Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
7
Hin glæru
gler sýndar-
mennskunnar
1 Skæðadrífu breytingartil-
lagna við f járlagafrum-
varpið hefur ringt niður é
borð þingmanna undan-
famar vikur, einkum og
sér i lagi frá stjórnarand
stöðunni. Og það eru eng-
ar smáupphæðir, sem
þessi plögg hafa að
geyma Þar hrannast sam-
an útgjaldaliðir upp á
marga milljarða- króna en
hvergi bólar á aðhalds-
votti eða sparnaðarvið-
leitni.
Það er létt verk að leita
uppi fjármagnsþörf hjá
ýmsum þörfum málaflokk-
um og gera tillögur um
nokkur milljónahundruð i
þessa áttina og önnur
milljónahundruð i hina.
Hitt hefur vafist fyrir
þessum tillöguglöðu þing-
mönnum sýndarmennsk-
unnar að benda á fjár-
öflunarleiðir til að mæta
útgjoldunum, enda bólar
hvergi á minnstu viðleitni
i þá átt. Þvert á móti
krefjast þeir þess, sam-
hliða útgjaldatillögum sín-
um, að tekjuöflun ríkis-
sjóðs sé verulega dregin
saman. Og ekki nóg með
það, heldur deila þeir á
skuldasöfnun rikisins og
vaxandi vaxtabyrgði.
Þessi málflutningur allur
stangast hastarlega á og
hvað rekur sig á annars
horn.
Siðan koma leiðara-
skrif. þar sem frá þvi er
greint af heilagri vandlæt-
ingu, að stjómarliðið hafi
fellt hin góðu málin, sem
stjómarandstaðan hafi
flutt, sé á móti hærri elli-
launum, fleiri sjúkrahús-
um og þar fram eftir
götunum. Allur byggir
þessi loddaraleikur á því,
að hinn almenni borgari
brjóti aldrei mál til mergj-
ar, liti aðeins á yfirborð
mála en kafi ekki ofan i
þau. Hann byggir sem sé
á taumlausri fyrirlitningu
á dómgreind hins al-
menna borgara. Hætt er
þó við að hér reikni
stjórnarandstaðan dæmið
sitt skakkt. Hinn almenni
borgari þekkir sem sé af
eigin reynslu að tekjur
heimilanna sniða útgjöld-
um þeirra stakk. Sama
máli gegnir með þjóðar-
heimilið. Fjölskyldumeð-
limur, sem gerir tillögur
um útgjaldaliði, sem eru i
engu samræmi við
greiðlsumöguleika,
heimilisins er einfaldlega
ekki marktækur. Þar af
leiðir að fólk almennt sér í
gegn um hin glæru gler
sýndarmennskunnar —
og þar blasir við ábyrgðar-
leysið eitt. En það er ein-
mitt þessi loddaraleikur
sem á drýgstan þáttinn i
því að Alþingi hefur sett
niður i augum alþjóðar á
undanförnum árum.
Flokks-
pólitískir
hagsmunir
ÞaS hefur stundum ver-
ið á það drepið hér i stök-
um steinum, hve vinstri
armur islenzkra stjóm-
mála sé margklofinn og
sjálfum sér sundurþykkur.
