Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 11

Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 11 Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti... Strauss gat talizt sigurvegari kosninganna. Hann hefur því átt erfitt með að sætta sig við að lúta stjórn Kohls, sem tókst ekki að vinna algeran meirihluta. Ymis- legt bendir til þess að það sem raunverulega vaki fyrir Strauss sé að verða forsætisráðherra í Bæjaralandi I stað Alfons Goppels, sem er 71 árs gamall, og gefa slðan kost á sér sem kanzlaraefni I næstu þingkosning- um. Ákvörðun Strauss kom Kohl algerlega í opna skjöldu þar sem þeir höfðu ræðzt við nokkrum dögum áður og Kohl leit svo á að þeir hefðu verið sammála i aðal- atriðum. En Strauss hefur lengi haft uppi áform um að gera CSU að fjórða aðalflokknum og virðist nú aðeins hafa viljað bfða fram yfir kosningarnar. 206 þingmenn CDU hafa einróma fordæmt ákvörðun Strauss, en flokksleið- togar eins og Ludwig Erhard, fyrrverandi kanzlari, hafa reynt að bera klæði á vopnin og skorað á CSU að halda samstarfinu áfram. Næsta flokksþing CDU verður ekki haldið fyrr en I marz 1977 svo að flokknum gefst nægur tími til þess að taka endanlega ákvörð- un um stofnun flokksdeildar í Bæjaralandi. Sumar stjórnmála- sérfræðingar telja, að allt að 60 af hundraði þeirra kjósenda, sem greiddu CSU atkvæði i síðustu kosningum, muni ganga i lið með CDU. Þrátt fyrir fullyrðingar Strauss um að fjórði aðalflokkur- inn muni styrkja stjórnarandstöð- una sýndi skoðanakönnun, sem var gerð fyrir einu ári, að ef CSU byði fram í öllum fylkjum mundi það ekki auðvelda andstæðingum stjórnarinnar að komast aftur til valda. Ákvörðun CSU um að slita sam- bandinu við CDU stafaði ekki sízt af ágreiningi um afstöðuna til frjálsra demókrata (FDP). Strauss og CSU telja FDP hálf- gerðan sósialistaflokk og stjórnar- hækju, sem eigi að ráðast misk- unnarlaust gegn. CDU vill aftur á móti fá FDP til samstarfs við sig og yfir standa viðræður milli flokkanna um samvinnu i tveim- ur fylkisstjórnum, í Neðra- Saxlandi og Saar. Kohl vonar að samstarf milli flokkanna i þessum fylkjum geti siðan leitt til stjórnarsamvinnu I Bonn, en á nýafstöðnu flokks- þingi FDP var því lýst yfir að samstarf við CDU i Neðra- Saxlandi og Saar mundi engin áhrif hafa á samstarfið við sósíal- demókrata i Bonn. FDP setur það skilyrði fyrir samvinnu við CDU I fylkjunum að CDU noti ekki að- stöðu sina I efri deild þingsins i Bonn til að fella samsteypustjórn FDP og SPD. Þetta gengur i berhögg við af- stöðu CSU sem hefur krafizt þess að stjórnarandstaðan haldi uppi miskunnarlausri baráttu gegn stjórninni í efri deildinni og láti einskis ófreistað til að fella stjórnina eða klekkja á henni. Samstarf CDU og FDP í fylkjun- um veikir hins vegar baráttuna gegn stjórninni í efri deildinni. Áðskilnaður þingflokka CDU og CSU gerir það að verkum að SPD fær forseta neðri deildarinnar, en ef hægri flokkarnir væru sam- einaðir væru þeir stærsti þing- flokkurinn með 243 þingsæti, og fengju þingforsetann. t kosningabaráttunni barðist Kohl fyrir