Morgunblaðið - 18.12.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
3
Bankaráðskosn-
ingar á mánudag?
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Mbl. fékk I gær, var þá enn ekki
ljóst, hvenær kosning I bankaráð
hinna fjögurra rfkisbanka færi
fram á Alþingi, en lfkur bentu þó
til að kosningarnar gætu farið
fram á mánudag, en þingfundir
eru þó ráðgerðir á laugardag, þar
sem svo mikið af verkefnum
tiggur fyrir, áður en þingmenn
fara f jólaleyfi.
Rikisbankarnir eru fjórir:
Seðlabanki, Landsbanki, Utvegs-
banki og Búnaðarbanki. 1 hverju
bankaráðanna sitja 5 menn, sem
nú skal kjósa að nýju. I Seðla-
bankaráði sitja Ragnar Ólafsson,
formaður, , fyrir Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna, Ingi R.
Helgason, varaformaður fyrir
Alþýðubandalag, Pétur Sæmund-
sen fyrir Sjálfstæðisflokk, Jón
Skaftason fyrir Framsóknarflokk
og Sverrir Júliusson fyrir Sjálf-
stæðisflokk.
I bankaráði Landsbankans sitja
Einar Olgeirsson, formaður fyrir
Alþýðubandalag, Kristinn Finn-
bogason, varaformaður fyrir
Framsóknarflokk, Árni
Vilhjálmsson fyrir Sjálfstæðis-
flokk, Baldvin Jónsson fyrir
Alþýðuflokk og Kristján G. Gisla-
son fyrir Sjálfstæðisflokk.
I bankaráði Otvegsbankans
sitja Ólafur Björnsson, formaður
fyrir Sjáifstæðisflokk, Halldór
Jakobsson, varaformaður fyrir
Alþýðubandalag, Guðlaugur
Gíslason fyrir Sjálfstæðisflokk,
Haraldur Henrýsson fyrir Samtök
frjálslyndra og vinstri manna og
Björgvin Jónsson fyrir Fram-
sóknarflokk.
I bankaráði Búnaðarbankans
sitja Stefán Valgeirsson, formað-
Framhald á bls. 26
Járnblendið:
Undirbúningur fram-
kvæmda að hefjast
N(J, þegar að mestu hefur verið
gengið frá samningum við norska
fyrirtækið Elkem Spigelverket,
hefur af hálfu Islenzka járn-
blendifélagsins verið tekið til við
að undirbúa framkvæmdahliðina
á nýjan leik.
Að sögn dr. Gunnars
Sigurðssonar, stjórnarformanns
fslenzka járnblendifélagsins,
hefur þegar verað gengið frá út-
boði á stáli vegna þeirra fram-
kvæmda, sem fram munu fara á
Grundartanga og auk þess vegna
ýmiss konar jarðvinnslu á
svæðinu enda þótt hluta þess
verks sé þegar lokið.
Að þvi er Gunnar sagði er núna
verið að vinna að ýmsum undir-
búningsatriðum fyrir fram-
kvæmdirnar á svæðinu vegna
járnblendiverksmiðjunnar, þar
sem endurhanna þarf ýmsa þætti
vegna hins nýja eignaraðila.
Gunnar sagði, að enda þótt
vinnsluaðferðin væri alveg
hliðstæð hjá Elkem og Union
Carbide þá notuðu Norð-
mennirnir annars konar ofna og
þar sem sjálft verksmiðjuhúsið
væri i aðalatriðum byggt utan um
ofnana yrði ekki hjá þvi komizt að
breyta húsinu i samræmi við það.
Islenzka járnblendifélagið
hefur þegar fengið loforð hjá
Norræna fjárfestingarbankanum
fyrir framkvæmdaláni að fjárhæð
um 200 milljón krónur norskar
eða 7,2 milljarðar islenzkra króna
en hins vegar er eftir að ganga
formlega frá því láni.
Gluggaskreytingin f Breiðagerðisskóla er hin glæstlegasta eins og sjá má. Ljósm. rax
Leikarar og leikstjóri Láka f Ijótri klfpu. I aftari röð talið frá
vinstri er kynnir leikritsins, þá „nemandi", leikstjóri, „móðir“ og
„kennslukona“, sem krakkarnir sögðu að Ifktist Elizabeth Taylor. 1
fremri röð eru svo önnur „móðir“, „ráðskona", „þjónustustúlka" og
Láki.
Láki í ljótri klípu:
Jólaleikrit
Breiðagerð-
isskóla
t Breiðagerðisskóla stóð yfir
leikæfíng I gær á leikritinu
Láki f ljótri klfpu, sem sýnt
verður á litlu jólum skólans i
dag. Það eru nemendur úr 6. B.,
sem leika I leikritinu og
kennarinn þeirra, Njáll
Guðmundsson, leikstýrir. Þau
virtust hvorki kviðin né með
frumsýningarhroll, þegar við
litum inn á æfingu f gær. Við
smelltum af þeim nokkrum
myndum og óskuðum þeim
góðs gengis í dag.
Skólastjóri Breiðagerðisskóla
sýndi okkur mósaik-
gluggaskreytingu, sem
nemendur úr öllum bekkjar-
deildum hafa gert undir hand-
leiðslu teiknikennara sfns,
Guðrúnar Júlfusdóttur.
Nýjar skósendingar
ieknar
MIKIÐ ÚRVAL AF
★ gallabuxum ★ flauelsbuxum
★ bíússum ★ skyrtum ★ kuldajökkum
og allskonar sportfatnaöi.
Opið til
kl. 10 í kvöld
\ffSm TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
lp) KARNABÆR
Austurstræti 22
Simi frá skiptiborði 28155
Opið til
kl. 10 í kvöld