Jafnvel smá flokkseining,
eins og SFV, sem hafði að
markmiði „sameiningu
vínstri afla", klofnaði i
ótal smábrot. Alþýðu-
bandalagið er samansett
af margs konar „sértrúar-
söfnuðum". Á vinstri
væng þess eru einnig þó-
nokkrir sjálfstæðir smá-
hópar: Sósialistafélag
Reykjavikur, Fylkingin,
Kommúnistaflokkur ís-
lands, Einingarsamtök
kommúnista — eða hvað
þær heita nú allar „sell-
urnar", sem einangrast
hafa frá samfélaginu um-
hverfis þær. En það kem-
ur engu að siður ýmislegt
i Ijós „þegar hjúin deila";
þegar þessi brota-brot
fara i hár saman, sem er
eitt höfuðviðfangsefni
þeirra. í leiðara eins sellu-
blaðsins nýverið er eftir-
farandi lýsing á Alþýðu-
bandalaginu:
„Hvarvetna þar sem
barátta hefst reyna póli-
tiskir flokkar að eigna sér
hreyfinguna og færa hana
inn á sér hagstæðar braut-
ir. Sérstaklega kemur
þetta skýrt fram hjá Al-
þýðubandalaginu. Það
hefur mátt sjá það á sið-
um Þjóðviljans, hvernig
Alþýðubandalagið þykist
standa fremst i flokki
þeirra, sem vilja raunhæf-
ar aðgerðir til að verja
kjör og hagsmuni verka-
lýðsins, en i raun hefur
þetta farið á annan veg. Á
sama hátt og aðrir hefur
Alþýðubandalagið aðeins
reynt að nota hreyfinguna
fyrir þrönga flokkspili-
tiska hagsmuni sina. Þeg-
ar Alþýðubandalagið hef-
ur talið að baráttan þjón-
aði sér ekki hefur það
snúizt gegn henni. Ljós-
asta dæmið um þetta er
kannski hvernig Ab. sner-
izt gegn baráttu ABS með
rógi og lygum. . . Við meg-
um ekki láta blekkjast af
fagurgala Ab. eða annarra
þvi að reynslan sýnir okk-
ur að þeir munu svikja við
fyrsta og bezta tækifæri." |
Sjá messutilkynningar á bls. 10 í blaðinu í dag
Það kann að virðast erfitt
að velja góða bók í öllu
jólaflóðinu, en er það svo?
Islandsferðin 1907
För Friðriks konungs áttunda
og ríkisþingmanna til Færeyja
og íslands. Tveir danskir blaða
menn. Svenn Poulsen og Holger
Rosenberg, fylgdust með kon-
ungi og skrifuðu bók þessa sem
er um 330 bls og í henni eru
um 200 myndir.
Harpa minninganna
Minningar Árna Thorsteinsson-
ar tónskálds sem Ingólfur
Kristjánsson færði í letur. í ævi-
sögu þessa aldna Reykvíkings
blandast þróun fæðingarborgar
hans og afskipti hans af menn-
ingarmálum og þá sérstaklega
tónlistamálum landsmanna.
Látleysi og gpðlátleg kímni ein-
kenna frásögnina, sem iðar af lífi
og glaðværð í bókinni eru um
80 myndir af einstaklingum og
hópum, en Árni starfaði um ára-
bil sem Ijósmyndari.
I ís og myrkri
eftir Friðþjóf Nansen. í ferða-
bók þessari segir frá frækilegasta
þætti Fram-leiðangursins norska
(1893—96) þegar Friðþjófur
Nansen fór við annan mann frá
leiðangursskipinu, og gerði til-
raun til að komast á norður-
heimskautið en sneri síðan suður
á bóginn og komst eftir fimmtán
manaða svaðilför og mannraunir
til Franz-Jósefslands. Bókin er
yfir 300 bls. með fjölmörgum
myndum
Þetta eru þrjár bækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil, en
eru nú til i mjög takmörkuðu upplagi.
Nú, það er ekki erfitt að
velja góða bók,
Isafoldarbök er göð bók.
Rowenta,
Kaffivélar
4 gerðir
ROWENTA-
UMBOÐIÐ
IWI j p /V SUÐURVERI
I V I I I Stigahlíð 45—47 Simi 82430
Blakboltar verðfrá kr. 18.30.-! Flestar gerðir af
Fótboltar Verðfrá kr. 2080,- æfingaskóm m.a.
Handboltar Verðfrá kr. 4510,- frá PUMA
Körfuboltar Verðfrá kr. 2180. Verð frá kr. 1 932. -
KLAPPAHSTIG 44
SIMI 1 1 783,
LOUHOLUM 2 — 6
SIMI 75020