viðhaldi víðtæks trygg- inga- og sjúkrasamlagskerfis Vestur-Þjóðverja, áframhaldi þeirrar stefnu að bæta sambúðina við Austur-Evrópurikin og „frels- is I stað sósíalisma". Að sumu leyti virtist meiri munur á stefnu Kohls og Strauss en Kohls og Schmidts. Eins og Kohl sagði í viðtali nýlega er CDU miðflokkur og hann bætti við: „Við verðum áfram miðflokkur." Frá Sverri Schopka í Hamborg: Sú ákvörðun flokksráðs Kristi- lega sósialsambandsins (CSU) að segja upp bandalagi flokksins við Kristilega demókrata (CDU) kom eins og þruma úr heiðskiru lofti föstudaginn 19. nóvember. Á siðustu árum hafði samstarf flokkanna ekki gengið snurðu- laust fyrir sig. Má þar kenna einum manni um, en það er Franz-Josef Strauss, flokksleið- togi CSU. Sá flokkur býður aðeins fram i Bæjaralandi og hlaut þar yfir sextíu af hundraði greiddra atkvæða i kosningunum I haust. Kristilegir demókratar bjóða hins vegar fram í öðrum fylkjum Vestur-Þýzkalands að undan- skildu Bæjaralandi. Bæjaraland hefur ávallt haft mikla sérstöðu á meðal fylkjanna og telur sig jafnvel vera sjálfstætt riki. Þjóðerniskennd er þar mikil og fólk er fremur ihaldssamt og á þetta mikinn þátt i kosningasigri Strauss, en flokkur hans hefur ávallt fengið meiri hluta í kosn- ingum siðustu áratugi. Nú er Strauss þeirrar skoðunar að þessir kosningasigrar sýni að stefna hans sé rétt. Hann heldur því og fram að CDU hafi staðið sig slælega i þingkosningunum og telji engar likur á þvi að CDU muni leysa samsteypustjórn jafnaðarmanna (SPD) og frjáls- lyndra (FDP) af hólmi næstu tvö kjörtímabil. Strauss er nú stað- ráðinn I þvi að heyja baráttuna upp á eigin spýtur á þinginu í Bonn. Riftun bandalags flokkanna hefur í för með sér að þeir fá lengri ræðutíma í þinginu. Strauss og hans þingmenn hafa notað tækifærið til að láta til sin heyra. Ekki er það alveg augljóst hvernig Strauss hefur I hyggju að koma samsteypustjórninni frá völdum. Hann hefur ekki enn sagt það opinberlega hvort hann hyggst færa út kviarnar utan Bæjaralands, koma þar á fót flokksdeildum CSU. Þótt Strauss sé vinsæll I Bæjaralandi minnka vinsældir hans óðum eftir þvi sem norðar dregur. Flokkur hans mundi þvi aðeins hreppa fá atkvæði I öðrum fylkjum Vestur-Þýzkalands og þá einkum frá öfgasinnuðum hægri- Helmut Kohl: fthyggjufullur mönnum þannig að ávinningur yrði enginn. Innan CSU hefur ákvörðun flokksráðsins verið harðlega gagnrýnd sérstaklega af yngri meðlimum. Telja þeir þétta spor í öfuga átt. En hvernig er þá staðan fyrir Kristilega demókrata? Flokkur Helmut Kohls er að vonum mjög vonsvikinn yfir framkomu Strauss og þeir hafa farið þess á leit að ákvörðun flokksráðsins verði afturkölluð en Strauss harðneitar og kveðst frek- ar segja af sér heldur en breyta um skoðun. Vist er að nokkur timi mun láða unz flokkarnir fara að starfa sam- an aftur. CDU er staðráðið í því Framhald á bls. 23 Franz-Josef Strauss: forsætisrftð- herra I Bæjaralandi? Einar Benediktsson, lyíjafræðingun Umveitingu lyfsöluleyía N etahr istarinn er gjörbylting — segja skipverjar á Hring I Morgunblaðinu þann 11. nóv. sl. var