19 unglinga og eru þeir í Réttarholtsskóla og Þingholts- skóla í Kópavogi. Við förum hingað á föstudagseftirmiðdegi og dveljum fram á mánudag og þess vegna er nauðsynlegt að þeir fái frí á mánudeginum í skólanum, en það er auðfengið hjá skólayfirvöldunum. Þeir sögðu að það væri áber- andi að á leiðinni i ölfusborgir skiptust unglingarnir þannig í bílinn að hópur úr hverjum skóla sæti sér í bílnum, en á leiðinni heim þá hefðu þau ver- ið búin að „hrista sig saman" svo að hópurinn úr Ölfusborg- um sæti kanski sér og hópurinn úr Kópaseli sér í bílnum. MIKIÐBYGGTUPP A VIÐRÆÐUM OG SKOÐANASKIPTUM. Þá lýstu þeir hvernig nám- skeiðinu væri háttað. Fluttur er einn fyrirlestur á dag og fjallar hinn fyrsti um viðhorf til efnanna, vímugjaf- anna. Annar um efnin sjálf, eiginleika þeirra og verkun, og sá þriðji um vandamál sem eru samfara þeim og neyslu þeirra. Þessir fyrirlestrar eru byggð- ir upp á sænskri bók, sem þeir notí hér í noskri útgáfu og búið er að þýða úr henni kafla, sem þátttakendur í námskeiðinu fengu áður en þeir komu. Hall- dór Árnason og aðstoðarmenn hans flytja þessa fyrirlestra og byggja sem sagt á þessari bók. Varpa þeir fram spurningum til umhugsunar fyrir ungling- ana og síðan, eftir hvern fyrir- lestur, er hópnum skipt niður í smærri hópa til að ræða það sam f jallað hefur verið um. Sögðu þeir félagar að ung- lingarnir væru oft hissa á því að þarna væri ekki um að ræða beina fyrirlestra og tima eins og þau "þekktu úr skólanum, heldur væri reynt að byggja eins mikið og mögulegt væri á umræðum og þátttöku þeirra sjálfra í þeim. Þá sögðu þeir að þeir væru engir sérfræðingar í þessum málum, þeir styddustu við umrædda bók og greinar í blöðum, en það væri mjög brýnt að veitt væri í skólunum fræðsla um þessa vímugjafa og áhrif þeirra. Hana vantaði al- gerlega í flestum skólum og það þyrfti að fá sérfræðinga til að fjalla um þessi mál. Það mætti lika hugsa sér að svipuð nám- skeið væru haldin en þá með þátttöku slíkra sérfræðinga og að ríki og sveitarfélög tækju meiri þátt í kostnaði við þau. Eins og fyrr segir eru það íslenzkir ungtemplarar sem standa fyrir þessum námskeið- um og voru nokkur haldin fyrr í ár, nánar tiltekið í febrúar. Þetta er mjög kostnaðarsamt og sögðu þeir að veittur hefði ver- ið nokkur styrkur til námskeið- anna fyrr í ár, en ekki væri Stjórnendur námskeiðanna f ölfusborgum: Ragnar Ingvarsson, Halldór Arnason og Halldór Theódórs- son. Viðhorf til vímugjafa vitað með vissu hvernig fjár- málum lyktaði nú. Þátttakend- ur greiða aðeins 500 kr. þátt- tökugjald en sjá um fæði fyrir sig sjálf, og gjaldið nægir varla fyrir ferðakostnaði austur. BYRJAÐ 1 REYKJAVIK. Námskeiðin hefjast raun- verulega í Reykjavík síðdegis á föstudag og þá er heimsótt fíkniefnadeild lögreglunnar. Þar sjá unglingarnir ýmis fíkni- efna og þeim er kynnt starfsemi deildarinnar. Sagði Halldór Árnason að þeir hefðu mætt miklum skilningi og fyrir- greiðslu hjá fíkniefnadeildinni og önnum kafnir starfsmenn hennar hefðu getað gefið sér tíma til að sinna þeim. Eftir þá heimsókn er síðan haldið úr bænum og fer annar hópurinn í Kópasel og hinn f ölfusborgir, eins og fyrr segir. Fyrsta kvöldið er kynningar- kvöldvaka, farið i ýmsa leiki, sem eru til þess að ungligarnir kynnist og leiðbeinendurnir kynna nokkrar umgengnisregl- ur og ákveða nánar um þær í samráði við unglingana sjálfa. Eftir þetta fyrsta kvöld þekkja allir alla og hópurinn er orðinn velsamstæðum. Þeir félagar sögðu að þegar að fyrirlestrun- um kæmi væri mikið um spurn- ingar og unglingarnir sýndu mjög mikinn áhuga og vildu vita mikið um verkan og áhrif alls kyns fíkniefna. Það væri greinilegt að fræðslu vantaði því það eina sem þau hefðu heyrt væru sögur og þær væru oft ekki áreiðanlegar. • ALYKTANIR SAMDAR. Á því námskeiði sem haldið var fyrir um hálfum mánuðí var mjög mikill áhugi og þátt- takendur báðu um það af fyrra bragði að fá að hitta Halldór og aðstoðarmenn hans í vikunni eftir námskeiðið til að fjalla meira um málefni þess. Kvöld eitt í vikunni eftir námskeiðið hittist hópurinn, sem hafði dvalið i Ölfusborgum 12.