Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 1
48 SÍÐUR 279. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Klofningur OPEC veldur ó- vissu um afleiðingar hækkunar New York, Wastaington, Doha, Briissel og vlðar 17. desember AP — Reuter. VESTRÆNIR olfumálasérfræð- ingar telja að hin tvfskipta olfu- verðs hækkun OPEC-rfkjanna muni ekki geta staðizt nema nokkrar vikur, þá hljðti rfkin 11, sem samþykktu 15% hækkun, að neyðast til að gera málamiðlunar- samkomulag við S-Arabiu og Sameinuðu furstarfkin, sem hækka aðeins um 5%. Er talið að meðalhækkunin verði þá um 8%. S-Arabfa sem er stærsti olfufram- leiðandi heims hefur lýst þvf yfir að hún mun aflétta öllum tak- mörkunum af olfuframleiðslunni til að mæta aukinni eftirspurn. Yamani, olíumálaráðherra S- Arabiu, sagði á fundi með frétta- mönnum í Doha í dag, að þjóð sín vænti þess að Vesturlandaþjóðir myndu meta aðgerðir slnar I olíu- málum og þá einkum Bandaríkja- menn og sýna það í verki I deilu Araba og Israela og Norður- Suður-viðræðunum, sem miða að þvi að koma á meiri jafnvægi milli þróunarrikjanna og hinna auðugu þjóða heims. Einn slíkur fundur var nýlega haldinn I Paris án þess að verulegur árangur næðist. Yamani varaði Vestur- landaþjóðirnar við að hrósa sigri, þvi að OPEC gæti ekki lifað án S-Arabíu og S-Arabía ekki án OPEC. Yamani spáði þvi að hin OPEC-ríkin myndi ekki geta stað- ið við verðhækkanir sinar og með- alhækkunin I heiminum yrði 5%. S-Arabia og Sameinuðu fursta- dæmin framleiða um þriðjung allrar ollu OPEC-rlkjanna 13. Yamani sagði að stjórn sin teldi að verðhækkun umfram 5% myndi hafa mjög skaðleg áhrif á efnahagsbata rlkja heims I kjöl- far fyrri olfukreppunnar. Flestir ráðherrarnir, sem Oriol myrtur? Madrid 17. desember Reuter. ER Mbl. fór f prentun skömmu eftir miðnætti var óttazt að ræningjar Antonios Maria de Oriols, formanns spánska rfkisráðsins, hefðu myrt hann. Ræningjarnir, úr öfga- hreyfingu Maóista, höfðu krafizt þess, að spænska stjórnin sleppti úr haldi 15 pólitfskum föngum f skiptum fyrir Oriol, en f gærkvöldi breyttu þeir skyndilega kröf- um sfnum og heimtuðu að allir pólitfskir fangar yrðu látnir lausir á Spáni, ella yrða Oriol tekinn af Iffi kl. 22.00 að fsl. tfma. Rodolfo Martin Villa, innanrlkisráðherra Spánar, lét rjúfa útsendingu sjónvarps um kl. 22.30 og flutti hann þar stutt ávarp, þar sem hann sagði, að ef Oriol hefði verið llflátinn, eins og flest benti til, yrðu allir ræningjarnir gerðir ábyrgir. Hann sagði að spánska stjórnin myndi ekki láta undan kúgunaraðgerðum öfgahópa, hún hefði reynt allar hugsanlegar leiðir til samninga en án árangurs. greiddu atkvæði með 15% hækk- un, reyndu að gera lltið úr mis- sættinu. Jamshid, fulltrúi Irans, sagði að oliufélögin I heiminum, sem flest keyptu oliu frá báðum aðilum, myndu jafna verðið og yrði þá hækkunin um 8—8,5%. Hann sagðist búast við að frá þessum hlutum yrði gengið mjög bráðlega og að OPEC stæði á jafn traustum grundvelli og áður. Valentine Hernandez, oliumála- ráðherra Venezúela, sem ásamt Iran beitti sér fyrir 15% hækkun- inni, sagði að hér væri um tíma- bundin vandamál að ræða og að hann vonaðist til að alger sam- staða rlkti innan OPEC á næsta fundi. Aðeins einn ráðherra, Abdulkarim, oliumálaráðherra traks, gagnrýndi S-Arablu og Sameinuðu furstadæmin og sagði að aðgerðir þeirra yrðu aðeins til að skaða OPEC. Oliuframleiðsla S-Arabiu er nú 8.5 milljónir tunna á dag, en framleiðslugetan er um 11.8 milljónir tunna á dag. Klofningurinn innan OPEC kom flestum sérfræðingum gersamlega I opna skjöldu og spáðu flestir því að algert verðstríð myndi skapast á mörkuðum. Viðbrögð stjórnmála- manna voru mjög á einn veg, þeir Framhald á bls. 26 Yamani Viðræðurnar 1 Briissel: Fyrstu samningsdrög um fisk- vernd tilbúin á mánudag EBE gerir tilboð um gagnkvæmar veiðiheimildir til skamms tíma • SAMNINGAVIÐRÆÐUM Is- lands og Efnahagsbandalagsins var haldið áfram f Briissel f gær og hefur nokkuð miðað f þeim hluta viðræðnanna sem fjallar um fiskvernd, hagnýtingu fisk- stofna og samvinnu á þvf sviði. Viðræðum verður haldið áfram á mánudag og þá mun liggja fyrir fyrsta uppkast að drögum að samningi um þetta efni, sem sfð- an á eftir að skoða niður f kjölinn. Um er að ræða langtfmasamning um fiskvernd og samvinnu á þvf sviði. O Þá hefur Efnahagsbanda- lagið, eða Finn Olav Gundelach fyrir þess hönd, gert tslendingum tilboð af bandalagsins hálfu um hugsanlegt samkomulag til skamms tfma um gagnkvæman fiskveiðirétt f fiskveiðilögsögu hvors aðila. Þetta tilboð hefur nú verið sent rfkisstjórn íslands, sem mun skoða það nánar. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið I gær hjá sendi- herra Islands I Brlissel, Tómasi A. Tómasyni, sem er formaður samninganefndar Islands, sem nú ræðir við Efnahagsbandalagið i Brússel. Viðræður aðila munu halda áfram á mánudag og munu Tómas og Einar B. Ingvarsson, Takeo Miki, fráfarandi forsætisráðherra Japans <t.h.>, ásamt Takeo Fukuda, eftirmaður hans. Miki tilkynnti afsögn sfna f gær. — Sjá frétt á bls. 24. sem er lfklegasti aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, taka þátt i þeim fyrir Islands hönd, en Jón Arnalds ráðuneytisstjóri I sjávarútvegs- ráðuneytinu og Jakob Magnús- son, fiskifræðingur, héldu heim- leiðis frá Brussel I gærkveldi um London. Tómas Tómasson sendiherra sagði I viðtali við Morgunblaðið I gærkveldi, að viðræðurnar hefðu verið tvfþættar eins og raunar I Ráðherrabústaðnum áður. Eigin- legar samningaviðræður um fisk- vernd og hagnýtingu fiskstofna hófust nú á fimmtudag og nú um helgina verða sett á blað fyrsta sinni drög að samningi um það efni og sagði Tómas að hann og Einar Ingvarsson myndu skoða þennan texta á mánudag. Efna- þagsbandalagið er komið mun lengra I slfkri samningsgerð við ýmsar aðrar þjóðir, m.a. Norð- menn, en I gær fóru einnig fram viðræður við þá I Brussel sam- kvæmt skeytum erlendra frétta- stofnana. Þá hefur Efnahagsbandalagið gert tilboð af sinni hálfu um hugsanlegt samkomulag til skamms tlma um gagnkvæm fisk- veiðiréttindi. Tómas sagði að íslenzka samninganefndin hefði skoðað þessar tillögur I gær og hefði hún fengið nánari útlistanir á þvi, sem þar hefði komið fram. Tilboðið verður sent ríkisstjórn Framhald á bls. 26 Bukovsky til Sviss í dag Corvalan fór frá Chile í gær Santiago og Moskvu 27. des. Reuter — AP — NTB. SOVÉZKA andófsmanninum Vladimir Bukovsky verður sleppt úr haldi i dag, laugardag, og heldur hann með flugvél Aeroflot frá Moskvu kl. 06.30 að Isl. tfma áleiðis til Sviss ásamt móður sinni, systur og systursyni. Er Bukovsky sleppt I skiptum fyrir Luis Corvalan leiðtoga kommúnistaflokksins I Chile, sem setið hefur I fangelsi þar sl. 3 ár. Corvalan fór frá Santiago I kvöld með Lufthansaflugvél, sem fór frá Santiago kl. 18.40 að (sl. tfma áleiðis til Buenos Aires, Zurich og Frankfurt. t för með honum var eiginkona hans. Fylgdu öryggisverðir þeim hjón- um út að flugvélinni, sem stóð á brautarenda langt frá flug- stöðvarbyggingunni. Fregnin um samkomulagið um fangaskiptin kom mjög á óvart en nú er vitað að samningaum- leitanir hafa staðið I rúman mánuð og voru Bandaríkjamenn milligöngumenn, en ekkert stjórnmálasamband hefur verið Bukovsky milli rikjanna frá þvi að stjórn Allendes var steypt fyrir þremur árum. Samningar munu hafa gengið erfiðlega um tíma þar sem útlagasamtök Chilemanna voru andvíg þeim og Corvalan hafði lýst þvi yfir að hann vildi ekki eiga aðild að samkomulaginu og kysi að vera áfram I fangelsi. Nina Bukovsky, móðir Vladimirs, sagði fréttamönnum I Moskvu I gær, að KGB- lögreglumaður hefði tilkynnt sér á miðvikudagskvöld að syni Framhald á bls. 26 :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.