greint frá fyrirspurn á Alþingi frá Magnúsi Kjartanssyni fyrrv. heilbrigðisráðherra tal Matthíasar Bjarnasonar heil- brigðisráðherra varðandi veit- ingu lyfsöluleyfa. Þar sem mér er málið skylt, get ég ekki látið hjá lfða að gera nokkrar athugasemdir. Fyrirspurninni var beint til ráð- herra vegna þess, að við veitingu nokkurra lyfsöluleyfa gekk ráð- herra fram hjá umsögn og áliti umsagnaraðila. Ég mun ekki elta ólar við nokkrar augljósar missagnir í fréttinni, en geri ráð fyrir að aðrir munu leiðrétta þær. I fréttagreininni kom fram, að í ráðherratíð Matthfasar Bjarnasonar hafa verið veitt 9 lyf- söluleyfi, eru þau síðan talin upp. Einnig kemur fram að samkvæmt lögum skuli tveir umsagnaraðilar, nefnd lyfjafr./lyfsala og land- læknir, fjalla um umsóknir um- sækjenda. Nefnd lyfjafr./lyfsala raðar umsækjendum I töluröð, með rökstuddri greinargerð, síð- an fjallar landlæknir um umsókn- ir á sama hátt. 1 ljós kemur að þessar níu veit- ingar má flokka í þrennt: 1. 4 lyfsöluleyfi þar sem umsagnaraðilar voru sammála og lyfsöluleyfi veitt samkvæmt þvi af ráðherra. 2. 2 lyfsöluveitingar þar sem uumsagnaraðilar voru ósammála um niðurröðun umsækjenda og því eðlilegt að ráðherra beitti þar úrskurðarvaldi sínu. 3. 3 lyfsöluveitingar og þær síð- ustu, þar sem umsagnaraðilar voru sammála, en ráðherra gekk fram hjá samhljóða áliti þeirra og veitti þeim umsækjendum lyf- söluleyfin er umsagnaraðilar settu I annað sæti. Þessar þrjár siðustu lyfsöluveit- ingar eru: Ingólfs Apótek, Egils- staða Apótek og Nes Apótek á Neskaupstað og vil ég fara nokkr- um orðum um þær. Ingólfs Apótek. Tveir umsækjenda voru taldir hæfastir, annar lyfsali úti á landi, hinn lyfjafræðingur I Reykjavík. Um- sagnaraðilar voru sammála um uppstallingu I fyrsta sæti, en ráð- herra veitti þeim aðila lyfsölu- leyfið er umsagnaraðilar settu I annað sæti. Egilsstaða Apótek. Umsagnar- aðilar voru sammála um uppstill- ingu í fyrsta sæti, en ráðherra veitti lyfsöluleyfið þeim aðila er settur var í annað sæti. I greinar- gerð ráðherra segir: „Rökin fyrir röðun I fyrsta sæti voru sögð þau að viðkomandi hefði „ýtt undir að stofnuð yrði lyfjabúð í strjálbýli". — Þess má geta að þessi umtalaða „lyfjabúð I strjálbýli" verður ein- mitt á Egilsstöðum —. Þessi litla málsgrein er tekin úr greinargerð nefndar lyfjafr./lyfsala. Ráð- herra minnist ekki á, að land- læknir var sammála nefnd lyfjafr./lyfsala um uppstillingu, en á allt öðrum grundvelli. Land- læknir kvað rökin fyrir uppstill- ingu sinni vera þau, að viðkom- andi, er settur var í fyrsta sæti, hefði lengri starfsaldur við sjálf- stæðan rekstur með fullri ábyrgð. í umræðum á Alþingi sagði ráð- herra að landlæknir hefði gert rök nefndarinnar að sfnum, sem svo ráðherra fannst léttvæg, en eins og fram kemur hér að ofan var röksemdarfærsla landlæknis önnur en nefndarinnar og hefði það því átt að tryggja réttláta veitingu. Annað mál er svo, að viðkom- andi aðili hafði um árabil unnið að þvi að stofnsett yrði lyfjabúð á Egilsstöðum og lyfsöluþjónusta við Héraðsbúa þar með bætt. Má telja