—15. nóv, en það voru nemendur úr Vogaskóla og Vörðuskóla og sömdu þau eftirfarandi álykt- anir: Reglugerð um bindindis-. fræðslu sem gefin var út árið 1956 er löngu úrelt. Þessu til stuðnings bendum við á eftir- farandi: a) Ofneyzla eiturlyfja hér á landi er staðreynd. I stað bindindisfræðslu ætti að koma fræðsla um eðli og verkanir vímugjafa almennt. Viggó Jörgensen: Bara standa fastur á sfnu og segja nei takk. Hannes Þorsteinsson: Vantar alveg fræðslu f skólunum — Litið við á námskeiði íslenzkra ungtemplara um fíkniefni og áhrif þeirra b) Okkar reynsla er sú að því sem næst engin fræðsla eigi sér stað í skólakerfinu um vímu- gjafa. e) Til þess að slík fræðsla nái sem beztum árangri er nauð- synlegt að draga fram raun- veruleikann t.d. í formi kvik- mynda. Fræðsla um vímugjafa skal fyrst og fremst vera hlut- dræg. Leggja skal rika áherzlu á hópvinnustörf svo virkja megi sem flesta nemendur. Þá ályktuðu nemendur í sömu skólum einnig um fíkni- efnamál á fundi sínum: 1. Fjölga ber verulega mönnum í Fikniefnadeild lögreglunnar. 2. Bæta þarf tækjakost Fíkni- efnadeildarinnar eftir þörfum. Ljóst er að deildin er mjög van- búin tækjakosti. 3. Allir þeir peningar sem tekn- ir eru við sölu eða kaup á fíkni- efnum eiga að renna til rann- sókna á fíkniefnamálum. 4. Herða ber eftirlit með útgáfu lyfseðla á róandi lyfjum. Svana Lfsa Davfðsdóttir og Rúna Baldvinsdóttir voru mjög ánægðar með námskeiðið og sögðu að það hefði veitt þeim mikla fræðslu um áhrif ffkniefna. 5. Þyngja skal refsingar fyrir smygl og sölu áfengis. 6. Gefa skal lögreglunni frjáls- arí hendur við rannsóknir á fikniefnamálum. 7. Auka ber fræðslu um eðli og verkanir vímugjafa. 8. Fjölmiðlar mættu fjalla meira um fíkniefni. Halldór Arnason sagði að þessi fundur með unglingunum sýndi það að áhugi þeirra væri raunverulegur á þessu máli og þetta væri skemmtilegt dæmi um frumkvæði þeirra. AUÐVELT FYRIR UNGLINGA AÐ KOMAST YFIR AFENGI. Við ræddum við nokkraþátt- takendur í námskeiðinu og hitt- um fyrst að máli tvær stöllur, þær Svönu Lísu Davíðsdóttur sem er nemandi I Þinghólsskóla og Rúnu Baldvinsdóttur, nem- andaíM.R. —Þetta er alveg stórkostlega gaman sögðu þær þegar þær voru spurðar hvernig þeim lík- aði námskeiðin. —Það er alveg nauðsynlegt fyrir hvern mann að vita eitt- hvað um fíkniefni. Við vissum eitthvað áður, en ekki nærri eins mikið að við höfum fengið að vita hér. Hér höfum við líka kynnzt hvert öðru vel, þetta eru sumt skólafélagar sem maður hefur séð á hverjum degi en ekkert þekkt. Þær hafa báðar starfað með íslenzkum ungtemplurum og sögðu að margir hefðu furðu- legar hugmyndir um hvað færi fram á vegum bindindisfélaga og þær voru á einu máli um að það þyrfti að kynna meira starf- semi hinna ýmsu bindindisfél- aga. Þær sögðu að sumir segðu við þær: „Ferlega áttu gott að drekka ekki — ég kann ekki að skemmta mér öðruvísi". Þá barst talið að því að drykkjuskapur væri vaxandi meðal unglinga og þær voru spurðar að því hvort unglingar ættu þá auðvelt með að komast yfir áfengi. —Já það virðist vera mjög auðvelt, sumir láta kaupa fyrir sig, og aðrir geta keypt sjálfir, jafnvel 16 ára krakkar, og þau þurfa aldrei að sýna nafnskýr- teini. Þetta á frekar við um stelpur. En annars er þetta ekk- ert ~THiglingavandamál, það er alveg eins foreldravandamál. Foreldrar sem drekka sjálfir geta varla skammað sín eigin börn fyrir að koma drukkin heim, þau gera þetta sjálf og hafa að miklu leyti haft þetta fyrir börnunum. Börn sem eru frá heimilum þar sem ekki er haft vín um hönd hafa engan áhuga á þvi að smakka það. MUNDUHUGSASIG UM TVISVAR. Þá var rætt við tvo pilta, Hannes Þorsteinsson úr Þinghólsskóla og Viggó Jörgensen^ úr Réttarholtsskóla, báðir 15 ára. „Ég hef lært mikið hér," sagði Hannes, „mikið um áhrif vlmugjafa, sérstaklega fíkni- efna og það hefur verið farið mjög vel í það. Ég vissi nokkuð um áhrif ýmissa fikniefna, ég hef nokkuð mikinn áhiiga á þessu og hef lesið nokkuð um þetta, en nú veit ég milu meira." Viggó hafði þetta um námskeiðið að segja: „Þetta fræðir mann mjög mikið um áhrif þéssara efna og maður myndi örugglega hugsa sig um tvisvar áður en maður færi út i svona neyzlu, en það gera það kannski allir. Nú veit maður miklu meira og getur frekar tekið þátt I umræðum milli manna um þessi mál." Þeir sögðu að unglingar tækju oft stórt stökk þegar þeir kæmu í gagnfræðaskóla, úr barnaskólanum, þá væru mjög margir sem gengju sér fyrsta sopann. Aðspurðir um hvort þeir héldu að mikið væri um neyzlu eiturlyfja hér á landi sögðu þeir, að hún væri senni- lega glettilega mikil og frekar Framhald á bls. 41.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.