það all undarlegt að það sé fundið léttvægt í augum ráðherra. Nes Apótek, Neskaupstað. Þar sóttu aftur um lyfsöluleyfið tveir er áður sóttu um lyfsöluleyfið á Egilsstöðum. Umsagnaraðilar voru sammála um að sá aðili er settur var í fyrsta sæti þar héldi sama sæti, en sá aðili er raðað var í þriðja sæti I uppstillingu fyrir Egilsstaða Apóteki var settur f annað sæti. Ráðherra hélt áfram á sömu braut og veitti lyfsöluleyfið þeim lyfjafræðingi er umsagnar- aðilar settu í annað sæti. I umsögn nefndar lyfjafr./lyfsala segir: „Eins og sjá má er nefndinni mikill vandi á höndum að velja á milli (nöfn umsækjenda). Starfsaldur er ná- kvæmlega sá sami, en segja má að starfsreynsla (þess er settur var i fyrsta sæti) sé nokkuð víðtækari og auk þess hefur hann verið sjálfstæður í starfi frá 1. júli 1974, en (sá er settur var í annað sæti) frá 1. júní 1976. Því er þeim raðað niður .. . o.s.frv." Rett er að minnast á það aftur að sá umsækjandi er settur var i annað sæti i uppstillingu fyrir Nes Apótek var I þriðja sæti er stillt var upp fyrir Egilsstaða Apótek. Þar taldi landlæknir að umsækjendur væru allir hæfir til starfsins, þó þrir hæfastir og þar af tveir enn hæfastir. (Þjóðv. 28. ág. ’76). Þrátt fyrir ótviræða rökstudda uppstillingu nefndar lyfja- fr./lyfsala og landlæknis telur ráðherra að hér þurfi úrskurð sinn. Það hefur því ekki ennþá komið fram hjá ráðherra, hvers vegna hann hefur þrivegis séð ástæðu til að ganga fram hjá þeim aðilum, sem báðir viðkomandi umsagnar- aðilar röðuðu i fyrsta sæti. UM SKEIÐ hefur verið í notkun um borð í Hring GK 140 sérstakur sfldarhristari. Auðveldar hann mjög og flýtir fyrir allri vinnu á reknetum, sérstaklega þegar vel veiðist og lagnir eru margar. Eig- endur mb. Hrings eru Ingimund- ur Jónsson, sem jafnframt er skipstjóri, Helgi Einarsson og Að- alsteinn Einarsson. Mbl. hitti skipverja að mftli þar sem þeir voru að hreinsa bátinn og undir- búa hann fyrir loðnuveiðarnar eftir áramótin. Helgi Einarsson sagði að þessi úrhristari hefpi verið algjör bylt- ing i öllum vinnubrögðum, en það er mjög erfitt að hrista úr reknet- unum, sérstaklega þegar mikið er i þeim. Sagði Helgi að með til- komu hristarans væri hægt að leggja mun oftar, það gengi mun fyrr að hreinsa netin, og þvi feng- ist meiri afli. Netahristara þennan hefur Vél- taki h.f. smiðað og sá Guðbjartur Einarsson um verkið. Hann var settur um borð I Hring í ágúst áður en báturinn fór á rekneta- veiðar fyrir Austurlandi og sagði Helgi að aflinn þessa þrjá mán- uði, sem þeir stunduðu veiðarnar, hefði verið 4600 tunnur. Háseta- hlutur þennan tíma er um 800—900 þúsund krónur, en á bátnum er 8 manna áhöfn. Eftir áramótin fer Hrangur á loðnuveiðar og sagði Helgi að tim- inn fram að þvi færi í að útbúa bátinn fyrir þær og þá yrði einnig fjölgað í áhöfninni, hún yrði um 11 manns þegar farið yrði á loðnu- veiðarnar. Eigendur Hringsins GK, Aðalsteinn Einarsson, Helgi Einarsson og Ingimundur Jónsson, sem jafnframt er skipstjóri. Til hægri sést netahristarinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.